Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Laugardagur 12. ágúst 1972 vísir Útgefandi: Heykjaprent hf. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson \ Ritstjóri: Jónas Kristjánsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson í Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson \ Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 / Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 \ Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) II Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands / i lausasölu kr. 15.00 eintakið. \ Blaðaprent hf. / Enn þarf um að bœta Verzlunarmannahelgin er nýliðin. Þá daga er )) ferðast meira um ísland en nokkru sinni endranær \\ allan ársins hring, enda eru þetta nú hjá flestum (( orðnir þrir samfelldir fridagar, enma þá helzt hjá II sumu verzlunarfólkinu! Þótt straumurinn lægi nú ) eins og jafnan áður til vissra staða, þar sem mann- \ fjöldi verður mikill, kjósa sumir enn að fara heldur ( þangað sem færra er um manninn og kyrrlátara en ) þar sem glaumur er mestur. Sennilega leggur þvi) eitthvað af ferðafólki þessa daga leið sina til flestra ( hluta landsins, þar sem fært er um á bilum. / Að þessari miklu ferðahelgi lokinni má fá nokkuð ) góða mynd af samskiptum islenzks ferðafólks við \\ náttúru landsins, bæði þar sem það dvelst og á án- (í ingarstöðum á leið þess þangað. Sjónvarpið lét ekki )/ frekar en aðrir fjölmiðlar þetta efni fram hjá) sér fara og fékk til viðtals tvo nafnkunna menn, sem ( viða höfðu komið þessa daga, auk þess sem sjón- / varpsmenn leituðu frétta hjá löggæzlumönnum á ) hinum ýmsu stöðum um hátterni dvalargesta. \ Það kom greinilega fram i þessum viðtölum, að (/ kjörorðið, sem var tekið upp fyrir nokkrum árum: ) „Hreint land, fagurt land”, hefur borið mikinn \ árangur. Einnig virðast siendurteknar ábendingar ( og aðvaranir forustumanna umferðarmálanna hafa ) gert sitt gagn, þvi að umferðarslys urðu engin svo ) teljandi væri. Þetta er sannarlega gleðileg þróun, ( en eigi að siður kom það fram i viðtölunum, að um- ( gengni fólks er enn viða ábótavant. / Enn þarf að herða róðurinn og þar mega fjölmiðl- \\ arnir ekki á slaka. Áhrif þeirra eru i þessu efni sem (( öðrum feikna mikil, ef rétt er að farið. Það er t.d. // ekki ótrúlegt, að sá, sem er á ferð i bil einhvers ) staðar úti á vegunum og ætlar að henda út um rúðu- ( opið bananahýði eða öðru rusli, kippi að sér hend- / inni og hætti við, ef hann á sömu stundu heyrir i út-) varpinu áminningu um að fremja ekki slikan sóða- \ skap. Sama máli gegnir um áminningar þessa efnis ( á sjálfum samkomustöðunum. Þær hljóta að hafa / mikil áhrif til bættra umgengnishátta. ) Sigurður Þórarinsson prófessor flutti núna fyrir ( fáum dögum athyglisverðan útvarpsþátt um þessi) efni, þá nýkominn úr ferð viða um landið. Hann var ) ómyrkur i máli, eins og hans er vandi, nefndi ýmis ( dæmi um sóðaskap og sinnuleysi fólks i umgengni / þess við náttúruna. Engin ástæða er heldur til að) hlifa þeim, er sekir gerast um það, sem hann \ nefndi, þvi sumt af þvi var sannast sagna svo hrylli-11 legt og lýsti slikri ónáttúru og afskræmingu mann- / legs eðlis, að ótrúlegt er. Er þá einkum höfð i huga ) frásögn hans um það, að brotnum flöskum sé kastað ( i lindir og gjár, þar sem fólk syndir og baðar sig. // Slikt á að varða þungri refsingu, ef til sökudólganna ) næðist. Bezta og liklegasta aðferðin er þó eflaust sú \ að reyna að breyta hugarfarinu. Á þvi þarf að byrja ( á heimilinu og strax i skólunum. Skemmdarfýsn er / fæstum meðfædd, og holl uppeldisáhrif og leiðbein-) ingar kennara geta miklu valdið um framtiðina. \ Þeir liefðu vafalaust ekki fengið bliðustu móttökur á Keflavikur- flugvelli, ef sá draumur margra íslendinga hefði ræt/.t, að flug- ræningjarnir kæmu þar niður. En i Alsir áttu þeir annars von. Alsir hefur þann vafasama orðstir, að hafa verið paradis hvers konar „freisishreyfinga” i heiminum. Þar hafa verið velkomnir full- trúar aragrúa skæruliða og útlagaflokka. Þangað til „nornirnar” frá Detroit komu i heim- sókn. Stjórn Alsir var i gær farin að stugga við þessum gestum sinum almennt. Leitað var i húsa- kynnum útibús bandarisku hreyfingarinnar „svörtu hlébarð- arnir”. Menn töldu, að frekari að- gerðir mundu koma á eftir. Boumedienne forseti hafði i fússi tekið milljón-dollarana af ræningjunum, en hann varð reiðari, þegar þeir heimtuðu hana af honum aftur og birtu blaða- mönnum bréf, sem þeir skrifuðu Nornir í paradís forsetanum. t bréfinu var Alsir- forseti gagnrýndur fyrir að taka milljónina og sagt, að þetta væri ekki ránsfengur. ,,Það er ekki unnt að tala um rán frá banda- riskum kapitalistum”, sögðu ræningjarnir. ,,Við eigum þetta margfalt hjá þeim fyrir arðrán á okkar fólki”. Boumedienne er ekkert um gagnrýni gefið, enda þarf hann litið að heyra af sliku i flokksræði sinu i Alsir. Var hæli fyrir höfuðpaur LSD t Alsir situr Eldridge Cleaver rithöfundur, sem hraktist úr landi i Bandaríkjunum, og liggur þar undir ákæru. Cleaver klofnaði frá meginhreyfingu svörtu hlébarð- anna, er honum þóttu félagar þar ekki nógu herskáir. t Alsir valdi LSD-baráttumaðurinn, Timothy Leary, sér hæli, þegar einnig hann hraktist frá Bandarikjun- um. Leary varð þó til vandræða i Alsir, enda enn ekkert riki heims til, þar sem rikisstjórn er gefið um menn, sem berjast fyrir þvi, að fólk leggist i LSD-vimu. t Alsir var griðland skæruliða og pólitiskra fanga, sem komust frá Suður-Ameriku. Stuugu penuahnif i vonda hvita manninn Flugræningjarnir voru i þetta sinn með ólikindum. Svo töldu verðir á flugvellinum, þegar átta svertingjar, karlar, konur og börn þrömmuðu út i flugvél Delta-flugfélagins. Engin málm- leitartæki voru til staðar, engin gegnumlýsingartæki, og engin leit. Þótt grunur kynni að hafa fallið á einhvern i hópnum einn saman, voru nafnskirteini mann- anna og prestsbúningur eins þeirra nægilega róandi. Þrir karlmenn, tvær konur og tvö börn flokksins, tóku sér sæti, og sá er klæddur var kaþólskum prestsklæðum og annar til, komust i stjórnklefa og miðuð byssu á flugmenn. 86 farþegar voru á valdi (jessa byltingarhóps. Fólk þetta hafði búið saman i þvi, sem sum bandarisk blöð kalla „nornakommúnu” i Detroit. Fólkið neytti eiturlyfja og stundaði „heiðna" siði, voodooo, sem eru forn trúarbrögð og enn iðkuð viða i Suður-Ameriku, einkum Haiti, en þó nokkuð annars staðar. Voodoo er galdra- trú og andadýrkun. 1 kommún- unni var voodoo-altari, sem var notað við „undirbúning” farar- innar. Dagur var valinn vanda- lega i samræmi við galdra, enda tókst nógu vel til um ránið, þótt eftirleikurinn væri ekki vonum samkvæmt. Á heimili sinu skildu Galdrarnir hoðuðu góðan dag. iimimm Umsjón: Haukur Helgason Kemur á sundskýlu meö milljónina. ræningjarnir eftir sig hvita brúðu, tákn vonda hvita manns- ins, sem pennahnifi hafði verið stungið gegnum. Umhverfis altarið var raðað bibliu, matar- diski, stjarnspekilegum upp- drætti og smamynt i snyrtilegri röð. Allt var vel undirbúið til útrásarinnar gegn hvita mann- inum, — kúgaranum. Klæddir aðskornum sundskýlum Stjörnur voru i „réttri” stöðu á himinhvolfinu. Draumurinn var að uppfyllast. Flugmaðurinn, með byssukjaftinn við höfuðið, tilkynnti: ’’ Þeir heimta milljón dollara (87 millj. krónur) i iausnargjald fyrir okkur”. Delta-flugfélagið fékk þrjár klukkustundir til að safna milljóninni. „Eigum við ekki að mætast á miðri leið og segja hálf milljón?” spurðu flugfélagsmenn ræningjana. Svarið var: „Þá látum við aðeins helminginn lausan af farþegunum.” FBI-menn, klæddir aðskornum sundskýlum að kröfu ræningjanna, sem óttuðust vopn, komu með milljónina á flug- völlinn i Miami. Á flugvelli i Boston gerðu þeir sömu kröfur, og viðgerðarmenn klæddust sundskýlum. Þar reyndi svertingi i FBI að koma tauti við ræningjana, kynbræður sina”. Ég er einnig frá fátækrahverfi, en haldið þið að þið hagnist á þessu”? spurði hann þá, en fékk litil svör. Skollaleikur Boumedi- eune Keðjureykjandi marijuana komust ræningjarnir til paradisarinnar, Alsir, Máttur galdranna hvarf. Alsirstjórn sagðist gera greinarmun á skæruliðum og glæpamönnum. Tveir karlmannanna reyndust hafa framið stór afbrot, annar myrt mann, hinn framið rán og komist undan bandariskum lögum. Verst var, að fólkið var hávaðasamt i meira lagi og vildi ekki láta ránsfenginn með góöu. Flugránið hefur komið ýmsu af stað. Enn hefur eftirlit verið aukið mjög á flugvöllum i Banda- rikjunum. Sautján sinnum hefur farþegaþotu verið rænt á þessu ári og lausnargjalds krafizt. I öðru lagi hefur Alsirstjórn verið gert erfiðara um vik i þeim skollaleik, sem hún hefur iðkað. Boumedienne, Alsirforseti, er nefnilega alls ekki „róttækur vinstri sinni”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.