Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 11. desember 1972 risntsnn: 89. skoðanakönnun Vísis: Eruð þér fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? Eruö þér fylgjandi eöa andvigur núverandi rikis- stjórn? Itegina líirkis, húsmóbir: Aft sumu leyti andvig og ai) sumu leyti meömælt. Mér finnst gott, hvernig þeir hafa staöiö sig i landhelgismálinu. Kristinn Kinarsson.i skólanum að Jafiri: Þetta er góö rikisstjórn. Pabbi minn hefur sagt mér það. Stel'án Hragason, verkamaóur: Ég hef ekki myndað mér skoöun á þvi, annars er margt gott, sem hún heíur gert. Arni Þorsteinsson, bifreiöar- stjóri: Andvigur, annars hef ég nú ekki mikið húgsað um það. Það var gotl þeirra framtak i sambandi við landhelgina. Ilaukur Snorrason, fram- kvæmdastjóri: Andvigur, ég er andvigur stefnu hennar, sér- staklega i efnahagsmálum. Grimur Grimsson, vaktmaftur i Alþingishúsinu: Ég er ekkert hrifinn af henni. Þetta or allt saman hálf laust i reipunum. Vantar þá „sexapíl ? Niðurstöður úr könnuninni urðu þessar: Fylgjandi.....68 eða 34% Andvígir......88 eða 44% Óákveðnir.... 44 eða 22% Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, lítur taflan þannig út: Fylgjandi..............44% Andvígir...............56% stjórnarflokkana, en þeir hafa brugðizt herfi- lega”. ,,Ég fylgdi stjórninni til að byrja með, en ég er orðin þreytt á þvi, að allt skuli hækka svona mikið”. — ,,Ætli ég fylgi henni ekki, svona i stór- um dráttum, en ég er ekki ánægður með nærri allt, sem hún hefur gert.” ,,Ég hef aldrei veriðhrifin af þessarisam- steypu. Það er eitthvað svo vandræðalegt við hana. Þar fyrir utan geta stjórnmálamennirnir verið ágætir, — svona hver út af fyrir sig.” — „Stjórnin hefur gert margt ágætt. Aftur á móti geri ég mig ekki fyllilega ánægðan með stjórnar- andstöðuna. Hún þarf að vera langtum virkari.” ,,Ég er einu orði sagt hundóánægður með stjórnina og stjórnarandstöðuna lika. Hvar eru nú Sjálfstæðismenn? Er Gylfi einn i stjórnarand- stöðunni?” — ,,Ætli ég verði ekki að sætta mig við þessa stjórn, fyrst ég var nógu vitlaus að kjósa hana yfir mig.” Þannig hljómuftu svör nokk- ANDVIGUR NOVERANDI urra af þeim tvö hundruð sem RiKISSTJÓRN? ,,Ennþá fylgi ég rikisstjórninni. Við þurf- um að gefa henni meiri tima til að átta sig. Þetta voru allt óvanir menn, þegar þeir byrjuðu, nema Hannibal refurinn og svo Lúðvik.” — ,,Ég kaus Vísir leilaði til, þegar biaðið gerði sína X9. skoðanakönnun. Kins og lesa má' út úr svörunum voru vinsældir rikisstjórnarinn- ar á dagskrá, en spurt var: KRUÐ ÞÉR FYLGJANDI EÐA Það þarf ekki að koma á óvart, að minnihluti reyndist vera fylgjandi ríkisstjórninni. Það er yfirleitt regla, að ríkis- stjórnir eru ekki vinsælar á miðjum kjörtimabilum, eða svo reynist ekki a.m.k. i skoðana- könnunum almennt. Þegar. hins vegar liður að kosningu, aukast vinsældir rikisstjórna, bæði vegna þess að flestar rikis- ■ stjórnir reyna að gera eitthvað siðustu mánuði, sem liklegt er til vinsælda og svo einnig hitt, að oft óttast almenningur að gera breytingar á þvi ástandi, sem varir og hann telur sig geta sætt sig nokkurn veginn við. Það kom undirrituðum frekar á óvart, hvað meirihlutinn, sem var á móti rikisstjórninni, var þó litill. Niðurstöðurnar voru i stuttu máli þær, að 68 eða 34% voru fylgjandi rikisstjórninni, 88 eða 44% voru andvig' og 44 eöa 22% voru óákveðnir. Ef að- eins voru taldir þeir, sem af- stöðu tóku, reyndust 44% vera fylgjandi, en 56% andvig. — Þessar tölur sýna, að ekki er traust rikisstjórnarinnar ennþá alveg þorrið, en mismunurinn er þó nægjanlegur til þess, að unnt sé að fullyrða, að minni- hluti þjóðarinnar styður nú rikisstjórnina. Við gerum ráð fyrir, að skekkjufrávikið i þessum skoð- anakönnunum okkarsé 5%, sem þýðir auðvitað, að munur á and- stæðingum og fylgismönnum rikisstjórnarinnar sé minni en niðurstöður okkar gefa til kynna. En skekkjufrávikið gerir það lika að verkum, að munur- inn gæti verið meiri. Þess ber að geta, að þessi Lesendur hafa orifaf Hœtta mjólkursölu í frímínútum til að selja sœlgœti Kona i Kópavogi hringdi: ,,Ég var að lesa fréttina ykkar á föstudaginn um átroðninga krakka og unglinga i sjoppum i friminútum. Þar var getið um verzlanir, sem urðu að loka vegna yfirgangs þessa sjoppu- lýðs. En ég get frætt ykkur á þvi, að hér i Kópavogi (að minnsta kosti) eru verzlanir, sem fara alveg öfugt að. Til þess að geta algerlega helgað sig þvi að selja krökkum sælgæti og gosdrykki loka þær á aðra viðskiptavini. Þannig er t.d. ein mjólkurbúðin. í henni er verzlunardyrunum lokað og opnuð lúga, sem sælgæti er afgreitt út um til krakkanjia, en fullorðnir komast þar auðvitað ekki að til að kaupa nauð- synjarnar”. Söknuður að jólaskreyting- unum Pálina hringdi: ,,Með hverju árinu, sem liður, hefur skreytingum i miðbænum fækkað, og ég segi það satt, ég sakna þeirra töluvert mikið, Þetta kemur stundum upp i huga minn þegar ég leiði hugann aftur i timann til þess, er þessar skreytingar hvelfdust yfir götur á milli verzlunarhúsa, og engin búðarhola var svo aum, að hún legði ekki eitthvað af mörkum til þess að prýða bæinn fyrir jólin. Einkanlega trega ég þetta, þegar ég er að reyna að útlista þetta fyrir börnunum minum, og sé , að ég get með engu móti leitt þeim fyrir sjónir, hvernig þetta tók sig út. Það er lika varla, að þau trúi lýsingum minum á þessu. Á ég virkilega að trúa þvi, að þetta heyri algerlega fortiðinn til og sjáist ekki aftur hér i Reykjavik?” Sundurlausar jólaskreytingar Birgir hringdi lika út af jólaskreytingum: ,,Það varð strax bót að þvi, þegár ibúar i fjölbýlishúsum vöknuðu til meðvitundar um, hvilikt æpandi ósamræmi var i ljósaskreytingum ibúða sama húss — og fólk hafði samráð inn- byrðis um skreytingu, einkum ljósaskreytingu húsa sinna, svo að það gæfi skemmtilegri heildarmynd. En mér finnst satt að segja timi til kominn að samræma þessa jólaljósadýrð enn betur. Það stingur mig ögn i augun, að einn er að hengja skreytingu og kveikja á ljósum i dag, en annar svo eftir viku, og þetta er svona að smá spretta upp hér og þar allan jólamánuðinn — Mér finnst þetta óttalega eitthvað sundur- laust og slitið. Væri ekki nær að ákveða ein- hvern sérstakan dag (t.d. 15. eða 16. desember) til þess að allir kveiktu á jólaljósunum sam- timis?” HRINGIÐ f SIMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.