Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 3
Vísir Laugardagur 12. ágúst 1972 3 r Bezta sprettan fró því 1964 - OG SUMARIÐ VERÐUR BETRA EN í MEÐALLAGI FYRIR BÆNDURNA „Síftan 19(>4 hefur ekki verið eins góð spretta i túnum og á þessu sumri. Má segja að það hafi verið frábær heyskapartið siðast liðinn hálfan mánuð, og þá helzt á Austfjörðum”, sagði Guðmundur Jósafatsson, fulltrúi Búnaðar- félags i viðtali við blaðið. Heyskapur hefur nú gengið af fullum krafti hjá bændum viðs vegar um land, og hafa allir sem vettlingi geta valdið lagt hönd á plóginn i þeim efnum. Og aö þvi er Guðmundur sagði má búast við að á flestum stöðum, ef ekki alls staðar, á landinu verði mikið hey komið inn i vikulokin. Aðspurður að þvi hvort nokkuð hefði orðið vart við kal i túnum i sumar. svaraði Guðmundur að hann hefði ekki haft spurnir af þvi, en sagði að ef svo væri, væri það mjög litið. Sumarið, i fyrra hefði aftur á móti verið miklu lakara og hvergi hefði verið meðalspretta. Kal frá fyrri árum dró þá rhjög úr hey- skap, en það sem helzt hefur dregið úr i sumar, er það hver sláttur hófst seint. En þetta sum- arið sagði hann þó miklu betra en meðalsumar hvað heyskap snerti. Einna bezt sagði hann heyskap hafa gengið i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu og hefur spretta verið þar mjög góð. Ein bezta heyskapartiðin hefur þó verið á Austfjörðum i hálfan mánuð. Fyrir röskum hálfum mánuði kom einnig mjög góður kafli fyrir austan fjall. Mjög er á undanhaldi að menn slái tún sin tvisvar yfir sumar- timann, sem tiðkaðist þó mikið áður. en á einstaka stað er það þó gert ennþá. Upp úr 1960 fór að minnka að slegið væri tvisvar og sagði Guðmundur að sennilega væri það tiðarfarið sem hefði haft áhrif á það þá, en siðan hafi það lagzt niður, en kúm heldur gefið grasið. Alls staðar hafa vélar nú náð yfirhöndinni i heyskapnum og þvi i'áit um mannskap á túnum, þeg- ar veriö er að heyja. Eins og kom- Flugvélin hvarf en smáauglýsingin fann hana aftur ,,Jú. luín kom i leitirnar, en ég verð að játa, að ég var ckki of vongóður uni, að auglýsingin mundi hrífa,” sagði Ólafur Magnússon, sem átti flugmódel- ið i auglýsingunni hcr að ofan. Ólafur er einn þeirra, sem hafa áhuga fyrir módelflugi. — ,,Ég hef haldið áhuganum við frá því að ég var strákur,” segir hann sjálfur. ,,Ég var að fljúga henni á leirunum rétt hjá Korpu á fimmtudaginn i siðustu viku, en missti sjónar á henni, og fann hana ekki aftur. Hún hefur ekki nema þriggja minútna flugþol, og ég bjóst nú ekki við, að hún hefði getað farið langt.” sagði Ólafur, þegar við tókum hann tali út af auglýsingunni. Hann greip nefnilega til þess ráðs að auglýsa i smáauglýsing- um Visis, eins og margur annar. „Viti menn, það kom strax um helgina inaður, sem hafði lundið gripinn niður hjá Korp- úlfstöðum, um 2 km frá þeim stað, sem ég hafðiverið með liana. — Hér eftir skal ég ekki efast um áhrifamátt smáaug- lýsinganna ykkar.” sagði ólaf- ur og hló við. —GP Nœr 600 afbrot barna og unglinga þar af voru 238 framin af 14 óra ó síðasta óri Afbrot barna i Reykjavik byrja þegar við sex ára aldurinn og og þá með hnupii og skemmdar- verkum. Pessi tegund afbrota eru allsráðandi þar til við 10 ára aldurinn en þá bætist við innbrot og skjalafals. ölvunartilfelli byrja siðan 11 ára svo og flakk og útivist. Þegar komið er uppi 14 ár eru innbrotin orðin 120 i þeim aldursflokki. Þessar upplýsingar koma fram i skýrslu barnavcrndar- nefndar Reykjavikur sem birt er i ársskýrslu Félagsmálastofnunar innar. Samkvæmt skýrslunni voru samtals 292 börn og unglingar sökuö uin 584 misferli árið 1971. Reynt var að skipta þeim eftir heimilisföngum og er hverfið Langholt, Kleppsholt og Hcimar lang efst á blaði með 129 misferli. Hliðahverfi norðan Miklubr. er lægst með aðeins 5. Eftir þeim upplýsingum sem frain koma i skýrslu nefndar- innar eru 14 ára unglingar iðnastir við ýmsa óknytti. Samtals hafa, 91, — 14 ára unglingar gert sig seka um 228 af- brot. Þar af eru 18 stúlkur með 22 afbrot. Ef við tökum aldur- sflokkana beggja megin við kemur i ljós að 49, — 12 ára unglingar hafa brotið af sér og 64, — 15 ára unglingar. i heild eru innbrotin algengust þegar aldursflokkarnir frá 6 — 16 ára eru teknir. Þau eru samtals 271 eða 49,4%. Þjófnaður og hnupl koma næst 84 eða 17,5%. Hins vegar eru ölvunartilfellin alveg sérstakur kafli útaf fyrir sig. i fyrra voru skráð hjá lögreglunni 120 börn og ungmcnni vegna ölvunar, þar af 46 stúlku. Þetta cru mun hærri tölur en árið áður, en gefur þó aðeins vísbendingu um þann fjölda barna sem neytir áfengis og hvergi kemur á skrá. Telur nefndin þetta hina uggvæn- legustu þróun og verður varla nokkur hissa á þvi. Samkvæmt lögum ber rikinu að setja á stofn rannsóknar- og meðferðarheimili fyrir stúlkur og sýnist engin van- þörf á að siiku heimili verði komið á fót hið bráðasta meðan hægt er að ráða við vandamálið. —SG — Ja, ég er svo aldeilis hlessa. Svona lita þeir þá út þessir frændur minir á íslandi. Þeir eru bara miklu líkari mönnum en ég hafði haldið áður — sannkallaðir mannap- ar ha, ha, ha.... Eitthvað á þessa leið mælti simpansinn Sædýrasafninu i Hafnarfirði þegar hann • sá blaðamann og ljósmyndara Visis standa fyrir utan búr sitt. Siðan skellti apinn á lær scr og veltist um af hlátri og við hlóum vandræðalega honum til samlætis. Eftir að hláturskast apans hafði rénað litið eitt og af honum bráði þvaðraði hann heil ósköp og lék á alls oddi. ið hefur fram hér áður er fólk nú alls staðar önnum kafið við hey- skapinn á landinu, á Suðurlandinu sagði Guðmundur þó að tiðin væri slæm, en góður kafli hefði komið inn i, og ekkert betra er ástandið á Vesturiandi, til dæmis i Rorgar- firði. —EA Fredericks — nýi lögfrœðingurinn hans Fox: „Fischer eins og krakki í boltaleik" Fox er nú búinn að fá sér nýjan lögfræðing Barry Frederiks að nafni. Kom sá tii landsins i fyrra- kvöld og ætla þeir félagar nú að reyna að leysa vandamál kvik- myndatökunnar. 1 stuttu simtali Visis við Fox kvaðst hann ekkert geta sagt um hvort Fischer yrði sóttur til saka eða ekki. Haft er eftir Fredericks að sá möguleiki sé fyrir hendi. „Fischer er eins og krakki,” segir hann, „hótar að hætta i botaleiknum ef hann tap- ar. Það eru takmörk fyrir þvi hvað hægt er að bjóða mönnum. Hann hefur stöðvað kvik- myndatökurnar og það getum við ekki liðið.” Boðað hefur verið til fundar með Fox og fulltrúum Fischers og er Marshall lögfræðingur væntanlegur til landsins á morg- un en umræðurnar verða nú um helgina. GF Spiegel: „ÓDÝRASTA OG BEZTA VISKÍIÐ í KEFLAVÍK „Ódýrasta og bezta viskiið fæst i frihöfnunum i Reykja- vik ( á að vera Keflavik) og London,” segir i timaritinu Der Spiegel i grein um fri hafnir á flugstöðvum. Þar segir, að viiruúrvalið l'ari mjög vaxandi i þessum búöum. Jafnvel bifreiðar fáist sums staðar. Frihöfnin i Amsterdam þyki sérstök paradis i þessum efnum. Þar eigi bandariskir ferðalangar þess kost að kaupa lúxusbif- reið og flytja hana með sér heim til Bandarikjanna að lokinni Evrópuferð i henni. Þeir greiöi mjög lága inn- flutningstolla i Banda- rikjunum, er þeir koma með bilinn þangað, en tollfrjáls var hann keyptur i Amster- dam. HH. Hundruð herbergja aðeins til leigu til erlendra ferðamanna Erlendir ferðamenn sækjast stöðugt meira cftir þvi að fá gist- ingu á einkaheintilum hér i borg- inni. Margir gera það vegna skorts á hótclrými og til að spara fé, en inikill tjöfBí'gíírir það cin- giingu til að kynna sér hvernig ’is lenaingar búa. i sumar hafa húndruð hcrbergja verið i leigu til litléndinga bæði einstök herbergi og'þeilar ibúðir. Flugfélagið útvegar þeim ferðámönnum sem þess óska gistipgu á einkaheimilum og hef- ur verið gifurleg eftirspurn allt frá þvi iSnai. FerðaskrifstQfa rikisins hefur einnig aðgang aðTjQlda herbergja og hafa þau verið geysimikið not- uð i sumar. Var blaðinu tjiíðað yfirleitt væri um að ræða fólk senr ekki fengi inni á hótelum, en einn- ig væri talsvert um að fólk kysi frekar að búa á einkaheimilum, sérstaklega hjá fjölskyldum. Þá hafa hótelin á skrá hjá sér fólk sem leigir út herbergi og visar gestum þangað sem hvergi fá inn. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve mörg herbergi i borginni eru undirlögð túrisma i sumar, en að öllum likindum eru þau ekki færri en 100 og varla fleiri en 200. Auk þess eru bæði smár og stórar ibúðir leigðar til erlendra ferða- manna i lengri eða skemmri tima. I haust streymir svo skóla- fólkið að svo litið batnar hagur þeirra sem nú eru i húsnæðis- hraki þótt túristarnir hverfi með farfuglunum. Verð á herbergi fyrir tvo er um 700 krónur yfir nóttina en 450 fyrir einn. Morgun- veröur er siðan seldur á 140 krón- urT~~~- - . _ —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.