Vísir - 11.02.1974, Page 7

Vísir - 11.02.1974, Page 7
Visir. Mánudagur 11. febrúar 1974. cTWenningarmál Auðvitað var hún fermd Stefán Júliusson: ÍIAUSTFERMING Skáldsaga Setberg 1973. 160 bls. Að sinum hætti er þetta lipurlega stiluð og saman sett skáldsaga — það má vel vera að hún sé best af bókum Stefáns Júliussonar um ung- linga á gelgjuskeiði frá undanförnum árum. Þær eru orðnar fjórar talsins. Og þar fyrir utan hefur Stefán skrif- að einar sjö, átta skáld- sögur handa börnum og unglingum. Aö sinum hætti segi ég af þvi að mér finnst um býsna litinn raun- verulegan skáldskap að ræða i Haustfermingu. Sjálfsagt er at- burðarás og fólk i sögunni frjáls tilbúningur höfundarins. En hvort tveggja er til þess samið að leiða vandamál fyrir sjónir lesandans og benda á lausn þess. Þannig séð er það mesta sólskinssaga sem Stefán Júliusson segir þótt sögu- efnið sé vissulega alvörugefið, byggt á raunverulegum vanda- málum. Ferming, barnshöfn, gifting Eins og undanfarnar sögur Stefáns Júliussonar fjallar Haustferming um ungling á glap- stigum, Sólveigu sem á að fara að fermast, en er i rauninni full- þroska stúlka, fjarska fönguleg. Sólveig hefur lent i solli og vand- ræðum, tollir ekki i skóla né vinnu né sveitinni fyrir austan hjá frænda sinum. Móðir hennar vill endilega að hún fermist, en Sól- veig neitar að ganga til prestsins. Það verður málamiðlun þeirra að fá Ásgrim kennara hennar úr barnaskóla, til að búa Sólveigu undir ferminguna. Það er á meðal annarra orða eftirtektarvert hve Stefán Júliusson lætur sig ferm- ingu miklu skipta: ef ég man rétt fyrri sögu hans, Sólarhring, spannst mikið mál úr þvi hvort pilturinn i þeirri sögu ætti eða ætti ekki að láta fermast. Og auðvitað var hann fermdur! En frá þessari handleiðslu og farsællegum lyktum hennar segir sem sé sagan. Ásgrimur, fjarska vanafastur, kannski svolitið skoplegur piparsveinn, er tregur til i fyrstunni, en lætur smám- saman ánetjast þessu viðfangs- efni, sumpart af umkomuleysi móður hennar, en sumpart og einkum af þokka Sólveigar sjálfr- ar, svo barnslegar og kvenlegar i senn. Nú kemur upp úr kafinu að Sólveig hefur ekki bara lent i solli, hassi, áfengi, og reykingum með unglingum á sinum aldri. og meira að segja með könum, held- ur er hún orðin ólétt. Það er að visu allt i siðsemi: hún hefur eignast kærasta um sumarið á undan og er nú barnshafandi eftir hann. En meinið er að kærasti veit hvorugt, að hún á að fara að fermast, er ólétt, hann veit ekki betur en hún sé sextán ára gömul. Það verður nú hlutskipti Ásgrims, með fermingarundir- búningnum, að leiða unglingana saman á rétta götu, kenna þeim að gera sér grein fyrir sinum eig- in tilfinningum hvort til annars. Það tekst nú bærilega. Og svo er að sjá sem eitthvað hafi hlánað innra með piparsveininum við þessi viðskipti. Að sögulokum hefur hann fengið augastað á móður Sólveigar gervilegri ekkju á fertugsaldri, og sann- kristinni konu. Undir ferming- unni mætast hendur þeirra — og þau fundu bæði og vissu að þetta handtak var til frambúðar. Ótti, angist, lotning Ef taka ætti Haustfermingu fyrstog fremst sem einhvers kon- ar úttekt eða útlistun unglinga- vandamáls er sá ljóður á sögunni að vandkvæði Sólveigar virðast rista tiltölulega grunnt og vera auðleyst. Það er að skilja að laus- ung hennar og villingsháttur stafi einkum af óhæfilégu sjálfræði og cftirlæti miklu i bernsku, það sem hana skortir er föðurlegur agi og forsjá. Það lætur Ásgrimur henni i té. Og það er að sjá sem kærasti, barnshöfn, lerming nægi til að koma henni á rétta braut: að sögulokum hefur hún uppi áforrn um að snúa sér nú að skólanámi sinu meðan fæðingarinnar er beð- ið. Sólveigu skortir hvorki greind né dugnað ef hún viil taka til þess og býr i rauninni við ákjósanlegar kringumstæður, elskandi móður og frændfólks, fyrir nú utan tilvonandi stjúpa. Áreiðanlega hiilir i framtiðinni undir trúlofun og giftingu — þegar hinir ungu og efnilegu foreldrar hafa þroska til þess. Sem skáldskapur, saga liður Haustferming einnig baga fyrir þessa efnislegu einfeldni, hversu auðleysur vandi hennar i rauninni er. Hitt er samt verra að höfundi er ansi ósýnt um persónusköpun, mannlýsingar hans verða aldrei nema einfaidar manngervingar, einkum látnar uppi með siendur- teknum kækjum og talsháttum. Ásgrimur kennari segir ,,uhm’’, ..stúlkan góð” og „pilturinn góði” og svo ,,hóf hann upp hægri hönd- ina”. Séra Guðmann segir ,,satt að segja næsta” i annarri hverri setningu eða svo. Lýsing Sólveigar samanstendur einkum af glannalegum orðaforða og Stefán Júliusson. klæðaburði, föngulegum likams- vexti hennar. Pilturinn er litið nema koldökkur lubbinn. móðirin ekkert nema kvenlegt umkomu- leysi. Hún mænir agndofa á Ás- grim þegar gengið hefur í'ram af honum og hann tekur til við að typta dóttur hennar ,.með heljar- höggum" — i tillitinu ótti og ang- ist og vottur lotningar um leið. segir þar. Það er i stystu máli fjarska torvelt að festa trú á persónum sögunnar sem lifandi fólki, vanda þess sem raunveru- legum vanda. Þar fyrir er efni Haustferming- ar skýrlega lýst og sagan greið- lega rakin til loka. Ritháttur Stefáns Júliussonar ér jafnati settlegur. alveg útmálandi. segir hug sögufólks til botns til að efnið verði nógu ljóst. Unglingum sög- unnar er lýst af góðvild. vilja til skilnings en forðast fordæmingar. og sjálfsagt má segja að sögulok- in tjái ..trú á æskuna". manndóm hennar þegar á reynir. Samt eru viðhorf sögunnar við uppeldis- og hjúskaparmálum furðu ihalds- söm ef að er gáð. Og er ..trúin á æskuna” eins og henni er hér lýst. nokkuð annað en skálkaskjól — leið að vikja frá sér raunveruleg- um unglingavandamálum okkar daga sem vissulega væri verðugt viðfangsefni i skáldskap? / FYRSTU PCRSÓNU EFTIR ÓLAF JÓNSSON Hrafn Gunnlaugsson: ASTARLJÓÐ llelgafcll 1973. 80 bls. DJÖFLARNIR Almenna bókafélagið 1973. 61 bls. Hrafn Gunnlaugsson er undarlega hávaða- samur ungur höfundur. Það sem mest hefur kveðið að af ljóðagerð hans var lika flokkur ástarljóða sem höfundur flutti á sinum tima i sjónvarpi ásamt með POPP-músik. Með öll- um sinum fyrirgangi, eða ef til vill vegna hans, varð ansi gaman að þessum sjónvarpsþætti. Hrafn hefur lika vakið á sér eftirtekt fyrir hluttöku sina i ýms- um útvarpsþáttum, þar á meðal hinu vinsæla útvarpi Matthildar, og hann hefur samið leikrit fyrir útvarp og sjónvarp. Sjónvarps- leikrit hans, Klámsaga af sjón- um, fékk i fyrsta lagi meðmæli dómnefndar i leikritakeppni Leikfélags Reykjavikub á 75 ára afmæli þess, og i öðru lagi þá upp- hefð sem kemur að utan, vin- gjarnlegar blaöaumsagnir um sýningu leiksins i sænska sjón- varpinu. skilvislega þýddar og birtar i blöðum hér heima. Þvi miður sá ég ekki Klámsögu af sjónum þegar hún var sýnd i sjónvarpinu. Aftur á móti heyrði ég i fyrra ,,farsa fyrir útvarp” eftir Hrafn ærustufullan gaman- leik sem sumpart minnti á upp- átækin i Matthildi, fullur með smellnar og kostulegar hug- myndir, en úrvinnslan að mig minnir öll á ringulreið. Brjálað, brjálað Þau tvö kver sem Hrafn Gunn- laugsson birti fyrir jólin eru sem sé engan veginn fyrstu verk hans fyrir almenningssjónum þótt þau séu hans fyrstu bækur. Og fyrir utan þao sem fyrr var talið hefur hann birt sitthvað efni i blöðum og timaritum. En nýju bækurnar, ljóðasafn og stutt saga, riða eng- an baggamun um orðstir hins unga höfundar, bæði tvö formlitil mælskuverk. Satt að segja valda Astarljóð Hrafns beinum von brigðum, svo öldungis ögunarlaus Hrafn Gunnlaugsson. sem þau eru, bæði mál og still þeirra og allt hugmyndafar, að þvi leyti sem i það verður ráðið. Mér að minnsta kosti fannst flokkur hans, Ástarljóð til litlu reiðu sólarinnar minnar, miklu áheyrilegri i sjónvarpinu, en þau reynast læsileg á bókina, ef til vill af þvi að þar gafst aldrei ráðrúm til að staldra við einstakar hendingar né heil ljóð. Fyrir- gangur his munnlega flutnings, myndefnið og tónlistin dró i svip dul á það hversu veikgerður text- inn sjálfur er. Þar fyrir má þaö vera að styrk- ur Hrafns felist i sjálfri mælsk- unni, tilraun hans að yrkja hvers- dagsmáli, dagsdagiegu myndefni i og með ibornara ljóðmáli — ef honum bara tækist að koma við efnið aga forms: Allt er brjálað. Brjálað. Fugíarnir hrjálast i trjánum og skrikja sig liása og kófsvcittur klakinn stynur af sólsting. Allt er brjálað. Brjálað. En cg stökkvi kaldri skynsemi á brennandi ást mina og brosi hæversklega i þykkum frakka mcð fallcgt bindi i bursluðum skóm meö brot i buxum og uppbúinn sakleysissvip, segir t.d. i fyrsta ljóðinu i þessum flokk, og þessi sami tviveðrung- um tilfinninga- og hversdagslifs kemur miklu viðar við sögu i ljóðum Hrafns. En mikið vantar enn á að honum takist að semja þessu né öðrum viðfangsefnum sinum sannfærandi ljóðmál. Grænn i framan Ástir, lifsnautn koma eins og vonlegt er mikið við sögu i ljóðum Hrafns Gunnlaugssonar, einatt sem kynferðis-og brennivinsmál. Sama gildir um sögu hans. Djöfl- ana sem að stofni til gæti verio raunsæisleg frásaga um' sumar- ævintýri i sveitinni, lifsþreyttan borgarbúa sem finnur endurlausn og fuilnægju sina i faðmi sak- lausrar sveitastúlku i sögunni öðru nær hjá Hrafni. Hinn ein- kennilegi mælingamaður sem frá er sagt i sögunni verður öllu held- ur fyrir þvi að heillast á vald trölla og vætta i sögunni i gervi kotkarls og sveitastelpu. Þeirra viðskipti verða nú heldur en ekki hrikaleg og lýkur með tröllslegu fyllirii: þaðan flýr sögumaður að lokum. grænn i framan og með spýjuna i kverkunum, útbrunninn draum sinn um hina hreinu, fögru og náttúrlegu ást — ef þaö var þá það sem hann dreymdi. Það sem hún nær með öfgum sinum og ærustu. finnst mér þó rr.eira gaman að sögunni en ljóð- unum. En ansi er sögumaður sjálfur óljós, óskilgreind figúra — rétt eins og fyrsta persóna ljóð- anna að sinu leyti. Djöflarnir er mjög snoturlega gert litið kver i nýju smábókar- sniði scm vonandi er að Almenna bókafélagið haldi áfram á fleiri bókum. Ástarljóð eru hins vegar úrgefin i tötralegasta venjusniði ljóðabóka. Snyrtivörunómskeið Kaupmannasamtök islands gangast fyrir námskeiði fyrir það fólk sem hefur áhuga á snyrtingu og störfum i snyrtivöruverzl- unum. Á námskeiðinu verður m.a. kennd með- ferö og notkun snyrtivara, auk þess verða helztu tegundir snyrtivara kynntar. Nám- skeiöiö stendur yfir frá 16. febrúar til mánaðamótanna april-mai. Lágmarks- aldur þátttakenda er 18 ár. Þátttaka til- kynnist á skrifstofu Kaupmannasamtaka islands að Marargötu 2, Reykjavik, i sima 1!):}!)() og 15841 dagana 12., 13. og 14. febrú- ar. Kaupmannasamtök íslands.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.