Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 1
VISIR (i2. árg. — l.augardagur 12. ágúst — 181 tbl. Bobby er líka dœgurlogasöngvari! Þaö er ekki nóg með aö Boris Spasský teljist til vinahópsins hjá júgó- slavneska blaöamanninum Bjélica, sem á dögununt ritaði greinina VIN- UK MINN SPASSKY. t blaðinu i dag ntá sjá að Bobby Ficher er einnig i vinahópnum. Hinsvegar titla þeir kapparnir hvor annan ekki sem vini. eins og greinilegt er. Sjá greinina VINUR MINN FISCHER þar má m.a. lesa að Bobbv erágætur dægurlagasöngvari — Sjá bls. 9. Skrifar blað í sögu Olympíuleikanna! Olympiunefnd íslands hef- ur valið Guðmund Gislason, sundmanninn góðkunna, til þátttöku á Oíympiuleikunum i Munchen, sem hefjast 26. ágúst. Og þegar Guömundur stingur sér til sunds þar mun hann skrifa nýtt blað i sögu Olympiuleikanna. — Sjá nánar iþróttir bls. 10. Velkomnir heim Sennilega eru engir gestir eins velkomnir nokkurs stadar og lax- arnir sem snúa heim í Kollaf jarðarstööina eftir órlangt ferðalag um Atlantshafið. Síð- ustu þrjá daga hafa fjölmargir þeirra snúið til æskuheimkynnanna. Vísismenn voru i mót- tökunefndinni i stöð- inni í gærdag. Sjá bls. 2 Sólgleraugna- tízkan í Reykjavík Visir spyr sem við sjáum i blaöinu i dag var tekinn á sólbökuðum götum borgar- innar i fyrradag, — eins og sjá ntá á ntyndunum. Þar eru allir utan einn meö sól- gleraugu á mvndunum, lik- ast þvi að þar sé verið að kynna sólgleraugnatizku sumarsins 1972. — Sjá 2. siðu. BRANDY, - hin vœnzta stelpa ..Brandy, þú ert hin vænzta stelpa” veitir laginu ,,Enn ertu cin, vitaskuld” Itarða keppni á vinsældar- lista vikunnar i Bandarikj- unum. Við birtum listann yf- ir vinsælustu lögin i blaöinu i dag. Listinn var birtur i gær og var sendur okkur um- svifalaust af AP-fréttastof- unni — Sjá NÚ-siðuna á bls. 12 og 1:1. Morðtilrœði við Nixon! — Sjá bls. 5 Þeir sem mest þarfnast beltanna nota þau ekki „Of seinlegt", segja lögregla, slökkvilið og leigubílstjórar — Engin belti í strœtisvögnum „Við höfum farið fram á það við lögregluþjón- ana að þeir noti öryggis- belti við akstur og allir okkar bilar eru með belti. Hins vegar er mis- brestur á aó þau séu not- uð", sagði Bjarki Elías- son yfirlögregluþjónn i samtali við Vísi í morg- un. Það hefur vakið athygli margra að á sama tima og fleiri fara að nota öryggis- belti. virðast þau litið notuð af lögreglu, slökkviliði, leigubil- stjórum og strætisvagnastjór- um. Þessar bifreiðar eru allan daginn á ferðinm og væri þvi eðlilegt að þarna sæti öryggið i fyrirrúmi, ekki sizt hjá lög- reglu og slökkviliði sem eru i öryggisþjónustu. Bjarki sagði að lögreglan notaði belti i lengri ferðum og eins ef mjög hratt væri ekið, en hinu væri ekki að leyna, að mönnum þættu beltin þving- andi Þstyttri ferðum. Þetta va'ri þó einstaklingsbundið og auk þess væri stöðugt verið að skipta um menn á bilunum og þar sem menn væru misjafn- lega vaxnir þyrfti stöðugt að vera aö stilla beltin. En það fer þó vaxandi að beltin i bil- um lögreglunnar séu notuð. Itúnar Bjarnason, slökkvi- liðsstjóri, tók i sama streng og Bjarki. Það hefði verið farið fram á það við slökkviliðs- menn að þeir notuðu belti en þeim þætti þaö of seinlegt mörgum hverjum þegar farið v;eri i útköll. En hann kvaðst álita að það væri full ástæða l’yrir þá að nota beltin að stað- aldri. Leigubilstjórar nota öryggisbelti litið sem ekkert og eru þau þó i flestum bilun- um. Þeir leigubilstjórar sem blaðið ra'ddi við sögðu að það tæki þvi alls ekki að spenna beltin. Mikið væri um stuttar ferðir, rennt milli húsa og þá þyrfti að fara út og opna fyrir farþegum eða teygja sig i afturhurðina. Hefði ekki vakn- ' að neinn áhugi innan stéttar- innar á þessu öryggistæki. Oryggisbelti eru engin i strætisvögnum borgarinnar. Vagnstjórar sögðu að það hlyti að vera þvingandi að nota þau við a>ksturinn. Stutt væri milli stiiðva og stöðugt væru þeir að selja miða og afhenda skipti- miða. Það myndi tefja af- greiðslu ef þeir væru spenntir niður. Auk þess kæmi minni hnykkur á svona stóra bila við árekstur. —SG -v ' f T? * *' • --„w r. , ,v - , • ¥■■■ ■■** & .i .(’■ --v, . w, * ■■ • '*ir. '■ «;«*• »' * ■-; *■ *... > Ávísanaslóðin um landið þvert og endilangt: Lifði „hótt" í þrjá daga á fé annarra • .. • “Vr. V' « s : v v< Jb+t j '* ' "r'' .1 - tv4 . •. -1' ' * * 1 v-,.‘ •-■•• -tw•'% ’-r .)--• « t ■ v ; u * .•'■■*■ . ■ O «■ < ■ .• • '■:*,:■'■* -.i> V-‘ ‘ ' :í ' * * ' ’ 'j K Z* • ' •»**.- y*. v* t ••/•< 6 . I .«•■ _ Á þrem dögum falsaði ávisana- þjófur 46 ávisanir og sveik út fé, sem talið er nema á annað hundr- að þúsund krónur — en þá náðist lika til hans, þar sem hann var niður kominn á Norðfi'rðí. — Ávisanaslóðin var þá rakin eftir hann i gegnum Vestmannaeyjar, Sauðárkrók, Akureyri og til Norð- fjarðar. Rannsóknarlögreglunni i Hafn- arfiröi var tilkynnt um stuld á ávisanahefti á bænum Fossá i Kjós, og féll grunur á mann, sem þar hafði komið á heimilið að- faranótt þriðjudags. Við hann kannaðist lögreglan af fyrri kynnum. En maðurinn fannst ekki fyrr en á Norðfirði i gær, þar sem lög- reglan tók hann i gæzlu að beiðni fógetaembættisins i Hafnarfirði. Við yfirheyrzlur kom i ljós, að hann var búinn með öll 46 eyðu- blöðin úr heftinu, og hafði lifað hátt i báðum merkingum þess orðs. Hann haföi byrjað með þvi að falsa 15 þús. króna ávisun, sem hann fékk útleysta i aðalbanka Búnaöarbankans i Reykjavik, en þaðan var einmitt heftið. Tókst honum það, þrátt fyrir að lögregl- an hafði varað bankann við ávis- unum með þessum númerum. Tvo félaga sina tók hann með sér og fóru þeir til Vestmanna- eyja á þriðjudag, en þar var þá þjóðhátiðin um garð gengin, og dauft skemmtanalif fyrir þrjá káta félaga. Tóku þeir þá flugvél á leigu og fóru til Sauðárkróks, en fengu áð- ur útleysta 30 þús. króna ávisun i Vestmannaeyjum, og var það stærsta ávisunin, sem þeir föls- uðu. Einn heltist úr lestinni á Sauð- árkróki (lögreglan hefur nú hand- tekið hann einnig) en hinir héldu áfram til Akureyrar. Þar hélt svo ávisanaþjófurinn til Norðfjarðar, en hinn snéri aftur til Reykjavik- ur, þar sem lögreglan hafði held- ur i hári hans. Frekari yfirheyrzlur og rann- sókn á eftir að fara fram i máli þessara pennalipru sveina, og eru ekki komnar fram næstum þvi allar ávisanirnar, sem þeir höfðu falsað. Lögreglan hefur nú þegar vitneskju um nokkrar þeirra, sem samtals hljóða upp á kr. 50 þús- und, en margar eru enn ekki komnar fram i dagsljósiö. — GP BYSSUGLAÐIR Á FERÐ - S|Q baksíðu Byssuglaðir náungar voru á ferð um Reykjavik og Hafnarfjörð í fyrrinótt. Kaffiskúr við öskuhaugana í Hafnarfirði var þakinn kúlnaförum og i Reykjavik hafði byssuhlaupi verið þrýst upp að verzlunarrúðu og síðan hleypt af. En það varekki nóg með að skotin voru látin dynja á saklausum kaffiskúrnum þarna í Hafnarfirði. Jarðýta sem notuðertil að jafna út ruslahaugana varð einnig fyrir barðinu á þessum pörupiltum og var framrúðan sundurskotin. Er engu líkara en skotglaðir menn sæki nú fast á sorphauga þeirra Hafnfirðinga því þar dynur skothriðin flestar nætur. Ætti þvi enginn að voga sér út á slikt hættusvæði eftir að dimma tekur. Þá er það ekki beint fýsilegt að mæta mönnum á götu í Reykjavik sem hleypa af innum glugga svona til að skjóta á eitthvað. Við verðum bara að vona að lög- reglunni takist að hafa hendur í hári þessarra pörupilta og veiti þeim verðuga ráðningu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.