Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 9
Visir l.augardagur 12. ágúst 1972 9 Vinur Portoroz 1958. 15 ára drengur i æpandi klæðum labbar frá hóteli sinu aö höllinni þar sem kandi- datamótið i skák fer fram. Þar á liann að glima við furður mann- taflsins á 64 reitum i baráttu við revnda meistara, sem teflt hafa árum saman. Kliðurinn frá jazz- klúhhnum hinum megin götunnar truflar ekki unglinginn. Hann gengur rakleiðis að stóru húsi þar sem keppnin fer fram.... ,,Það var i Portoroz sem ég hitti Bobby Fischer i fyrsta sinn. Ég sá hann á pósthúsinu þar sem hann var að senda skeyti til móður sinnar. Hann virtist alvarlegur i bragði og varla vottaði fyrir brosi á unglegu andliti hans. Kannski var hann taugaóstyrkur vegna þess að þetta var i fyrsta sinn sem hann gisti Evrópu og tók þátt i skákkeppni við sterkustu skák- menn i heimi. Aðstoðarmaðurinn hans, Bill Lombardi, var þarna lika. En hann skipti sér litið af Bobby, sat á bekk og las leynilögreglusögu i hvita snjáða jakkanum sinum. Ég slóst i för með þeim frá pósthúsinu til hótelsins og fékk þá ýmislegt upp úr unga skáksnill- ingnum. Hann sagði mér frá fystu sigrum sinum i skáklistinni. Syst- ir hans Joan kenndi honum mannganginn og hann minntist þess þegar móðir hans Regina setti auglýsingu i dagblað i Brokklyn: „Óska eftir skákkenn- ara til að tefla við son minn”. Siðan lá leið Bobbys til Man- hattan-skákklúbbsins i New York og frægðarferill hans hófst brátt fyrir alvöru. Yngsti stórmeistarinn Það var ekkert sem komst að i huga hans annað en skák. Hann byrjaði i gagnfræðaskóla i Brokk- lyn en hætti eftir þriggja ára nám. „Ég varð fljótt sterkari en kannarinn” sagði Bobby mér i Portoroz. Þegar ég fór i klúbbinn 10 ára gamall sögðu þeir við mig, þegar ég ætlaði að vera með i hraðskákmóti: „Þú ert of ung- ur”. Þeir hafa séð eftir þvi þegar árin liðu. Ég hef ekki óskað eftir þvi að þeir bæðust afsökunar. Mig langaði bara til þess að tefla. Það var allt og sumt”. Næstu daga dvaldi ég oft með Bobby á hótelherbergi hans. Hann „stúderaði” á nóttunni og fram undir morgun, en svaf til hádegis. Eftir hádegi var svo teflt. Bobby vann hvern meistarann á fætur öðrum. Eftir árangur sinn i Portoroz öðlaðist hann stór- meistaratitil yngstur allra skák- manna sögunnar , 15 ára gamall. „Ætli ég lendi ekki svona i fjórða eða fimmta sæti i kandi- datakeppninni sagði Bobby, þeg- ar hann hafði tryggt sér þátttöku- rétt i Bled að ári. BLED ’59 sker ég af mér eyrað” Með'al keppenda i kandidata- mótinu er 16 ára strákur sem stingur i stúf við aðra skákmeist- ara. Hvar sem hann kemur starir fólk á hann. En Bobby Fischer er ekki mikið fyrir fjöldann. Hann forðast að lita á nokkurn mann og vikur sér fimlega undan myndavélum og blaðamönnum. Undanfari heimsmeistaraein- vigisins er hafinn. Ég minnist viðureignar Bobbys og Paul Keresar. Bobby hafði sagt mér fyrir skákina að hann myndi vinna. Það gerði hann lika, en mér er alltaf minnisstætt hversu vel Kerses tók ósigrinum. Þrátt fyrir öll áföll var hann alltaf sami gamli góði Paul. Nú er Fischer öruggari með sig en fyrir ári i Portoroz. Hann er sannfærður um að hann muni'sigra og verða næsti áskorandi. Larsen að- stoðarmaður hans er ekki á þvi. Miakael Tal undramaðurinn frá Riga er nú á hátindi frægðar sinn- ar. Allir ungir skákmenn vilja likjast Tal. Enginn er eins og hann. Fischer ber mikla virðingu fyrir Tal á þessum árum.óska- draumur hans var að vinna Tal En það mistókst i kandidatmót- minn Bobby Fischer Dimitrijé Bjélica frá Júgóslavíu: inu. Tal sigraði Brooklyn-strák- inn léttilega 4:0 Það varð þvi ekki hlutskipti Fischers að verða áskorandi Botvinniks um heimsmeistaratit- ilinn. Hann lenti i 5-6 sæti en hafði þrátt fyrir allt vakið alheims- athygli með taflmennsku sinni. 1 siðustu umferðinni átti hann að tefla við Smysloff. Daginn áð- ur fórum við i bió og sáum Van Gogh myndina „Lifsþorsti” þar sem Kirk Douglas skar af sér eyrað. Bobby hvislaði að mér: „Ef ég vinn ekki Smyrsloff á morgun þá sker ég af mér annað eyrað! ” En þessi óviðjafnanlegi ungl- ingur þurfti ekki að skera af sér eyra, hann vann Smysloff auð- veldlega. „Bravó Bobby” sagði Najdorf Eftir kandidatamótið sáumst við ekki i heilt ár. A olympiumót- inu i Leipzig hittumst við og átt- um saman margar ánægju- stundir. Hann var drýldinn og hældi sér og bandarisku sveitinni á hvert reipi. „Við verðum liklega númer tvö á eftir Rússunum”. Mer er minnisstæð keppni Bandarikjanna og Equador. Fischer tapaði þar óvænt fyrir óþekktum skákmanni Munoz að nafni. Liklega hefur hann van- metið andstæðinginn þvi þegar hann gaf skákina og stóð upp frá taflborðinu sagði hann: „Þaðget- ur allt skeð i skák”. 1 Bled 2 mán. seinna sigraði Bobby Tal i fyrsta sinn. Lang- þráður draumur han rættist og hann réði sér ekki fyrir gleði. Þetta var á millisvæðamóti og ný atlaga að heimsmeistaranum var hafin. Bobby var i góðu formi og sigraði Rússana hvern af öðrum. Petrosjan Geller og Keres lágu allir i valnum. Um þetta leyti var Bobby orðinn mjög vinsæll i Júgóslaviu. Fjölda bréfa rigndi yfir hann frá landsmönnum sem óskuðu honum velfarnaðar i mót- inu. Eitt kvöldið þegar við vorum að skemmta okkur saman i Bled sagði Bobby mér að hann væri jafn góður söngvari og skákmað- ur. Til að sannfæra alla um þetta tók hann sig til, stökk upp á sviðið i „Casinó” og söng fullum hálsi uppáhaldslag sitt „When the Saints go marching in”. Einn dansgestanna hrópaði upp yfir sig af hrifning, Bravó Bobby. Það vargóði gamli Najdorf vinur okk- ar allra. t Stokkhólmi heyrði ég frá Fischer og stórkostlegum sigrum hans i millisvæðamótinu. Hann tók snemma forystu i mótinu og hélt henni allt til loka. Fyrsta sætið var hans, tveimur og hálfum vinningi fyrir ofan þá næstu, Petrosjan, Geller og Kortsnoj. Hann hafði tryggt sér farseðil til Curacao þar sem áskorendakeppnin átti að fara fram. Þegar þangað var komið höfðum við samband eins og alltaf. Hann skfiTaði mér og kvaðst ekki vera ánægður með frammistöðu sina. Eins og allir vita var Curacao byrjunin á kalda striðinu sem Bobby hefur háð við Rússa allt fram á þennan dag. Það er óþarfi að taka það fram hvað Fischer og Rússana greindi á um. Það er öllum kunnugt svo ég ætla ekki að rifja það upp. Haustið 1962 var Olympiu- skákmótið haldið i Jógó- slaviu. Ég tók á móti vini minum á járnbrautarstöðinni i Belgrad. Þá hlakkaði hann mikið til að fá að tefla við Botvinik en leiðir þeirra höfðu aldrei legið saman við taflborðið. Bobby lagði hart að sér og var staðráðinn i að vinna. En Botvinik hafði heppn- ina með sér og náði jafntefli með hjálp Gellers eftir að skákin hafði farið i bið. Ári eftir Olympiumótið skrifaði Bobby mér og sagði að hann hefði ákveðið að tefla ekki i fleiri skák- mótum á vegum FIDE. Mótmæli hans og biturð lágu djúpt og höfðu reyndar byrjað i Curacao þegar hann deildi sem mest á Rússana fyrir að tefla saman og útiloka aðra keppinauta sina. Eftir að hafa sigrað á meistaramóti Bandarikjamanna með þvi að leggja alla andstæðinga sina að velli bjuggust margir við þvi að hann mundi nú brjóta odd af of- lætisinu og tefla i millisvæðamót- inu i Amsterdam. En hann stóð fast við sitt. Keppnin hófst á rétt- um tima — en án Bobby Fischers. I Tel Aviv um haustið lét hann heldur ekki sjá sig með banda- risku sveitinni til að taka þátt i Olympiuskákmótinu. Feecher Feecher..... Næstu árin er Fischer ekki með i meiriháttar skákmótum sem haldin eru i heiminum. Hann er hvattur til þess að halda áfram að tefla. En allt kemur fyrir ekki. Loks lætur hann undan þráa sin- um og er brátt kominn i fremstu viglinu á nýjan leik. Hann tryggir sér sigur i bandariska meistara- mótinu og þar með þátttökurétt á millisvæðamótið 1966. Við erum að ræða saman snemma á árinu 1966 i Havana „Verðlaunaupphæðir i stórmót- um eru allt of lágar” segir Bobby. ,,t Stokkhólmi 1962 fékk ég bara 750 dollara fyrir fyrsta sætið. Mér finnst það hlægilegt. Lágmarksupphæð er 5000 dollar- ar á svona sterkum mótum og þegar menn eru að keppa um heimsmeistaratitil.” Ég spyr hann um fyrirkomulagið á heims- meistaraeinvigjum sem hann hefur alltaf gagnrýnt. „Það á að breyta þessu öllu saman. Sá sem er fyrstur til þess að vinna sex skákir á að verða sigurvegari ein- vigisins um heimsmeistaratitil.” — Hver er bezti skákmaður heimsins i dag? Ég veit það ekki. Fyrir nokkr- um árum var það Tal. Kannski Spasski sé það núna. — Hver verður næsti heims- meistari? — „Það verður auövitað Rússi,” segir Fischer og hlær. Þegar við göngum út á strætin þekkja hann allir og hrópa á kúbanskan máta: Feecher, Feecher. /,Hvarf eins og draugur" Millisvæðamótið i Souse i Túnis. Það er ástæðulaust að vera að rifja upp þann harmleik. Allir vita að þá afsalaði Bobby enn einu sinni rétti sinum til þess að keppa að heimsmeistaratitlinum. Eftir fimm umferðir hafði hann i hótunum að fara vegna þess að mótsstjórnin gekk ekki að kröfum hans um Ijósabúnað. Ég var staddur þar. Allir voru forviða á Bobby. — Hverjum er allt þetta að kenna? „Þeim sem halda mótið” Ég hefði getað haldið þetta mót betur en allir þeir til samans. Ég hætti i þessu móti og ætla ekki að taka þátt i fleiri slikum”. Hann hætti en kom aftur. Eftir tvær umferðir i viðbót var hann horfinn og Gligorie sagði við mig þegar ég kom til þess að horfa á hann tefla „Hann hvarf bara eins og draugur”. 1968 ber fundum okkar aftur saman. Hann hefur ekki gleymt erjunum við FIDE. — Hverjir eru sterkustu skákmenn heimsins fyrir utan þig, spyr ég hann. „örfáir Rússar og Larsen segir hann. — Hverjir eru liklegastir til þess aö tefla um heimsmeistaratitil að þinum dómi? ,,— Bobby Fischer og einhver annar ....kannski Rússi”. Telurðu þig fremri skákmann en Larsen? — Já auðvitað er ég það”. Hvað finnst þér um framtið Rússlands sem skákþjóðar? „Rússar eiga engin efni nú orðið. Það er einkennilegt af þvi að hvergi er aðstaða til þess að tefla skák betri en i Rússlandi”. — Hvað er þá framtiðin i skákinni? „Ég er bjartsýnn á framtiðina. Skákinni fer fram. Það er alltaf skrifað meira og meira af góðum bókum. Ég er á móti þessum heilum sem Rússar eru að búa til.Þeir ná aldrei langt. — Myndirðu hætta þér út i að tefla við einn slikan? „Já, það myndi ég gera, ég er ekki hræddur við vélar. Það eina sem ég hræðist eru blaðamenn. Þetta var 1968. Nú situr Fischer andspænis Boris Spasski i einviginu um heimsmeistara- titilinn. Þeir eru báðir vinir minir hvernigsem þessu einvigi lyktar. Dimitrijé Bjelica. / GF Bobby með hundinn sinn fyrir framan húsið sitt I Broæklyn Bobby i Júgóslaviu með frú Bjelicu konu greinarhöfundar }kí| ■ Bobby og Bjelica á góðviðrisdegi f Júgóslavfu með tennisspaðana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.