Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 9
Visir Mánudagur :iO. október 1972. 9 Kftir aö veghefill, vallarvöröur og ráða- menn ÍBV höfðu rótað líeiri tonnum af vatni af leikvellinum i Vest- mannaeyjum gat leikur ÍBV og Vals i Bikar- keppni KSÍ loks hafizt á laugardag, en þó i grenj- andi rigningu. En þegar Eyjaliðið hafði sigrað Val 4-0 fóru áhorfendur heim með sólina i bakið — og sól i hjarta. Valsmenn byrjuðu nokkuð vel og sóttu meir fyrsta stundar- fjórðunginn, en siðan fóru Vest- mannaeyingar að sækja i sig veðrið. Þeir sóttu mun meir, það sem eftir var leiks. Eftir hálftima leik brunaði Ás- geir Sigurvinsson upp kantinn og inn að vitateig með boltann og skaut föstu skoti i hægra hornið — bolti, sem Sigurður Dagsson réð ekki við. Siðan átti ÍBV fjögur horn, sem ekki nýttust, en Frið- finnur var þó nálægt að skora i eitt skiptið. Á 43.min. sendi Orn Óskarsson boltann fyrir mark Vals eftir harða baráttu út á kanti við tvo Valsmenn og Haraldur Júliusson náði boltanum á skallann fræga. bað var ekki að sökum að spyrja. Hann lá i markinu að baki Sigurð- ar. t siðari hálfleik réð IBV áfram gangi leiksins, þó svo Valsmenn gæfu sig ekki — einkum Þórir Jónsson og Jóhannes Edvaldsson, sem meiddist þó i leiknum, en lét það ekki á sig fá. Hann átti hættu- legasta tækifæri Vals i hálfleikn- um. En Vestmannaeyingar héldu sinu striki. Orn Óskarsson skor- aði þriðja markið á 32. min. og Snorri hið fjórða þremur minút- um siðar. Höfðu þá allir fram- linumennirnir — frá vinstri til hægri — skorað. Nú var sólin farin að skina eftir rigninguna miklu. einkum i fyrri hálfleik og að leik loknum fóru áhorfendur heim með sól i bakið og sól i hjarta. Dómari i leiknum var Guð- mundur Haraldsson og dæmdi hann þokkalega. Hann notaði einu sinni gula spjaldið, þegar Orn mótmælti dómi hans. Leikmenn ÍBV voru mjög jafnir i þessum leik, en þeir Friðfinnur, Ásgeir og örn sýndu kannski skemmtilegastan leik. i lið tBV vantaði Tómas Pálsson og Krist- ján Sigurgeirsson, sem voru ekki Orn óskarsson skorar þriöja mark IBV, gegn Val. Skotið var fast og Siguröur, sem þó virdist vel stað- settur, réð ekki við það. Ljósm. Guöm. Sigfússon. heilir heilsu. Beztu menn Vals voru — eins og áður er sagt — Þórir og Jóhannes, en i liðið vant- aði Hermann Gunnarsson og Inga Björn Albertsson. Eltir þessi úr- slit eru Vestmannaeyingar i þriðja sinn komnir i úrslit bikar- keppninnar. GS. úrslita- leikurinn - FH gegn ÍBV iirslitalrikurinn i bikar- keppninni verður liáður á Melavellinum laugardaginn l. uóveniber — þréttándi úr- slitnleikur keppninnar. Vest- iiiannaeyingar leika þá sinn þriðja úrslitaleik — Kll i i'yrsta skipli. Úrslit i keppninni áður hal'a orðið þessi: 1960 (23. október) KR- Fram 2-0, 1961 (22. október) KR-Akranes 4-3, 1962 (21. október) KR-Fram 3-0, 1963 (6. október) KR-Akranes 4-1, 1964 (24. október) KR- Akranes 4-0, 1965 (31. október) Valur-Akranes 5-3, 1966 (23. október) KR-Valur 1-0, 1967 (21. október) KR- Vikingur 3-0, 19611 (5. október) ÍBV-KR (b-lið) 2-1, 1969 (30. nóvember) Akur- eyri-Akranes 1-1 (Leikið aftur 7. desember og þá vann Akureyri 3-2), 1970 (14. nóvember) Fram-IBV 2-1, 1971 (9. nóbember) Vikingur- Breiðablik 1-0, 1972 (4. nóvember) h',H-!BV ??. KR helur þvi sigrað oftast eða sjö sinnum, en einu sinni Valur, Vestmannaey jar, Akureyri og Vikingur. -hsim. Úrval af kjólum, peysum, buxum og mörgu fleiru Tréskór fró S0S og IB Tökum upp ó morgum frönsku flauelsbuxurnar í mörgum litum eva eva eva eva eva eva

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.