Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 7
Jón Benediktsson hjá verki sínu, Aðkoma. (Mynd: Bjarnleifur)
sonar. Þargat hver sem var tekið
völdin af nátturuöflunum og látið
rigna yfir jörðina. En einhver
hefur haft ástæðu til að óttast
syndaflóð og þvi eyðilagt verkið.
Sýningin á Skólavörðuholti mun
standa eitthvað fram eftir sumri.
Ekki er vitað hve lengi, þvi hug
myndir eru uppi um að senda
hana út á land.
Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um listahátíð:
HVERSDAGSHÁTÍÐ
undir nafni á hún ábyggilega
eftir að þenjast út. Þau verk sem
upp eru komin eru mjög sundur-
leit, sum i hefðbundnum stil eins
og verk Ragnars Kjartanssonar
og Sigfúsar Thorarensen o.fl.
„Slagsmál” Þorbjargar Páls-
dóttur þykja mér heldur dauf-
legri en þau verk sem hún hefur
áður sýnt, t.d. „Dansleikur” i
hittifyrra. Eins þætti manni
mynd Magnúsar A. Arnasonar
betri, ef maður vissi ekki að hún
er af Kjarval. Þetta höfuð er vel
gert, en svo snurfusað að helzt
minnir á bankastjóra. Meistara
Kjarval vantar.
Ein nýliði er þarna sem ó-
neitanlega vekur athyggli. Það er
Sigurlinni Pétursson, sem sýnir
þrjá hunda og einn sjómann i
fullum skrúða, allt i steinsteipu.
Myndir hans eru gerðar af barns-
legri einlægni, og gaman er að fá
loksins verk eftir mann sem
vinnur á þennan hátt á opin-
bera sýningu.
A5 klæða landið
Af öðrum verkum og ólíkum,
mætti nefna steinaröð Sigurðar
Guðmundssonar, sem ber nafnið
„205 dagar til jóla”.
Þetta er bein röö af steinhnull-
ungum, og þar má sjá að ekki eru
nema örfáir metrar eftir af
sumrinu. Siðan er aftur kominn
vetur og skammdegi. „Speglar”
Hreins Friðfinnssonar fyrir
himin og jörð fengu þvi miður
ekki að vera óbrotnir nema i
nokkrar klukkustundir, þrátt
fyrir það að svo auðvelt væri að
eyðileggja verkið, að varla var
hægt að imynda sér að nokkur
legði sig niður við slikt. Hin
nafnlausa mynd Sævars Daniels-
sonar er lika gjöreyðilögð, og er
mikill skaði að. Magnús Tómas-
son er greinilega búinn að fá nóg
af gróðurverndarmálæðinu og
vill láta verkin tala, klæða allt
tsland safariku grasi og það strax
Upp við Hnitbjörg hefur Snorri.
Sveinn Friðriksson nýlega sett
upp tvær „Smásögur”, hnött
þakinn skóförum, Ekki nóg með
það, skórnir sitja eftir , sumir
slitnir, aðrir ekki lengur i tizku,
en barnskór hafa hafið sig til
flugs og hringsóla umhverfis
jörðu i leit að nýjum gang-
brautum. Þar skammt frá er
„Rigning” Jóns Gunnars Arna
sig” að stoppa. Þegar búið er að
losa sig við bilinn gengur allt
betur. Og i bliðviðrinu undan-
farna daga hafa margir komizt
að þvi( að ósköp notalegt er að
sitja i grasinu við Hnitbjörg. Þá
hætta listaverkin að vera fram-
andi og fjarlæg, ekki er lengur
nauðsynlegt að halda réttum list-
sýningarsvip
En svo hafa aðrir sýningar
„gestir” verið þarna á ferð —
vesalingar sem hafa ánægju af að
eyðileggja verk þeirra manna,
sem lagthafa á sig mikið erfiði til
að koma þesari sýningu upp. Það
þarf mikla þolinmæði og bjart-
sýni til að halda þessari sýningar-
starfsemi áfram, þegar óbætan-
legt tjón er unnið á verkunum i
hvert einasta skipti.
Sýnið sjálf!
Skólafélag Myndlistarskólans
stendur fyrir sýningunni, sem nú
er haldin i fjórða sinn. Þvi miður
tókst ekki að koma henni upp i
fyrra, og nú er hætta á aö i fram-
tiðinni fylgi hún Listahátið og
verði þvi aðeins annað hvert ár.
Eðlilegra væri að hafa
sýninguna árlega, og írekar
ætti að fjölga útisýningum
en fækka, bæði hér i bænum og úti
á landi. Neskaupstaður fékk t.d.
sýninguna á Skólavörðuholti
fyrir nokkrum árum. Ekki er það
rikasta bæjarfélag á landinu,svo
ekki getur verið um peninga-
vandamál að ræða, frekar
sofandahátt bæjarstjórnanna.
En ekki er nauðsynlegt að biða
eftir þvi að bæjarstjórninnar
vakni. Væri ekki ráð að fólk i
bæjum úti á landi eða ibúar
hverfanna hér komu upp leigu-
sýningu? Bæði gætu þeir sjálfir
lagt til verk, — eins og strákarnir
sem komu með myndina sina á
Skólavörðuholtið og báðu um að
fá að vera með, sem þeir og
fengu, eða þá fengið verk aðsend.
Slikar sýningar gætu án efa verið
til mikils gagns og ánægju
Sýningin sem vex
Svo vikið sé aftur að sýningunni
á Skólavörðuholti, þá eru það um
30 myndir, þrjár eru ekki komnar
upp, og ein er enn á byrjunarstigi,
en á að vaxa meðan á sýning
unni stendur. Það er ,Gjaldþrot’
Inga Hrafns. Ef sú mynd stendur
Útisýningin á Skóla-
vörðuholti er vafalaust
skemmtilegasta sýn-
ingin i bænum. Þá er
ekki endilega átt við
verkin sjálf. heldur hitt,
að kynni fólks af þeim
eru með öðrum hætti en
gerist á sýningum.
Þegar fólk fer á listsýningar
seturþaðsig i ákveðnar andlegar
stellingar sem það telur við-
eigandi til að fá notið listarinnar.
Listin verður þvi spariflik, viðs-
fjarri hversdagslegu amst'ri og
bannaöerað blanda pessu tvennu
saman. Slikt telst virðingarleysi
við listina og hégómi i vinnu
timanum. Sýningu eins og þeirri
á Holtinu tekst að nokkru leyti að
brúa þetta bil. Fjöld; fólks býr i
næsta nágrenni við hana, og
margir eiga þarna leið um nær
(Jtisýning á Skólavörðuholti:
Þorbjörg Pálsdóttir hjó mynd
sinni, Slagsmál.
daglega og jafnvel oft á dag. Það
er þvi ógjörningur að setja sig i
listnautnarhugarfar i hvert skipti
sem farið er um Holtið. Margir
eru varkárir i fyrstu, keyra
nokkrum sinnum rólega fram hjá
til að athuga hvort það „borgi
l.,.V.,.V.,.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.V,,.,.V.,.V.,.W.V.V.V.V.V.V.W//AV.V.,.V/A,/.V/.VAVA,.VAV^A’.V.,.V.,.V.V.W^.V.V.,.W.,.V.V.V.,.V.V.
Gunnar Björnsson skrífar um listahátíð:
Fiskistúlkan er flutt úr bœnum
Þarna fengu
áheyrendur á listahátið
loksins efnisskrá, sem
allir gátu notið. Fyrst
þrjár enskar kansön-
ettur eftir Haydn,
hugljúf músik og
auðveld áheyrnar. Hætt
við Mussorgsky og i
staðinn flutt sex lög úr
Schwanengesang
(nr. 8-13) eftir Schubert
og umsvifalaust leiðir
söngvarinn okkur á vit
sársaukafullrar
blámóðu þýzku róman-
tikurinnar, þar sem ást-
mögurinn stendur fyrir
utan hús elskunnar
sinnar alla nóttina og
mænir upp i gluggann
hennar. í þeim puknti
rennur upp þetta fræga
augnablik, sem bróður-
parturinn af ljóðlist
veraldarinnar fjallar
um: fiskistúlkan er flutt
úr bænum.
John Shirley-Quirk er fallegur
maöur og frábær söngvari. Hann
er allur i söng sinum. „Der Atlas”
var þrunginn Weítschmerz.
Stundum fannst manni söngarinn
eiga ögn bágt með hæðina, var
enda ekki alveg hreinn á köflum,
röddin hins vegar ægifögur og
blæbrigðarik. Ashkenazy liður
nokkuð fyrir það hve „sjálf-
stæður” hann er. Bezt þótti mér
hann gera, þar sem kraftar er
þörf, eins og t.d. i „Der Atlas”,
þar sem hann dró ekki af áer.
Ashkenazy á að ýmsu leyti
erfiðara með lag eins og „Ihr
Bild”, þar sem mér virtist hann
ekki fylgja söngvaranum nógu
vel, já jafnvel hægja á i þeim
töktum, þar sem pianóið er eitt
saman án söngsins. t
„Fischermadchen” fór hann
mjög á kostum. Linurnar
hljómuðu likast þvi, sem leikið
væri á strengjahljóðfæri, fagur-
lega bundnar, svo að ég hefi ekki
heyrt það betur gert.
Einhverjum, hygg ég, hafi þótt
þetta lag nokkuð rólega flutt, þótt
i raun og veru sé ekkert á móti þvi
(NB: etwas geschwind). Ni-
ólurnar i „Die Stadt” komu lfka
frábærlega vel út hjá Ashkenazy,
fárveikar, mjúkar og skýrar.
„Am Meer” tókst prýðilega i
meðferð beggja. „Der Doppel-
Vlodimir Ashkenazy
gánger” var griðarlega sorg-
þrungið og dramatiskt, næstum
frosið i hljóðlátri kvöl sinni.
Við fengum ekki að heyra
„Taubenpost”. Lögin sex áttu það
sammerkt, að texti þeirra er eftir
Heine. Englendingar eiga ef til
vill ögn erfitt með framburð á
þýzkunni: mér fanst á stundum
gæta eilitið óeðlilegra hljóða i
framburði söngvarans, hann var
svolitið feiminn við bókstafinn -e,
varð fullmikið að stafnum -i. Þá
var ekki eins fanatisk áherzla
hans á hinum frægu, tungu-
brjótandi endingum þýzkunnar (-
erz, -atz, -D, -T osfrv.) og menn
hafa átt að venjast um hrið.
Eftir hlé heyrðum við
Liederkreis op. 24 eftir
Schumann, einnig við texta
Heines og aftur kærkomið efni
hlustandanum i salnum.
Ashkenazy var of sterkur i fyrsta
laginu (Morgens steh’ ich auf und
frage). Þetta er svo undúr
viðkvæm músik og auðvitað þarf
hvert einasta orð söngvarans að
heyrast út i salinn. Falleg rödd
Shirley-Quirks naut sin óhemju
vel i 3. laginu (Ich wandelte unter
den Baumen) og Ashkenazy
brilleraði á hinu yndislega eftir-
spili, sem er svo einkennandi
John Shirley Quirk
fyrir Schumann og keínur fyrir i
flestum þessarra laga (ég bendi
sérstaklega á nr.’l, 3, 5. og 7,)
sbr. útvikkað form eftirspilsins i
lok „Dichterliebe” eftir sama
höfund.
Það sem eftir lifði efnisskrár
hlýddum við á Ravel, Deux
Melodies Hebraiques og Don
Quichotte a Dulcinee. Shirley-
Quirk var ákaflega fagnað af
tónleikagestum og söng tvö auka-
lög eftir Vaughan Williams.
Þarna komu sem sé fram tveir
góðir og gerðu vel.
LISTAHATIÐ I
REYKJAVIK