Vísir - 20.10.1973, Page 5

Vísir - 20.10.1973, Page 5
Visir. Laugardagur 20. október 1973. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson • • • Óeirðir í Bangkok Þetta er ein af fáum frétta- myndum, sem borizt hafa frá óeiröunum i Bangkok um helg- ina sem var. Stúdentar sjást hér bera lik eins féiaga sinna, en hann haföi falliö fyrir kúlum hermanna. Fáninn, sem þeir bera, er blóöi drifinn. Stúdentar fylltust mikilli heift yfir „svik- um hersins”, eins og þeir köll- uðu það, þegar skotiö var inn i hóp þeirra, um það leyti er hóparnir voru að tvistrast hver til sins heima. Þeir sinntu ekki skriðdrekum og vopnuöu herliði, sem sent var gegn þeim. 5 fjölbýlishús í eldi Þessi svarti reykjarbólstur stafar frá ibúöarhverfi i Chelsea i Massachusettes-riki i Bandarikjunum, þar sem kom upp mikill eldur. A timabili logaði i fimm fjölbýlishúsum, og slökkviliöiö fékk ekki heft út- breiðslu bálsins. Kallaö var til hjálpar slökkviliö úr nærliggjandi héraöi til þess aö verja húsin. Hvass- viöri var, og torveldaöi þaö slökkvistarfiö. Forsetar . Þaö veröur ekki annað séö en vel fari á meö þeim forsetanum og væntanlegum varaforseta Bandarikjanna, Gerald Ford. Ford er þegar farinn að sitja ríkisfundi, þótt eftir eigi aö bera tilnefninguna undir öldungadeildina til þess að fá hana samþykkta. — Sést Nixon á myndinni setja Ford inn i málið, sem tekið verður fyrir á fundi I þaö sinnið. Einhvers staðar sunnarlega i Libanon þyrptust ibúarnir i þorpinu Nabatiyeh út til aö virða fyrir sér þetta flak af Phantom-orustuþotu tsraels, sem Sýrlendingar höföu skotiö niður. Menn héldu sig þó, eins og sjá má á myndinni, i hæfilegri fjarlægö til vonar og vara, ef eitthvaö væri ósprungið eftir i flakinu. Bretar eru æfir i garö Araba fyrir aö ætla aö taka fyrir oliuflutning til ýmissa vestrænna rikja.'ef þau styöja tsrael. Engu aö siöur halda þeir áfram að þjálfa egypzka flugmenn i meöferö þyrilvængja á borð við Sea King, sem hér sjást i Exeter i Devonshire. Pósturinn, strákar! Vinsælasti maöur i Sinaieyöimörkinni er sá, sem deilir út bréfunum aö heiman. tsraelsku hermcnnirnir á mynd- inni gefa honum varla ráörúm til þess aö opna póstpokann. tsraelskir hermenn sjást hér vera aö ferma skriödreka sinn skot- færum einhvers staöar i Sýrlandi, en ef vel er aö gætt, má sjá I gegnum grindur körfunnar eina hænu, sem varla er ,,standard”-út- búnaöur skriödreka.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.