Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 9
VtSIR. Mánudagur 19. júni 1972 9 Skatturinn hefur hækkað um 300% Vörubilaeigendur eru óánægðir með siðustu breytingu á inn- heimtu þungaskattsins, hann hefur hækkað um 300% að meðal- tali. Telur aðalfundur Landvara, landsfélags vörubilaeigendur fulla þörf á að þungaskatts og vegamálin verði tekin til ræki- legrar yfirvegunar, m.a. telja þeir óréttlátt að vörubila- eigendum sé gert að borga hærri þungaskatt en eigendum sam- bærilegra bifreiða. 1 stjórn Land- vara eru eftirtaldir menn: Aðal- geir Sigurgeirsson, Húsavik, formaður, Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli, Óskar Jónsson, Dalvik, og i varastjórn þeir Pétur Jónssön, Akureyri og Ólafur Sverrisson, Borgarnesi. Fá nýjan bát. Það er hátiðisdagur i lifi sjó- mannsins, þegar hann fær nýjan bát. Þannig var það lika hjá Haf- steini Sæmundssyni og konu hans Ágústu Gisladóttur, þegar þau fengu Hörpu, GK 111, nýjan bát, sem smiðaður var fyrir þau hiá Þorgeiri og Ellert á Akranesi. Var báturinn afhentur á sunnu- daginn. Er þetta 105 tonna bátur og kostar yfir 30 milljónir með öllum búnaði. Hafsteinn var áður með Gullfara, en hefur i vetur unnið að smiði nýja bátsins, sem gerður verður út á fiskitroll frá Grindavik. Helgi S. i Keflavik, — Steingrimur i Eyjum. Tveir þekktir menn eru með sýningar úti á landi þessa dag- ana. Helgi S., einn þekktasti borg- ari Keflavikur sýnir i sal Iðn- aðarmannafélags Suðurnesja, oliumyndir, vatnslita- og kritar- myndir og hefur hann þegar selt margar þeirra. Ein þeirra heitir Bæjarkötturinn, sjálfs ,irónia” um heilbrigðisfulltrúann i Kefla- vik, sem einnig gegnir starfi meindýraeyðis. I Vestmannaeyj- um er Steingrimur Sigurðsson með sýningu og hefur gengið mjög vel. Margar myndir hafa þegar selzt og aðsókn er mjög góð. Vöruflutningar i lofti eru auóveldasta leíöin Flugfélagið býður beztu þjónustu í vöruflutningum innanlands og milli landa. Fé, tími og fyrirhöfn sparast, ef beitt er fullkomnustu flutningatækni nútímans. Sendið vöruna með Flugfélaginu: ódýrt, fljótt og fyrirhafnarlaust. á^ FLUGFELAG /SLANDS ÞJÓNUSTA HRAÐI ÞÆGINDI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.