Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 13
haft mikið að segja. Charlton er hinn eini, sem skorað hefur fyrir liðið i tveimur siðustu leikjunum. Alan Hinton misnotaði tvær vitaspyrnur fyrir Derby með þriggja minútna millibili, en Derby vann samt! Markvörður Sheff. Utd. varði i báðum tilfell- um. t fyrra skiptið hélt hann þó ekki knettinum og John O’Hare fylgdi fast eftir og skoraði. Siðari mark Derby skoraði Colin Todd, en á 61.min, skoraði Tony Currie eina mark Sheff. Utd. Það er ekki hægt að afskrifa Leeds i sambandi við meistara- tignina. Liðið er nú komið i 3ja sæti, aðeins tveimur stigum á eft- ir Liverpool. Og liðið vann góðan sigur gegn Úlfunum á laugardag- inn og það i Wolverhampton. F'yrsti tapleikur Úlfanna þar á keppnistimabilinu. Leeds skoraði bæði mörk sin i fyrri hálfleik. Fyrst Eddie Gray á 17 min. og siðan Peter Lorimer á 30 min. eft- ir varnarmistök. Fleiri urðu mörkin ekki. Hjá Úlfunum vant- aði Dougan, Wagstaffe, Hibbitt og Taylor — en það var litið betra hjá Leeds. Þar gátu Jackie Charl- ton, Giles og Jones ekki leikið vegna meiðsla. Leikmenn Everton voru miklir klaufar að tapa stigi gegn Ips- wich. Liðiðsýndi miklu betri leik i fyrri hálfleik og tókst þá tvivegis að skora. Fyrst Roger Kenyon — fyrsta mark hans fyrir Everton, en hann er miðvörður liðsins — siðan Alan Whittle. En i siðari hálfleiknum breytti liðið um leik- aðferð og það gafst illa. Ipswich jafnaði með mörkum Mike Lam- bert og Rod Belfitt — en mark- vörður Everton, Lawson, hefði þó átt að geta bjargað i báðum til- fellum. Þó Crystal Palace hafi eytt yfir 100 milljónum króna siðustu vikurnar — liðið hefur þó ekki enn náð i Don Rogers — lagast ekkert. Liðið fékk slæma útreið hjá ná- grannaliðinu West Ham á Upton Park og hefur nú leikið 27 leiki sem 1. deildarlið við önnur Lundúnalið án vinnings. Leikmenn West Ham náðu sér fljótt á strik i leiknum. Strax á fimmtu minútu skoraði Trevor Brooking og aftur á 21 min., þeg- ar hann fékk góða sendingu frá fyrirliða sinum. Bobby Moore, og sendi knöttinn i markið. Siðari hálfleikurinn var einstefna á mark Palace. Þá skoraði West Ham tvö mörk til viðbótar. Fyrst bakvörðurinn John McDowell — siðan Bryan Robson og var það ellefta mark'hans i deildinni i haust. Stoke saknaði Gordon Banks ekki svo mjög gegn Leicester. Nýi markvörðurinn stóð sig vel og Geoff Hurst skoraði eina mark leiksins i fyrri hálfleik. Southampton náði góðum tök- um á leiknum gegn WBA eftir að Bobby Stokes skoraði gjafamark á 23 min. Markvörður WBA — Peter Latchford — missti þá knöttinn fyrir fætur Bobby, sem ekki var seinn að senda hann i netið. Ron Davies skoraði siðara mark Dýrlinganna eftir frábæran undirbúning Mike Channon. Staðan i 1. deild er nú þannig: Liverpool 15 9 4 2 29 15 22 Arsenal 16 8 5 3 21 12 21 Leeds 15 8 4 3 28 17 20 Chelsea 15 7 5 3 25 16 9 Everton 15 7 4 4 18 13 18 Tottenham 15 8 2 5 23 17 18 Norwich 15 7 4 4 18 20 18 West Ham 15 7 3 5 30 19 17 Ipswich 15 6 5 4 21 18 17 Newcastle 15 7 2 6 24 22 16 Wolves 15 6 4 5 26 25 16 SheffUld. 15 6 3 6 17 21 15 Southampton 15 4 6 5 13 14 14 Derby 15 6 2 7 14 22 14 Coventry 15 4 5 6 12 17 13 WBA 15 4 4 7 14 19 12 Manch. City 15 5 2 8 18 25 12 Stoke 15 4 3 8 23 26 11 Birmingham 16 3 5 8 18 25 11 Leicester 15 3 4 8 15 22 10 Manch. Utd. 15 2 5 8 12 21 9 C. Palace 15 2 5 8 10 23 9 Geir Ilallgrfinsson, borgarstjóri, til vinstri ræðir við nokkra af islandsmeisturum Fram — Þorbcrg Atlasou, markvörð, Baldur Scheving, fvrirliða og Guðmund Jónsson, þjálfara meðal annarra. Ljósm. BB. Bíkarinn er „heima" og því Enda þótt Reykvíkingar taki e.t.v. ekki eftir því þá ætti það að verða þeim gleðiefni, þegar sam- borgarar þeirra standa sig vel á iþróttasviðinu. Borgarstjórinn i Reykja- vík, Geir Hallgrimsson er a.m.k. þeirrar skoðunar, og á laugardaginn bauð hann meistaraf lokki Fram, is- landsmeisturunum i knatt- spyrnu til kaffidrykkju í móttökusal borgarstjórnar i Höfða. ber að Borgarstjóri kvaðst hafa verið spurður að þvi i iþróttaþætti sjón- varpsins i sumar hvern hann teldi sigurstranglegastan i 1. deildinni. Ekki kvaðst hann hafa þorað að spá um úrslit, en hefði hins vegar óskað Reykjavikurliði sigur- launanna. Og þetta rættist, en var þó beiskju blandið fyrir borgar- stjórann, sem sjálfur bar Vikingsbúninginn i æsku, en hans íélag varð neðst i deildinni. Borgarstjóri benti réttilega á i ræðu sinni, er hann bauð Framara velkomna, að i Reykja- vik skorti á hinn siðíerðislega stuðning, sem lið utan af landi fá i sinum heimabyggðum. Formaður Fram, Alfreð Þorsteinsson, borgarstjórnarfull- fogna trúi, þakkaði borgarstjóra mót- tökurnar og fór hinum beztu orðum um framlag borgarstjóra fyrrogsiðar til iþróttafélaganna i borginni og benti á hversu mikil- vægt það er að hafa borgarstjóra, sem kann að meta gildi iþróttanna fyrir borgarana. Ekki voru þessi viðurkenningarorð borgarfulltrúa hljóðrituð svo vart verða þau notuð sem tromp við næstu borgarstjórnarkosningar. En veizlan i Höfða var vel heppnuð og margt spjallað um heima og geima. Var það einkar vel til lundið hjá borgarstjóra að bjóða islandsmeisturunum heim og mætti þannig verðlauna þá, sem koma með bikara ,,heim til Reykjavikur” i framtiðinni. -JBP- GRAND SEX SÓFASETTIÐ sem er öðruvísi en hin sófasettin og sameinar allt sem þið hafið verið að leita að KOMIÐ! Gjörið svo vel og setjist í GRAND SEX sófasettið ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.