Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 6
6
Visir Mánudagur 30. október 1972.
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréftastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Augiýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Bihgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Sfðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Tölurnar tala sínu máli
Fiskar ráða milli-
ríkjamólum
— segja erlendir greinarhöfundar og reka upp stór augu
Enn eimir eftir af deilum um staðreyndir i skatta-
málum. Áköfustu fylgismenn rikisst.iórnarinnar
halda þvi enn fram, að skattbyrði hafi ekki aukizt á
árinu, og hafi hún aukizt, þá sé það Reykjavikur-
borg að kenna.
Um þetta er nú hægt að hætta að deila. Tölurnar
eru komnar fram i dagsljósið og tala sinu máli.
Komið hefur i ljós, að nettótekjuaukning einstakl-
inga i Reykjavik hefur numið 26,5% á þessu ári. Ef
skattbyrðin væri hin sama i ár og i fyrra, hefðu
skattar hækkað um þessa sömu prósentutölu. En
þeir hækkuðu i rauninni um rúm 49%. Er þá bæði
tekið tillit til persónuskatta og fasteignaskatta, auk
tekjuskatta. I mismuninum á þessum tveimur
prósentutölum felst aukningin á skattbyrðinni.
Hvort eru það svo yfirvöld rikis eða borgar, sem
hafa aukið skattbyrðina? Það hafa raunar báðir
aðilar gert, en i mjög misjöfnum mæli. Skattar
Reykvikinga til borgarinnar hafa aukizt um 31%,
sem er litillega meira en tekjuaukningborgaranna á
árinu. Skattar þeirra til rikisins hafa hins vegar
aukizt um hvorki meira né minna en 70% á árinu,
sem er nærri þrefalt meira en aukningin á tekjum
manna.
í heild litur dæmið þannig út fyrir meðaltalsborg-
arann. Tekjur hans hafa aukizt um 26,5%, skattar
til Reykjavikurborgar um 31% og til rikisins um
70%. Samanlagt hafa skattar hans aukizt um 49%.
Það er þvi augljóst, að skattbyrði hans hefur aukizt
verulega vegna gifurlegra skattahækkana af hálfu
rikisins.
Þeim fer lika fækkandi, sem halda að skattpin-
ingin sé Geir Hallgrimssyni borgarstjóra að kenna.
Bráðum verður aðeins Þórarinn Þórarinsson Tima-
ritstjóri i þeirri sælu trú. Mikið má Halldór E. Sig-
urðsson fjármálaráðherra hugsa hlýtt til Þórarins.
Aftur glímt við einokun
Enn hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp um
mildun mjólkursölueinokunarinnar hér á landi. Er
það öllu meinleysislegra en frumvarpið, sem svæft
var i fyrra, og gengur aðeins út á, að einokuninni
verði settar nokkrar hömlur. Ennfremur er greini-
lega sagt i frumvarpinu, að breytingarnar megi
ekki verða bændum til tjóns.
Ef frumvarp þetta verður samþykkt, verður það
einkum neytendum til góðs. Neytendasamtökin
iýstu yfir stuðningi sinum við svæfða frumvarpið i
fyrra og i siðasta Neytendablaði skrifaði ritstjóri
blaðsins skelegga grein gegn mjólkursölueinokun-
inni.
Frumvarpið verður lika bændum til góðs, þvi að
það tryggir þeim meiri mjólkursölu og sparar þeim
frekari fjárfestingu i mjólkurbúðum. Það er þvi
ekki ástæða fyrir bændur að standa gegn rétti neyt-
enda á þessu sviði. Þeir verða að hafa vit fyrir
einokunarpostulunum, sem stjórna mjólkursam-
sölum viða um land, og hvetja þingmenn til að
styðja frumvarpið.
Andstaða sumra bænda gegn frumvarpinu hefur
ýft sárindi ibúa þéttbýlisins út af hinum háu út
flutningsuppbótum og framleiðslustyrkjum til
landbúnaðarins. Slik sárindi eru óheppileg, þvi að
æskilegast er, að ibúar bæja og sveita sýni hver .
öðrum sanngirni i hagsmunamálum hvers annars. )
,,úg veit ekki, hvort neitun
Norömanna við aðild að Efna-
I hagsbandalaginu verður hag-
kvæin l'iskiðnaði þeirra, sem er
liáður útflutiiiiigi”, sagöi Sicco
Mansholt, forseti EB i viðtali i
þýzka sjónvarpinu. A 8. svæðis-
rdðstefnu FAO i Evrópu, sem
haldin var í MUnchen i sept., báru
vandamál fiskiðnaðarins einnig á
góma. livaða vandamál þarf að
yfirstiga, séð frá sjónarhóli
alþjóðahyggju?
Fiskneyzla hefur farið stöðugt
( vaxandi hjá flestum þjóðum.
Fiskvörur eru ómissandi fæðu-
tegund, vegna þess hve rikar þær
eru af eggjahvituefnum. Það eru
ekki aðeins deilurnar, sem
spruttu upp i kjölfar þess að við
vikkuðum út fiskveiðilögsögu
okkar, sem sýna heiminum, að
fiskiðnaðurinn ræður miklu i
stjórnmálum. Ekki aðeins innan
rikja hjá fiskveiðiþjóðum, heldur
einnig i utanrikismálum. Niður-
staöan i þjóðaratkvæðagreiðslu
Norðmanna sýnir einnig þetta
sama.
„Þetta NEI var mikið áfall
fyrir Evrópu”, skrifaði hið
þekkta blað „Frankfurter
Allgemeine Zeitung,” þegar úr-
slitin urðu kunn, „en það gæti
einnig komið að haldi”. Það
mætti vel hvetja EB til nokkurrar
sjálfsgagnrýni, um leið og banda-
lagið ihugaði, hversvegna þessi
viðskipta- og verzlunarsamtök
hræra svo tilfinningar manna,
sem raun er á. Það er annað hvort
dáð eða hatað”.
Og um leið spurði þetta vestur-
þýzka blað: „Þurftu inngöngu-
samningar Norðmanna 1970
endilega að hefjast á ákvörð-
unum um fiskmarkaðskvótann,
sem kom afar hart niður á Norð-
mönnum?”
1 þessum dúr, eins og hér að
ofan skrifar Þjóðverji að nafni
Helmut Nagelschmitz, og
speglast þar greinilega, hvað litla
grein menn hafa gert sér viðast
erlendis fyrir þýðingu fiskiðnaðar
hjá þjóðum eins og Islendingum,
Færeyingum og Norðmönnum.
Rulltrúar Islands, staddir á er-
lendum vettvangi, hafa margoft
( rekið sig á skilningsleysi annarra
á þvi, hverja meginþýðingu fisk-
iðnaðurinn hefur fyrir okkur.
Þeir hafa orðið að margtönglast á
þvi i ræðum sinum til þess að
reyna að hamra það inn hjá
öðrum, að fiskur er Islendinga
vatn og brauð. Eins og Cato
gamli endaði allar ræður sinar á:
„Auk þess legg ég til, að Karþagó
verði lögð i eyði”. — Þá hafa
islenzkir sendifulltrúar byrjað
flestar ræður sina á': „Aðalút-
flutningur Islendinga er fiskur. Á
honum byggja þeir afkomu sina”.
Fyrir hvert mannsbarn hér á
landi eru þetta svo augljósar
staðreyndir, að það sýnist vart
þörf á að hafa orð á þvi.
En á skrifum, eins og Þjóð-
verjans, sem hér var byrjað á
að ofan sést, aö skilningur er rétt
að vakna á þýðingu þessa iðn-
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
aðar. Enda ekki nema kannski
eðlilegt hjá þjóðum, sem á sama
hátt og við erum fiskveiðiþjóð
eru ýmist landbúnaðarþjóðir eða
iðnaðarriki.
Fólk hér stendur kannske i
þeirri trú, að þjóðir á borð við
Vestur-Þjóðverja, Belga og
Breta, sem eru þeir aðilar, er
deilt hafa við okkur i landhelgis-
málinu, gerðu sér þetta kannski
ljóst. En það er viðs fjarri, enda
eru fiskveiðar þessara þjóða að-
eins brotabrot af öflun þjóðar-
tekna þeirra, og örfá prósent ibúa
þeirra, sem standa i tengslúm við
fiskiðnaðinn.
Grein Nagelschmitz sem þýzka
fréttamiðlunin hefur dreift út á
milli blaða — ekki aðeins i
Þýzkalandi, heldur lika viða um
heim — er greinilega skrifuð til
þess að vekja athygli á þvi, að
kannski gegni fiskar þýðingar-
miklu hlutverki i alþjóðastjórn-
málaum.
Sýnist honum það greinilega
merkileg uppgötvun, á meðan
okkur hér heima finnst það ekki
merkileg speki, sem blasaðþefur
við hverju mannsbarni hér i
nokkra mannsaldra.
En þess ber að gæta, eins og
Nagelschmitz bendir reyndar á,
að fiskur er sjaldgæfari matur á
borðum hjá ýmsum þjóðum, eins
og t.d Þjóðverjum, heldur en
nautakjöt er hjá okkur. Hann
segir, að fiskneyzla sé þrisvar
sinnum minni hjá Þjóðverjum,
heldur en hjá Norðurlandabúum,
fjórum sinnum minni en hjá
Japönum, og tvisvar sinnum
minni en hjá Bretum.
Nú er ekki svo að skilja, að
Þjóðverjar séu neinir byrjendur
á sviði fiskiðnaðar. Margar fisk-
vinnsluvélar, sem við notum i
okkar iðnaði, eru uppfundnar og
smiðaðar af þeim. Og á meðan
við erum að fá okkar fyrstu skut-
togara, þá hafa þeir notað slika i
mörg herrans ár. I niðursuðuiðn-
aði skara þeir framúr öllum
öðrum, hvað viðkemur niður-
soðinni sild — eða að minnsta
kosti fer það orð af þeim á
mörkuðum.
En Þjóðverjar eins og margir
aðrir hafa litinn gaum gefið fisk-
iðnaðinum, vegna þess að hann er
svo litill aðili innan um allan
þennan iðnað i þeirra landi.
Og það er dæmigert fyrir
marga aðra, þegar augu þeirra
eru að opnast núna fyrst fyrir þvi
að fiskar ráði töluverðu i milli-
rikjaviðskiptum. En þar kemur
meira til, heldur en árekstrar
vegna útvikkunar fiskveiðilög-
sögu okkar, eða andspyrna fisk-
iðriaðar i Noregi gegn aðildinni að
ÉBÉ.
Bæði horfa þeir fram á, að Dan-
mörk, Island og Niðurlönd hafa
hug á fiskmarkaðnum i Þýzka-
landi, svo og annarsstaðar i EB-
löndunum. En þeir þriðju fiskút-
flutnings Þjóðverja er til EB-
landa.
Og svo er Hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.
Erlendis hefur það ekki farið
framhjá mönnum, frekar en hér
heima, að hafrannsóknir hafa
mjög verið efldar á þessu og
siðasta ári, sem undanfari að
Hafréttarráðstefnunni.
Eitt atriði undirbúnings
er heimsfiskveiðikort, sem FAO
(Food and Agricolture
Organization S.Þ.) hefur látið
gera, og er nú nýlokið. Kortið
sýnir beztu fiskveiðisvæði
veraidar, og er tillag FAO til Haf-
réttarráðstefnunnar. Einkum
og sérilagi er merkt inn á kortið
hrygningar- og uppeldisstöðvar
sildarinnar.
Fiskveiðikort F AO, sem nýlega er komið út, er tillag FAO til Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
___ 1973. Sérstaklega er merkt inn á kortið hrygningar- og uppeldisstöðvar sildarinnar.
K/zffin Hrygningarstöðvar 6-12 ára sHdar (vetrarveiðisvæði)
Uppeldisstöðvar ókynþroska sHdar 0-4 ára.
Uppeldisstöðvar kynþroska sildar 4-12 ára (sumarveiðisvæði)