Vísir - 22.09.1972, Side 6
Visir Föstudagur 22. september 1972
6
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaöaprent hf.
Verrí kógun er eftir
Viðbrögð ráðamanna við kúgunarkröfum flug-
vélaræningja, mannræningja og hermdarverka-
manna, sem náð hafa gislum á sitt vald, hafa
verið ákaflega misjöfn. Stundum hefur verið látið
undan kröfunum, en i öðrum tilvikum hefur verið
harðneitað að verzla við óbótamenn.
Vestur-Þjóðverjar fylgdu lengi linkindarstefnu
i þessum efnum. Þvi hefur verið haldið fram með
skynsamlegum rökum, að með þessari linkind
hafi þeir kallað yfir sig morðin á iþróttamönn
unum i olympiuþorpinu. Hinir arabisku hermar-
verkamenn hafi fastlega reiknað með, að vestur-
þýzk stjórnvöld mundu eftir mætti stuðla að þvi,
að kröfurnar yrðu uppfylltar.
En i þetta sinn fóru Þjóðverjar að ráðum ísra-
elsmanna, sem jafnan hafa beitt harðlinustefnu á
þessu sviði með góðum árangri. Israelsmenn
segja réttilega, að sá.sem láti fjárkúga sig einu
sinni, verði kúgaður aftur og aftur i sifellt stærri
stil.
Þvi miður fóru aðgerðir Þjóðverja gegn
glæpamönnunum i handaskolum. Ef til vill stuðl-
uðu þau mistök að þvi, að sænska stjórnin ákvað
að beygja sig fyrir króatisku ofbeldismönnunum,
sem vildu fá sex glæpamenn úr haldi og mikið fé
að auki i skiptum fyrir flugfarþega, sem þeir
héldu i gislingu. Það var svo öðrum ástæðum að
þakka, að allt fór vel að lokum, þvi að ofbeldis-
mennirnir gáfust upp, þegar þeir voru komnir til
Spánar.
Þjóðir heims mega búast við vaxandi kúgun af
þessu tagi. Meðan látið er undan henni munu
öfgamenn og geðsjúklingar sjá sér aukinn hag i
að beita henni. Og aðferðir þeirra munu vafa-
laust verða enn hroðalegri en i Múnchen. Tækni-
þróunin sér fyrir þvi
Sem dæmi má nefna að kjarnorkuvopn eru si
fellt að verða meðfærilegri og ódýrari. Á því er
vaxandi hætta, að glæpamenn og öfgamenn
komist yfir slik vopn eða fágætustu hluta þeirra.
Siðan getað þeir hótað að drepa fólk i tug-
þúsundatali með þvi að koma þessu mikilvirka
vopni fyrir á almannafæri.
Visindamenn telja, að i náinni framtið verði
mikil hætta á, að kjarnorkuvopn komist i hendur
samvizkulausra manna. Og flestir munu vera
sammála um, að öfgamenn á borð við skæru-
liðana i Múnchen mundu ekki hika við að beita
slikum vopnum gegn almenningi i kúgunarskyni,
ef þeir hefðu tækifæri til.
En það þarf ekki einu sinni kjarnorkusprengju
til virkrar kúgunar. Hvenær kemur að þvi, að
öfgamenn ræna þotu með 400 farþegum og
krefjast hrikalegra pólitiskra eftirgjafa i
lausnargjald? Það getur eins gerzt á morgun.
Staðeyndin er sú, að þjóðskipulag Vesturlanda
er i mikilli hættu af þessum sökum. Ef menn
komast á bragðið með að afrækja leikreglur
kerfisins með þessum hætti, er mikil vá fyrir
dyrum. Ein vel heppnuð kúgun leiðir til annarrar
stærri.
Eina leiðin til bjargar er að láta aldrei kúga
sig. í staðinn verða riki Vesturlanda að skipu-
leggja vandlega aðgerðir til að bjarga gislum úr
klóm ræningja og til að draga úr möguleikum á,
að mannrán þeirra takist. Slikar aðgerðir munu
stundum mistakast og kosta blóðbað eins og i
Múnchen, En samt eru þær eina leiðin.
ÁKVÖRÐUN DANA
OG NORÐMANNA
hcf slundum áður i skrifum
minum um Efnahagsbandalagið
og aðild okkar og Norðurlanda
likt samningsgcrð við Ganiia
sáttmála. Og það cru óncitaniega
l'urðu lik sjónarmið, sem liggja til
grundvallar. En um leið og ég
scgi það fylgir það meöiað sögu-
leg skoðun á Gamia sáttmáia og
þcirri þjóðfclagsþróun, sem þá
átti scr stað, hlýtur að verða ólik
þvi sem rikt hefur i sögukennsiu
hcr með ófullkomnum skilningi
og einhliða þjóðernislegri for-
dæmingu.
Það sem þá var að gerast, ef lit-
iðeryfir hið viða svið, var þjóðfé-
lagsleg þróun heillar álfu. t staö
klerka og páfaveldis voru verald
legir höfðingjar að leitast við að
hlynna aö praktiskari starfshátt-
um. t stað ræningjasamfélags
smákonunga og vikingahópa,
voru að mótast borgarasamfélög
um Rinardal og Saxland og
mynduðust skipulegar samfé-
lagsheildir, sem stöfuðu út frá sér
miklu afli og hugkvæmni. t staö
ræningjaferða tóku Norðurlönd
upp verzlunarviöskipti við þessar
miðstöövar viðskipta-og iðnaöar-
valdsins. Til að standast ásælni
þessa nýja auðmagns og hern-
aðarvalds, urðu Norðurlönd að
sameina kraftana, fyrst með efl-
ingu konungsvaldsins i hverju
riki fyrir sig, siðan með allsherj-
ar samruna i hinu svokallaða
Kalmar-bandalagi.
Þetta timabil, sem oft er kennt
við Hansa-sambandið,var geysi-
legt blómaskeið um norðanvert
Þýzkaland. Hver borgin reis þar
á fætur annarri með blómlegum
iðnaði og verzlun, einkum undir
stjórn Hinrisk ljóns af Saxlandi.
Stundum hefur það verið orðað
svo, að þar hafi hin frjálsa
Evrópa i rauninni verið að fæð-
ast. Og það var ekki löngu siðar,
sem hin andlega uppreisn borgar-
anna gegn páfaveldinu magnaðist
þar og myndaði þá ásamt Norð-
urlöndum öflugt samveldi frjáls-
legri hugmynda mótmælendatrú-
arinnar. Efling Hansasambands-
ins og þátttaka Norðurlanda hafði
þannig með tið og tima mikla
þýðingu fyrir framþróun Evrópu
og njótum við eftir á góðs af þeirri
þróun.
En þvi var hins vegar ekki að
neita, að Norðurlönd báru á ýms-
an hátt hallan hlut frá borði i
þeim samskiptum. Aður höfðu
vikingakonungar siglt frjálsir um
höfin. Nú urðu Norðurlönd háð
Hansaborgunum. Danskir kóng
ar veðsettu sig og riki sitt upp i
háls. Þýzkir kaupmenn lögðu
undir sig Björgvin i Noregi, en
þeir geröu staðinn lika að borg.
Þýzk menningaráhrif breiddust
svo út, að Danir urðu hálf-þýzkir.
Með sama hætti settust þýzkir
kaupmenn að i Hafnarfirði og
Vestmannaeyjum hér á landi,
nýttu fiskimið okkar og einokuðu
skreiðarverzlun, en samt fylgdi
þeim hér eins og annars staðar
timabundin gullöld.
Hin pólitisku áhrif alls þessá
sameiningarstarfs og viðskipta
tenglsa uröu hins vegar mjög ó-
hagstæð okkur. Við misstum
smám saman pólitiskt frelsi okk-
ar, valdið færðist út til Hafnar, ís-
land og Noregur urðu útskæklar
af stóru riki, sem valdamönnum
stóð nokkuð á sama um.
Þessi samliking við núverandi
Efnahagsbandalag er á fleiri en
einn hátt mjög sláandi. Nú fer
fram á meginlandi Evrópu við-
tækari sameining krafta en
nokkru sinni áður. Þegar Bret-
land kemur nú lika inn i hópinn,
þá er það einstakt i sögu álfunnar.
Þessi sameiningarþörf á sér rætur
i myndum risavelda i austri og
vestri, þau gera það nú óhjá-
kvæmilegt fyrir Evrópuþjóðir að
sameina kraftana. M.a. er það
nauðsynlegt til að létta af óeðli-
legum áhrifum Ameriku i álfunni.
Þessar ytri ástæður valda þvi að
lokiðhlýtur aö vera streitu og
styrjöldum Vestur-Evrópuþjóða
sin á milli. En sameinuö getur
Evrópa orðið mesta risaveldið og
frá henni stafað hollum uppbygg-
ingaráhrifum um allan heim.
Sameining Evrópu er þannig
mjög sterk söguleg nauðsyn, sem
þýðingarlaust er að berjast á
móti. En hitt er þó annað
mál,,hvort Norðurlönd vilja ger-
ast fullir þátttakendur.
Það er óneitanlega margt sem
mælir gegn þvi, margvislegar
sögulegar og þjóðernislegar erfð-
ir og sami óttinn og i gamla daga
við það að Norðurlönd biði halla,
þar sem þau verði aðeins áhrifa-
litlir útskæklar.
Óttinn við áhrifaleysi og tillits-
leysi hefur endurspeglast skýrast
i fiskdeilunum. Manni ægir vissu-
lega að hugsa til þess, hvernig
hagsmunir hinna stóru hafa
þröngvað fram sinum sjónarmið-
um um að hrifsa til sin fiskimið
frá fátækum fiskimönnum á þess-
um norðurskæklum. Sú ósvifna
afstaða ein nægir til að útiloka
okkur frá bandalaginu. Þar með
höfum við ekki frekar þurft að
taka afstöðu til aðildar að Efna
hagsbandalaginu, um það þýöir
ekki að tala.
Tvær nánustu frændþjóðir okk-
ar, Norðmenn og Danir, verða
hins vegar á næstunni að taka
slika ákvörðun. Þar sem svo mik-
ið er i húfi og til þess að ekkert
fari milli mála, verða þjóðarat-
kvæðagreiðslur i báðum löndun-
um, i Noregi n.k. sunnudag og
mánudag en i Danmörku 2. októ-
ber.
Aðild eða ekki aðild að Efna-
hagsbandalaginu er mál málanna
i báðum löndunum um þessar
mundir, einkum þó i Noregi, þar
sem þjóðaratkvæðagreiðslan er
þegar orðin mesta hitamál, sem
komið hefur upp i landinu siðustu
mannsaldra. Meðan venjulegar
þingkosningar eru fremur róleg-
ar þar i landi, ætlar allt að verða
vitalust þar nú i æsingum um
þetta mál, og sennilega á enn eftir
að hitna i kolunum i Danmörku.
Það er sérstök ástæða til þess
að meiri mótspyrnu hlýtur að
gæta á Norðurlöndum en annars
staðar við sameiningarhugmynd-
um Efnahagsbandalagsins. Það
liggur i þvi, að Norðurlönd eru
táknrænt dæmi um glæsilegan
árangur af hinu frjálsa viðskipta-
samstarfi Evrópuþjóða siðustu
framfaraöldina. Þó inn á milli
hafi komið timabil verndartolla,
þá er það ljóst að i heild hafa hin
frjálsu viðskiptasambönd orðið
Norðurlöndum geysilega hag-
stæð, með allri þeirri tæknilegu
upplyftingu sem þvi hefur fylgt.
Við þurfum ekki annað en lita i
eigin barm til að sjá, hvað fisksöl
ur og vélakaup i Evrópu hafa þýtt
fyrir okkur frá siðustu aldamót-
um.
A þessum frjálsa viöskipta-
grundvelli tókst Norðurlöndum
að risa upp til meiri velmegunar
og félagslegra umbóta en þekkj-
ast annars staðar i heiminum. A
Norðurlöndum er þvi rikjandi
undir niðri löngun til að fá að
halda öllu áfram óbreyttu.
En gallinn er bara sá, að
Evrópa gefur ekki lengur kost á
þvi. Hún heimtar að málin séu nú
tekin fastari og skipulegri tökum,
að Evrópa skuli vinna að lausn
vandamálanna sem ein öflug
heild. Þetta er nú orðin ófrá-
vikjanleg staðreynd, en hver þjóð
getur svo ákveðið, hvort hún vill
taka þátt i þessu skipulagi eða
ekki.
Okkur kann að þykja þessi þró-
un afleit, og okkur kann að þykja
útilokunarhótun Evrópu verka
sem þvingun. Hún hótar að leggja
á svo háa tolla að það eyöileggi
samkeppnisaðstöðu og valdi lak
ari lifskjörum. En þetta eru bara
staðreyndir. Evrópa getur auð-
vitað sjálf ráðið þeim viöskipta-
kjörum sem hún býður, og það
verður þá aðeins okkar að segja
til hvort við viljum vera með. Þá
fyrst getum við haft áhrif á þró-
unina, ef við gerumst þátttakend-
ur. En sem sagt, við hér á Islandi
treystum okkur ekki til þátttöku,
það er afskorið mál, en Norður-
landaþjóðirnar eiga erfiðara með
að ákvarða sig.
Sigerdu
-sávisdet!
(^V-mærkat: Ring (01)802233*
Vf U. 9-20
*Hvis der er optaget, kan du skrive til
Venstre, Sollerodvej 30,2840 Holte
Auglýsing frá Já-mönnum i Danmörku, stuðningsmönnum aöildar aö
Efanhagsbandalaginu.