Vísir - 24.03.1973, Qupperneq 5
5
Vlsir. Laugardagur 24. marz 1973.
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Fyrir utan skrifstofur verkalýðsfélaganna I Kaupmannahöfn
hefur verið ös manna undanfarna daga. þar sem menn hafa verið að
vitja verkfallsstyrksins, skrafa saman og spyrja tiðinda. Eins og
gcngur og gerist verða menn þyrstir af sliku, og þá kcinur einn
„öllari” sér vel.
\ j
* V 4 j
rnm JM-Jt
í VERKFALLI
Fyrstu ummerki þessarar stærstu vinnudcilu I Danmörku (siðan
1936) gátu mcnn séð niðri við höfnina. Þar sem alla daga er jafnan
ys og þys, en allt er nú eins og lamað.
Var „Svarti september" á stjái?
Það varð uppi fótur og fit á
flugvellinum i Róm i vikunni,
þegar fannst þar taska með vél-
byssu og handsprengjum. En
við nánari athugun fundust
þrjár töskur til viðbótar I flug-
stöðvarbyggingunni (farþega-
salnum) á við og dreif. Grunur
leikur á þvi, að þarna hafi félög-
uniiir Svarta september brostió
kjarkur, þegar þeir sáu vopna-
leitartækin, og tekið þann kost-
inn að skilja föggurnar cftir.
■
„Hvíta bókin" lögð fram
Wiliiam Whitelaw,
irlandsmálaráðherra, hampar
hér á lofti „Hvitu bókinni’’ svo-
nefndu, sem lögð var fram i vik-
unni, en hún hefur að geyma
nýjustu áætlanir og tiliögur
Breta um framtiðarlausn deil-
unnar i Norður-irlandi. Það er
ekki fyrsta „bókin”, eins og
þessar tillögur liafa verið nefnd-
ar, sem lögð hefur veriö fram.
Engin þeirra hefur þó hingað til
reynzt nógu haldgóö.
Vetrarstríð í auðu
Þessi mynd er dæmigerð fyrir
æfingaaðstöðu norskra soldáta,
sem i samvinnu við Nato vinna
nú að æfingaáætlun, sem gengur
undir dulnefninu „Brauö-
karfan”. Hermennirnir eru að
æfa hernað að vetrarlagi og þar
er gert ráð fyrir sleða- og skiða-
notkun, en jörð hefur veriö auð i
Noregi að undanförnu, og þeir
verða að draga sleðana i snjó-
leysi.