Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Mánudagur 19. júnl 1972. vísir Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Síöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Ekkert nema gagnkvœmi Þorsteinn Thorarensen benti réttilega á það i siðustu föstudagsgrein sinni, hve nauðsynlegt er fyrir okkur að fylgjast vel með öryggisráðstefnu Evrópu sem nú er verið að undirbúa, og reyna að koma okkar málum þar að. Hagkvæmar niður- stöður ráðstefnunnar eru lykillinn að þvi, að varnarliðið á Keflavikurflugvelli verði óþarft. Brottför varnarliðsins yrði þá þáttur i gagnkvæm- um friðaraðgerðum i Evrópu. Willy Brandt Þýzkalandskanzlari, Nixon Banda- rikjaforseti og fleiri vestrænir leiðtogar hafa að undanförnu lagt sérstaka áherzlu á að efla friðinn við Sovétrikin. Samkomulag hefur náðst á ýmsum sviðum. En stóra málið er enn eftir, aflétting hernaðarógnunar i Evrópu. í þvi skiptir afstaða Sovétrikjanna mestu máli, þvi að þau eru nú lang- sterkasta herveldið á svæðinu. Þorsteinn bendir i grein sinni á öflin tvö, sem togast á i Sovétrikjunum. Annars vegar eru út- þenslusinnarnir, aðallega i herforingjaráðinu, sem vilja nota tækifærið, sem vaxandi herbúnaðar- þreyta i Bandarikjunum og viðar meðal vestrænna þjóða gæti veitt þeim til frekari útþenslu. Þeir athuga ef til vill ekki, að rikisstjórnir Vestur- Evrópu munu sjá sig tilneyddar að hlaupa i skarð Bandarikjamanna og taka að vigbúast að kappi. Þetta sjá hinir friðsamari ráðamenn Sovétrikjanna og vona, að öryggisráðstefnan verði upphaf gagn- kvæmra aðgerða, er leiði til trausts friðar i álfunni. Eins og Þorsteinn segir i grein sinni er mikil- vægast, að á ráðstefnuani fari fram hreinir og heiðarlegir samningar, þar sem dregið verði skipu- lega úr hernaðarógnuninni stig af stigi og samstarf verði tekið upp þrep af þrepi. Það er eina færa leiðin, þegar málsaðilar vantreysta hver öðrum, sem þeir hljóta að gera i máli sem þessu. Sovétrikin eru ásamt Portúgal siðasta vigi ný- lendustefnunnar i heiminum. ófyrirleitni og óbil- girni ráðamanna Sovétrikjanna er allt of þekkt i Vestur-Evrópu að nokkrum nema einfeldningum detti i hug að eiga nokkuð á hættu. Þess vegna er gagnkvæmni lykilorðið að evrópskum friði. Þess vegna vonum við öll, að öryggisráðstefnan nái ein- hverjum árangri og verði upphafið að fastri öryggisstofnun, sem vinni áfram að undirbúningi og framkvæmd friðaraðgerða i álfunni. Það væri hreint niðingsverk gagnvart öðrum rikjum Vestur-Evrópu, ef við létum varnarliðið fara frá Keflavikurvelli, án þessaðþað væri liður i gagnkvæmum friðaraðgerðum. Ennfremur væri það mesta sjálfskaparviti i ljósi stórkostlegrar flotaaukningar Sovétrikjanna á hafinu umhverfis okkur. Og þetta vita flestir ráðherrar rikisstjórnar landsins. Þess vegna er ástæða til að ætla, að ekki verðiflanað að neinu i málum varnarliðsins, heldur beðið úrslita öryggisráðstefnunnar. Blóði drifnar „friðunaraðgerðir" Nýlcg frcttamynd — drcngurinn hleypur eftir þjóðveginum, æpandi af skelfingu eftir napaimárás bandariskra sprengjuflugvéla. „Sprengjum er varpaö úr lofti yfir varnarlausa íbúa þorpanna, íbúarnir reknir út í sveitirnar, nautgripa- hjarðirnar sallaöar niöur meö vélbyssum og kveikt í kofunum meö eidsprengj- um: þetta kalla þeir friðun lands". 1946 skrifaði George Orwell þessi orö — en hann heföi eins getað veriö aö lýsa stríðinu sem Bandarikin háðu i Vietnam meira en tveimur áratug- um síöar. Það hefur nú ver- iö almennt viðurkennt, aö notkun Ameríkana á ger- eyðingarvopnum hefur valdið dauða þúsunda sak- lausra borgara — kannski, viöurkenna bandarískir herforingjar — eins og 100.000 manns...", skrifar Kevin P. Buckley, frétta- maöur Newsweek í Vietnam, en Buckley þessi hefur dvaliö fjögur ár i Vietnam, og er farinn aö þekkja mætavel til að- stæðna þar, framkomu landa sinna og andstæðinga þeirra. Hann segir i þvi hefti News- week, sem dagsett er 19. júni, að enginn þurfi að efast um, að Bandarikjamenn hafi beitt ger- eyðingarvopnum af einstæðu tii- litsleysi — þeir hafi drepið með köldu blóði þúsundir saklausra borgara. Alvarleg ákæra ,,Þetta er mjög alvarleg ákæra”, skrifar Buckley, ,,en hafi ég efast um sannleiksgildi hénn- ar, þá var þeim efa sópað burtu, er ég haföi framkvæmt ýtarlega könnun á „friðunaraðgerðum” Bandarikjamanna...” Buckley fullyrðir siðan að árið 1968, þegar i gangi var sérstök „friðunarherferð” i Mekong Deltahéraöinu við Kien Hoa hafi' Bandarikjamenn drepið a.m.k. 5000 manns. Buckley hefur undanfarið unnið að þvi að fara yfir hernaðar- skýrslur. Hann hefur átt viðtöl við menn, sem tóku þátt i „friðunar- aðgerðunum” og hann hefur sjálfur farið um Kien Hoa, fót- gangandi, akandi i jeppa og á bát- um. „Allur vitnisburður sem ég safnaði saman dróst saman að einni niðurstööu: ógnvekjandi margir saklausir borgarar — kannski 5000 eftir þvi sem einn foringi sagöi — voru drepnir af bandariskum stórskotaliöum til þess að „friða” Kien Hoa. Segir Buckley, að allt tal um My Lai, hljómi sem barnabrek ein i samanburði við Kien Hoa. Vagga Þjóöfrelsis- fylkingarinnar Hver gat verið „ástæðan” fyrir slátruninni? Jú — Buckley segir að Kien Hoa hafi áður verið helzta aðsetur skæruliða NLF — Þjóð- frelsishreyfingarinnar. Úr þvi héraði hafi raunar fjölmargir for- ingjar þessara skæruliðasamtaka verið komnir. Og þegar Þjóð- frelsisfylkingin (Viet Kong), hafði i Kien Hoa komiö sér upp velþjálfum her, hafi svæðið verið eins og ein allsherjar herbúð. Hermennirnir og börnin i hérað- inu gengu i NLF-skóla og gamlir menn og konur lögðust inn á NLF- spitala. Þúsundir fjölskyldna lifðu af hrisgrjónarækt á lands- svæðinu. Foringjar Bandarikja- hers litu hins vegar á Kien Hoa sem herbúðir — rétt eins og for- feður þeirra i Ameriku litu á allt landsvæði sem Indiánar byggðu sem friðlaust land. 1 búarnir voru kallaðir „Stuðningsmenn and- stæðingsins” og gátu ekki orðið „borgarar” fyrr en landið hafði verið „friðað”. Afleiðingin: Niunda herdeildin lagði fram allan sinn mátt. Áttaþúsund fót- mmniin Umsjón: Gunnar Gunnarsson gönguliðar réðust inn á hið fjöl- menna landbúnaðarsvæði, en samband við hinn raunverulega fjandmann var fátitt. Herfylkiö treysti þvi algerlega á brynvagna sina, skriðdrekana 50, fimmtiu þyrlur (margar vopnaðar eld- flaugum og léttum fallbyssum) og svo það dauöaafl, sem flugher- inn bjó yfir. 3.381 loftarás var gerð af sprengjuflugvélum yfir Kien Hoa. Aldraður maður, sem Buckley hitti i nágrenni þorpsins Ben Tre, minntist einnar árásar B-52 sprengjuþotu: jörðin var plægð upp i þorpinu og margir biðu bana. „Death ei our business and business is good”, var orðtak, málað utan á eina þyrlu Banda- rikjamanna meðan á þessum að- gerðum stóð. Og það kom heim og saman. Skýrslur herstjórnarinnar frá þessum tima — og Buckley skoð- aði, sýna að herstjórnin telur sig hafa drepið 10.899 „óvini” i þeirri aðgerð, sem Bandarikjamenn kölluðu „Speedy Express”. 1 marz-mánuði einum, voru 3000 óvinir drepnir... sem er hæsta tala yfir fellda óvini I Vietnamstriðinu öllu”, sagði opinbert timarit, sem 9. herfylkið gaf út. Þegar Buckley spurði hvernig hafi staðiö á öllum þessum likum, sem þeir töldu, var honum svar- að, að þegar þyrlur herfylkisins sveimuðu yfir héraðinu, hafi þær oft séð til vopnlausra óvinaher- manna á hlaupum og drepið þá. „Vietnamar sögðu mér hvað eftir annað, að þessir „óvinaher- menn” hafi veriö bændur á flótta”, segir Buckley. Aöeins 748 rifflar teknir Og Buckley bendir á enneitt at- riði, máli sinu til sönnunar. „Furðulega litið af vopnum óvinarins var tekið herfangi — aðeins 748 rifflar, þrátt fyrir næstum 11.000 „óvini drepna”. Einn bandariskur herforingi vildi skýra þetta atriði með þvi, að vietnömsku skæruliðarnir hafi „næstum alltaf verið drepnir áður en þeim tókst að komast til vopna sinna”. Og annar foringi sagði: Margir VK-skæruliðar voru alls ekki búnir skotvopn- um”. „Fyrri skýringin”, segir Buckley, „er algerlega úr lausu lofti gripin, og sú siðari er hrein fölsun. Það er til nægur vitnis- burður um að skæruliðar voru yfirleitt mjög vel vopnaöir. Obreyttir borgarar voru hins vegar ekki vopnaðir, það gefur að skilja. Og hið mikla ósamræmi milli tölu fallinna og vopnanna sem tekin voru er erfitt að skýra — nema með þvi að draga þá ályktun að mörg fórnarlambanna hafi verið óvopnaðir, saklausir borgarar...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.