Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Fimmtudagur 15. júní 1972. 5 í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UMSJON: GUNNAR GUNNARSSON UTLOND Smygluðu 10 kílóum af hassi — komið upp um smyglhring í Noregi — hafði grœtt 10 milljónir á hasssölu Rannsóknariögreglan í Osló hefur upplýst, að sitt- hvað bendi til þess, .að alþjóðlegir eiturlyf jahring- ir hafi síðustu árin smyglað til Noregs samtals um 100 kílóum af hassi. Þjóðverji sem sagður er tilheyra þessum alþjóðlega eiturlyf jahring, en mað- urinn situr í sænsku fang- elsi, hefur í lokuðum yfir- heyrslum hjá lögreglunni, gefið upplýsingar sem leitt hafa til handtöku og fangelsunar 21 árs Þjóð- verja, 27 ára gamallar norskrar stúlku og tveggja Norðmanna, 21 og 23 ára að aldri. Lögreglan hefur unnið að þessu máli lengi, og ekki gefið neinar upplýsingar um það, vegna þess sem á eftir hefur rekið. (Og ,,lok- aðar yfirheyrslur” bera senni- lega betri árangur ef fjölmiðlar vita ekkert um málið). Allt þetta fólk, sem á undan er upptalið, mun geta átt von á dóm- um fyrir hasssmygl — en viðurlög við sliku smygli i Noregi munu vera fangelsi, allt að tiu ár„. Seg- ir lögreglan, að norska konan muni ein hafa smyglað inn um 20 kilóum. Hassið var keypt i Þýzkalandi fyrir 2,5 þýzk mörk hvert gramm og selt aftur i Noregi með 10 króna (norskar) hagnaði. Miðað við það verð sem nú er á hassi i Noregi og annars staðar á Norð- urlöndum, hefur flokkur þessi þénað um 750.000 norskar krónur á fyrirtækinu (Kringum 10 milljónir isl. kr.) Hassinu var komið milli landa með þvi að fela það i bilum, en konan afkastamikla kom sinu magni að verulegu leyti yfir landamærin með þvi að lima það við hörund sitt, og bera það þannig, innan fata. Þessi náungi frá Hondúras situr á umhverfisráftstefnunni I Stokkhólmi — og hefur sýnilega hlustað á amk. eina ræftu umfram getu. Ljósmyndarar voru mjög á sveimi kringum þennan mann, meftan hann svaf. Enn á ráftstefnan eftir að standa tæpa viku. Umhverfisróðstefnan: YFIRLÝSING í DAG Yfirlýsingar um einstök málefni Umhverf isráö- stefnunnar i Stokkhómi er aö vænta, einhvern tíma síðdegis í daq. Þessa vikuna hafa um- ræður veriö mjög harðar um einstaka málaflokka, svo sem nýlendustefnu, apartheit og náttúruvernd — Kínverjar og Sviar hafa einna mest hitað mönnum í hamsi. Hins vegar tók Maurice Strong, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunn- ar nokkuð til eigin ráða, er hann ásamt fulltrúum 15 Afríkuríkja myndaði vinnuhóp, erstarfaði að því að ,,hreinsa til" í ýmsum málaf lokkum. Þannig var það, að nokkuð snemma i gærkvöldi höfðu menn komið sér niður á að gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu i sambandi við fimm málaflokka: Nýlendu- stefnu, apartheit, náttúruauðlind- ir, hráefni og eyöingu náttúrunn- ar.. Siðasta atriðið er aðallega til- komið vegna harðra umræðna og andstöðu gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Ljóst er t.d. nú að Bandarikin, Frakkland og Kina munu ekki setja sig á móti þessu siðasta atriði. Italirnir ósigraðir ó ólympíumótinu í bridge Aft ólympiumótinu i bridge i Miami tæplcga hálfnuðu héfur italska sveitin enn ekki tapaö neinum leik, og vann siftast i 16. umferft Austurriki meö 19-1, og er með 287 vinningsstig. Pólland hefur righaldið i annaö sætið, með um 35 vinningsstig minna heldur en italia: hinsvegar liafa verið stöðugar skiptingar i þriðja og fjóröa sætinu. Kanada hrifsaði i 16. umferð- inni þriðja sætið með þvi að ger- sigra Bermuda og er með 238 stig, en Ástralia, sem tapaði fyrir Frakklandi, 14-6, féll úr þriðja sæti niður i það fimmta og er með 228 stig. Dallas-ásarnir, banda- risku heimsmeistararnir, hafa þokað sér upp úr fimmta sætinu aftur upp i fjórða sætið með þvi að vinna Spán, 19-1, og eru nú með 233 st. S-Afrika er i 6. sæti, Svissland i 7. sæti, Frakkland i 8. sæti, Formósa 9. sæti og ísrael i 10. sæti. Næstu átta sveitir af þeim 39, sem alls keppa á mótinu, eru all- ar undir 200 stigum, en þar er efst Sviþjóð i ellefta sætinu með 195 stig. Fjórar efstu sveitirnar úr þess- ari hildi munu spila undanúrslit- in, og tvær efstu úr þeim svo loks um sjálfan ólympiu- og heims- meistara titilinn. Að hálfnuðu olympiumótinu i kvennaflokknum eru itölsku stúlkurnar efstar með 100 stig, USA með 91 stig, og Sviþjóð i þriðja sæti með 88 st. Italirnir virðast staðráðnir i þvi, að hrifsa ólympiumeistara- titilinn i opna flokknum, þar sem Bláa sveitin sieurvissa hefur ekki enn tapað leik. Bridgeáhugafólk á mótinu hefur veitt þvi athygli, að þeim vinsæla Belladonna hefur ekkert farið aftur, þótt hann sé farinn að reykja. ,,Ég er orðinn leiður á þvi, að láta Ásana blása reyknum sifellt framan i mig, og reyki nú sjálfur vindla, og geld þeim rauðan belg fyrir gráan,” segir hann sjálfur til skýringar. Annar frægur þátttakandí hefur tekið upp nýja siði. Cornelius Slavenburg, sem nú keppir fyrir Marokko, en þangað flutti hann frá Hollandi vegna ágreinings við skattayfirvöldin, gengur um með hvitan fez á höfðinu og vekur hvarvetna athygli. —GP Sprengja við landamœrin — meðan Kissinger boðar sína fjórðu Kínaför — Kínverjar œvareiðir vegna eyðileggingar jórnbrautar við landamoeri Vietnam Kissinger, ráðgjafi Nix- ons i öryggismálum, hefur hafið viðræður við kin- verska leiðtoga um Viet- nam-striðið. Hafa Kinverj- ar mótmælt harðlega hin- um miklu loftárásum Bandaríkjamanna á Norð- ur-Vietnam rétt við landa- mæri Kína og telja að öryggi Kína sé með þessu stefnt i hættu. Þrátt fyrir það, aðHvita húsið hefur opinberlega sent út tilkynn- ingu um viðræður Kissingers og Kinverjanna, þá héldu banda- riskar sprengjuflugvélar áfram árásum á landið rétt við kin- versku landamærin. Hafa þessar árásir staðið allan siðasta sólar- hringinn með auknum þunga. Hafa sprengjuflugvélar unnið að þvi að tæta sundur og eyðileggja járnbrautarlinuna frá Kina til Norður-Vietnam. Stuttorðar yfirlýsingar voru gefnar út i Washington og Peking i gær, þar segir að Henry Kissing- er muni leggja upp i sina fjórðu Kinaferð og dvelja i Peking dag- ana 19. til 23. júni og verður rætt um framhald á viðleitni landanna tveggja i þá átt að taka upp eðli- leg samskipti. Samtimis að þessi orðsending kom frá Washington, skýrðu bandarisk hernaðaryfirvöld frá þvi, að siðustu sólarhringa hefðu bandariskar flugvélar farið 340 ferðir á hendur N-Vietnam, eyði- lagt brýr 55 vörubila, 56 báta og tvær eldflaugastöðvar. Meðal brúnna sem sprengdar voru telj- ast fjórar járnbrautarbrýr, sem bera uppi brautina frá N-Vietnam til Kina. Brýrnar eru i 60-112 km fjarlægð frá landamærum Kina og Vietnam. Þyrlur hafa siðasta sólarhring- inn stanzlaust flutt liðsstyrk til sunnanmanna, sem enn berjast i An Loc, sem er i um 90 km fjar- lægð i norður frá Saigon, og hefur bærinn nú verið i 70daga umsátri norðanmanna. 83 fórust í flugslysi japönsk þota hrapaði við Nýju Delhí í gœrkvöldi 83 af 89 manneskjum sem voru um borð i japanskri farþegaþotu er hrapaöi i gær vift indversku höfuöborgina Nýju Delhi, munu hafa látið lifið. Sex komust lifs af og liggja nú á sjúkrahúsi. Flugvélin, sem tilheyrði japanska flugfélaginu Jal (Japan Airlaincs) var á leið frá Tókió til London, og hafði millilent i Ilong Kong, Bangkok og átti að fara um Nýju Delhi um Teheran, Kairó, Kóm og Frankfurt tii London. Alls var fólk af tiu þjóðernum með vélinni, farþegat.voru 78 en 11 manna áhöfn. Meðal farþega. voru 10 Japanir, 10 Amerikanar, fjórir Sviar, fimm Italir, þrir V- Þjóðverjar, tveir Frakkar, tveir Indónesar, einn Norðmaður, einn Niðurlendingur, Indverji og Brasiliumaður. Japanska vélin var þota af gerðinni Dc-8, og hrapaði hún við þorp er Jaipur nefnist og er 25km i suðaustur frá Nýju Delhi. Við það að vélin stakkst til jarðar, urðu tveir þorpsbúar fyrir vélinni og létust. Sem fyrr segir voru það aðeins sex manns sem komust lifs af. Þeirra á meðal er 11 ára gömul sænsk stúlka, Eva Gabriele Sund- blad. Hún komst á undraverðan hátt lifs af, skaddaðist aðeins litilsháttar á höfði, að þvi er sænska sendiráðið i Nýju Delhi hefur sagt. Foreldrar hennar og átta ára gamall bróðir, biðu bana. Að þvi er sjónarvottar að slys- inu herma, þá blossuðu upp eldar i hreyflunum fjórum, og allt i einu, þegar þotan hafði raunar lækkað flugið talsvert við að búa sig til lendingar,' steyptist hún til jarðar. Tuttugu minútum eftir að vélin hafði hafnað á engi, heyrð- ust kvalaóp farþega. Þrettán manneskjur voru sagðar á lifi þegar sjúkralið og lögreglu bar að, en margar þeirra létust á leið- inni á sjúkrahús. Talsmaður Jal i Nýju Delhi hefur sagt, að vélin hafi fengið lendingarleyfi og merki um að allt væri i lagi, þeg- ar hún var i 6.500 feta hæð. Radió- samband við vélina hætti skyndi- lega tiu minútum áður en hún átti að koma inn til lendingar, og það siðasta sem heyrðist til flug- stjórans var „roger” — alþjóðlegt kenniorð um að allt sé i bezta lagi fyrir lendingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.