Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 11. desember 1972 skoðanakönnun var gerð fyrir um mánuði og miklar breytingar kunna að hafa orðið á vinsældum rikisstj. á skemmri tima en þeim. Þannig var t.d. mjög almennt svar hjá spurðum, að þeir sögðust vera fylgjandi rikisstjórninni enn sem komið væri, þeir teldu rétt að gefa henni tækifæri til að sýna, hvað hún gæti. Það er hætt við, að renni tvær grimur á þetta fólk, þegar valkostirnir eða „ókostirnir” eins og margir vilja nefna þá, fara að snerta daglegt lif þeirra, sem nú telja sig fylgja rikisstjórninni. Þvi væri mjög fróðlegt að endurtaka þessa skoðanakönnun aftur ein- hvern timann eftir áramót. Ekki var sláandi munur á af- stöðu manna eftir búsetu á land- inu, a.m.k. ekki svo að markan- legt sé i skoðanakönnun, þar sem úrtakið er ekki meira en tvö hundruð. Þó virtust heldur fleiri vera andvigir rikisstjórn- inni hér á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. En athyglisverður munur var á afstöðu kynjanna. Karlmenn voru miklu fleiri en konur i hóp fylgismanna rikis- stjórnarinnar. Konur mynduðu hins vegar meirihlutann i hóp andstæðinganna. 1 hópi óákveð- inna voru hlutföll kynjanna hins vegar mjög áþekk. Þessi mismunur á fylgi stjórnarinnar hjá veika og sterka kyninu var meiri en svo, að tilviljun ein gæti ráðið. Tölu- lega séð kom þetta þannig út, að 51% allra kvenna, sem spurðar voru, voru andvigar rikisstjórn- inni, meðan aðeins 25% þeirra voru fylgjandi, en 24% kvenn- anna voru óákveðnar. Hjá körl- um voru tölurnar þannig, að 43% karla fylgdu stjórninni, en 37% voru á móti, en 20% voru óákveðnir. Það er út i hött að ætla að fara að bollaleggja eitthvað i fullri alvöru um skýringar á þessum mun. Kannski má spyrja, hvort konur finni betur fyrir öllum verðhækkunum i verðstöðvun- inni en karlmenn, þar sem konur kaupa til heimilisins. Ef til vill teljakarlmenn það heilla- merki á rikisstjórninni, að at- vinnuleysi hefur ekki verið til undanfarna mánuði nema kannski núna að aðeins er farið að brydda á þvi. — Eða er skýr- ingin kannski bara sú, að stjórn- ina vanti „sexapil”? Þessa siðustu spurningu, sem er sett fram fyrst og fremst til gamans, má styðja nokkrum rökum. I skoðanakönnun um vinsældir einstakra stjórnmála- manna og birt var hér i Visi fyrir hálfum mánuði kom i ljós, að miklu færri konur en karlar tilnefndu alla eftirfarandi menn. Einar Ágústsson, Ólaf Jóhannesson, Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson. — Hannibaleinn ráðherranna fékk jafn mörg atkvæði frá konum sem körlum. Oddamenn stjórnarandstöð- unnar fóru miklu betur út úr þessu með „sexapilið”, sérstak- lega Geir Hallgrimsson og Gylfi Þ. Gislason. Hinir, Jóhann Haf- stein, Magnús Jónsson og Gunn- ar Thoroddsen reyndust allir njóta ámóta vinsælda hjá báð- um kynjum. __yj Nú hafa þeir líklega slegið öll met: w ^ Borgin logaði öll í |ám • I . .. W JL_______________ Vmningsnúmer Dregið var i skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgar- l'ógeta s.l. laugardagskvöld. Upp kom númerið 4947 og getur eigandi þcss miða snúið sér til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, l.aufásvegi 4(1, og farið heim á vinningnum, sem er bifreið af gerðinni Volvo 142 Grand Lux. innbrotum — mikil skemmdarverk og talsvert miklu stolið Sennilega hafa innbrotsþjófar i Keykjavik sett nýtt islandsmet um helgina. Þegar rannsóknar- lögreglumenn komu á vaktina á sunnudagsmorgun, bókstaflega .köfnuðu þeir i tilkynningum af innbrotum hvarvetna um borg- ina. Skrifstofur i húsi Nýja biós urðu þó mest fyrir barðinu á inn- hrotsþjófi, sem rannsóknarlög- reglan náði i gærdag. „Við könn- umst við manninn, hefur verið i innbrotum áður", sögðu þeir hjá rannsóknarlögreglunni, þegar þeir skýrðu Visi frá þvi sem gerð- ist um helgina. Farðmiðadeild Flugfélags Is- lands varð verst úti i innbrotinu i Nýja bió. Þar var allt á tjá og tundri. „Ég hef að visu ekki séð mörg innbrot um ævina”, sagði Sigurður Guðmundsson bióstjóri i Nýja biói, ,,en þetta er það versta sem ég hef séð”. Þjófarnir höfðu farið um allt þetta stóra hús og hvarvetna blöstu við brotnar hurðir og hurðakarmar, skúffum hafði verið snúið við og skjöl lágu eins og hráviði um allt. Verst var ástandið hjá þeim i Flugfélagi Is- lands og i Vátryggingastofu Sigfúsar Sighvatssonar, en einnig hafði verið farið inn i lögmanns- skrifstofur og fasteignasöluna Miðborg. Þjófurinn virðist hafa farið yfir járnrimlana rammgeru Austurstrætismegin. og siðan brotið rúðu við innganginn og komizt þannig inn, þó traust væri. Liklega hafa mestu verðmætin verið filmusafn biósins, en i það komst þjófurinn ekki, enda eru filmurnar i eldtraustum stálskáp i sýningarklefanum. Ægilega var aðkoman i félags- heimili Rafveitunnar við Elliða- ár. Þar var eins og vitskertur maður eða menn hefðu verið á ferðinni. Tertum, sem þarna voru, hafði verið klint upp um allt, leirtau brotið i mél, en litlu eða engu stolið. En þjófar náðu i talsverðan feng um helgina, enda þótt skemmdirnar sem þeir hafa vald- ið, séu mun meiri en það býtti sem þeir fengu. Hjá heildverzlun John Lindsay i Skipholti var snyrtivörum stolið fyrir 40-50 þús- und krónur, að sögn. I Alþýðu- brauðgerðinni var stolið 6-7 eggjabökkum að þvi talið var, enda er talsverður hörgull á eggj- um núna fyrir jólin. Hjá Magnúsi Baldvinssyni á Laugaveginum var brotin rúða og greipar látnar sópa, skartgripir og úr fyrir 60-70 þúsund krónur. Og ekki er sagan öll. Brotizt var inn i mannlausa ibúð við Fram- nesveg og mikið skemmt, þegar þjófurinn notaði fæturna til að komast gegnum hurðina að ibúð- inni, en það er helzta innbrotstæki þjófanna að þvi er virðist. Engu, virtist hafa verið stolið. Enn einu sinni var brotizt inn i Kaffistofu Guðmundar. Peningakassa með litilræði af peningum var stolið auk stálbakka og nokkurra brauðsneiða. I Byggingavörubúð SIS við Suðurlandsbraut var engu stolið að þvi bezt varö séð, en i Slippfélaginu nokkur hundruð krónum. Allt þetta þurfti rannsóknarlög- reglan að glima við i gærdag og voru 2-3 menn á þönum allan dag- inn við að reyna að upplýsa þessi mál og höfðu þegar gripið tvo menn fyrir Nýja bió-innbrotið, sem var einna stærst i sniðum. Ekki kvaðst rannsóknarlögreglan geta fullyrt hvort hér stæðu að baki skipulagðir hópar, eða hvort einstaklingsframtak nokkurra manna kemur til. — ,JBP Hvað vantar ó myndina? Og iiú er koinið að næstsiðasta hluta jólagetraunar Visis að þessu sinni. Og hverjum mætir jólasveinninn okkar ekki að þessu sinni? Liklega þekkja þeir, sem horfa á sjónvarpið á miðviku- dögum.förumanninn mætavel, — þetta er hann Charles Chaplin, og sannarlega reiinur manni til rifja að sjá þennan frægasta landshornamann heiins staflausan i hálkunni. En semsé, — eitt- hvað vantar á myndina. En hvað? Strikið yfir þann hlutinn á litlu myndunum, sem líklegast er að vanti á myndina. Margir liafa óskað eftir blöðum, sein vantar inn i til að allir seðlarnir átta fáist til að senda til blaðsins eftir morgundaginn. þegar gctrauninni lýkur. Kéttast er að skreppa i næsta sölustað og atliuga, hvortblaðið fæst þar, — eða snúa sér til afgreiðslunn- ar á llverfisgötu 32. En semsagt, á morgun kemur lokaseðillinn. 7. dag B c X Land að mestu alhvítt Nú er landið að mestu alhvitt. Minnstur er snjórinn þó á suðaustan- verðu landinu, og i Hornafirði er jörðin auð. Flekkótt er einnig á Kambanesi en annars staðar er allt hvitt. Eftir þeim upplýsingum, er blaðið aflaði sér hjá vebur- fræðingum er mestur jafnfallinn snjór á Norðurlandi austanverðu, svo sem á Akureyri, Staðarhóli i Aðaldal, Grimsstöðum og á Raufarhöfn. Þar er snjórinn um 25-50 cm jafnfallinn. I morgun var rikjandi hægviðri á landinu, en él var þó á stöku stað sunnan og vestan lands. Hiti var alls staðar undir frostmarki. Gert er ráð fyrir norðaustlægri átt framundan og er þá liklegt að fremur svalt verði. Þurrviðra- samt verður i Reykjavik, en sjó- koma eða éljagangur norðan til á landinu. -EA. tizkuverzlun Kirkjuhv< íh 1 ’ - í \ \ \ blómið Guómundur Daníelsson Einhver sérkennilegasta og djarfasta skáldsaga Guðmundar Danielssonar. Þetta er 30. bókin, sem hann skrifar og tvímælalaust ein hin merkasta. Umdeilt stórvirki úr hendi þessa afkastamikla rithöfundar. Bók, sem á erindi til allra lesenda góðra bókmennta. bókaskrá ísafoldar bókaskrá ísafoldar Skrá yfir allar jólabækurnar á einum stað. Forðizt ys og þys á síðustu stundu, veljið bækurnar í ró og næði heima. Skóla dagar Stefán Jónsson Annað bindið i heildarútgáfu Isafoldar á bókum Stefáns Jónssonar. Bókin er beint framhald af Vinum vorsins, sögunni af Skúla Bjartmer, sem nú flytur í nýtt umhverfi í Reykjavik. ÍSAFOLD argus

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.