Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Föstudagur 16. júni 1972 3 Hátíðahöldin úti á landi - stinga í stúf við Rvík Vföast hvar i kauptúnum og kaupstööum úti á landi fóru 17. júni-hátiöarhöldin vel fram, að ööru leyti en þvi, að kalsaveður dró nokkuö úr ánægju manna af hatiöarhöldunum. Af þcim sökum var frcmur fátt af fólki á ferli á götum Akur- eyrar, þegar dansleik lauk á Ráðhústorginu um miönætti, og har litiö á ölvun eftir þaö. Hins- vegar haföi gætt mikillar ölvunar — einkanlega þá unglinga allt niður i 14 ára — um kvöldið frá kl. 9 tilkl. 1 eftir miðnætti. — Hýsti lögreglan 10 manns um nóttina, en all margir voru fluttir til heimila sinna. Hvergi úti á landi setti ölvunin neinn þann svip á hátiðarhöldin sem i Reykjavik. í Hafnarfirði t.d. fór allt vel fram, og bar ekki á öivun fyrr en upp úr kl. 1.30, þegar vel flestir voru farnir heim vegna kuldans, en þá tók lögreglan milii 10 og 15 unglinga úr umferð vegna ölvunar þeirra. Á Akranesi bar hinsvegar meira á ölvun en venja hefur verið til um 17. júni. Þess gætti þó minna á útidansleiknum, heldur aðallega á einkadansleik sem haldinn var i hótelinu. Aöstoðaði lögreglan allmarga dansgesta við að komast til heimila sinna, þegar þeir voru litt ferðafærir vegna ölvunar. — Aðeins 3 gistu fangageymslurnar um nóttina Viðast annars staðar eins og i Kópavogi, Keflavik, ísafirði og Vestmannaeyjum sástekki meira vin á mönnum en algengt er um venjulegar helgar. — GP Atvinnulýðræði i Lands- smiðjunni Starfsmenn Landssmiðjunnar eiga nú að fara að fá að vita ýmis- legt um fyrirtækið sem þeir vinna hjá, — hvernig fyrirtækinu vegnar, þeir eiga að geta látið i Ijós álit sitt á bættum aðferðum o.s.frv. Magnús Kjartansson iðnaðarmálaráðherra setti á fót nefnd á dögunum til að koma á fót samstarfsnefnd starfsmanna og stjórnenda i smiðjunni. I nefnd- inni eru þeir Þórleifur Jónsson, fulltrúi, sem er formaður nefndarinnar, Guðjón Jónsson, formaður Fél. isl. jarniðnaðar manna og Guðlaugur Hjörleifs- son, forstjóri. Reglur um sam starfsnefndina hafa þegar tekið gildi. rigningin hófst hel'ur fólk senni- lega verið farið að tygja sig i heimahús, og þá aðallega ungl- ingar sem áður höfðu byrgt sig upp af guðaveigum. Sá timi dags- ins sem ætlaður var bijrnunum var liðinn, lullorðnir héldu sig að mestu heima við, og jafnvel stúd entarnir, sem sett hafa svip sinn á baunn. urðu að láta i minni pok- ann. þvi að unga kynslóðin lagði undir sig stra'ti og torg. — KA Það voru stórir og svartir blettir á þjóðhátíðardegi okkar að þessu sinni, og ýmsir forráðamenn hafa lýst óánægju sinni yfir f ra m feröi ung linga, drykkju þeirra og óspekt- um. En þessi merkisdagur hafði líka sínar björtu hlið- ar. Fjallkonan Margrét llelga Jó- hannsdóttir flytur ávarp. Dagurinn heilsaði nógu vel, með sólskini og bliðviðri. og fólk hnussaði við öllum þeim hrak- spám sem komið höfðu fram um veðrið. Börnin voru pússuð upp i spariklæðnaðinn og siðan var haldið á Austurvöll. Þar setti formaður þjóðhátiðar- nefndar, Markús örn Antonsson, hátiðina, siðan söng karlakórinn F'óstbræður. forsætisráðherra og fjallkona fluttu ávörp og forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn lagði blómsveig að minnisvarða lóns Sigurðssonar. Stúdinur hafa hingað tii borið jlómsveiginn að minnisvarðan- jm. en i þetta sinn var breytt út af renjunni og jafnréttið látið gilda. Stúdent og stúdina báru sveiginn. Skátar á öllum aldri höfðu fylkt liði. og litlir strákar i skáta- búningum stóðu með hendur i vösum og vissu varla hvernig þeir áttu að vera. Eftir blástur og trumbuslátt lúðrasveita viðs vegar um bæinn, og eftir að fólk haföi snætt há- degisverð var henzt með börnin i skrúðgöngur, sem farnar voru frá þrem stöðum i borginni. Enn hélzt bliðviðrið, og þeir, sem ekki báru flögg eða annað skraut til- heyrandi deginum, voru farnir að undirbúa sólbað á svölunum eða i garðinum. Á meðan hugðust ungir og gamlir skemmta sér á barna- skemmtun við Laugardalshöll og héldu þangað á þeim tima sem skemmtunin var auglýst. En niargt fer öðru visi en ætlað er. Magnarakerfi eða annað þvi um likt virtist ekki eins fullkomið og vera skyldi, og það tók nokkurn tima að gera við það, en tyrr skyldi skemmtun ekki hefjast. Og það tók að syrta. Sólin lét minna og minna á sér bera,skýin þjiippuðust saman. fólk setti i skyndi upp siæður, hatta og húf- ur. og það tók að rigna. En um leið hófst skemmtunin. og rétt hefði mátt ætla að beðið hefði verið eftir úrkomunni. llóp urinn við Laugardalshöllina varð æ fámennari, en ýmsir stóðu þó eftir og skemmtu sér yfir persón- um Thorbjörns Egners úr Karde- mommubænum, Dýrunum i llálsaskógi og Kariúsi og Baktusi. Enda stytti upp öðru hverju. Þar með virtist úti um björtu hliðar dagsins. A sama tima og Þrátt fyrir úrkoniu skemmtu þau sér yfir Kariusi og Baktusi. Jafnrétti. Stúdent og stúdina bera blómsveig aö minnisvarða Jóns Sigurðssonar. BJORTU HLIÐAR ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.