Vísir - 30.10.1972, Blaðsíða 7
Visir Mánudagur 30. október 1972.
7
fllMIMl
= BÍ-OAIM M
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Setur hurðin í her-
berginu leiðinlegan svip
vegna þessað hún er orðin
gömul og illa farin?
Stingur slökkvarinn á
veggnum afkáralega í
stúf við litinn sem er á
veggnum? Eru hankar
eða blettirá veggjum sem
erfitt reynist að hreinsa
af? Það mætti sennilega
telja endalaust upp þá
hluti og þau atriði í her-
berginu eða her-
bergjunum sem ekki fara
nógu vel. AAargir hverjir
eiga það til að standa
gjörsamlega úrræðalausir
fyrir fram gallann og geta
ekki látið sér detta neitt í
hug sem hægt væri að
gera fil þess að bæta úr
vangallanum. Ýmsir sjá
þófljóttút lausn sem bæði
felur gallann og setur um
Hresst upp á herbergið ó
ódýran og skemmtilegan hótt
leið skemmtilegan svip á
vegginn eða jafnvel allt
herbergið.
Og margt má gera til bóta.
Málningardósin er sennilega
það allra bezta, þvi að með
málningunni má fela allt. Það
vex þó flestum i augum að þurfa
að mála heilan vegg fyrir ef til
vill einn einasta svartan blett
einhvers staðar á slæmum stað
á veggnum, eða ljóta holu eftir
nagla sem einhvern tima gegndi
sinu hlutverki, en hefur nú lokið
þvi. Enda er það ónauðsynlegt
að taka sér pensil i hönd og
mála, Miklu skynsamlegri
lausn og ódýrari, og svo þægi-
legri, er að lima plakat þar sem
holan er. Plakati er hægt að
koma fyrir á öllum stöðum,
bæði neðarlega og ofarlega á
veggjum. Auðveldara er að
finna heppilegan stað fyrir þau
heldur en málverk eða inn-
rammaða mynd.
Sama máli gegnir um svarta
blettinn. Spegill, mynd eða
plakat koma nákvæmlega að
sama gagni i þvi tilfelli.
En vikjum að hurðinni sem er
stórt atriði i hvaða herbergi sem
er. Ef að hurðin er orðin rispuð
og farin að láta á sjá, er að
sjálfssögðu hægt að lima yfir
þar sem hún er verst. Ef til vill
kemur þó betur út að mála
hurðina alla, og það má gera á
skemmtilegan hátt. Á með-
fylgjandi myndum sjáum við
skemmtilegar hugmyndir.
Onnur hurðin er máluð i
hvitum lit, og til þess að lifga
upp á hana að innanverðu er
málað mynstur með rauðum lit.
Það þarf engan listamann eða
arkitekt til þess að mála
skemmtilega mynd eða
munstur á hurðina, þvi það ætti
ekki að vera mikil eða timafrek
vinna. Þetta getur lika hver sem
er gert.
Hin hurðin er i ljósgulum lit,
en svo virðist sem litur á
veggjum i ibúðum sé að verða
hvita litnum yfirsterkari. Á
hurðina eru siðan máluð tvö
rauð hjörtu. Þau þyrftu alls ekki
að vera i sömu stærðinni og
vissulega má hafa þau fleiri en
tvö. Ef að þessi hugmynd er
notuð, verður þó að teikna
hjörtun vandlega á hurðina
áður, til þess að þau verði jafn-
stór og helzt eins i laginu.
Erslökkvarinn á veggnum til-
breytingarlaus og leiðinlegur?
Að sjálfssögðu. Slökkvarar eru
sjaldnast til prýði á veggjunúm.
En þá má einnig hressa upp á
eins og allt annað. Sú hugmynd
að mála blómablöð utan um
hringlaga slökkvara er
skemmtileg. Á meðfylgjandi
mynd er slökkvarinn hvitur en
blöðin sem máluð eru i kringum
hann eru rauð.
Utan um ferkantaða
slökkvara er ekki eins heppilegt
að mála blómablöð, en
algengast er að slökkvarar séu
ferkantaðir. Utan um þá má þá i
staðinn mála rendur, eina eða
tvær, eða jafnvel fleiri i sitt-
hvorum litnum, eða allar i sama
lit. Ýmiss konar munstur má
mála utan um slökkvarann en
það fer aðeins eftir smekk hvers
og eins.
Ýmsa hluti til þess að hressa
upp á húsgögii og innréttingar
er einnig hægt að kaupa. Hér á
landi hefur úrval þeirra muna
verið af skornum skammti. Þó
virðist nú sem bót verði ráðin á
þvi, og i verzluninni Transit
Trading fæst töluvert úrval
slikra hluta.
Má þar meðal annars nefna
slökkvaralok, það er að segja
lokin sem sett eru yfir sjálfan
slökkvarann. Lokin fást i öllum
gerðum og eru gerð úr bronzi.
Munstur þeirra er einnig af
öllum tegundum og gerðum, en
þó öll i hinum gamla stil, eins og
allir þeir munir sem fást i
verzluninni eingöngu ætlaðir til
skreytinga.
Handföng og húnar og höldur
eru til i gamla stilnum lika, og
þau setja skemmtilegan svip á,
þegar þeim hefur verið komið á
nýja hurð úr einhvers slags
viðartegund. Skreytingar á hús-
gögn, eldhúsmublurnar, úti-
dyrnar og garðshliðið fást
einnig, og þrátt fyrir það að
skreytingarnar eru allar af
gömlu gerðinni, eins og bezt
gerðist á dögum ömmu og afa,
eru þær allar mjög finlegar.
—EA
VÁ
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS