Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 5
ViSlR. Mánudagur 19. júni 1972. 5 Í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN GUNNAR GUNNARSSON ÚTLÖND Flugmenn í 45 löndum í verkfall — bandarískir, japqnskir, ástralskir og arabískir flugmenn fljúga í dag — bandarískir voru dœmdir til að húndsa verkfallið Flugmenn um allan heim hófu verkfall í morgun. Mun þaö standa í 24 klukkustundir og er gert i mótmælaskyni vegna hinna tiöu flug- vélarána. Vilja flugmenn með verkfalli sinu þrýsta á yfirvöld til einhverra aögerða gegn flugvéla- ræningjum og þeim lönd- um sem stöðugt veita ræningjunum skjól. i gærkvöldi/ sunnudag, varvafasamt aö verkfall- ið hefði í raun nokkuð gildi i Bandaríkjunum, þar eð þar munu fæstir flugmenn gera verkfall, eins og Alþjóðasamband atvinnuflugmanna hefur þó boðað. Jafnframt munu flugmenn i Araba- löndum ekki gera neitt verkfall, og segja þeir að þessu verkfalli sé fyrst og fremst beint gegn ara- bisku löndunum. Japanskir flugmenn verða heldur ekki með í leiknum. Flugmenn á Norðurlöndum lögðu hins vegar allir niður vinnu í nótt. 1 Bandarikjunum verða flestir flugmenn senni- lega dæmdir til að halda áfram vinnu, og mun Ifalpa, alþjóðasamband atvinnuflug- manna, litið geta aðhafzt i þvi máli. Charles Jackson, ritari Ifalpa i London, sagði i London i morg- un, að hann reiknaði með að flugmenn i 45 löndum felldu nið- ur vinnu i dag. Japan og Ástralia eru einu stóru löndin, þar sem flugmönn- um leyfist ekki að leggja niður vinnu, sagði Jackson. Brezkir flugmenn höfðu gælt við þá hugmynd, að gera ekki verkfall, hins vegar var ekki vitað annað i gærkvöldi en að langflestir brezkra flugmanna myndu leggja niður vinnu i morgun, og allt innanlands- og utanlandsflug myndi þar með lamast. í Bandarikjunum eru það að- eins flugmenn frá Trans World Airlines, sem hafa tilkynnt að þeir muni ekki fljúga, þrátt fyr- ir verkfallsbannið, sem flug- mennirnir voru dæmdir i. Mikil umferð var um flugvelli og flughafnir i gær, þar eð mörg flugfélög þeirra á meðal hin is- lénzku reyndu að fjölga ferðum áður en verkfallið skylli á. Ntb hafði það t.d. eftir flug- vallarstjóranum á Fornebu við Osló, að 7500 farþegar hafi farið um Fornebu i gærdag, en venju- leg sunnudagsumferð um þann flugvöll er um 5000 manns. McGovem heldur stHkinu McGovern getur víst reiknað sér yfirburða sigur I prófkjöri sem fram fer á morgun i rikinu New York Trass. Er fullyrt að McGovern fái a.m.k. 200 af 248 fulltrúum demókrata á flokks- þinginu i júlitiyrjun. McGovern hefir ekki þurft að heyja harða kosningabaráttu, og mótstaðan verið næsta hálfkæringsleg. Humphrey, sem enn reynir að halda merki sinu á lofti, hefur að- eins fáum sinnum komið fram i þessu smáriki, New York Trass, og Edmund Muskie, sem raunar hafði ákveðið að draga framboð sitt til baka, tók aftur upp kosn- ingabaráttu með þvi að efna til kosningafundar i Buffalo. Andstæðingar McGoverns reyna helzt að klekkja á honum með þvi að blása út að stefna hans gegn striðsrekstri byggist helzt á þvi hvilik bleyða hann sjálfur sé. Hann hafi staðið sig illa i annarri heimsstyrjöldinni, og einnig tala þeir um lausatök hans á öllum málum sem snerta tsrael. Vinni McGovern kosningarnar i New York, vantar hann aðeins rúmlega 200 atkvæði til að fá hin- um nauðsynlegu 1509, sem þarf til að hann verði útnefndur fram- bjóðandi demókrata i forseta- kosningunum i haust. Meinhof fundin Ulrika Meinhof, þýzki stjórn- leysingjaforinginn, var gripin I siðustu viku, þar sem hún fald- ist i Hannover ásamt félaga sln- um, Gerhard Mueller. Þýzkalandi, en hann hefur mjög herjað á lögregluna, bæði með þvi að hóta sprengingum hér og þar — og svo með þvl að standa fyrir upphlaupum, sprenging- um og ýmsu fleiru. Meinhof hefur verið leitað Ulrika Meinhof er 37 ára og undanfarnar vikur af miklum móði, en scm kunnugt er n,áðist J Andrcas Baader, hinn foringi 1 Baader-Meinhof fiokksins i V-- ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ var gripin fyrir helgi i ibúða- blokk I Hannover. Félagi henn- ar, Mueller er 24 ára, og faldist tnn með hennl I ibúðinni. Heimsmet: Susan Eiliff, heitir hún þessi, 18 ára hnáta, og var hún að setja heimsmet um daginn. Heims- met? Já, hún sat i þessum ruggustói og ruggaði og ruggaði og ruggaði I sex daga — 125 kiukkustundir og 40 minútur, svo maður sé nákvæmur. Susan Eiliff er frá Jackson i Tennessy, Bandarikjuúum, og er hægt að finna hana þar, að þvi er bezt er vitað. 117 fórust 117 manns biðu bana, þegar brezk farþegaþota af gerðinni Trident hrapaði síðdegis í gær, sunnudag, rétt eftir flugtak frá Heathrow-flugyellinum við London. Þotan var frá brezka flugfélaginu BEA C British Europian Air- ways). Trident-þotan var rétt komin á loft, og var ferð- inni heitiðtil Brússel, þegar hún hrapaði niður á óbyggt svæði rétt við mikla um- ferðarbraut. Þrem mann- eskjum tókst að ná lifandi út úr braki vélarinnar, en tvær þeirra létust fljótlega og komust aldrei á sjúkrahús. Þetta flugslys er sagt hið versta sem nokkru sinni hefur átt sér stað i Bretlandi. Hinn eini, sem liföi af slysiö, er irskur verzlunar- maður. Þotan hrapaöi i sex km fjar- lægö frá Heathrow, rétt við þorp sem Staines heitir og er i suð- austur af London. Lenti þotan utan við bæinn, en þó ekki nema i um 500 metra fjarlægð frá mið- torgi hans, og i aðeins 150 fjarlægð frá næsta húsi. Þotu- mótorarnir þrir köstuðust 70 metra i burtu frá vélinni, er hún skall til jarðar i þremur hlutum. Eldur kom strax upp i brakinu, — mesta flugslys sem orðið hefur í Bretlandi ________» en slokkviliðið sem mjög fljótt bar að, réði fljótlega niðurlögum e 1 d s i n s . Menn frá flugmannasamband- inu og binu opinbera flugmála- eftirliti komu strax á vettvang og tóku sjálfstýritæki vélarinnar til athugunar. Vonazt er til að fljót- lega verði hægt að upplýsa hver ástæðan hafi verið fyrir hrapi vélarinnar. Henry Marking, forstjóri BEA, sagði blaðamönnum i gærkvöldi, að fyrir slysið hafði ekkert heyrzt frá flugmanninum og benti það til þess, að eitthvað hefði verið að þotunni. Ekki mun ástæða til að halda að sprengja hafi sprungið i vélinni. 65 lík fundin — alvarlegasta lestarslvsið sem orðið Björgunarliðar unnu í gærkvöjdi og í nótt af ákafa við að reyna að'bjarqafólki, sem enn var þá fastklemmt í braki lestanna tveggja, sem rákust saman í jarð- göngum aðfararnótt laugardags, 80 km norðan við París. Rákust lestarnar saman i jarð- göngum við Soissons. t gærkvöldi var 22 ára gamall maður dreginn lifandi út úr þessu braki, og hafði hann þá verið fastur undir þvi i 44 klukkustpndir. Þetta lestarslys er hið hroðalegasta lestaróhapp sem nokkru sinni hefur hent i Frakk- landi. Þar til i gærkveldi höfðu fundizt 65 lik, og þá var óttazt að enn væri 22 lik að finna i brakinu. Alls voru um 1000 farþegar i — alvarlegasta lestarslysið sem orðið hefur í Frakklandi lestunum báðum, er þær rákust saman. Sú lestin, sem frá Paris stefndi var full af stúdentum sem voru á leið heim i helgarfri. Sú sem til Parisar stefndi, var að koma með fólk frá bænum Laon, og var það fólk yfirleitt að fara i helgarheimsókn til Parisar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.