Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 5
Vísir Föstudagur 11. ágúst 11)72 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UMSJÓN: HAUKUR HELGASON Nú er Nixon kominn á lista morðingja. Keypti mann til að myrða Nixon — en lögreglan varð klókari Ungur maður var liandtekinn i gær og sak- aöur um að liafa ætlað að myrða Nixon Banda- rikjaforseta, segir i skeyti frá AP-frétta- stofunni. Andrew B. Topping er ákærður fyrir að hafa i fyrrakvöld hitt út- sendara bandarisku lög- reglunnar, Stewart J. Ilenry, sem þóttist vera leigumorðingi. Topping er sagður hafa samið við Ilenry uin, að hann myrti Nixon. Lögreglan segir, að fyrir viku hafi Topping beðið um viðtal við forsetann, og þá var farið af stað með „venjulega rannsókn” á þessum manni. Rannsóknin leiddi hins vegar sitthvað óvenjulegt i ljós. Vinur Toppings kom fyrir nokkrum dögum á fund lög- reglunnar og sagði frá þvi, að Topping væri að leita að manni, sem vildi taka að sér gegn greiðslu að myrða Noxon. Hafði Topping beðið vininn um aðstoð við þetta. Eigiukouan lézt á dular- fullan hátt Var þá gerður út af örkinni lög- reglumaðurinn Henry. Hann hitti siðan Topping og vininn, sem ekki hefur verið skýrt frá, hver er. Larru Greenberg verjandi Toppings segir að Topping hafi búið nær alla ævi hjá móður sinni. Hann búi þar nú ásamt syni sinum, sem fæddist fyrir fimm vikum. Eiginkona Toppins lézt á „dularfullan hátt” segir lög- reglan. Þegar lögreglan leitaði i ibúð- inni, fann hún þar vopn. Hins vegar hafði Topping fyrir skömmu komizt f álnir. Hann fékk sér lifvörð. Andrew Topping hlýddi rólegur á ákærurnar. Hann kvaðst hafa efni á að ráða sér verjanda. Rannsókn málsins heldur áfram. Um 45 milljón króna var krafizt sem tryggingar fyrir hann, yrði hann látinn laus, Topping var handtekinn i Central Park i New York, þar sem hann var að ganga frá kaupunum við mann þann, sem hann taldi vera leigumorðingja. Fjörutiu gyðingar i kirkjugarði i gærkvöldi Moskvu komu saman i og minntust þess, að 20 Eitrað andrúmsloft Andrúmsloftið hefur verið eitrað i Liverpool undanfarna daga og breytt borginni í „vasaútgáfu af Belfast”. Götuvigi liafa verið reist. Lögreglan skarst i leikinn til að hindra lilóðug átök flokka þeldökkra og hvitra ungmenna, sem lokuðu götum að fyrirmynd frá Norður-irlandi. Deilurnar standa um opinber fjölbýlishús, sem eiga að hýsa þel- dökka, sem eru fluttir úr verstu fátækrahverfunum. Beztu skóktölvur eigost líka við Meðan skákmeistararn- heims leiða saman hest- ana i Boston. ir glima i Reykjavik, Þessi keppni hefst á munu beztu tölvur morgun. ár eru liðin, siðan Jósef Stalin lét lifláta 25 forystumenn gyðinga árið 1052. Flestir þessara gyðinga hafa sótt um leyfi til að flytjast úr landi til tsrael. Þeir höfðu stutta minning- arathöfn frammi fyrir gröf Solo- mon Mikhoels, sem hafði verið forstöðumaður jiddiska leikhúss- ins (gyðingaleikhúss) i Moskvu. Hann lézt 13. janúar árið 1948 i bilslysi, sem gyðingar segja, að öryggislögregla Rússlands hafi „sett á svið”. Af þeim, sem Stalin létskjóta sem „óvini fólksins” 12. ágúst. 1952, var bezt þekktur skáldið Markish. 34ra ára sonur Markish, David, las bæn á jiddisku. Stærðfræðing- urinn Vladimir Dereshovich flutti minningarræðu á rússnesku og las nöfn hinna látnu. Konur og börn þeirra manna, sem teknir voru af lifi i þetta sinn, voru sett i fangelsi en látin laus eftirdauða Stalins 1953. Mennirn- ir voru lýstir saklausir árið 1955, og þá fengu fjölskyldurnar að vita um örlög þeirra. Þetta eru róðin sem duga Flugmenn leggja fram tillögur i þremur liðum til varnar flug- ránum. Á leynilegum fundi flugmanna um öryggismál var lagt til, að séð verði til þess með alþjóð- legum samningum, að flug- ræningjar njóti ekki griða i neinum löndum. Lausnargjald skuli framvegis aldrei greitt, og flugliðar verði þjálfaðir i vörnum gegn ræningjum. Brc/.kur hcrmaður á götu i Bclfast lcs, að lala fallinna i átökunum á Norður-irlandi sé orðin 500. Heimsmyndm að breytost? Oft er vitnað i hraða Ijóssins, „Ijóshraðann”, sem byggist á kcnningu Einsteins um, að ekk- crt gcti neins staðar farið hrað- ar cn 180.300 milur á sekúndu, en um 290.000 kilómetra á sekúndu. Þetta er meir en litill hraði, en stjörnufræðingar hafa nú orðið varir við „hlut” laúgtúti i al- geiminum, sem virðist sundrast með mörgum sinnum meiri hraða en Ijóshraðinn er. Þetta cr i andstöðu við rikjandi kenn- ingu, sem skiptir svo miklu i okkar heimsfræðum. Stjörnufræðingar frá ýmsum bandariskum háskólum hafa unnið saman aö rannsóknum. Þeir hafa „fundið” þrjú fyrir- bæri af þessu tagi, siðan hins fyrsta varð vart fyrir hálfu öðru ári. Þcir segja, að þarna sé komin sönnun þess, að fyrri uppgötv- anir þeirra liafi ekki verið „öf- uguggaháttur náttúruaflanna”. Enn eru þeir þó langt frá að skilja, hvaða öfl eru að verki, og þetta er orðin ein versta gátan. Þeir scgjast hafa byltingu i för mcð sér á hugmyndum inanna um alheim og efni. Stjörnufræðingarnir fundu sólkerfi 3,5 inilljöröum trilljóna inilna i burtu, segja þeir, þar sem fyrirbæri þöndust út með tvö- eða treföldum Ijóshraða. SOVÉZKIR GYÐINGAR MINNAST FÓRNARDÝRA STALÍNTÍMABILSINS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.