Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 15.06.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Fimmtudagur 15. júní 1972. 3 Hvalveiðiráðið fœr bannhugmyndina til ákvörðunar: HÆPIÐ AÐ HVALVEIÐIBANNIÐ NÁI HINGAÐ Menn biða nú með nokkurri eftirvæntingu ársfundar alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn veröur siðar i þessum mánuði. Þar verður tekinn til meðferðar ályktun Umhverfisráðstefnunnar I Stokkhólmi um bann við hval- veiðum f 10 ár. Eins og fram hefur komið var samþykkt i Stokkhólmi, að brýna fyrir hvalveiðiráðinu mikilvægi þess, að þjóðirnar gerðu með sér samkomulag um að banna hval- veiði um 10 ára skeið. Var mönnum þá ofarlega i huga sú hætta, sem hvalveiðistofninum i Suðurhöfum þykir búin af ofveiði stærstu hvalveiðiþjóðanna. Það þykir með mestu ólikindum, að alþjóðlegt sam- komulag náist um algert bann við hvalveiðum i 10 ár. A ráðstefn- unni i Stokkhólmi kom greinilega fram andstaða t.d. Japana, sem báru fram breytingartillögu um að banniö næði einungis til hvala tegunda sem væru i útrýminga- hættu. Þeirra breytingartillaga náði ekki fram að ganga, og var reyndar ekki einu sinni borin upp, þvi menn gerðu sér fyrirfram grein fyrir, hve litlar undirtektir hún mundi fá. 1 staðinn var sam- þykkt málamiðlunartillaga USA, sem fól i sér aöeins frestun á ákvörðun um þetta, og að málinu yrði skotið til hvalveiðiráðsins, þar sem fulltrúar hinna ýmsu þjóöa eiga sæti. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hvort bann við hvalveiði — ef svo óliklega vildi til, að samkomulag næðist um slikt — mundi ná til hvalveiða okkar Islendinga, en að áliti islenzkra visindamanna, sem gefið hafa gaum hvala- stofnunum hér við strendur, sjást þess engin merki, að þeim sé hætt við útrýmingu. Her eru veiddar aðeins þrjár tegundir af stórhvelum, langreyður (mest), búrhvalur og sanreyður (litilsháttar). Aður voru hér einnig veiddir sléttbakur (sem hefur verið friðaöur i tugi ára), húfubakur,( sem hefur veriðfriðaður siðan ’53eða ’54) og steypireyður (friðaður ’60) A meðan hinar stærri hval- veiðiþjóðir sem framan af höfðu hert hvalveiðisóknina með hverju árinu, aukið veiðiskipa flotann og stækkað verksmiðjur i landiosfrv. en hafa upp á siðkast- ið orðið að draga úr veiöi sinni — hefur hvalveiðin hér verið stunduð i miklu minna mæli. Allt frá þvi 1948, þegar hvalveiði- skipaútgerð hófst hér, hafa að- eins 4 hvalveiöibátar verið gerðir út i einu, og veiðarnar veriö mjög takmarkaðar. Veiðitiminn hefur verið mjög stuttur, aðeins yfir blásumarið, og hvalafjöldinn, sem veiddur er árlega, vart nema brotabrot af þvi magni, sem floti stærri hvalveiði þjóða ber að landi,— Engu að siður hefur þessi hvalveiði, þótt smá i sniðum sé, veitt 200 manns vinnu bæði við hvalbáta, hvalstöðina i Hvalfiröi og ishúsiö i Hafnarfirði, yfir sumarmánuðina ár hvert. t 5 Islendingar sóttu um Norrœna húsið Listahótíð lýkur í dag: Uppselt á 8 atriði hátíarinnar — og í gœrdag var langt komið að selja á lokatónleikana i kvðld ,,ÍCg efast nú um að það takist að selja miöa á Listahátiðina, þannig að aðgöngumiðasalan standi undir kostnaðinum”, sagði Guöriöur Þórhallsdóttir, sem stjórnað hefur aögöngumiöasöl- unni á öll atriði hátiðarinnar. „Það var reyndar uppselt á þó nokkur atriði t.d. voru tvær sýn- ingar hjá Lilla Teatern á „llm- hverfis jöröina á 80 dögum”, og uppselt a.m.k. á aðra. Það var uppselt á tvær sýningar danska ballettsins, og þurfti aukasýningu. Uppselt var á söngkvöld Aase Kleveland, uppselt á tónleika Ashkenazys og Menuhins, uppselt á Ijóöalestur úr verkum Steins Steinarrs og einnig uppselt á Uóminó, leikrit Jökuls Jakobs- sonar”. Sagði Guðrún að nú væri þegar búið að selja miða i alla stóla i Laugardalshöllinni fyrir lokatón- leikana, sem André Previn stjórnar, en enn væru eftir miðar, sem gilda að bekkjum aftar i salnum. „Það hefur verið geysilega mikið að gera hér hjá okkur i miðasölunni”, sagði Guðriður, „einkum hefur mér fundizt þreyt- andi þessi tviverknaður. Fólk pantar hér miða i sima og hættir svo við að sækja þá”. Sagði Guðriður að miðasalan hefði verið opin hvern dag Lista- hátiðar frá klukkan 14 til 19, ,, og hafi eitthvað verið eftir óselt hér, höfum viö farið með miðana á staðinn, þar sem atriðið fer fram, og selt við innganginn. Einnig höfum við komið til móts við fólk með þvi að selja i Bústaðakirkju og Norræna húsinu”. Sem fyrr segir taldi Guðriður varlegt að ætla að tekizt hefði að selja miða fyrir kostnaði, en ein- hvern tima var talað um að kostnaður við hátiðina væri 11 milljónir. „Og ekki er hægt að segja annað en að miðaverðinu ha'fi verið stillt i hóf. Það kostar t.d. ekki nema 350,00 kr á loka hljómleikana sem Previn stjórn- ar. Það hefðu einhverjir kallað gjafverð og þvi ekki hægt að kalla þetta snobbhátið”, sagði Guðrið- ur. - G.G. „Erfitt að vera hálfur á tveim stöðum — segir Bjarni Guðnason „Þingstörfin eru orðin það mikil að það er erfitt að vera hálfur maður á tveim stööum” sagði Bjarni Guðnason alþingis- maður i samtali við Visi i morgun. Hann hefur fengið ársleyfi frá prófessorsstöðu sinni við Há- skólann „sökum anna við þing- störf.” Þá sagði Bjarni að Háskólinn þyrfti menn sem gætu algerlega helgaö sig störfum þar, missti ekki stóran hluta kennslutima vegna anna starfsmanna a öðrum stöðum. Auk Bjarna kenna tveir alþingismenn við Háskólann , þeir Gylfi Þ. Gislason, og Gunnar Thoroddsen. -sg Dýrasti leigubíllinn Það væri svo sem ekki amalegt að aka honum þessum, og sumir spyrja jafnvcl: Var hann keyptur fyrir Kischer þessi? Það var hann nú ckki, þessi þýzki Mercedes Bcnz, en ef Fischcr hefur áhuga á að fá sér ökuferö, þá verður hann bara að hringja og panta bíl á Bæjarleiöum, þvi þar ekur hann þessi. Þetta er eini sjö manna billinn á stöðinni, en hann tekur þó átta manns, með bilstjóra. Það eru tvær vikur siðan hann kom til landsins, og hann hóf leiguakstur sinn á laugardagskvöld. Þetta er fyrsti og eini Benzinn af þessari gerð, eigandi er Hörður Jónsson, en sá sem ekur heitir Olafur Gunnarsson, og það er mjög gott aö ferðast með honum segir hann. En er þá ekki dýrara að aka með þessum bil en öðrum? Nei, það er alveg sama gjald, þangað til komnir eru sex farþegar eða fieiri, þá hækkar gjaldið um 25%. Verð það sem greiða þurfti fyr- ir ökutækið var ca. ein milljón að þvi er eigandinn Hörður Jónsson tjáði okkur, en hann flutti hann inn sjálfur, tók á móti honum við verksmiðjudyrnar og kom honum sjálfur i skip. „En sjálfur hef ég ekki ekið lengi, sagði hann. —EA Ný brú verður i sumar byggö á Skjálfandafljót viö Fosshól. Brúin sem fyrir er þar á fljótinu, er nú orðin 40 ára gömul, stálgrindar- brú, og orðin fullþröng fyrir stóra bila, þannig að þcir hafa hálfveg- is orðið að troðast þar yfir. Helgi Hallgrimsson, verk- fræðingur hjá Vegagerðinni, tjáði Visi i morgun, að nýja brúin yrði stálbrú með steyptu gólfi og 58 metra löng. Verður hún sett niður heldur ofar við fljótið en sú gamla, og kemst væntanlega i gagnið i haust. ! sumar veröur tekin i notkun ný brú yfir Norðurá hjá Hnaus- Fimm nýjar brýr í sumar - og nœsta ár verður Sogsbrúin gamla tekin af Hvitá á Kjalvegi um, þar sem ekið er i Borgar- fjarðardali úr Borgarnesi. Sú brú er 118 metrar á lengd. Stærsta brúin sem lokið verður að byggja i sumar er svo brúin yf- ir Geirlandsá, austan við Kirkju- bæjarklaustur. Sú brú er 166 metrar á lengd. Þá er ráðgert að brúa Gilsá i w SIS á Akureyri lokar á meðan starfsmenn taka sumarfrí „Við höfum gert þetta f mörg ár,” sagði Harry Frederiksen, forstjóri iðnaðardeildar StS, þegar við inntum hann eftir þeirri ráðstðfun Sambandsins að loka verksmiðjum sinum á Akureyri meðan sumarfri starfsmanna stæðu yfir. „Meginhlutinn af verksmiðjum okkar á Akureyri verður lokaöur, enda hefur það sýnt sig, aö það þýðir ekki að reka starfsemina, þegar kannski helmingurinn er i frii. Við gefum þvi sumarfri frá 17. júli-14. ágúst, og lokum verksmiðjunum á meöan. Þessar verksmiðjur eru: Ullar-verksmiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iöunn, Fata- verksmiöjan Hekla og Skóverk- smiðjan Iðunn. Þetta eru um 600 manns talsins sem þarna fara i sumarfri en á meöan getum við notaö tækifærið og lagfært ýmis- legt i verksmiðjum okkar, gert viö vélar o.s.frv.” sagöi Harry að lokum. GE Jökuldal, en til þess þarf 133 metra langa brú. Allar þessar brýr verða steyptar, eða með steyptu gólfi, ein akrein á breidd- iha. Einnig er fyrirhuguð brúar- bygging eða endurnýjun á brú yf- ir Vatnsdalsá hjá Hnausum i Húnavatnssýslu. Sú brú verður 70 metra löng. Ekki er enn afráðið hvað gert verður við gömlu stálgrindar- brúna hjá Fosshóli yfir Skjálf- anda. Hugsanlega verður hún sett niður einhvers staöar i óbyggð- um, þar sem óbrúað er, en um það er þó ekkert ákveðið. Sagði Helgi Hallgrimsson, að ekki væri fyrirhugað að brúa nein vatnsföll i óbyggöum i sumar. A brúaáætlun fyrir áriö 1973, er hinsvegar fyrirhugað að skipta um brú yfir Hvitá á Kjalvegi, þar sem gamla Sogsbrúin hefur þjón- að ferðalöngum um árabil. Sú brú sem er stálgrindarbrú með timburgólfi, er nú orðin gömul mjög og tekin aö skjálfa þegar þyngsli koma á hana. —GG Nú er runninn út umsóknar- frestur um stöðu forstjóra Nor- ræna hússins og sóttu 25 um stöö- una. Flestir voru Finnar, en 5 ts- lendingar voru meðal umsækj- enda. Ekki vcrður skýrt frá nöfn- um þeirra að svo stöddu. Stjórn hússins kemur saman mjög fijót- lega og fjallar um umsóknirnar. VERKBANNIÐ TEFUR HITAVEITU- FRAMKVÆMDIRNAR VERULEGA „Þetta verkbann hefur aö sjálf- sögöu valdið seinkun á fram- kvæmdum og ef málið leysist ekki i byrjun næsta mánaðar er vafa- samt að hægt verði að hleypa vatninu á I haust” sagði Vffill Oddsson verkfræðingur i samtali við Vísi. Teiknistofan Óöinstorgi hefur annazt verkfræðilegan undirbún ing fyrir vertaka, sem sjá um hitaveituframkvæmdirnar i Mos- fellssveit. Eftir aö sett hafði vériö verkbann á framkvæmdir i landi Teigs, urðu talsverðar tafir meö- an beðið var eftir úrskurði um, hvort verkbannsbeiðnin stæðist. Eftir að ljóst varö aö svo væri var verkinu haldið áfram utan land- areignar Teigs. „Það er eiginlega útilokað að ljúka við hitaveituna nema fara yfir land Teigs” sagði Vifill. í haust átti að taka hluta veitunnar i notkun en ef ekki verður hægt að ná sættum innan langs tima er vafasamt að það takist. Hrafn Bragason fulltrúi hjá Borgardómara hefur verið skip- aöur setudómari i málinu og sagðist hann byrja yfirheyrslur i dag. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði vék úr sæti, þar sem formgalli reyndist á veöbókarvottorði sem embætti hans gaf út þegar núver- andi eigendur Teigs keyptu jörð- ina. Deilan snýst fyrst og fremst um, hvort hitaveitunni sé skylt að borga skaðabætur fyrir lands- spjöll eða ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.