Vísir - 11.02.1974, Side 2

Vísir - 11.02.1974, Side 2
2 Visir. Mánudagur 11. febrúar 1974. visiBsm: Finnstyöurhiðppinbera gera nóg til þess aö styrkja almennar björgunar- og hjálparsveitir? Anna Þorkelsdóttir, skrifstofu- stúlka: Nei. En það á að gera allt sem mögulegt er, til að gera vel við þessar sveitir. Mér finnst per- sónulega mjög mikið öryggi að vita af þeim. Þetta er sjálfboða- liðastarf sem aldrei verður nógu mikið þakkað. Paul Johannsson, tæknifræö.: Ég hef frekar litla hugmynd um hvað er gert fyrir þessa aðila hér- lendis. En i Sviþjóð þar sem ég hef dvalist, eru svona sveitir skipulagðar sérstaklega, og kostaðar af almannafé. Og þetta starf er mjög vel skipulagt. Húnar Þórarinsson, starfsm. hjá isal: — Já, mér finnst það. Annars hef ég litla hugmynd um hvernig slikum styrkjum er háttað. En það er mjög mikið öryggi að þessum sveitum. Félagariþeim ættu tvimælalaust að fá laun fyrir vinnu sina. Valbjörn Steingrimsson, sjó- maöur: —Nei. Að visu er ágæt fyrirgreiðsla af hendi þess opin- bera, en það vantar fjármagn frá þvi. Fjárframlögin til sveitanna mætti auka mikið. Sigurjón Vilhjálmsson, sölu- maður hjá Skeljungi: — Nei, og t.d. mætti styrkja hjálparsveitir skáta mun meira en gert er. Þær þjóna mun margþættara hlut- verki en t.d. slysavarnafélögin, sem hafa lika betri rikisframlög. Jón Þorsteinsson, kennari: — Ég er ekki nákvæmlega kunnugur hversu mikill hlutur þess opin- bera er i tekjum sveitanna. En það er nauðsynlegt að sá hlutur sé góður/þarsem þessi starfsemi er i þágu almennings. Tœknilega framkvœmanlegt — fjárhagslega hagstœtt Hækkun á olíuverði ligg- ur mjög í loftinu þessa dagana, og reyndar eru ekki nema fáar vikur siðan olía hækkaði umtalsvert, t.d. olia til húsahitunar. Nú, þegar kreppa hefur orðiö í oliumálum á Vesturlöndum, og menn óttast, að ekki verði jafn- auðvelt og áður að fá olíu frá þeim ríkjum sem ráða yfir olíulindum, rjúka þeir upp til handa og fóta, sem ekki kynda hús sín með hvera- eða borholuvatni. Fjórðungssamband Vest- firðinga hélt t.d. stjórnarfund með alþingismönnum fjórðungs- ins i janúar s.l. og var m.a. rætt um áætlaða útgjaldaaukningu Vestfirðinga vegna hækkunar á gasoliuverði. Segir i ályktun frá ráðstefn- unni, að ráð sé fyrir þvi gert, að gasoliuverðið verði komið i 16,00 kr. fyrir mitt þetta ár. Um mitt siðasta ár var þetta verð 5,30 kr. Þessi áætlun Vestfirðinganna er kannski ekki fullkomlega raun- hæf miðað við þorra þeirra Is- lendinga, sem enn kynda hús sin með oliu. Vestfirðingarnir full- yrtu á stjórnprfundi sinum, að mismunur á kyndingarkostnaði húsa sem kynt eru með oliu og þeirra sem hitaveitu njóta verði eftir hækkunina 120.150,00 kr. Og i framhaldi af þessu, álita Vestfirðingarnir að brúttótekjur fyrirvinnu heimilis, sem oliu kaupir þurfi, ef miðað er við nú- verandi skattlagningu, að vera 240-250 þúsund krónum hærri en þeirrar fyrirvinnu, sem á hita- veitusvæði býr. Rétt er að benda á, að þessar tölur frá Fjórðungssambandi Vestfjarða eru án efa nokkuð djarft áætlaðar, þótt þær hljóti að vekja ugg með oliukaupendum. Olían þrisvar sinnum dýrari Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Reykjavikur og Orku- stofnun, þá kostar það tæplega 10.000 krónur á ári, miðað við nú- gildandi verð Hitaveitunnar, að kynda húsnæði meðalfjölskyldu — þ.e. um 100 fermetra ibúðar- húsnæði. Sams konar húsnæði er mun dýrara i rekstri, ef það er kynt með oliu. Oliulitrinn er nú seldur á 7,70 kr. og meðaleyðslan er áætluð vera um þrjátiu þúsund krónur. Sennilega er þetta vægt áætlað — en hjá Orkustofnun sögðu þeir að i Reykjavik kostaði hitaveitan um 27% af oliu- kyndingarkostnaði. Reyndar er þetta hlutfall hærra viðast hvar annars staðar, þar sem hitaveita Reykvikinga er ódýrust hitaveita á landinu. Kannski lagast þetta hlutfall eitthvað á næstunni oliukaupend- um i hag, þar sem fyrir iiggur beiðni Hitaveitunnar um hækkun á gjaldskránni um 13,6%. Það er hins vegar ljóst, að ekki þarf lengi að velta fyrir sér dæminu til að Það þarf ekki lengi aö velta fyrir sér dæminu til aö komast aö þeirri niöurstöðu að þjóðin mun græða margfalt hvern þann eyri sem i hitaveitu og virkjun jarövarma er lagður. ‘ LESENDUR HAFA ORÐID & Hví hverfa þeir allir? Þorsteinn Brynjar skrifar: að stjórnendur dagskrár sjón- skránni og hætta með framhalds- ,,Það hefur vakið undrun mina, varps skuli kippa út af dag- þætti — svona yfirleitt um svipað Horft from á veginn Oft er svo i veruleikanum, að um áramót sé fleira á kreiki en hollvættir. Þar hefur þjóðtrú lengi lagt að glæðum með sögn- um og söngvum um tröll og forynjur, drauga og alls kyns óvætti. Ennþá er það svo, að flest eru slysin óg fáránlegastir glæpir um langar skammdegisnætur. Nú vita samt flestir, að allt óvættatalið er eingöngu likinga- mál. Það erum við sjálf, ung, eða gömul, sem bregðum okkur ósjálfrátt eða sjálfrátt i gervi óvættanna, hvort sem það hétu nú draugar eða tröll. Við getum birzt i allra kvikinda liki. Nú er gengið með morðtól eða sprengjuur, læðzt eða stokkið, hvislað eða öskrað eftir atvik- um. Stundum ekið i bifreiðum i brjálsemisköstum eða laumazt að húsabaki, siðan brotið og bramlað, eytt, meitt, stolið og falsað, en umfram allt vakin skelfing og gremja, reiði og hatur i annarra hug og hjörtum. Myrkfælni er til enn, þótt hún sé i annarri mynd undir öðrum forteiknum. Stundum viröist hún verri plága en áður, meðan draugarnir voru ekki áþreifan- legir, eins og þeir eru nú, jafn- vel á strætum borgar i ljósadýrð jóla. Þvi miður er þetta svona, þegar horft er fram á veginn. 1 upphafi hátiðarársins 1974 — En i gamla daga myrkfælninnar lagðist likn með þraut. Þá var lika kennt og sungið um varðengla við veginn. Ofl og krafta, sem myrkraöflin unnu ekki á, nema þá alveg með sér- stökum ráðum. Oll vitum við hver er sú uppsprettulind, sem eflir allar illar vættir á Islandi. Það er eitrið, sem með lögum, leyf- um eða án laga og leyfa er byrlað jafnt ungum sem öldn- um á lymskulegan hátt. Og varðenglarnir eru enn til á þessum vegum. Þeir áttu lika kraftúppsprettur til eflingar i sjálfri lind lifs og ljóss. Megi þeir enn og alltaf sækja þangað þrek og þrótt, sem þrjóti aldrei, heldur eflist við átökin. Hér skulu nefnd nokkur þeirra afla, sem eiga að standa vörð sem vökusveit og horfa glögg- skyggn fram á veginn varna slysum og voða, vara við hætt- um, hjálpa særðum, leiðbeina villtum: Afengisvarnaráð, Góðtemplarareglan, islenzkir Ungtemplarar, Bindindisráð kristinna safnaða, Landssam- bandið gegn áfengisbölinu, AA- samtökin ... og sjálfsagt miklu fleiri. Allt þarf þetta vökulið að horfa fram á veginn þetta hátiðarár með forsjá og glöggskyggni. Mætti vonast til þess að rikisstjórn og þjóðhátiðarnefnd hefðu það með i ráðum. Arelius Nielsson. leyti og fólk er fyrst farið að hafa verulegt gaman af þeim og farið að fylgjast með þeim af áhuga. Þannig virðist ætla núna að fara fyrir Hammondbræðrunum, eins og fór t.d. fyrir Valdatafli, Bragðarefunum, Harðjaxlinum (og ég man ekki eftir fleiri i svipinn, og held varla, að sjón- varpið hafi boðið upp á fleira álika gott). Rétt cr að geta þess að Valdatafl hefur göngu sina á ný i sjónvarp- inu i þessari viku, annað kvöld.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.