Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 8
8 Visir Laugardagur 12. ágúst 1972 Sakaði lögregluna um fantaskap Lögreglan krefst dómsrannsóknar ,,Þaö veröur aö rannsakað núna , hvað hæft er í ásökunum mannsins um, að lög- reglan hafi beitt hann ofbeldi," sagði fulltrúi fógeta í Vestmanna- eyjum, Jón Þorsteins- son, en einn af „gisti- vinum" iögreglunnar þar bar henni illa söguna eftir dvöl i fanga- geymslunum. „Maöurinn hefur vist ekki borið fram neina formlega kæru, og er farinn úr Vest- mannaeyjum, en það er lög- reglan sjálf, sem hefur óskað eftir rannsókninni,” sagði Jón Þorsteinsson fulltrúi. Maðurinn hafði sakað lög- regluna um að hafa ráðizt á sig i fangageymslunni og þjarmað svo að sór, að hann hafði nær misst meðvitund. Kvartaði hann undan eymslum i baki og fæti, sem hann taldi sig hafa hlotið i átökum við lögregluþjónana. Samkvæmt frásögn mannsins kom til ryskinganna , þegar hann hafði beðið um að fá að yfirgefa fangaklefann til þess að fara á salernið, en um það hafði hónum verið synjað. „Það skýtur mjög skökku viðþvi, sem lögregluþjónarnir segja,” sagði Guðmundur Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn i Vestmannaeyjum. „Hann haföi bankað á klefa- hurðina, og þeir segja, að þegar einn þeirra hafi farið að sinna honum, hafi hann stokkið út úr klefanum og á lögregluþjóninn. Tveir lög- regluþjónar hafi þá komið félaga sinum til aðstoðar, og i sameiningu hafi þeir borið manninn inn i klefann,” sagði Guðmundur. Maður þessi, sem er til heimilis að Selfossi, hafði verið settur i fangageymsluna ásamt félögum sinum, eftir að hafa verið ölvaöir með háreysti fyrir utan ibúðarhús eitt i Eyjum, en var hringt til lögreglunnar og beöið um aöstoð. Voru þeir fluttir á lögreglustöðina, þegar þeir vildu ekki sinna til- mælum lögregluþjónanna um að hafa lægra og fara burt frá húsinu. Við yfirheyrslur hjá full- trúa, sem tók mál þeirra fyrir daginn eftir, bar Selfyssingur- inn fram ásakanir á hendur lögreglunni, og fullyrti að hann væri meiddur i baki og á hné. Var honum ráðlagt að leita strax til læknis, og leggja fram læknisvottorð með ásök- unum sinum. „En siðan höfum við ekkert frá honum heyrt,” sagði full- trúi fógeta. En rannsóknin mun fara fram engu að siður. „Lögregluþjónarnir vilja ekki una þvi að liggja undir slikum áburði,” sagði yfirlög- regluþjónninn. -GP. Kr starfið ekki alveg gasalega spcnnandi”, — þannig spyrja ungar stúlkur á Laugarvatni. Kannskisækir hún uni starf hjá lögrcglunni siðar þessi? VARNARLIÐIÐ ÆFIR BJÖRGUN Á SANDSKEIÐI Eftir að Varnarliðið fckk hinar nýju og öflugu björgunarþyrlur hafa verkefni flugbjíirgunar- sveitar liðsins aukizt að miklum mun. Enda geta þessar þyrlur leyst af hendi hin ótrúlegustu verkefni. Þessu l'ylgja meiri kröfur til þjálfunar manna i flugbjörgunar- sveitinni og hefur hún fengiö leyl i til að æfa falihlifarstökk og fleiri björgunaræfingar á Sandskeiði. „Þetta verða aðeins nokkrir menn sem æfa þarna við og við og alveg i samvinnu við isicnzk flug- málayfirvöld” sagði Páll Ásgeir Tryggvason deildarsljóri varnar- máladeildar i samtali við Visi. Svæðinu verður ekki lokað á nokkurn hátt meðan þessar a'fingar fara fram og munu þær ekki hafa nein áhrif á starfsemi Sviffluglélagsins þar efra. —SG BOLUSETJIÐ YKKUR GEGN KÓLERUNNI — ráðleggur landlœknir Alsírförum L a n d I æ k n i r ráðleggur fólki, scin ætlar að fara til Alslr, ciudrcgið að láta bólusetja sig gegn kólcru i tæka tið. Samkvænit tilkynningu frá Alþjóðahcil- brigðisinálastofnunni hcfur kólera komið upp á nokkrum stöðum i Alsír. Visir talaði við Benedikt Tómasson skólayfirlækni, sem sagði, að tilkynning hefði komið um að kólera hefði komið upp á fjórum stöðum i Alsir. t Annaba er vitað um tiu tilfelli, i Easnan um eitt, i Medea um tiu og um sex i Setif. Það fylgdi orðsendingunni frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni, aö tilfellin væru væg og vel fylgzt með veikinni. Benedikt sagði ennfremur, að þegar veiki sem þessi kæmi upp i einhverjum hluta lands væri ævinlega litið á allt landið sem sýkt. Með það i huga veröi venju- legum varúðarráðstöfunum og eftirliti fylgt hér a landi, sem felur m.a. i sér eftirlit með ferða- mönnum. lslenzkir ferðamenn sækja þó nokkuð til Alsir og er það oftast tengt Spánarferðum fólks. Bragi Ólafsson aðstoðar- borgarlæknir sagði i viðtali við Visi i morgun. að búast mætti við, að bóluselning gegn kóleru ykizt viö fréttina af kólerunni i Alsir. Daglega komi alltaf nokkuð af fólki til bólusetningar vegna ýmissa sjúkdóma, sem möguleiki er á, að ferðafólk fái erlendis. — SB— <0 Konur í „Við hjóðuin þessum konum siiniu laun fyrir siiniu vinnu og þær koina til með að fá sömu tækifæri. og karlmcnnirnir i starfinu” sagði Bjarki Eliasson yfirliigrcgluþjónn cr við spurðum hann ii m ráðningu á kven- lögrcgluþjónum. 1 vctur var auglýst cftir konum til starfa i lögregluna lögreglunni, en áhuginn var litill hjá kvenþjóðinni, og engin var ráðin. Nú hefur vcrið ákveðið að gera aðra tilraun og i september n.k. verður auglýst á sama hátt og s.l. vctur. Um miöjan október hcfst svo þjálfunin og tekur hún uin 2 ár, cða cins og hjá karl- mönnunum. Sönui inntökuskil- í haust yrða er krafizt, nema hvað hæðin cr önnur cða sem svarar meðal- hæð kvemia. „Eruð þið bjartsýnir á að nú gangi betur?” „Já, ég býst við að konum hafi þótt erfitt að vera brautryðjendur en iiú höfuin við k.vnnt þctta nokkuð og við vonum það bezta.” sagði Bjarki. —ÞS CAMEL-LAXINN ÞUNGUR í DRÆTTI Það tók liðlcga tvær klukku- stundir að landa sjötta Camel- laxinum og reyndist það vera 22ja punda liængur. Sá, sem vippaði laxinum á land, var Garðar Bjarnason. irabakka 2«, og var hann að veiða i Soginu. Sjöttu viku Camel- laxveiði- keppninnar lauk á laugar- daginn og hafa sex Camel- laxar veiðst. Er þetta þriðja vikan i röð, seni stærsti lax vikunnar veiðist úr vatnasvæði ölfusár og Sogs. Garðar veiddi laxinn á Tobyspún i Kúagili og var Garðar i sinni fyrstu veiði- ferð. Auk þess veiddi hann tvo 14 punda. en missti þann stærsta eins og lög gcra ráð fyrir. —SG Stöðugt fleiri í „milla- klúbbinn" Háskólahappdrættið er vist eina vonin fyrir menn sem vilja komast i „millaklúbbinn” á einni nóttu,- ef það má orða þaö svo. t siðasta drætti bættust l'jórir slikir við, og mánaðarlega bætast nýjir milljónar- eða milljónaeigendur i hópinn. Það voru fjórir eigendur miða númer 6456, sem voru hinir heppnu að þessu sinni,'liklega allir Heykvikingar þvi miðarnir voru frá aðalumboðinu i Tjarnargötu 4. Broskarlinn skraður sem vörumerki Nesti við Elliðaár Ártúnshöfða og i Eossvogi hafa sótt um að fá broskarlinn, sem Visir kynnti rækilega i vor og sumar sem vörumerki fyrirtækisins. Kemur þetta' fram i Lögbirtingarblaðinu. Broskarl- inn helur undanfarna mánuöi farið eins og faraldur um öll liind, — og væntanlega komið mörgum i gott skap. Til þess var vist leikurinn lika gerður. Nýjir menn í topp- stöðurnar Ólafur Ólafsson læknir var skipaður að tillögu heilbrigðis- málaráðuneytis til að gegna embætti landlæknis frá 1. okt. n.k. að telja — Einn sótti um embætti skattstjóra Vestfjarða- kjördæmis, Hreinn Sveinsson, lögfræðingur i Reykjavík — Arni Reynisson var skipaður framkv. stjóri Náttúru- verndarráðs frá 1. ágúst s.l. — Hjálmar ólafsson, fyrrum bæjarstjóri i Kópavogi var skipaður aðstoðarskólastjóri meö Guðmundi Arnlaugssyni við Menntaskólann i Hamrahlið. ■ ■ M v æA Ml sPÁSM Þetta er kjarniiin i söluliði VIsis, sem daglega vekur athygli vegfarenda á blaðinu með hrópum sinum og köllum. Aldrei fyrr i sögu blaðsins hefur annað eins lið verið við söluna, og aldrei fyrr hefur salan verið jafn góð hjá strákunum, sem hafa með þessu nióti getað krækt sér I dafitinn vasapening, enda veitir ekki af fyrir skólanna, sem nú er svoóttalega skammt undan hjá þeim flestuin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.