Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 1
62. árg. Mánudagur 19. júni 1972. — 135 tbl. Manntjón voðalegt um helgina Slysfarir voru ógnarlegar nú um helgina. 117 manns fórust i flugslysi skamnit frá Heathrow- flugvelli i l.ondon, þegar Tri- dent þola hrapaði, Tugir manna munu látnir eftir alvarlegasta járnhrautarslys sem orðið hefur i Frakkiandi. Tvær lestir meö samtals 1000 farþega innan- borðs, rákust saman i jarðgöng- um. Og inanntjón varð mikið i lloug Kong um helgina, og raunar ekki enn Ijóst liver fjöldi liefur farizt þar i skriöuföllum og sprengingum. Sjó bls. 5 OLYSANLEG SKRILSHATIÐ Flestum er orða vant til að lýsa þvi samkomuhaldi, sem var í miðborg Reykja- víkur þjóðhatiðarkvöldið. ,,Ólýsanleg skrilshátið", sagði lögregluvarðstjóri í viðtali við blaðamann Vísis um nóttina. — Annar blaðamaður Vísis fór með Ijósmyndara blaðsins um vigvöllinn laust eftir miðnætti. — Vegna ógnana drukkinna unglinga gat I jósmyndarinn þó ekki athafnað sig eins og hann vildi og varð þvi oft að fela I jósmyndavél ina undir frakka sínum, þegar frekar hefði verið ástæða til að munda henni. Á. baksíðu er lýsing Vísis- manna á ástandinu og auk þess lýsing annarra sjónar- votta. — Á bls 3 er hinsvegar lýst björtu hliðum þjóðhátiðar, skemmtanahaldinu fyrir yngstu borgarana, þ,e. þeirra ófermdu, sem ekki eru komnir á brennivíns- aldurinn. Sjá baksíðu og bls. 3 — púðurlykt í lofti, segja skipverjarnir sem björguðust í gúmbátum — ein- kennileg ðrlðg eins okkar elzta nýskðpunartogara í góðu veðri nálœgt landinu Astæðan fyrir þvi að einn elzti nýsköpunartogarinn okkar, llamranes RE 165, sem áöur hét Egill Skailagrfmsson, sökk i djúpið i blankalogni eftir þvf sem gerist til sjós, um 45 milur út af Snæfellsnesi i gærdag, liggja ekki ljósar fyrir. ,,Mér þætti það ekki óliklegt að við hefðum lent á tundurdufli", sagði bátsmaöurinn á Hamranesinu, þegar hann gekk frá borði Narfa um 2—leytið i nótt ásamt 21 félaga sinurri, en vildi annars sem minnst um máliö ræða að sinni. Kvaðst bátsmaðurinn hafa verið i brúnni, þegar mikill hnykkur kom á skipið, þannig að það tókst á loft. Þetta geröist um miðjan dag, en undir kvöld sökk skipið, enda átti sjórinn greiða leið inn um kinnung skipsins, en skipverjar gátu allir yfirgefiö skipið i 3 ágætum gúmbjörgunar bátum. Þá töldu skipverjar sig hafa fundið púðurlykt eftir að óhappið geröist. . Eigendur skipsins voru þeir Hreiðar og Haraldur Júliussynir, ásamt skips t j óranum , Bj«rna Guðmundssyni. Togarinn var smiöaöur i Selby i Englandi 1947, en eigendur frá þvi Kveldúlfur seldi skipið og þar til i desember voru þeir Jón Hafdal og Haraldur Jónsson i Hafnarfriði. Gekk útgerðin a.m.k. á tima ákaflega brösótt og tóku núverandi eigendur þá viö skipinu. Siðustu 11 dagana var skipið á Faxadýpi á veiðum, sögðu þeir eigendurnir okkur suður i Keflavik, þegar þeir biðu eftir skipshöfn sinni. Fátt manna var aö taka á móti hinni ungu skipshöfn sem svo óvænt var komin úr siðustu veiði- för Hamraness. ,,Ég var i vélarúminu og fann ekkert sérstakt, vissi ekkert fyrr en félagar minir sögðu mér hvers kyns var”, sagði 22 ára háseti um borð, Fritz Glahn frá Köln i Þýzkalandi, en hann og félagi hans Rudolf Blickhauser voru meðal áhafnarmánna skipsins og voru i sinni annarri veiðiferð. „Hinsvegar sá ég að gat hafði myndast um miðbik skipsins. „Það var engin hætta á feröum og þvi engin hræðsla um borð", sagöi Blickenhauser, „En sannarlega fannst mér það sorg- leg sjón að sjá á eftir skipinu undir vatnsborðið, undarleg reynsla fyrir okkur.” Skipverjar voru óðar horfnir inn i litla rútu, sem komin var aö sækja þá, — en hjá þeim á Narfa var ekki til setunnar boöið, — landfestar voru þegar leystar á ný, þegar áhöfnin á Hamranesi var farin frá borði, — og gúm- bátunum skotið upp á bryggju. Litli billinn lagði af stað til Reykjavikur þar sem flestir skip- verja búa, en eftir sat lögreglan og hafði að vonum áhyggjur af björgunartækjum upp á tugi eöa hundruö þúsunda, sem lágu þarna á hafnarbakkanum i reiði- leysi. — JBP-' DAUÐASTRIÐ SKIPSINS - Sjá myndir á bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.