Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir Mánudagur 30. október 1972. rismsm: Teljið þér, að kynferðis- fræðsla fyrir börn eigi rétt á sér i sjónvarpi? (iunnar Kinarsson, rarsuóunemi: Já, mér finnst, að það hefði jafn- vel átt að vera búið að koma þvf á fyrir löngu. Illyuur Ilalldórsson, húsgagna- siiiiðanemi: Já, ég tel að hún eigi vel rétt á sér i sjónvarpi. Það er heldur litið um kynferðisfræðslu i skólum. Svanborg Jónsdóllir, iieniandi: Já, mér finnst alveg sjálfsagt, að börnin fái að vita allt um þessi mál. Þau komast hvort sem er að flestu um þessi mál. Kynferðis- mál eru eðlilegur hlutur eða eiga að vera það. Ililmar Baldursson, nemandi: Já. Fullkomlega á hún rétt á sér i sjónvarpinu. Börnin hafa ekkert nema gott af þessu. Það er algjör afturhaldssemi að vera á móti þessu. Guðmuiidur Frimann, nemandi: Já, það tel ég'hiklaust. Ég tel, að það eigi að upplýsa börnin um all- ar hliðar kynferðislifsins. Sveinn Friðriksson, simvirki: Já, það er alltof litið af kynferðis- fræðslu fyrir börn. Kynferðis- fræðslan þarf að vera miklu meiri t.d. i skólum. ÁTÖK UM ÞJÓÐNÝTINGU Fáar þjónustugreinar eru meir tortryggðar af almenningi en tryggingafélögin — segja þingmenn Krata og vilja ríkisrekstur „Frumvarpið út í hött" segja forsvarsmenn tryggingafélaga — Kr svo komið að fáar þjónustugreinar eru meir tor- tryggðar af alþýðu manna en vátryggingafclögin, þótt við þau starfi margt valinkunnra manna, segja þeir Bragi Sigurjónsson og Pctur Pétursson i þings- ályktunartilliigu og vilja að öll vátryggingastarfscmi i landinu skuli rikisrckin. Segir i greinargerð að vátryggingastarfsemin sé sifellt að komast á fleiri og fleiri hendur jafnframt þvi að þjónustu sú sem þau veiti gerist umdeilanlegri. Kröfur til þessarar þjónustu hafi stóraukizt, tjónahætta marg- íaldazt, en bótageta rýrnað með dreifingu vátryggingasjóða. Tryggingafélögin séu orðin treg og þung i taumi varðandi mörg bótamál. Vátryggjendur telji sig jafnvel hlunnfarna, en trygginga- félögin telji sig alltaf tapa á við- skiptunum. Þó spretti upp ný og ný félög. Segja flutningsmenn að það sé ódýrara að reka eitt vátryggingafélag og þar sem félögin taki nú mið hvert af öðru komi almenningi samkeppni þeirra litt eða alls ekki til ið- gjaldalækkana eöa bótahækkana. „Frumvarpið út i hött” ,,Þetta frumvarp virðist byggj- ast fyrst og fremst á röngum og villandi upplýsingum” sagði Axel Kaaber, framkvæmdastjóri Sjó- vá, þegar Visir hafði samband við hann. Sagði hann það hina mestu vitleysu að tryggingafélögin teldu sig alltaf vera að tapa. Að visu væri það rétt, að tap væri á bila- tryggingum en ekki hefði verið kvartað undan tapi á ýmsum öðr- um greinum trygginganna. Axel kvað reynsluna frá öðrum lönd- um, sem hafa látið rikið um alla vátryggingastarfssemi, greini- lega hafa sýnt að iðgjöld lækkuðu ekki við rikisforsjá. „Þetta frumvarp er greinilega ekki flutt með hag almennings fyrir sjónum. Þar ráða önnur sjónarmið” sagði Axel Kaaber. ,,Ég held að enginn maður sé fylgjandi auknum rikisrekstri, nema þá kommúnistar og fylgi- fiskar þeirra” sagði Baldvin Ein- arsson forstjóri Almennra trygg- inga, þegar Visir bar frumvarpið undir hann. Hins vegar sagði Baldvin að það vantaði hér um- ferðardómstól til að fyrirbyggja að tryggingafélög ákveði sjálf skiptingu tjóna. Yrði slikur dóm- stóll án vafa til að auðvelda sam- skipti tryggingafélaga við bif- reiðaeigendur. Taldi Baldvin það af og frá að rikisrekið vátrygg- ingafélag sem annaðist allar tryggingar landsmanna yrði til almenningsheilla. — SG JARÐRASK VEGNA VIÐSKIPTAMISSIS Vegna kvörlunar frá Kaup- ina nna sa m tök unu m , hafa gatnamót Kaugavegar og Nóa- lúns veriö endurskipulögð. Kvörtunin kom fram vegna þess að ekki inátti beygja til vinstri, niður Nóatún þegar ekið var upp Laugavcginii. Töldu kaupinemi i verzluuum viö ncö- auvert Nóatún liafa séð á bak inörgum viðskiptavini, eftir að vinstri beygja var böiinuð öllum iiema strætisvögnum. Samkvæmt hinni nýju skipu- lagningu á þessu horni mun Laugavegurinn verða breikk- aður neðan (vestan) við hornið. Breikkunin mun verða til norð- urs (i átt að Esjunni). Svo sem vegfarendum er kunnugt eru tvær akreinar i hvora átt á Laugaveginum. Þessar akrein- ar munu haldast, en að auki kemur svokölluð biðrein fyrir þá sem aka i austurátt og vilja sveigja til vinstri. Til þess að biðrein komist fyrir þarna, þarf að færa götuljósin og mun bið- reinin vera þar sem þau eru nú. Vinstra megin á götunni munu LESENDUR HAFA ORÐIÐ Við viljum Rifsberja Aðdáendur liljómsveitarinnar Kifsberja liafa óspart liaft sam- liand við þáttinn undanfarið. Kr tilefnið það, að formaður ísl. Iiljómlistarmamia sagði i Visi, að þar seni atvinnuleysi væri rikj- andi mcöal islenzkra trommu- leikara, ætti brez.ki Irommarinn i Kifsberja alls ekki að fá liér at- vinnulcvfi. Við birtuin hér sýnis- liorn úr tveim bréfum: „Þessi Sverrir Garðarsson, hvað er hann að meina maður- inn? Vill láta banna Rifsberja i Tónabæ. Þetta er tvimælalaust bezta hljómsveit landsins, og að banna hljómsveitina út af trommuleikaranum, sem er brezkur, er brjálæöi. Þó að það séu margií atvinnulausir tromm- arar verða þeir að leita á náðir annarra en Rifsberja. Segið þess um Sverri Garðarssyni að hlusta á Rifsberja og hugsa svo málið”. — G.G. Aðdáandi Kilsberja skrifar: „Ég hef talað við marga trommuleikara, sem ekki fá tvær akreinar, sem þar eru fyrir færast sem nemur breidd bið- reinarinnar til norðurs. Ekki er endanlega ákveðið að i þessar framkvæmdir verði ráðist. Hvort svo verður veltur á þvi, að samþykki fáist i fjár hagsáætlun næsta árs. — LO vinnu i hljómsveitum. Ástæðan er oft sú, að þeir eru i fullri vinnu yfir daginn og vilja ekki sleppa henni. Hvaðer þá veriðað röfla út i Dave Duford? Sumar hljóm- sveitir hafa lengi leitað að góðum trommuleikara án árangurs. Svo veit ég ekki betur en Sinfóniuhljómsveitin'fái alltaf er- lenda hljóðfæraleikara við og við. Ég sé enga ástæðu til að vera með þessa afbrýðisemi”. Látum Breta borga í sjóðinn Landhelgissjóöur. „Það hefir vakið undrun margra, að rikisstjórnin skuli fyrst leita til skattgreiðenda með framlög i Landhelgissjóð, þegar rétt utan við landsteinana liggja milljónir i óinnheimtum sektum fyrir landhelgisbrot, sem hið opinbera gerir þó ekki minnstu til raun til að innheimta. Sagt hefir verið, aö launaum- slög fólks hafði verið létt siðustu mánuðina vegna þess að þar framkvæmir rikissjóður inn- heimtustörfin af mikilii rögg- semi. Hvernig getur þá hin svonefnda söfnunarnefnd komið kinnroðalaust fram með þá áætl- un, að enn betur verði skafið inn- an úr launaumsl. fólks? Að visu eru Islendingar alltaf rausnarleg- ir með fjárframlög, þar sem þeirra er þörf og ef einhver sann- girni mælir með þeim. En það er bara svo, að nú er fólk farið að tala um að rikisstjórnin vilji ekki láta taka landhelgisbrjóta, og það er áberandi, hve áhugi fólks fyrir landhelgismálinu hefur dvinað i seinni tið. Sagt er, að beðið sé eft- ir frekari samningaviðræðum, en Bretar geta endalaust farið fram á framhaldsviðræður aðeins til þess að geta fiskað rólegir á gömlu miðunum á meðan, án ótta við að vera teknir og sektaðir. Látið okkur sjá fyrstu land- helgissektina koma inn i rikissjóð, og þá mun áreiðanlega ekki standa á framlögum skatt- greiðenda. En látum fyrst rétta aðila greiða i Landheigissjóð”. Viðbjóðsleg mynd í Háskólabíó Jón Þ. skrifar: „Ég fór i Háskólabió i gær- kvöldi að sjá þessa umtöluðu og marglofuðu mynd, Guðföðurinn. Þessi mynd er sá mesti viðbjóður, sem ég hefi horft uppá fyrr og sið- ar. Hún snýst fyrst og fremst um morð, sem framin eru á ógeðsleg- an hátt. Það er ekki hátt risið á kvik- myndahúsi, er býður uppá slikt, eða forráðamönnum þess. Ég vona aðeins, aö sýningum á þessari mynd verði hætt án taf- ar”. Styðjum Jóhann Svarfdœling Björn Björnsson skrifar eftirfar- andi: „Það er orðin hefð hér á landi að rjúka upp til handa og fóta með landssamskot, þegar negrar taka til við að kála hver öðrum inni svörtustu Afriku, eða Bretar að drepa þorsk i kringum landið. Jafnvel uppstoppaður fugl hefur hleypt af stað landssamskotum. Stæði okkur ekki nær, og væri það ekki mannlegra, að styrkja einstæðan Islending, sem nú dvelst hér, til að eiga náðugt ævi- kvöld á fóstjörðinni? Mér fannst lika séi;stætt að heyra i Jóhanni Svarfdælingi sem dvalið hefur er- lendis i 20 eða 25 ár. Hann talaði betur islenzku en sjálfur formað- ur útvarpsráðs, sem þurfti iðu- lega aö sletta erlendum orðum i viðtali, sem sjónvarpið átti við hann”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.