Vísir - 11.12.1972, Side 11

Vísir - 11.12.1972, Side 11
VÍSIR Rowenfa Vísir. Mánudagur 11. desember 1972 Stúdentar fóru létt með Þór íþróttafélag stúdenta átti ekki i erfiðleikum með að ná sigri i leiknum við Þór, sem fram fór á Nesinu á laugardaginn. Þórsliðið virðist vera orðið alger- lega máttlaust eftir hina grimmil. blóðtöku, sem liðið hefur orðið fyrir, og virðist varla eiga mikla von um sæti i 1. deild, nema eitthvað sérstakt komi til i vetur. bó er ekki hægt að segja annað en að Þórsliðið sé sæmilega vel leikandi lið eftir sem áður, en það sem vantar fyrst og fremst er meiri hæð og betri hittni — og er það allnokkuð. Smæð leik-. mannanna gerir þeim erfitt um vik að komast að körfu andstæð- inganna, svo að þeir verða að treysta á langskotin, sem eru hvergi nærri nógu örugg hjá liðinu. Flest skotin hafna með viðkomu i körfuhring eða spjaldi i höndum andstæðinganna, þvi að vegna hæðarmismunar hafa flest liðin yfirburði i fráköstum. Átta stiga munur var i hléi, 29- 21, en fyrstu 10 minúturnar af siðari hálfleik náði ÍS 21 stigs mun, 50-29. ÍS beitti mjög hrað- upphlaupum sem tókust mjög vel, en auk þess sýndi ÍS algera yfir- burði i fráköstum, en af þeim var nóg vegna afspyrnulélegrar hittni Þórsara. Lokatöflur urðu svo 68- 45 fyrir ÍS. Bjarni Gunnar Sveinsson varð stigahæstur stúdenta eins og svo oft áður, með 16 stig, en hjá Þór skoraði Eyþór Kristjánsson mest, eða 14 stig. gþ Vonbrigði með Val! — sem tapaði illilega fyrir KR KIl og Valur mættust i íslandsmótinu i körfu- knattleik á laugar- daginn vestur á Nesi. Átti maður jafnvel von á jölnum leik, eða að minnsta kosti að Valur myndi standa i KR, eftir sigur Valsmanna gegn ÍR fyrir nokkrum dögum, en það fór á annan veg — KR lék sér að Valsmönnum og sigraði með 24 stiga mun, 90-66. Ekki var leikurinn þó ójafn fyrstu 15 mfnúturnar eða svo, en skömmu fyrir hlé stóð 28-26 fyrir KR. KR lagði alla áherzlu á að gæta Þóris Magnússonar, sem tókst mjög vel. Reyndar skoraði hann 26 stig þrátt fyrir gæzluna, en einhvern veginn hafði varnar- leikur KR þau áhrif á Valsliðið, að það náði sér aldrei verulega á strik, og virtist allt vera óöruggt, bæði i samleik og körfuskotum. i hléi var staðan 41-33 fyrir KR, og framan af siðari hálfleik dró ekki svo mjög sundur með lið- unum, en smám saman tók KR öll völd á vellinum, og fyrr en varði var munurinn orðinn 20 stig, 76- 56. KR-liðið komst mjög vel frá þessum leik,og er sennilega lang- sterkasta liðið i 1. deild um þessar mundir. Ekki virðist þó vera mikil breidd i KR-liðinu, þvi hjá KR, eins og reyndar hjá ÍR lika, eru alltaf 2-3menn sem helzt fá aldrei að fara inná nema þegar húið er að ná 25-30 stiga forskoti, og 1-2 minútur eftir af leiknum. Sem betur fer sleppa þó sumir hinna ungu leikmanna við þessi illu örlög, eins og Ólafur Finnsson, sem er nýbyrjaður að leika með KR á ný eftir nokkurt hlé.Ólafur er frábær skytta og góður leik- maður og sýndi i þessum leik ágæta frammistöðu. Sömu sögu er að segja af Bjarna Jóhannes- syni, sem er orðinn einn bezti leikmaður okkar i körfubolta. Hann skoraði 28 stig, en næstur honum kom Kolbeinn Pálsson með 21 stig. Valur mætti þarna ofjarli sinum og náði aldrei að sýna hvað liðið getur, en það verður þó ljósara með hverjum leik liðsins, að þarna er á ferðinni lið, sem i framtiðinni á eftir að láta meira að sér kveða. Það er vegna hinna ungu og efnilegu leikmanna, sem Valur á nóg af. Nægir að nefna menn eins og Torfa Magnússon og Jóhannes Magnússon, sem eru 17- 18 ára gamlir, en gefa þeim eldri ekkerteftir. Auk þeirra má nefna Jens Magnússon, Kára Marisson og Stefán Bjarkason, sem ásamt Þóri Magnússyni eru greinilega á réttri leið undir stjórn Ólafs Thorlacius. gþ. Jafn leikur Vals og ÍS í leynimóti Leynimótiö svokallaöa, eöa Reykjavikurmótiö i körfuknattleik hélt áfram i kyrrþey i gærdag. Svo litið bar á mættust Va lur og í S i Laugardalshöllinni/ og eftirharða og jafna baráttu þar sem Valur hafði þó alltaf nauma forystu, sigraöi Valur meö 79 stigum gegn 76. Á undan þessum leik átti að fara fram eini leikur mótsins i kvennaflokki og þá jafnframt úr- slitaleikurinn, milli ÍR og KR, en honum varð að fresta, þar sem veðrið hindraði ÍR-stúlkurnar i að mæta til leiks. gþ VERÐ 26.956,00. ^ SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga- vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar. #Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett í fótinn og vélin saumar sjálfvirkt rétta stærö af hnappagötum. # ÞræSingarspor, alit frá 1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing. Eín ég sit og sauma Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur. Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgöir: ^Callclór -^iríkóóon^ 2o. Ármúla 1 A, sími 86-114 SIIVII 86611

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.