Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 12.08.1972, Blaðsíða 7
Yisir Laugardagur 12. ágúst 1972 7 Næturhólf VIÐ VILJUM VEKJA ATHYGLI VIÐSKIPTAVINA OKKAR Á ÞVÍ, AÐ BANKINN HEFUR OPNAÐ NÆTURHÓLF OG VÆNTUM VIÐ ÞESS AÐ VIÐSKIPTAVINIRNIR HAGNÝTI SÉR ÞESSA NÝJU ÞJÓNUSTU . . . þessi á að endast langt fram á vetur. . . . Alþýðubankinn Sumar - sól - sumar - haust Sumar og sól, og enn meiri sól, getur það verið betra en það hefur verið í vikunni? Og allirsem geta, snúa andlitunum móti sólu, og ailir tiltækir sólbaðs- staðireru nýttir. Svo kemur bakslagið, kannski einhver fái kvef i hitanum eða að þaö birtist bréf frá nöldurs- segg í lesendadálki ein- hvers dagblaðanna. Það eru þessar kvenverur sem snúa sér óskammfeilnar móti sólu i undirfötunum. Eru þar með óprýði heillar blokkar, þar sem þær flat- maga á svölunum. Karl- menn virðast ekki eins bí- ræfnir, kannske ekki lausir ennþá viö spennitreyju jakkafatauppeldisins. Danskir fataframleið- endur hafa fundið lausnina á þessu fegurðarvanda- máli, eða þá að þeir eru bara hugmyndaríkari en aðrir i þeim viðskiptum. Einn þeirra er nefnilega svo forsjáll að ætla að fara að framleiða nærföt, sem einnig er hægt að nota á ströndinni sem bikinibað- föt, eða ef við snúum þessu á islenzkar aðstæður, í sól- baði i Hal largarðinum. Hinn sami lætur ekki þar við sitja í uppfinningasem- inni. Náttklæðnaður, sem einnig er hægt að nota sem heimakjól, er á dag- skránni. Það má geta þess, að klænaður, sem hægt er að nota á ýmsa vegu hefur orðið mjög vinsæll. Og hef- ur þann feikna kost að litið fer fyrir honum, þegar pakkað er níður í ferða- tösku, áður en flogið er af stað til sólarlanda. Maður má jú ekki hafa nema tutt- ugu kiló með sér, ef farið er eftir reglunum og ef forð- ast á yfirvigt. Aldrei þessu vant nefnum við nafnið á framleiðand- anum eða fyrirtækinu, sem kemur með þessi föt á markaðinn og heitir Femi- let. í september kemur þessi nýi klæðnaður á markaðinn í Danmörku í ýmsum útgáfum. Hann er nær alltaf gerður úr rönd- óttu efni i skærum litum, rauðum, grænum, brúnum eða bláum. Efnið er trevirabómull, (67% tre- vira og 33% bómull) sem er létt efni og auðvelt í með- förum. Við höldum okkur enn við sumarið, en nálgumst haustið kannske aðeins meir. Blússurnar sem þess- ar sumarlegu stúlkur eru í eru dágóðar flíkur að sumri til. Þvi er einnig spáð að blússurnar eigi lífdaga framundan allt fram á vet- ur, og hvita blússan sé kannskesú blússugerð, sem mest verði notuð, eftir að T-blússa sumarsins hefur verið lögð til hliðar. Hún er talin vera eins þægileg og auðveld að vera i, um leið og auðvelt er að þvo hana. Efnið er róslituð bómull og ermarnar víðar. Röndótta blússan er með ermasniði, sem mun verða algengast i vetur, víðar ermar með liningu að framan. Og þá erum við komið að haustinu. Þá drögum við fram úr pússinu franska tizkuteiknarann Guy Laroche. Hann sýndi þess- ar kápur á sýningunni sinni fyrir nokkrum vikum. Við könnumst við sniðið, sem ekki kemur neinum á ó- vart, sem gekk í svipuðum kápum fyrir nokkrum ár- um. Og auðvitað hlaut það víða að koma eftir að það þrönga aðskorna var búið að vera allsráðandi um nokkurt skeið. Mjög auð- velt er að sjá fyrir hreyf- ingar tízkuteiknara núna, og kannske bezt að ætla sér nokkurt geymslurými i bú- staðnum. Breytingarnar gerast nú æ örari og líða ekki nema nokkur ár á milli þess sem hægt er að taka ,,gömlu" fötin upp aftur, og verða ,,eins og klippt út úr tízkublaði". Ef það er þá á annað borð í tizku. Sem betur fer örlar á hreyfingu í þá átt, að konur vilja ráða klæðaburði sin- um meira sjálfar, og láta tízkufrömuði lönd og leið. — SB — Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir . . lika sva laklæönaöur. . .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.