Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 5
Vísir Mánudagur 30. október 1972. AP/NTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGU 5 E MORÐINGJARNIR FRA MUNCHEN LÁTNIR LAUSIR að kröfu flugrœningja Israelsmenn harmi slegnir og ráðast að bœkistöðvar skœruliða Þrir Palestinu- skæruliðar rændu Boeing 727 þotu frá Lufthansa með 13 far- þegum og 7 manna áhöfn á leiðinni frá Beirut til Ankara á laugardag, og neyddu flugstjórann til þess að fljúga fyrst áleiðis til Múnchen, en eftir við- komu í Nicosia og Kýp- ur þar sem tekið var eldsneyti, létu þeir flugvélina lenda í Zagreb i Júgóslaviu. Þeir kröfðust af þýzkum stjórnvöldum, að Arabarnir þrir, sem myrtu israelsku iþróttamennina á ólýmpiumót- inu i Munchen yrðu látnir lausir i skiptum fyrir farþegana i flug- vélinni, sem að öðrum kosti mundu týna lifinu. Willy Brandt kallaði rikisráð- ið i skyndingu saman til fundar, og var ákveðið að verða við kröfum skæruliðanna, sem til- heyra sömu samtökum og Míincehnmorðingjarnir — nefnilega „Svarta september”. Israelsk yfirvöld sendu harð- orð mótmæli við þessari ákvörðun vestur-þýzku stjórn- arinnar i gær, og Galili, einn ráðherra israelsku stjórnarinn- ar, kallaði það „hræðileg mistök og ófyrirgefanlegt athæfi að láta undan kröfum flugræningjanna og gefa þannig öðrum flug- ræningjum fordæmi”. ' Hann lýsti þessu yfir i gær, eftir að þyzka stjórnin hafði lát- ið hermdarverkamennina þrjá lausa og flutt þá með flugvél til Zagreb. — Áður hafði tsraels- stjórn eindregið hvatt þýzku stjórnina til þess að hunza kröf- ur flugræningjanna. Talsmaður þýzku stjórnar- innar, Wolfgang Kaupfahl, sagði fréttamönnum, að þýzk yfirvöld hefðu tekið fullt mark á hótunum flugræningjanna, og minnugir blóðbaðsins á flug- vellinum Furstenfeldbruck, þegar þýzka lögreglan gerði til- raun til þess að yfirbuga skæru- liðana með ísraelsku iþrótta- mennina, hefðu menn séð þenn- an kost vænstan. Stjórn Júgóslaviu varð við beiðni þýzku stjórnarinnar um að annast milligöngu i sam- skiptunum við flugræningjana, en treysti sér ekki til að ráðast til atlögu við þá, án þess að hætta lifi farþega og áhafnar flugvélarinnar. Þegar hermdarverkamenn- irnir þrir frá Munchen komu til Zagreb i gær, neituðu flug- ræningjarnir að sleppa farþeg- unum, fyrr en þeir væru komnir til Tyrklands. Var látið undan kröfum þeirra, og hermdarverkamönn- unum hleypt um borð i Boeing- þotuna. Lagði fluvélin af stað i gærkvöldi með farþegana, áhöfnina, flugræningjana og hermdarverkamennina austur á bóginn, en um ákvörðunarstað hennar vissi enginn. I nótt kom þó vélin til Tripóli með farþega og áhöfn heila á húfi. Fékk hún þar eldsneyti og hélt af stað til Frankfurt, þar sem hennar var að vænta um hádegið. ísraelskar herflugvélar voru sendar til árása á fjóra staði i morgun, þar sem vitað er um aðsetur skæruliða. Sögðu stjórnvöld, að árásirnar væru farnar i hefndarskyni, vegna þess að hermdarverkamönnun- um hefði verið sleppt. Striðið i Indókina er eitthvert hið lengsta, sem sagan hermir en þessi mynd var tekin við fall Dien Bien Phu 7. mai 1954, og sýnir franska stríðsfanga á göngu undir vörzlu Viet Minh-kommúnista. Eftir fall Dien Bien Phu gáfust Frakkar upp, og um sumarið voru friöar- samningar geröir i Genf. „Sama og uppgjöf — segja Suður-Víetnamar um vopnahléssamningana Trudeau sigur- stranglegur Þingkosningar í Kanada í dag Kandamenn kjósa nú i dag 264 þingmenn úr röðum 1.116 frambjóð- enda, sem er töluvert stærri hópur en i kosn- ingunum 1968, þvi að þá buðu sig fram 967. Að flestra mati er Irjálslyndi flokkurinn undir stjórn Pierre Klliott Trudeau sigur- stranglegastur, en ann- að mál er, hvort hann vinnur slikan kosninga- sigur sem 1968, þegar Pierre Elliott Trudeau, forsætis- ráðherra flokkurinn hlaut 60% þingsætanna. Þegar hinn 53 ára gamli for- sætisráðherra rauf þing i haust eftir 4ra ára stjórnarsetu, skipt- ust þingsætin milli flokkanna þannig: Frjálslyndir 147, Ihaldsflokkurinn 73, Nýi Lýðveldisfl. 25, Social Credit 13, og óháðir og aðrir höfðu 6 þing- sæti. Samkvæmt kanadiskum lögum getur forsætisráðherrann rofið þing, hvenær sem honum sýnist svo, en gert er ráð fyrir, að ekki liði lengri timi en 5 ár á milli kosninga. Sá flokkurinn, sem flest þingsæti hlýtur öðlast rétt til stjórnarmyndunar, en formaður þingflokksins verður forsætisráð- herra. Þau málin, sem efst hafa verið á baugi i kosningabaráttunni, eru vaxandi atvinnuleysi og mikil verðhækkun á nauðsynjavörum. Trudeau riður á að fá starfs- hæfan meirihluta, ef hann ætlar að sitja áfram i stjórn að kosning- unum loknum. En leiðtoga thaldsflokksins verða þó kosningarnar enn örlagarikari, þvi að dagar hans sem formanns flokksins eru tald- ir, ef úrslitin i þessum kosningum verða ekki töluvert hagstæðari fyrir flokkinn en 1968. Flokks- bræðrum Roberts L. Stanfields finnst hann hafa verið einum of daufur i stjórnarandstöðunni og siðan i kosningabaráttunni að undanförnu. Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa sýnt, að flokkur Trudeaus á góða möguleika á að ná nægum meirihluta. 170 milljón króna innbrot 10 milljónum franka (170 milljónum islenzkra) var rænt úr aðalpósthúsinu I Mulhouse I Frakklandi aðfaranótt laugar- dags. Er þctta stærsti peninga- þjófnaður, sem framinn hefur verið i sögu Frakklands. Þjófarnir komust inn i peninga- hólf pósthússins og leikur grunur á þvi, að þcir hafi notið aðstoðar einhvers starfsfólksins. „Stjórn okkar getur ekki gengiö að vopnahléssamn- ingum, ef þar er ekki gert ráð fyrir, að Norður-Víet- namar fari með herlið sitt burt úr Suður-Vietnam," sagði utanrikisráðherra Suður-Víetnam, Tran Van Lam, í viðtali við New York Times i gær. Hann sagði, að ennfremur þyrfti að tryggja hlutlaust land- svæði, eða belti, sem skilja mundu að Norður- og Suður-Viet- nam, ef til vopnahlés ætti að koma. Tran Van Lam mótmælti þeim fullyrðingum Kissingers, að það væru „einungis smáatriði, sem eftir væri að yfirstiga, áður en vopnahlé yrði”. „Þannig litum við alls ekki á þetta,” sagði Tran Van Lam. „Skilmálarnir, sem kunngjörðir voru, jafngilda uppgjöf af okkar hálfu. Kommúnistar hafa ekki hnikað hið minnsta til frá aðal- atriðunum.” Herstjórnin i Pentagon hefur nú kunngjört, að 7. floti Banda- arikjamanna sé hættur öllum skotárásum á skotmörk norðan 20. breiddargráðu, og viðurkenn- ir, að flugherinn hafi ekkí farið i eina einustu árásarferð norður fyrir 20. breiddargráðuna i nær tvær vikur. Um leið hefur flutningi banda- riskra hermanna úr Vietnam ver- ið hraðað, en fullyrt er, að það sé þó ekki vegna vopnahléssamn- inganna, heldur samkvæmt áætl- un Nixons forseta, sem hefur ákveðið, að ekki verði nema 27.000 hermenn i Vietnam, þegar 1. desember rennur upp. Á hinn bóginn hafa hergagna- flutningar frá Bandarikjunum til Suður-Vietnam mjög verið aukn- ir, vegna þess skaða, sem Suður- Vietnamar hafa beðiö i stórsókn Norður-Vietnama siðustu mán- uði. FLUGVEL RÆNT í TEXAS Þrir menn — þar af feðgar tveir — rændu Boeing 727 þotu á flugvellinum i Houston i Texas snemma i gær og skutu til bana einn starfsmann Eastern Air- lines og særðu annan. Um borð i vélinni voru 33 farþegar og 7 manna áhöfn. En ræningjarnir neyddu áhöfnina til þess að fljúga vélinni til Kúbu. Þar var eldsneyti bætt á vél- ina og hún send aftur til Banda- rikjanna. „Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hræddur og þegar ég stóð þarna viö stýrið aieinn f stormin- um,” sagöi Jörgen Christiansen, kokkurinn á Nordkap, þegar hann var yfirheyrður I sjóprófum i Esbjerg. Hann sagðist vart muna nokkuð eftir atburöum, fyrr en hann áttaði sig á þvi, að hann var kominn út á sjó...” og þá sá ég ekkert annað ráð en sigla út á opið haf frá ströndinni, og taka stefnuna i átt til Dan- merkur.” Hann taldi, að áfengi, sem haun haföi drukkið ofan í „antabus”— efni notaö gegn áfengisneyzlu — hefði leikið sig svona. Hann var kærður fyrir þjófnað á skipinu og fyrir að stofna þvi i hættu með því að brjóta ýmsar öryggisreglur i siglingalögunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.