Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 15
VÍSIR. Mánudagur 19. júni 1972. 15 Draumlaus svefn orsök tímburmanna Umsjón: Edda Andrésdóttir ,,Ég hef ekki sofið nógu vel um nokkurn tima. Ég þjáist af höfuðverk, ég hef bletti fyrir augunum, og mér finnst eins og heilinn starfi ekki. Mér er kalt, en ég svitna, og ég get ekki unnið”. Hver kannast svo sem ekki viö þetta. Þetta er nokkuö sem kemur fyrir hvern og einn, aö sofa af einhverri ástæöu ekki nógu vel eða lengi. Þaö var boð- iö til stórrar og mikillar veizlu, sem stóð langt fram á nótt, eða þá að setið var yfir sjónvarpinu langt fram eftir kvöldi, og svo getur það hreint og beint verið að maður eigi erfitt með svefn, sama hvað maður reynir. Það er þvi varla nema skilj- anlegt að svefnpillur og svefnlyf eru eins mikið notuð og raun ber vitni. Fæstir vilja lenda i þvi, að vakna snemma til þess að mæta til vinnu, algjörlega óútsofinn. En það er þó galli á gjöf Njarðar. Svefnpillur veita ekki þann eðlilega og rétta svefn, sem hver maður þarf á að halda. Af svefnpillum sefur maður mjög djúpt og öðlast ekki )á drauma i svefninum eins og skyldi. Afleiðingar vilja svo oft verða þreyta, spenna og alls kyns truflanir, jafn andlega sem likamlega. Vitneskjan um það, að hver manneskja þarfnast þess að dreyma á meðan hún sefur, er ekki gömul, en hún er stað- reynd. Annars eru svefnlyfin ekki eina ástæðan fyrir þvi að fólk sefur fullkomlega draumlaus- um svefni, heldur einnig alkó- hól. Margir læknar telja það ástæðu timburmannanna svo- kölluðu. Hver ein og einasta mann- eskja þarfnast hvildar, og hvild- ina öðlast hún bezt með svefnin- um. Hvers vegna manneskjan og öll önnur dýr eru þannig gerð er ekki gott að svara. En um það bil einum og hálfum tima eftir að manneskja sofnar, byrjar hana að dreyma. Draumarnir geta staðið i yfir allt að 10-30 minútum, en eftir það sofnar hún mjög djúpt i um það bil 60 minútur. Þeim svefni, sem hver þarf á að halda á einum sólarhring má skipta ihluta. Einn hluti stendur yfir i 90 minútur, fyrst draumar i misjafnlega langan tima, eins og áður er getið, en siðan tekur við þessi djúpi draumlausi svefn, og samanlagt tekur þessi eini hluti 90 minútur. Þannig endurtekur þetta sig, þann tima sem sofið er. Meðan manneskju dreymir, geta þeir sem vakandi eru og horfa á, séð hvernig augun hreyfast hratt undir augnalok- unum. Ef manneskjan er siðan vakin rétt á meðan á draumun- um stendur, verður hún langt- um ruglaðri og þreyttari, heldur en ef hún er vakin upp i hinum djúpa draumlausa svefni. Að vera vakinn upp af djúpa svefninum, veldur þvi að fólk man ekkert af þvi sem það hefur verið að dreyma fyrr um nótt- ina. En aftur á móti ef einhver er vakinn i miðjum draum og liggur dálitla stund kyrr, rifjast allurdraumurinn að mestu leyti upp. En aðeins það að þurfa að fleygja sér yfir vekjaraklukku, sem klingir af fullum krafti, gerir þaö að verkum, að draumarnir hverfa út i veður og vind, en ekkert situr eftir. Fólk myndar sér ýmsar margir draumar þannig, aðeins markleysa.en suma dreymir þó oft hluti sem siðar meir eiga svo eftir að koma fram i lifinu. En svo vikið sé aftur að svefn- leysi sem þjáir marga hverja, þá vita flestir að of mikill hiti eða þá of mikill kuldi i svefnher- bergi getur verið orsök svefn- skoðanir um drauma. Sumir segja þá aðeins vera rugl, og ekkert annað komi þar fram en það sem fólk er sifellt að hugsa um, eitthvað sem hvflir þungt á einhverjum, áhyggjur eða annað þvi um likt. Enda eru leysis. Jafnvel litir veggjanna hafa mjög mikið að segja. En það eru ýmsar fleiri ástæður fyrir svefnleysi, svo sem það að lesa mjög spennandi bók áður en farið er að sofa, eða þreyta sig á einhverjum áhyggjum úr hinu daglega lifi. Sumir ráðleggja hjónum jafn- vel aðsofa alls ekki á einni sam- fastri dýnu. Annar aðilinn getur verið langtum þyngri, og það valdið óþægindum fyrir hinn, og er fólki ráðlagt að nota fremur tvær dýnur, sem hægt er lika að færa saman. — EA Allt merkt með upphafsstöfum Og nú vilja þeir láta merkja allt með bók- stöfum. Peysur, jakka, töskur, dúka og húfur. Bókstafirnir eiga að vera stórir og áber- andi, og auðvitað eiga þeir að tilheyra nafni hvers þess sem i fötun- um gengur eða sem á hlutina. I dúka og föt er bezt að sauma stafina með finu garni, og þá helzt moulinéegarni, en einnig er hægt að klippa stafina út úr filt- er eða öðru efni og lima þá siðan á, þó búast megi við, að þeir eigi hætt með að detta af eftir stuttan tima. Einnig er hægt að sauma stafina i með bómullargarni, en það verður þó að kljúfa það áður en byrjað er að sauma, þar sem það er annars of þykkt. En það verður þá lika að muna að bómullar- gamið er ekki alltaf lit- ekta. Að merkja hlutina með bókstöfum hefur lengi tiðkast, en þetta hefur þó aldrei látið neitt verulega að sér kveða i tizkuheiminum, en svo virðist þó vera nú. En stafir i dúkum hafa þó alltaf verið vin- sælir. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.