Vísir - 19.06.1972, Blaðsíða 16
16
VÍSIR. Mánudagur 19. júni 1972.
„Ekki mitt að tryggja
hlutafé manna"
„Hlutverlí mitt sem feröaskrif-
stofumanns er að geta boðið
manninum á götunni sem hag-
kvæmust kjör i orlofsferðina, en
ekki að tryggja fé manna, sem
eiga hlutabréf í flutningafyrir-
tækjum” sagði Guðni Þórðarson i
Sunnu i samtali við Visi
Sterling Airways hefur nú
þegar fengið lendingarleyfi
. tvisvar hérlendis til að sækja far-
þegahópa á vegum Sunnu.
Félagið sótti um að fá að fara
vikulegar leiguferðir milli Kaup-
mannahafnar og tslands i sumar
á vegum Sunnu, en var synjað.
Hins vegar getur það sótt um
eina og eina ferð i senn.
islenzku flugfélögin lita þessa
samkeppni óhýru auga og telja
þetta óæskilega samkeppni og
segja aö ef mikið verði um slikt
— segir Guðni i
Sunnu og vill meiri
samvinnu við Sterling
leiguflug erlendra flugfélaga
hljóti það að koma niður á
áætlunarflugi innlendu félaganna
Hins vegar segir Guðni Þórðar-
son að aukin umsvif islenzku
flugfélaganna i ferðaskrifstofu-
rekstri valdi þvi að hann treysti
þeim ekki eins vel og áður til að
bjóða beztu kjörin. Þó skiptir
Sunna mikið við bæði félögin, en
segist taka beztu fáanlegum
kjörum á hverjum tima, hvaðan
sem þau bjóðast
—SG
ÍSKALT STRIÐ UT AF
RAFMAGNSSKULD
— Rafveitan lokar, íbúar opna,
hitaveitan lokar, íbúar opna
„Það er allt annað en gaman
aðkoma heim af fæðingardeild-
inni með nýfætl barn og enginn
hiti i húsinu. Auk þess eru 6 önn-
ur börn i húsinu en hitaveitan
hefur skrúfað fyrir allan hita”
) sagði kona ein sem hafði sam-
band viö blaðið.
Það má þvf segja að „kalt
strið” i orðsins fyllstu merkingu
ríki milli ibúa hússins og raf-
magnsveitunnar, en það var
rafveitan sem bað hitaveituna
að loka. Var það gert svo ræki-
lega að grafið var niður á
heimaæð hússins, hún tekin i
sundur og tappi rekinn I. Kemst
þvi ekki dropi af heitu vatni inn I
húsið.
Visir hafði samband við skrif-
stofustjóra rafmagnsveitunnar
og spurðist fyrir um málið.
Hann sagði að ibúar hússins
skulduðu veitunni langt
reikningstimabil eða allt frá þvi
i fyrra. Tvisvar innsiglaði raf-
magnsveitan i húsinu en i bæði
skiptin rufu ibúarnir innsiglin
og undu glaðir við sitt. Eftir að
innsiglið hafði verið rofið i
seinna skiptið var hitaveitan
beðin um aðstoð. Hitaveitan tók
þá bút úr inntakskrana og setti
tappa i. Ekki létu ibúar sér
bregða við þessa aðför heldur
bjuggu til eigin tengingu og
fengu nóg heitt vatn.
„Enginn ibúi gaf sig fram til
að greiða skuldina eða semja
um hana við okkur” sagði skrif-
stofustjórinn. En nú þraut þolin-
mæði þeirra hitaveitumanna
gjörsamlega. Þeir sendu vinnu-
flokk á vettvang, sem gróf niður
á leiðsluna og lokaði vel og
vandlega fyrir allt rennsli að
húsinu. Nú er bara eftir að vita
hvort ibúarnir hefji gröft ein-
hverja nóttina og komi kerfinu i
lag aftur.
1 þessu húsi búa tvær fjöl-
skyldur og auk þess nokkrir ein-
staklingar og virðist sem engin
samstaða hafi náðst með
greiðslur til rafmagnsveitunn-
ar. Húsið átti að rifa i síöasta
mánuði, en af þvi hefur ekki
orðið ennþá. — SG
Flughöfnin líflítil eftir miðnœttið:
„Vonum að af aðgerðum
okkar verði mikið gagn"
— sagði eini flugstjórinn, sem lenti ó
Keflavíkurvelli í nótt og hélt ófram
„Auðvitað vonum við að af
þessum aðgerðum 'okkar verði
mikið gagn”, sagði A.N . Bell,
flugstjóriá Boeing 707 þotu, sem
kom til Keflavikurflugvallar i
nótt með stóran hóp Kanada-
manna af skandina viskum
ættum, sem ætla nú að heim-
sækja sina gömlu heimahaga.
„Mitt félag, Pacific Western
kannast afskaplega viel við þessar
eilifu sprengjuhótanir, við höfum
margoft lent i sliku, meira að
segja fengum við tvær hótanir
sama daginn núna fyrir örfáum
dögum siðan”, sagði Bell.
Farþegar Bell flugstjóra voru
annars heppnarien margir aðrir,
sem nú lenda i allskyns vand-
ræðum vegna sólarhrings verk-
falls flugmannanna, sem leggja
áherzlu á kröfur sinar um að
„eitthvað verði gert” til að flug-
vélaræningjar, hótanir um
sprengingar og flugrán og annað
.þvi um likt verði tekið fastari
tökum og þjóðirnar geri
samninga sin a milli i þessum
efnum. Sjálfur kvaðst Bell fara i
verkfall þá um morguninn kl. 6,
en þá verður flugvél hans i Osló.
Umferð um Keflavikurflugvöll
var i nótt i algjöru lágmarki, en
erlend umferð um völlinn hefur
ekki enn komizt nálægt hámarki.
Aðeins var búizt við tveim flug-
vélum til viðbötar i nótt, Danair-
vöruflutningaflugvél, sem mundi
þá stöðvast, þar eð hún átti að
koma kl. 6.20, og svo Loftleiða-
flugvél að vestan með farþega,
sem allir ætluðu til íslands. Aðrar
flugvelar Loftleiða yfirflugu óg
biða á ýmsum áætlunarstöðum
félagsins.
Geysileg törn var i flug-
afgreiðslunni hjá Loftleiðum á
Keflavikurflugvelli i gærdag og i
gærkvöldi.
Sem dæmi má nefna að um 500
farþegar fóru til Kaupmanna-
hafnar. Islendingar og farþegar
héðan höfðu þvi vaðið fyrir neðan
sig, enda höfðu flugfélögin mikið
fyrir þvi að ná til allra, til að firra
þá frekari vandræðum af völum
verkfallsins. — JBP
Umsjón;
Þórarinn Jón
Magnússon
Hér er bíllinn
fyrir aðdáend-
ur vilta vest-
ursins
Kaliforniubúinn Art Miller er
geysilega mikill áhugamaður um
villta vestrið, en hann hefur varið
liðlega tuttugu milljónum isl.
krónum i það að gæða hótel sitt og
næsta nágrenni hinum gamla
góða anda vestursins.
Hann hefur lika kostað til ein-
um 20.000 dollurum (1,8 milljónir
króna) i að gera einkabil sinn að
athyglisverðustu kerru veraldar.
Gull- og silfurslegin buffala-
horn sitja fremst á bilnum, til
hliðanna við vélarhlifina eru gull-
húðaðar skammbyssur ogá vélar-
hlifinni sjálfri má sjá kúreka á
hesti andspænis illilegum bola, —
allt saman úr gulli- auðvitað.
Hurðarhúnarnir eru einnig
mótaðir úr gulli og eru i laginu
eins og 45 kaliber pistóla. Að inn-
an er billinn villtur sem vestrið.
Byssur, silfurslegnar leðurtösk-
ur, nautshúðir, söðull. Já, og lika
sporar til að kóróna alltsaman.
Þessi forvitnilegi bill er það
sem á einna mestan þátt i þvi, að
draga athyglina að Millers „Wild
West Hotel” i Yucca Valley i
Kaliforniu: paradis þeirra, sem
upplifa vilja hina gömlu góðu
daga svo villt, sem þá langar til.
— Fyrir hnefafylli af dollurum.
Og hér er bíllinn
fyrir þá lötu....
Hvernig lizt þér á þá hugmynd,
að geta ekið út um landsbyggðina
með eiginkonu og börn, fullkom-
lega öruggur um að ekkert óhapp
hendi þrátt fyrir ört vaxandi um-
ferð á vegum?
Draumórar? Nei, þessi hug-
mynd kann að vera orðin að veru-
leika eftir um það bil tiu til tutt-
ugu ár, þegar hinar sjálfstýrðu
bifreiðar verða komnar i notkun.
Brezka umferðamálastjórnin
er þegar tekin til við að láta gera
tilraunir með sjálfstýrðar bifreið-
ar á sérstakri akbraut i Berkshire
sunnan Lundúna. Útbúnaður bif-
reiðanna er sambærilegur við
sjálfstýriútbúnað flugvéla. Eins-
konar rafmagnsheilar i bilunum
geta haft stjórn á bæði stýrisút-
búnaði og hraða þeirra. Og á
meðan ekið er getur bifreiðar-
stjórinn áhyggjulaus snætt ferða-
nestið og rabbað við fjölskylduna
rétt eins og væri hann heimafyrir.
Skilyrðið fyrir þvi, að hægt sé
að beina akstri sjálfstýrðra bif-
reiða á þjóðvegina er það, að all-
ar bifreiðarnar, sem þar fara um
séu sjálfstýrðar. Komi
mannshugurinn nærri stjórn ein-
hverrar bifreiðarinnar — þá er
allt i voða!
Hún hefur rænt
Burton frá Liz
Þessi ásjálega stúlkukind er
Natalie Delon, sem eitt sinn var
gift Alain Delon. Natalie virðist
hafa klófest Richard Burton, en
saman hafa þau farið með aðal-
hlutverk myndarinnar um „Blá-
skegg”.
Það var eiginkona Burtons,
sjálf Liz Taylor, sem gerði sam-
band þeirra Burtons og Nataliu
heyrum kunnugt, en þá var hún
viti sinu fjær af bræði úti i kvik-
myndaframleiðanda „Blá-
skeggs”, Manntetrið gat ekki
upplýst hana um það, hvert
Burton hafði farið að kvikmynda-
töku lokinni einn daginn. Vissi
bara að hann hafði lagt af stað
fyrir fjórum timum, og þá i fylgd
með Nataliu.
Þegar svo Burton karlinn kom
blaðskellandi heim seint og siðar
meirbeið frú hans heima, búin að
tilkynna fjölmiðlum um háttarlag
bónda sins, en að þvi búnu hafði
hún hvolft i sig heilli viski-flösku.
Blöð og timarit, sem gert hafa
sér mat úr þessu skipsbroti hins
tiu ára hjúskapar Burtons og Liz
hafa haft af nógu að taka máli
sinu til stuðnings. Einkum þó og
sér i lagi frásagnir þeirra, er unn-
ið hafa að gerð „Bláskeggs” og
eru orðnir langþreyttir á ósam-
lyndi þeirra hjóna og öllum þeim
gauragangi, sem Liz hefur staðið
fyrir á meðan Burton hefur verið
að daðra við Nataliu i kvik-
myndaverinu. Það ástarsamband
bónda hennar hefur leitt til þess,
að hún sjálf hefur lagt lag sitt æ
meir við Johnny Waiker.