Vísir - 07.10.1973, Síða 6

Vísir - 07.10.1973, Síða 6
6 Vlsir. Laugardagur 6. október 1973. VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Áskriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Skaðabótaskyldir? Fiskistofnar hafa verið ofveiddir áratugum saman á íslandsmiðum. Ef ekki hefðu komið til tvær heimsstyrjaldir á þessum tima, væri nú litil fiskveiði við strendur landsins. Hin timabundna friðun striðsáranna hefur valdið þvi, að stofnarnir eru þó nokkuð sterkir enn þann dag i dag, þrátt fyrir langvinna ofveiði á friðartimum. Heimsstyrjaldirnar ollu þvi, að erlend veiði- skip, og þá fyrst og fremst brezk, hurfu af miðunum og skildu islenzku skipin eftir ein um hituna. Þau voru ekki nógu mörg né öflug til að rýra fiskistofnana, sem tóku brátt rösklega við sér. Mestu aflaárin á íslandsmiðum hafa svo jafnan verið fyrstu friðarárin, þegar fiskiskip Breta og annarra þjóða flykktust hingað til að moka upp árangri friðunar striðsáranna. Islendingar hafa einir sér ekki ofveitt þá fiski- stofna við landið, sem erlend veiðiskip sækja i. Dæmin um styrjaldirnar sýna, að það er viðbótarálagið af völdum erlendu skipanna, sem veldur ofveiðinni. Við getum þvi lýst viðkomandi riki, og þá fyrst og fremst Bretland, ábyrg fyrir þvi tjóni, sem orðið hefur á islenzkum auðlindum af þessum orsökum. Við þurfum ekki að senda Bretum reikning fyrir ofveiði þá, sem þeir stunduðu fram að annarri heimsstyrjöldinni, úr þvi að fiskistofn- arnir fengu tækifæri til að jafna sig eftir hana. En við gætum vel sent þeim reikning fyrir þá ofveiði, sem þeir hafa stundað hér við land siðustu þrjá áratugina. Það skaðaði ekki málstað okkar að láta um- heiminn vita af þvi, hve mikið tjón við teljum hafa hlotizt af ofveiði Breta og annarra, að svo miklu leyti sem tjónið er mælanlegt i peningum. Það skaðaði ekki heldur að upplýsa brezk stjórn- völd um, hve mikið auðlindatjón hefur hlotizt að undanförnu af völdum hins vopnaða ráns, sem þau stunduðu á íslandsmiðum i sumar og haust, unz herskipin voru látin draga sig i hlé. Við vitum, að þetta tjón er mikið. Fiskifræð- ingar hafa haldið þvi fram, að hvarf erlendra veiðiskipa af miðunum mundi ekki nægja til að hressa stofnana við. Islendingar mundu jafn- framt verða að draga úr sókn sinni fyrstu árin til þess að gefa fiskistofnunum tækifæri til að ná sér á nýjan leik. Þetta gefur skýra mynd af hinu alvarlega ástandi, sem ofveiðin hefur orsakað. Það ætti ekki að vera sjálfsagt, að stórveldi geti vaðið sér að kostnaðarlausu i auðlindir þeirra rikja, sem minna mega sin. í mannlegum sam- skiptum i réttarriki væri slikt framferði kallað rán og væri bæði refsivert og skaðabótaskylt. Við gætum þvi sent brezku stjórninni reikning upp á nokkra milljarða króna fyrir ofveiði þriggja siðustu áratuga, þótt ekki væri nema til að sýna, að margar hliðar geta verið á viðræðum brezkra og islenzkra stjórnvalda um landhelgismálið. Slikan reikning yrði sennilega ekki hægt að inn- heimta. En hann gæti að vissu leyti liðkað fyrir samningum, þvi að brezk stjórnvöld virðast álita, að fórnin og tjónið sé allt þeirra megin. Þennan misskilning þarf að reyna að leiðrétta. —JK Belgar tala sitt hvort tungumáliö flæmsku og frönsku, og þar I liggur uppspretta margrar togstreit- unnar innan þjóöarinnar. Ililllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Af hálfu flæmskra manna er þessi tilskipun varin með þeim rökum, að það sé nauðsyn að verja móðurmál flæmsku þjóöarinnar, og hér sé þvl um að ræða félagslega og menning- arlega björgunaraðgerð. Flæmskir stjórnmálamenn halda þvi fram, að það sem i rauninni sé hið hneykslanlega við tilskipunina, sé sú staðreynd, að hún sé nauðsyn á árinul973. 1 mörgum atvinnugreinum i Flandern fá Niðurlendingar ekki að tala sitt eigið móðurmál, en verða i staðinn að tala frönsku. Mikilsverð skjöl eru jafnframt skráð á frönsku. Tilskipun menningarráðsins slær þvi þess vegna föstu, að at- vinnufyrirtæki í þessum lands- hluta skuli nota flæmsku bæði i töluðu og rituðu máli. Ennfremur er tekið fram, að sérstakir full- trúar skuli hafa eftirlit með þvi að tilskipuninni sé hlýtt. Brot á henni varðar sektum eða fangelsi i allt að 30daga.—Þaðereimmit þetta siöasta atriði, sem hleypir öllu i bál og brand. En þótt tilskipuninni sé stefnt gegn forréttindum frönskunnar i atvinnulifi þjóðarinnar, getur hún þó jafnframt haft I för með sér af- leiðingar, sem meðlimir menn- ingarráðsins sáu tæpast fyrir, þegar þeir festu hana á blað. Tilskipunin mun nefnilega einnig leiða af sér, að það verður ómögulegt að nota ensku eða þýzku I fyrirtækjum, sem er- Íendir aðilar hafa sett á laggirnar I Flandern. Forvlgismenn þess- ara fyrirtækja margra hafa látið i ljós, að þeir kunni að neyðast til að flytja starfsemina til annarra landshluta Belglu. Jafnframt hefur nú skapazt annað alvarlegt vandamál og það er hjá erlendu innfluttu vinnuafli. Fjöldi erlendra verka- manna, sem oft kann hrafl i frönsku, kann aðeins I undan- tekningatilvikum nokkuð I niður- landamállýzkunni. Nú er spurt, hvort þessir verkamenn verði að setjast á skólabekk til þess að leggja stund á málanám, áður en þeir geta fengið vinnu i Flandern. Teiknarar skopblaðsins ,,Pan” hugsa sér ítalska og franska yfir þjóna og matsveina leita I orða- bókum af hitasóttarkenndum ákafa eftir heitum franskra rétta og víntegunda á flæmsku. En fæstir Belgir geta ekki séð neitt fyndið við þetta nýja tungu- málastrlð. Það er heldur ekkert aðhlátursefni I rauninni, þótt það orki kannski þannig á þá, sem álengdar standa. Þvi deilan brennir belgiskt samfélag ákveðnu marki og spillir fyrir samstarfi móðurmálshópanna. Hún hefur i sjálfu sér sýnt, að það þarf ekki mikið til, svo að sam- búðin milli þessa sambýlisfólks versni. Og hve mikið má hún versna áður en hún verður óþol- andi. T veim tung- um tala þeir, fíœmsku og frönsku Eftir að allt hefur verið með friði og spekt i Belgiu um nokkurt skeið meðal íbúanna, sem tala tveim tungum, þá hafa deilur blossað þar upp á nýjan leik. Það eru þessar tvær tungur, sem eru taldar undirrót alls hins illa hjá þessari annars friðelsk- andi þjóð. Það er að minnsta kosti kjarninn i áköfustu deilun- um, sem flokkast allar undir „tungumálastrlðið”. Annar hluti þjóðarinnar talar nefnilega flæmsku, þ.e.a.s. Flæmingjar, og hinn hlutinn, Vallónar, talar frönsku. Hvoru- tveggja auðvitað ófyrirgefanleg synd I augum hins. Tilefnið að þessu sinni að deilur spretta upp, er tilskipun frá menningarráði flæmska hlutans, sem boðar, að Niðurlandamálið, flæmskan, skuli verða eina leyfi- lega málið við allar opinberar at- hafnir I Flandern, bæði skriflega og munnlega. Vinnuveitendur og vinnuþegar, sem ekki lúta þessu boöi, skulu eiga yfir höfði sér hefur breiðzt svo út, að náð hefur upp til rikisstjórnarinnar, sem hefur þó ekkert með þessa tilskipun menningarráðsins að gera. Þó er upp risinn ágrein- ingur meðal ráðherranna um, hvernig taka skuli á þessu mjög svo viðkvæma máli. Atvinnumálaráðherrann, Ernest Glinne, lýsti nýlega þvi yfir, að I framtiðinni yrði að- komuverkafólki ekki veitt starfs- leyfi, ef það sækti um vinnu I Flandern, nema ef það kynni flæmsku. Yfir slíkri málsnilld ráða þó einungis fáir Grikkir, Tyrkir og Spánverjar, sem þarna er samt urmull af á vinnu- markaðnum. Enda var forsætis- ráðherrann, Edmund Leburton, fljótur að fella þessa ákvörðun úr gildi. Æsingurinn gegn þessari til- skipan menningarráðsins hefur magnazt mjög siðustu dagana. Sllk viðbrögð eru likleg til þess að ráðiö muni leyfa, að mildilega verði gengið fram I að fylgja eftir tilskipuninni. Einstöku frönsku „mælandi” blöð hafa skrifað, að ástandið núna I kjölfar þessa minni á timana eftir orustuna um „Gullnu Flandrarar hafa oft sótt sinn fisk til islandsmiða og þá einnig þann, sem hér er verið að flaka i þessari fiskbúð I Ostende. fjársektir eða jafnvel fangeisis- vistun, og hananú. Þetta verkaði eins og olia á eld. Stærsta frönsku-„mælandi” dag- blaðið i landinu „Le Soir”, gerði þetta að umtalsefni á forsiðu sinni undir fyrirsögninni: „Frelsið er dautt”. Vallónskir stjórnmála- menn tala um gerræði og fasistiskar aðferðir og ólgan sporana” 1302. Flæmingjar báru sigurorð af Vallónum. Eftir orustuna gengu sigurvegararnir fyrir hvers manns dyr og kröfðust þess, að þeir, sem til dyra komu, segðu „Schild en Vriend” (skjöldur og vinur). A þvi ætluðu þeir að þekkja vini sina frá óvinum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.