Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir Laugardagur 12. ágúst 1972 rismm Hvert fóruð þér í sumar- friinu? olafur Björgúlfsson, tanniæknir: Ég fór til S.-Evrópu. Var þar svona bæði á náms-og skemmti- reisu. Við tannlæknar þurfum nefnilega að sækja námstima er- lendis og þegar þvi var lokið hjá mér gat ég loks tekið virkilegt sumarfri. Kigurður Valdimarsson, bifreiða- stjóri: Ég hef ekki tekið neitt sumarfri ennþá. Maður hefur ekki ei'ni á þvi. Ilal'þór llaraldsson, siilumaður: Ég er ekkert larinn ennþá, en það verður bráðlega sem ég fer i friið. Ætlá mér til Danmerkur. olal'ur .lóhannossson, Iram- kvæmdastjóri: Ekki orða það við mig. Tek aldrei fri og hef ekki gert það lengi. Itóbert Alfreðsson.verkstjóri: Ég er ekki búinn að taka það. Fer núna á þriðjudaginn til Þýzka- lands svona aðallega til að heim-> sækja æskustöðvarnar. Sigriður Sveinsdóttir, skrifstofu- stúlka: Ekkert sérstakt. Ég get heldur ekki sagt að ég hafi tekið neitt fri. Kom að utan um mitt sumar eftir að hafa verið erlendis i vetur. Þar sem laxinn er svœfð- ur, mœldur og veginn í Kollaf jarð- t»að sem af er liðið sumri hafa 473 laxar gengið upp en nákvæmar tölur eru þó ekki nema fram að 3. þessa mánaðar, og voru þá komnir upp 385 laxar, og þar af 157 hængæ og 228 hrygnur. Mest hafa sennilega komið 50 laxar á dag, en siðastliðna þrjá daga komu inn 7(i laxar i allt. Af þessum 385 löxum hefur 187 verið slátrað. t»ar af eru 78 liængar og 109 hrygnur.” Svo sagðist Veðimálastjóra frá i viðtali við blaðið, en Visis- menn brugðu sér upp að Eldisstöðinni i Kollafirði i gær- morgun, og fylgdust með þvi, þegar tveir af starfsmönnum stöðvarinnar, þeir Eiður Friðriksson og Kristján Einars- son, losuðu laxa úr svokallaðri kistu i lóninu i Kollafirði. Þangað byrja þeir að ganga úr hafinu síðast í júnimánuði, þar sem biður þeirra gildra, og þar er einnig gert út um það, hvort þvi, sem honum viðkemur, að svefnlyf skuli sett i vatnið, en starfsmenn fræða okkur á þvi, að það verði að gera til þess að hægtsé að vigta þá og mæla, þvi að laxinn er sterkur og erfitt að halda honum i greipum sér. Það er lika litlu magni af svefnlyfi bætt i vatnið, og þeir sofa ekki nema eina til tvær mínútur af bvi. En þótt þeir sprikli og láti öllum illum látum i háfnum, er fljótt að sljákka i þeim, þegar i kerið er komið. Brátt liggja þeir allir, sem dauðir væri, og þá er mál til komið að vigta þá og mæla. Að þessu sinni hafa komið upp 16 laxar, sem þykir nokkuð gott, en daginn áður höfðu þó gengið upp 29 laxar. Mjög misjafnlega mikill fjöldi af lax gengur upp, en mestar göngur eru, þegar stórstreymi er. Starfsmenn eru árrisulir, og á hverjum morgni klukkan átta er farið út að kistunni i lóninu, og laxarnir mældir og vigtaðir. Einnig er höfð næturvakt á staðnum. En vikjum aftur aö þeim 16 löxum, sem gengu upp i gærmorgun. Nú skulu þeir vigtaðir og mældir, og nú skal dæmt um það, hvort þeir lenda i lóninu, eða hvort þeir verða seldir til verzlana, og siðan beint á matarborðið. Þegar ...Og svo er það að mæla lengdina — Það getur munað einum cm hvort þú lifir áfram eða ekki. þeir fá ■ að halda lifinu öllu lengur. Þeir sprikla kröftulega i háfnum laxafnir, þegar þeir eru teknir upp úr kistunni, og þeir eru settir i ker fullt af vatni, blönduðu með svefnlyfi. Það vekur undrun þeirra, sem litt eru kunnir laxinum og LESENDUR J|HAFA /áM orðið dæmt skal um það, hvort þeir haldi lifi er farið eftir þvi hve langir þeir eru. Hrygna verða aðvera62cm en hængur65sm. Ef þeir uppfylla þetta skilyrði, lenda þeir i vatninu aftur, þar sem þeir fá að svamla um, þar til i október- mánuði, en þá eru þeir teknir og Ruslið of mikið -kassar of fóir Kr. .lónsson skrifar: ,.Það er oft minnzt á fjúkandi bréfarusl á götum borgarinnar og eru það orð að sönnu, enda virðist gatnahreinsunin alls ekki hafa undan af einhverjum orsökum. —Það þýðir ekkert að sprikla. Ég frúr. / kreistir og stendúr það allt fram i janúar. Af þeim 16 löxum, sem komu upp, er nú 10 slátrað. Suma vantar jafnvel ekki nema einn cm upp á að fyila kröfurnar og það er erfitt, segja þeir Eiður og Kristján, að þurfa að raða þeim saman niður i vatnslaust ker, og horfa á dauðastrið þeirra. En eftir settum reglum verður að fara og sex laxar, stórir og sterklegir bætast nú við i- lónið og svamla þar um ásamt þeim sem fyrir eru. Margir hverjir laxanna, sem upp voru teknir i gærmorgun, voru alveg nýgengnir, en það sést strax á litnum, þar sem hann breytist um leið og fiskarnir hafa legið i vatni, verður næstum fjólulitaður og ekki eins ferskur og fallegur og á þeim nýgengnu. Laxinn, sem slátrað hefur verið. er seldur til verzlana, og fást 220 krónur fyrir hvert kiló. Ýmsar verzlanir vilja kaupa laxinn, og einnig keypti Sædýra- safnið 12 laxa nú fyrir stuttu. Það kemur' i ljós að stærsti laxinn sem upp hefur komið að þessu sinni er 71 sm að lengd, og 3,8 kg. Það er hængur, og einnig sá næststærsti, sem er 70 sm að lengd, og vegur 3,9 kg. Stærsta hrygnan að þessu sinni er 64 sm að lengd, og vegur 6,4 kg- Það er mikið um lús á laxinum núna, og sumir eru næstum þaktir þessum stóru, brúnu ógeðfelldu sjávarskor- dýrum. En þær lifa ekki lengi, eftir að þær koma i tært vatn, i mesta lagi tvo sólarhringa. verð að fá að vita þyngdina kæru Laxarnir virðast einnig nokkuð bitnir, nokkrir eru með sár, og hafa þá verið bitnir af kópum, eða særzt á annan hátt. Með þvi að velja aðeins beztu laxana úr til undaneldis, er verið að reyna að bæta laxa- stofninn og fá út betri og stærri fiska. Þeir, sem notaðir eru til undaneldis, eru, sem fyrr segir, fluttir að hausti upp i eldisstöð- ina, og þeir kreistir. Um hálf milljón hrogna er notuð til rann- sókna i sjálfri stöðinni, en mikill hluti af þeim er sendur erlendis og seldur til ýmissa aðila. Rikir mikill áhugi erlendis á að fá islenzk hrogn. 12 hundruð þúsund hrogn fengust á siðasta ári, en þá voru laxarnir sem fengust, 514 að tölu. Fram til dagsins i dag hafa 473 laxar gengið upp, en á sama tima i fyrra, nokkru færri, eða 450, Ýmsum kynni að detta i hug, að vandræði skapist af þvi, hve hrygnur eru mikið fleiri en hængar, en svo er þó ekki, og sagði Veiðimálastjóri, aö æsKi- legra væri að hafa sem flestar hrygnurnar, og ekki nema þriðjung af fiskinum, sem tekinn er til undaneldis, hæng. Mjög óvenjulegt er það, að laxar skuli koma upp i þrjú skipti, eftir að þeir hafa verið merktir, en þeir eru ávallt merktir i Eldisstöðinni, en þetta hefur þó átt sér stað nokkrum sinnum I sumar, að þvi er Veiði- málastjóri sagði. Ekki eru nema 10% likur á að þeir komi aftur aðeins einu sinni. Þess skai svo getið að lokum, að stærsti laxinn, sem upp hefur gengið I sumar, var 12 pund. —EA En ég held að það myndi bæta talsvert úr ef komið yrði upp fleiri ruslakössum. Ég gekk t.d. borð- andi pylsu eftir Tjarnargötunni fyrir stuttu i átt að Háskólanum. Þegar ég ætlaði að losna við bréf- ið gat ég hvergi komið auga á ruslakassa á ljósastaur við þessa götu. Varð ég þvi að halda á bréf- inu langar leiðir þar til ég kom auga á kassa. Ég þori ekki að full- yrða að það sé ekki neinn slikur kassi á þessari götu, en allavega eru þeir þá sárafáir. Mér finnst að minnsta kosti sjálfsagt að hafa ruslakassa sem flesta i og við Miðbæinn, þótt æskilegast væri að sjálfsögðu að þeir væru sem viðast um alla borgina og þá ekki sizt við öll söluop. Borgin er orðin það snyrtileg i flesta staði að það er til háborinnar skammar að sjá þettar bréfarusl sem stöðugt fýkur þar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.