Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Mánudagur 19. júni 1972. c7VIenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um listahátíð: MARGAR SÓLIR Á LOFTI Sfftasta atrifti listahátiflar: Að luknum tónleikum Sinfónfuhljómsveitar Islands á fimmtudagskvöld var eldur lagður f hið forgcngilega lista- verk Kjarlans Guðjónssonar, Menningarvitann, fyrir frainan Laugar- dalshöll. Listahátið i Reykjavik 1972 lauk á fimmtudags- kvöldið með glæsilegum tónleikum i Laugardals- höll. Og þegar tónleika- gestir héldu heim á leið i mildu sumarregni, stóð „menningarvitinn” i björtu báli, svo sem áformað hafði verið. En það hefur kviknað í fleirum. Engum getur blandazt hugur um ágæti og mikilvægi listahátiðar á borð við þessa, hún er vel tiJ fallin að glæða þrá mannshjartans um hið góða fagra og fullkomna, já kveikja i brjóstinu löngun til þess að stunda hinaT göfugu listir. Þegar þjóðin dregst hnipin undan vetri, þá er gaman að eiga kost á þátttöku i stórhátið eins og þess- ari, um leið og langþráðu sumri er fagnað. Sálin tók við sér Fyrra verkefni kvöldsins var Pianókonsert nr. 2 i B-dúr, op. 83 eftir Jóhannes Brahms, fluttur af bandariska pianósnillingnum André Watts og Sinfóniuhljóm- sveit Islands, undir stjórn hins viðkunna hljómsveitarstjóra, André Previn. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um ágæti konsertsins: þetta er eitt af uppáhaldsverkun- um á hljómleikaskrá veraldar- innar, magnað inspirasjón sam- fara ótakmarkaðri vandvirkni og vinnugleði af hálfu tónskáldsins. Orkestrasjónin er sérstæð vegna hins fulla, margbreytilega hljóms, sem er svo einkennilega þéttur (sifelldar tvöfaldanir innri radda.) Formtilfinning Brahms gerir hann að einum stórbTotn- asta húsameistara tónlistarsög- unnar. Stefin gefa til kynna margslungna gegnfærslu og há- stig af kontrapúnktfskri notkun. Horn-sólóin i úpphafinu var vel frambærileg, þótt naumast væri hún nógu hrein i itrekuninni undir lok fyrsta þáttar. Tréverkið, sem tekur viðaf horninu i fyrsta tema, var hins vegar nokkuð óhreint. Byrjun Watts var glæsileg. Fyrst ljóðrænn, brotinn hljómur (ekki þarf nú mikið til að mannssálin taki við sér), siðan kröftugur leik- ur a,ð vixláherzlum, kristallstært og skýrt. Aberandi er, hve celli og bassar hljóma betur i Laugar- dalshöll en i Háskólabiói. Lágar frikvensur njóta sin mun betur i hinum stóra sal, og var þetta mjög áberandi i leik sænsku út- varpshljómsveitarinnar, en einn- ig greinilegt á þessum tónleikum. En fleira er hér á ferð. Nú áttum við að fagna hvorki meira né minna en 9 — segi og skrifa niu — cellóum, sem er fleira, en ég man eftir i annan tima. Auk þess léku nú sex kontrabassar. En úr þvi minnzt er á Sviana: en hvað málmblásararnir voru mjúkir og þýðir hjá þeim, jafnvel þótt hljómmagnið væri i hámarki. Okkar málmur þyrfti að reyna að hætta þessum stöðugu sprenging- um hljómsins, sem láta svo undur illa i eyrum. 1 öðrum þætti þótti mér unisón- leikur fyrstu, annarrar og lág- fiðlu góður, þótt hann tækist raunar nokkuð miður i siöara skiptið. Það gætti lika örlitillar ónákvæmi i pianissimó-leiknum milli cellóa og lágfiðlu. Hér var lika sprengju-tónn trompetanna óþarflega áberandi. Þriðji þáttur var ógleymanleg- ur. Þessi fagri söngur tókst með ágætum. Þetta kvöld hafði Hafliöi Hallgrimsson, cellóleikari og tónskáld, orðið við þeirri bón hljómsveitarinnar að leika með cellóunum. Nú kom til kasta hans aö leika hina dýrlegu celló-sóló þessa hæga þáttar konsertsins. Er skemmst frá þvi að segja, að framlag Hafliða hóf leik hljóm- sveitarinnar i æðra veldi, já upp i sjöunda himin. Nú voru margar sólir á lofti og þúsundárariki i öll- um áttum. Tónn Hafliða er svo sterkur, mjúkur og hreinn, að undrum sætir. Þessi þáttur tón- leikanna verður meðal þess, sem seinast liður úr minni. I siðasta þætti fór Watts á kost- um, svo sem endranær. Hann er einstakur snillingur pianósins. Léttleiki og yfirvegaður fögnuður kaflans kom stórvel til skila i fáguðum trillum hans, og er óhætt að segja, að langt er siðan slikur pianóleikur hefur heyrzt hér. Sj-sj Eftir hlé heyrðum við Sinfóniu nr. 5 i d-moll eftir Sjostakovitsj. Verkið er fjarska skemmtilegt, einfalt i byggingu og auðvelt áheyrnar, melankólia undir niðri. Það er engin ástæða til að fælast tónskáldið Sjostakóvitsj (menn eru e.t.v. feimnir við langt nafn, sem hefst á Sj- og endar á -sj). Hlutlæg framsetning ásamt góð- um húmor, já næstum satiru, svikur engan. Flutningur þessa verks er með- al beztu afreka Sinfóniuhljóm- sveitar Islands til þessa. André Prévin sýndi feikilega góð tök. Fyrsta fiðla gerði vel i einleikn- um, sem bassarnir leika undir, en lágfiðlan, sem tekur siðar upp sama stef, var mun lakari. Og enn kemur sama stef, en nú i flautu og tókst prýðilega, þótt hornsólóin væri ekki alveg eins góð. Það er mikiö af kammermú- sik i verkinu, einkum i fyrsta og þriðja þætti, og fengu nú ýmsir tækifæri til að brilléra, þ.á.m. konsertmeistarinn. I upphafi þriðja þáttar fær fyrsta fiðla að spreyta sig án fyrsta púlts og var þá samhljómurinn samfelldari, þótt naumast væri hann eins lif- legur og endranær. En þetta leiðir hugann að þvi, að reyna verður að fá hómógen tón i hinar einstöku grúppur og ófært, að einstakir menn skeri sig úr samleiknum. A eftir fylgja langar og heiðar linur i dýpri strengjum, en svo tekur við kammermúsik i flautu og hörpu. Tréblásturshljóöfæra- leikarar koma með fögur glimt og gerðu flestir vel, þótt tréverkið i heild sé naumast nógu hreint, svo sem fyrr var skrifað. Feiknarleg celló-sóló, þar sem klifið er upp eftir gripbrettinu, tókst ágæta vel og þættinum lauk á veikum loka- hljómi með örlitlu tremúló. Siðasti kaflinn færði enn heim sanninn um hið skakka hlutfall, sem rikir milli blásara og strengja hjá okkur. Brass- hljómurinn er kröftugur, en tæp- ast nógu samstæður. Þar við bæt- ist, að fara verður varlega, ef ekki á að drekkja strengjatónin- um með öllu. Það er fagnaðarefni að sjá sveitina svo íjölmenna, sem nú var raunin. Eg taldi 12 fyrstu fiðl- ur, 9celli og sex bassa. Nú þarf að reyna að halda i horfinu. Bezt væri auðvitað, að hinir ágætu, is- lenzku hljóðfæraleikarar, sem búsettir eru erlendis kæmu nú og settust um kyrrt. gtijy AUGMég hvili með gleraugum ím VVjflr Austurstræti 20. Sími 14456 * UTANLANDSFERÐIR VID ALLRA HÆFI Norðurlandaferð 15 dagar. brottfor 29 júni. Kaupmannahofn. Oslo, Þelamork og Sviþjóð. Kaupmannahofn - Rinarlond 15 dagar, brottfor 6. juli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda Kaupmannahofn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júli. Vika i Kaupmannahöfn vika i Sorrento.og viku i Rómarborg Paris - Rinarlond - Sviss 16 dagar. brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- ferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa frá kr. 12.500,- Brottfor hálfsmánaðarlega. og i hverri viku eftir 27 júli Bemt þotu flug báðar leiðir, eða með viðdvol i London Sunna hefir samning um gistirými á sftirsóttum hótelum i Torremolinos (Alay og Las Palomas) og ibúðum, luxusibúðunum Playa mar i Torremolmos og Soficobygg mgunum Perlas og fl. i Fuengirola og Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu aðstöðu i Torremolinos. þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskms paradis Evrópu og Sunna getur boðið upp á beztu hótel og ibúðir á hag- væmum kjörum. frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir. eða með viðkomu i London. -Brottfor hálfs- mánaðarlega til 15. júni og í hverri viku eftir það. Frjálst val um dvol i íbúðum i Palma og i baðstrandabæi- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba dos. Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigm skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskmsparadís Evrópu. Fjölskylduafsláttur 102,- Beint þotuflug báðar leiðir. brottför vikulega. Inmfalið: gisting og morg- unverður á fyrsta flokks hóteli. Oll herbergi með baði og sjónvarpi Ferð- ir milli hótels og flugvallar og ýmis- legt fleira Þetta verða vinsælar ferðir til milljónaborgarmnar. Leikhús og skemmtanalif það viðfrægasta i ver- ^óldinm. en vöruhúsin hættulega freistandi. FERflftSKHIISTOHN SIIMHH BMIIMSTHIII7 -s- 1BMI1171170 Fylgizt með ferðoauglýsingum Sunnu í Tímanum á sunnudögum, Vísi á mánudögum og Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum á þriðjudögum og takið þátt í lesendagetraun í lok mánaðarins, þar sem vinningar eru ókeypis utanlandsferð. frá kr. 12.950,- Brottfor i hverri viku Innifalið bemt þotuflug báðar leiðir. gisting og tvær máltiðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahófn með islenzku starfsfólki Hægt að velja um dvol á mórgum hótelum og fá ódýrar fram haldsíerðir til flestra Evrópulanda með T,æreborg og Sterlmg Airwavs Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup mannahafnar. Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið. KAUPMANNA- HÖFN ÝMSAR FERÐIR MALLORCA COSTADELSOL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.