Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 10
NÝTT BLAÐ í SÖGU OLYMPÍULEIKANNA — Það hefur aldrei skeð óður að sami sundmaður keppi fjórum sinnum ó leikum eins og Guðmundur Gíslason nú Þegar Guðmundur Gislason stingur sér til sunds i Olympiulaugina i Miinchen skrifar hann nýtt blað i sögu OÍympiuleikanna. Það hefur aldrei skeð áður að einn og sami sund- maðurinn hafi tekið þátt i f jórum ieikjum, en hins vegar hafa margir iþróttamenn keppt oftar i öðrum greinum, cinkum þó siglingum. Og það er að verð- leikum, sem Guðm- undur er vaiinn til Lára Sveinsdótlir — yngsti keppandi íslands i Munchen. Olympíuþátttöku — árangur hans í dag hefði nægt til úrsiitasunda á fyrri Olympiuleikum — og liann verður stöðugt betri þó árunum fjölgi eins og fjölmörg islandsmct hans siðustu mánuðina á sigildum vegalengdum bera með sér. íslandsmetin eru orðin 151 i einstaklings- sundum - hið siðasta sett i 400 m. fjórsundi fyrir nokkru i Edinborg. 1 tilefni af vali Olympiunefndar Islands á Guðmundi, sem hafði unnið lágmarksafrek, sem nefnd in hafði krafizt til þátttöku á leikunum, ræddum við stuttlega við hann i gær. Til hamingju með valiö Guðmun^ur. — Þakka þér fyrir. Það er m jög ánægjulegt að fá tækifæri til að taka þátt enn einu sinni i Olympiuleikum — þeir eru alltaf stórviðburður. Þú kepptir fyrst á leikunum i Kóm. Já, ég var valinn til keppni i Kóm i 100 metra skriðsundi og synti þar á 1:00.8 min. átján ára, en bezti timi, sem ég hef náð á vegalengdinni er 57.5 sek. Var þá ekki farið að keppa i fjórsundi eða flugsundi? Néi, það var hins vegar á næstu leikum, sem ég tók þátt i — leikunum i Tokió '64. Ég synti þar 400 m fjórsund á 5:15.1 min., en i Edinborg á dögunum á 5:02.1 min., sem hefði nægt til að komast i úrslit 1964. Þá keppti ég einnigilOOm flugsundi og synti á 1:04.8 min., en tslandsmet mitt á þeirri vegalengd er nú 1:01.7 min. Og svo var það Mexikó 1968? — Já, ég var einnig valinn þá og synti 200 m og 400 m fjórsund á 2:24.6 min. og 5:19.1 min., en árangur þarna i hinni miklu hæð i Mexókó-borg var ekki eins góður á lengri vegalengdunum i sundinu og oft áður á fyrri leikjum. Og nú vannstu til þátttöku i Múnchen vegna árangurs þins i 200 metra fjórsundinu, ekki satt? — Já það er rétt. Ég synti 200 metra fjórsundið á 2:19.0. min., sem nægði til þátttöku og það er jafnframt Islandsmetiö á vega- lengdinni. Það eru engin dæmi til þess áður að sami sundmaður hafi keppt á fernum Olympiuleikum? — Nei, það hefur vist aldrei skeð áður. Ég held að Sviinn frægi Arne Borg hafi keppt þrivegis á Olympiuleikum — og ekki alls fyrir löngu var mér sagt af Islendingi, sem ræddi við danska landsliðsþjálfarann i sundi, að sá danski hefði verið að ræða um, að Kristin Champell, sundkonan þeirra góða i Danmörku, mundi ,,slá met” þegar hún var valin i danska Olympiuliðiö i Munchen. Það verður i þriðja sinn, sem Kristin keppir á Olympiuleikum, en tslendingurinn sagði þá þjálfaranum, að sennilega myndi ég keppa i fjórða sinn á Olympiu- leikum og kom það Dananum mjög á óvart. Og nú eru leikarnir framundan 26. ágúst. — Já, og ég vona að einhver aukinn kraftur komi þar i islenzku keppendurnar — þeir bæti árangur sinn og standi sig vel. Ég er ánægður að fjórir sund- menn skuli valdir til fararinnar, þó óneitanlega hefði verið mjög gaman að þvi að Sigurður Ólafs- son hefði einnig verið valinn Þá hefðum við getað getað keppt i 4x100 metra og 4x200 boðsundum og slikt hefði verið ángœjulegt. Ég hef aldrei fengið tækifæri til að keppa i boðsundum á stór- mótum — já, það hefði verið gaman að þvi. Og að lokum. A að halda áfram keppni? — Við skulum ekkert minnast á Guömundur Gíslason, sund- maðurinn, sem verið hefur beztur hér heima hátt á annan áratug. Hann hefur hlotið margvislega viðurkenningu fyrir afrek sin, meðal annars liafa íþróttafrétta- menn kosiö hann oftar en einu sinni „iþróttamann ársins". Hér heldur hann á þeim fagra grip sem veittur er fyrir þá viður- kenningu. það — ég hef verið að hætta siðustu fjögur árin, en aldrei getað slitið mig frá sundinu. — hsim. Hún stökk til Munchen óra, yngsti keppandi íslands ó Olympíuleikunum — Lóra Sveinsdóttir, 17 Þaö hefur oft verið sagt frá þvi á iþrótta- siðum blaðauna i sumar, að nýtt íslands- met hafi verið sett i hástökki kvenna — Lára Sveinsdóttir, 1(5 ára stúlka úr Ármanni — stökk stöðugt hærra og Tvíliðaleikur í golfi í Grafar- holti í dag Max Factor-keppnin i golfi fer fram i dag og á morgun á Grafar- holtsvellinum, Keppnin er tviliða- leikur, svokölluð „best-ball” — keppni. Keppnin i dag hefst kl. 13.30 en þá leika karlaflokkarnir, en á morgun fer keppni fram hjá konunum. hærra, og stökk að lokum oftsinnis yfir þá hæö sem Olympiunefnd hefur krafizt til þátt- töku, hún beinlinis stökk til Miinchen. islandsmet liennar nú er 1.69 metrar, sett i Noregi fyrir nokkrum dögum. Lára er elzt þriggja dætra hjónanna Sveins Sigmundssonar i Prentsmiðjunni Eddu og konu hans Jóhönnu Ingólfsdóttur. Vallargestir kannast flestir við Svein, sem oft hefur starfað við gæzlu vallanna og við dyravörzlu + -ít l Umsjón: | | Hallur | l Símonarson | i Iþróttahöllinni i Laugardal, og við Sigrúnu Sveinsdóttur, 15 ára systur Láru, sem hefur meðal annars unnið það afrek að slá met systur sinnar i 200 m hlaupi. Yngsta systirin heitir Katrin, 10 ára,kannski einnig verðandi afrekskona i iþróttum. Hvenær byrjaðib þú að æfa iþróttir, Lára? — Það eru vist ein fjögur ár siðan, að ég hóf að æfa hlaup og stökk, en ekki fyrr en i fyrra, að einhver alvara var á ferðinni. Og árangurinn hefur ekki látiö á sér standa? — Þetta hefur gengið vel i sumar og við i Ármanni höfum góðan þjálfara þar sem Valbjörn Þorláksson er. Kikarkeppni Frjálsiþróttasam- bands islands hin sjöunda i röð- inni hefst á Laugardalsvellinum i dag kl. tvö. Fimm félög keppa*. Ármann, KR. ÍR, UMSK og HSK. Þú hefur sett mörg tslandsmet i sumar? — Ég hef nú ekki toiu a peim — ja, ég hef sett sjö sinnum Islands- met i hástökki, og einnig hef ég sett tslandsmet i 100. m hlaupi, 200. m hlaupi og 100 m grinda- hlaupi, Ég hljóp 200 metrana á 26.2 sek., en nú hefur hún Sigrún bætt það met i 25.9 sek. Er það ekki spennandi að vera yngsti þátttakandi íslands á Olympiuleikunum i Munchen? Jú, vissulega hlakka ég til þess — það er eitthvað sérstætt við þessa Olympiuleika. Lára Sveinsdóttir verður sautján ára tveimur dögum áður en hún heldur til Munchen, og var i fjórða bekk Armúlaskóla i vetur. Hún vonast til þess að komast i Kennaraskólann næsta vetur. i fyrstu fimm skiptin, sem keppnin var háð sigraði KR, en UMSK tókst að rjúfa þá sigur- göngu f fyrra. Keppninni lýkur svo á sunnudag. Bikarkeppni FRÍ Q9P 45 í ís- lenzka olympíu- hópnum Oly mpiunefnd islands hefur valið eftirtalda keppendur i Olympiuleikana i Múnchen. Handknattleikur: Iljalti Einarsson Kirgir Finnbögason Ólafur Kenediktsson Gúnnsteinn Skúlason Geir Hallsteinsson Ólafur II. Jónsson Jón Hjaltalin Magnúss. Agúst ógmundsson Stefán Jónsson Sigurbergur Sigsteinss. Viðar Simonarson Gisli Klöndal Kjörgvin Kjörgvinss. Axcl Axclsson Siguröur Einarsson Stefán Gunnarsson Þjálfari er Hilmar Rjörns- son og liðsstjóri Jón Erlends- son. i flokksstjórn hand- knattleiksmanna eru: Einar Mathicsen, Rúnar Bjarnason og Iljörleifur Þórðarson. Frjálsar iþróttir: Erlendur Valdimarsson i kringlukasti. Lára Sveinsdóttir i hástökki. Kjarni Stefa'nsson i 400 m hlaupi. Þorsteinn Þorsteinsson i 800 m hlaupi. Þjálfari er Jóhannes Sæmundsson og flokksstjóri Örn Eiðsson. Sund: Guðm. Gislason i 200m og 400m fjórsund. Guðjón Guð- mundsson i lOOm og 200m bringusund. Friðrik Guð- mundsson i 400m og 1500m skriösund. Finnur Garðars- son i lOOm og 200m skriö- sund. Þjálfari er Guðm. Þ. Harð- arsson og flokksstjóri Torfi Tómasson. Ly ftingar: Óskar Sigurpálsson i þunga- vigt. Guðin. Sigurðsson i milliþungavigt. Flokksstjóri er Sigurður Guðmundsson. Unglingabúðir: Oly mpiunefndin hefur þegið boð urn að senda fuil- trúa i unglingabúðir Olympiuleikanna og valdi til þess eftirtalda þátttakend- ur: Kristin Kjörnsdóttir, Salome Þórisdóttir, Friðrik Þ. ósk- arsson, Sigurður ölafsson. Vilhjálmur Einarsson skólastjóri, og verðlaunahafi frá öly mpiuleikunum i Melbourne, verður fyrir unglingahópnum. Fararstjóriá Olympiuleik- uiuiin verður Björn Vil- mundarson og gjaldkeri Gunnlaugur J. Briem. Kirigir Kjaran form. Olympiunefndar islands og Gisli Halldórsson forseti Í.S.l. munu einnig sækja Oly mpiuleikana. islenzku þátttakendurnir fara til Munchen 24. ágúst n.k. með þotu Flugfélags ís- lands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.