Vísir - 11.02.1974, Qupperneq 24
Handslökkvitœki og árvekni
björguðu Kassagerðinni
—munaði litlu að stórbruni yrði
„Varla hœgt
aðanda vegna
snjókófsins
— Stórhríð ó Akureyri um helgina.
w
Ofœrð um allan bœ,
og sums staðar 2ja metra hóir skaflar
Þeir á Akureyri fengu
svo sannarlega að finna
fyrir veðrinu um helgina.
//Það var varla hægt áð
anda vegna snjókófsins,"
sagði lögreglan þegar við
ræddum við hana í morg-
un. Bílar sátu fastir á f jöl-
mörgum stöðum, og þó að
gerðar væru tilraunir til
þess að losa þá, fennti þá
óðar í kaf á nýjan leik.
Menn héldu sig mest inni viö,
sagði fréttaritari okkar á Akur-
eyri, Arnar Einarsson, þegar við
höfðum samband við hann i
morgun. Engin umferð var nema
vegheflar og snjóbilar. Stórhriö
hófst á iaugardaginn um hádegi
og stóð þar til um klukkan fimm i
morgun, en þá fór aö stytta upp.
Núna er fegursta veður á
Akureyri, en ófærð um allan bæ.
Snjóruðningstæki fóru í gang
þegar i gærmorgun snemma, en
hálfilla gekk að ryðja og moka
vegna hriðarinnar. I morgun var
að sjálfsögðu verið að moka og
ryðja alls staðar. Var mæting góð
i skólum og vinnustöðum, þrátt
fyrir ófærðina.
A laugardag var haldið
skiðamót á Akureyri i Hliðarfjalli
en það fór út um þúfur vegna veð-
urs, og tók það tvo tima að kopia
fólki niðureftir i bæinn. Tveir
dansleikir voru haldnir, i Sjálf-
stæðishúsinu og Alþýðuhúsinu, og
varð að flytja fólk með aðstoð
Flugbjörgunarsveitar og snjóbila
heimleiðis. Sömuleiðis úr
leikhúsinu. Var þeim flutningum
ekki lokið fyrr en klukkan að
verða sex morgni sunnudags.
Nokkrum smásamkomum var
hreinlega aflýst vegna veðursins.
Anzi hvasst var á köflum og skóf
þá mjög mikið. Er þetta versta
veður sem gengið hefur yfir i
vetur hvað ófærð snertir, og eru
viöa mannhæðar skaflar og vel
það i bænum. Sums staðar má
jafnvel finna 2ja metra háa
skafla, og skóf til dæmis mikið á
flugvellinum. En fljúga átti til
Akureyrar i morgun og var þá
búið að ryðja brautir. A nokkrum
stöðum skóf fyrir dyr, og voru
dæmi um það þegar byrjað var að
ryðja á götum.
Rafmagn var i góðu lagi þrátt
fyrir hamaganginn i veðrinu, og
lét engan bilbug á sér finna alla
helgina. Oðru máli gegndi um
sjónvarpið, sagði Arnar. „Það fer
fljótt að bera á truflunum ef
bliðan fer af, en þeir eru vist að
koma fyrir sterkari og betri sendi
hér núna”.
— EA
„Þaö er tvímælalaust fyrst og
fremst árvekni vaktmannsins,
og kunnátta hans á notkun
handslökkvitækja sem hefur
komið I veg fyrir aö þetta yrði
alvarlegra”, sagði Rúnar
Bjarnason slökkviliðsstjóri i
viðtali við Visi í gær.
Eldur kviknaði á pappalager
Kassagerðar Reykjavikur um
miðjan dag i gær. Eldurinn kom
upp við þakið á lagernum,
þannig aö brunaaövörunarkerfi
hússins varð hans ekki vart.
Vaktmaður er i húsinu, og fann
hann brunalykt. Þegar hann
kom að eldstaðnum logaði glatt
i pappanum, og hafði eldurinn
teygt sig niður undir gólf.
Vörðurinn notaði tvö hand-
slökkvitæki á eldinn og tókst að
vinna talsvert á eldinum.
Hringdi hann að þvi búnu i
slökkviliðið.
„Við kölluðum samstundis út
aukalið, þvi þegar kviknar i
svona fyrirtækjum, er ekki
þorandi að taka neina áhættu”,
sagði Rúnar slökkviliðsstjóri
ennfremur.
Skemmdir af völdum eldsins
urðu ekki miklar. Rúnar sagði
að óhætt væri að hrósa Kassa-
gerðinni fyrir sérstaka árvekni I
brunavarnamálum. Slökkvitæki
eru um allt húsið, og svo bruna-
aðvörunarkerfi. Vaktmenn hafa
og sótt sérstök námskeið i með-
Þarna upp undir þakinu kviknaði eldurinn, Hann breiddist svo út
á furöanlegan hátt, þ.e.a.s. niður eftir pappastæöunni. Tii að
fullvissa sig um að eldur leyndist ekki neinsstaðar, var
klæðningin á þakinu rifin frá að hluta.
ólafur Sigurðsson vatkmaður
með slökkvitækið sem hann
notaði til að halda eldinum í
skefjum.
Þetta tæki er vatnstæki, en
Ólafur notaði einnig kolsýru-
tæki. Ljós. Bjarnleifur
ferð slökkvitækja hjá slökkvi-
liðinu.
-OH
^ ji ;jp
Mánudagur 11. febrúar 1974.
Afbrotamál
á glapstigum
— ýmsar smáskýrslur,
en engin heildarskýrsla,
segir yfirsakadómart
„Auðvitað er það mikil vöntun
að hafa ekki fullkomnar talna-
skýrzlur um ástandið i afbrota-
málum hér á landi. Ef það ætti að
vinna slíka skýrslu, hvort sem er
fyrir Reykjavik eingöngu, eða allt
landið, þá þyrfti til sérstakan
, mannskap”, sagði Halldór
Þorbjörnsson yfirsakadómari i
Reykjavik i viðtali við blaðið.
Það kom fram í erindi sem
Hildigunnur Ölafsdóttir hélt á
fundi um afbrotamál unglinga
fyrir nokkru að afbrotaskýrslur
eru ekki til yngri en frá ’68.
„Án þess að ég viti gjörla hvaða
skýrslur það eru sem Hildigunnur
á þarna við, þá get ég þó sagt að
hjá Sakadómi Reykjavikur hafa
verið gerðar ýmsar skýrslur á
undanförnum árum. Við höldum
einnig gögnum til haga, sem
varðveita upplýsingar. En það er
ekki um neina fullkomna skýrslu
að ræða”, sagði Halldór
ennfremur.
Fjárveiting hefur aldrei verið
fyrir hendi til gerðar skýrslu um
afbrotamál. Hagstofan hefur
gefið út dómsmálaskýrslu, en
seinasta árið sem sú skýrsla
fjallar um, er ’68 og siðan
hefur dómsmálaskýrsla ekki sést.
Útkoma dómsmálaskýrslu
Hagstofunnar féll einnig niður i
nokkur ár.
„Við hjá Sakadómi höfum
dómsmálaskrá, og skrá yfir
afgreidd mál. Ahuginn á að koma
afbrotatölum á hreint er mikill.
Það þyrfti að gera það, svo við
getum t.d. fengið samanburð viö
erlendar skýrslur af sama tagi”,
sagði Halldór að lokum. —óH
LOKUÐ
INNI í
TVO
TÍMA
— búðarhurðin var opin,
en skelltist í lás þegar
konan var komin inn
Bank i rúðu náöi eyrum vegfar-
anda, sem gekk niður Banka-
strætið klukkan rúmlega fimm á
laugardaginn.
Hann leit i kringum sig til að
athuga hvaðan hljóðið kæmi. Sá
hann þá að kona stóð fyrir innan
dyrnar á verzluninni Foss, sem
stendur i Bernhöftstorfunni.
Bankaöi hún sem ákafast i
rúðuna. Með bendingum og
hrópum tókst henni að gera
manninum skiljanlegt að hún
væri lokuð inni.
Maðurinn fór niður á
Miðborgarlögreglustöð, og
tilkynnti þetta. Strax var hafizt
handa um að finna verzlunar-
eigandann, en það gekk erfiðlega.
Loks haföist þó upp á honum og
hann kom og opnaði.
Varö konan frelsinu ákaflega
fegin, þvi þá hafði hún þurft að
dúsa inni i verzluninni i tvo
klukkutíma.
Astæðan fyrir innilokuninni var
sú að konan kom aö verzluninni
opinni eftir hádegið á laugar-
deginum. Gekk hún inn i þeim
erindum að gera innkaup. Hurðin
skellst á eftir henni, og læstist.
Aðeins er hægt að opna með
lykli, og varð konan þvi að gjöra
svo vel að biðaþar.til hjálp barst.
Verzlunareigandinn viður-
kenndi aö gleymzt hefði aö læsa
hurðinni þegar verzlunir var yfir-
gefin um hádegið. —ÓH
Varnarmálin:
VIÐRÆÐUR
DRAGAST ENN
Enn dragast viðræður
islcnzkra og bandariskra
stjórnvalda um varnarmálin.
Talað hafði verið um það fyrir
jólin, aö næsta lota viðræðnanna
mundi veröa fljótlega upp úr
áramótum. Hannes Jónsson,
blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar,
sagði í morgun, að ekki hefði
verið ákveðiö, hvenær fulltrúar
rlkjanna ræddust viö næst. Aug-
ijóst er, að það verður ekki i
bili. Þing Norðurlandaráðs
stendur 16.-20. þessa mánaðar,
og verða þar einir fjórir
Islenzkir ráðherrar. Verður þvi
vafalaust ekki af viðræðum um
varnarmál fyrr en eftir þann
tfma.
Hannes sagði annars um
varnarmálin, að „stefnan væri
óbreytt og staðan óbreytt”.
— HH