Vísir - 04.03.1974, Qupperneq 1
VISIR
(>4. árg. — Mánuclagur 4. marz 1974. — 53. tbl.
Gullfoss orðinn Lokuðu skólum í
hvítur, — og í flutningum til Mekka . . — baksiða morgun vegna óveðurs — baksíða
«■■«<* RISAÞOTA DRCIFÐIST
flugslysi YFIR 15 m SVÆÐI
Byrjað að
höggva
Varla hafa menn
fengið nokkrar krón-
ur útborgaðar i
kauphækkunum,
þegar stórt stykki er
höggvið úr kjarabót-
unum með hrikaleg-
um verðhækkunum.
Búvörur hækka i
dag töluvert meira
en kaupið hefur
hækkað. Á einni viku
hefur hver hækkunin
rekið aðra, bensin og
olia, farmgjöld og
fleira. Þetta er að-
eins byrjunin.
Stjórnvöld ætla að
láta verðbólguskrúf-
una rása.
Sjá leiðara á bls. 6
Fimmtán ára
kœrir nauðgun
baksíða
Aðkoman i Ermenonskógi fyrir utan Paris var hræöileg. Siökkviliðsmenn og lögregluþjónar söfnuðu llkamsleifunum i plastpoka og
urðu þeir oft að taka sér hvild frá þvi óhugnaniega starfi. Brakið úr vélinni, farangurinn og siöast en ekki sizt fólkið sjálft var dreift um
allan skóg.
„Hún fór mjög hratt
niður. Hávaðinn frá þess-
um risafugli vakti athygli
mina. Ég leit upp og sá
vélina fara beint niður með
ofsahraða. Ég missti
sjónar af henni, þegar hún
hvarf á bak við nokkur tré.
Síðan gaus upp mikið eld-
haf."
Þetta er lýsing Maurice Lhote á
þvi, hvernig tyrkneska risaflug-
vélin DC-10 hrapaði til jarðar rétt
fyrir norðan Paris gær. Lhote og
kona hans voru um hádegisbilið á
sunnudagsgöngu i skóginum, þar
sem slysið varð og 345 manns biðu
bana.
Lýsingar björgunarmanna á
slysstaðnum eru mjög dapurleg-
ar, þvi að vélin tættist algjörlega i
sundur og brot úr henni og annað
dreifðist yfir 15 kilómetra svæði.
Taliö er vist, að allir i vélinni hafi
farizt samstundis og likin
splundruðust um slysstaðinn.
I Tyrklandi varð þjóðarsorg, og
Pompidou Frakklandsforseti
sendi samúðarkveðjur til Tyrk-
landsforseta og Breta-
drottningar, en flestir farþeganna
voru Bretar, sem fóru um borð i
vélina vegna verkfalls á
Heathrow-flugvelli við London.
Fréttir i morgun hermdu, að
ekki væri óliklegt, að sprengjum
hefði veriö komið fyrir i flug-
vélinni ?f hryðjuverkamönnum.
I ööru mesta flugslysi sögunnar
fórust um helmingi færri eða 176
manns.
Nánar er sagt frá flugslysinu á
bls. 5.
-BB-
Hvað finnst samningamönnum um verðhœkkanirnar?
„HRÆDDUR UM AÐ KJARABÆTURNAR
VERÐI FLJÓTT TEKNAR AF FÓLKINU
— segir Runólfur Pétursson, sem átti sœti í 30 manna samninganefnd ASÍ
„Þetta eru háar og
##
eru
Ijótar tölur. Ég er hrædd
ur um, aö kjarabæturnar
veröi fljótt teknar af
fólkinu," sagði Runólfur
Pétursson, formaður
Iðju, félags verk-
smiðjufólks í morgun um
hækkun á verði land-
búnaðarvara.
Hækkunin er talsvert yfir 20
prósent og fer allt upp i rúm 30
prósent. Þetta er talsvert meiri
hækkun en kauphækkunin varð i
siðustu kjarasamningum.
En höfðu samningamennirnir
ekki gert ráð fyrir, að
kauphækkunin færi að miklu
leyti út i verðlagið? spyrjum við
Runólf.
Runólfur segist ekki hafa
búizt við svona voðalegum og
skjótum hækkunum. Samninga-
menn hafi ekki talið, að
verðbólgan tæki svo fljótt við.
,,Ég óttast, að kauphækkunin
verði fljót að fara út i
verðlagið,” segir hann. „Þetta
er vist þvi miður aðeins for-
smekkurinn. Meira kemur á
eftir.”
Runólfur átti sæti i samninga-
nefnd ASt.
Verðlagningu búvara er
þannig háttað, að verðið hækkar
til samræmis við kauphækkanir
og aðra kostnaöaraukningu.
Það kemur þvi ekki á óvart, þótt
verðið hækki sem svarar
kauphækkun, en þessi mikla
hækkun búvara kemur á óvart.
Runólfur minnti á
veröhækkun á bensini og aðrar
hækkanir á þessari tæpu viku,
sem liðin er frá kjarasamning-
um.
Snorri Jónsson, forseti
Alþýöusambandsins sagði i
morgun, að ASl hefði ekki átt
fulltrúa i nefndinni, sem verð-
leggur búvörur, siðan i fyrra.
Þá hefði verðhækkun búvara
verið flýtt, þannig aö hún fylgdi
kaupinu strax, ella hefðu þær
ekki hækkað fyrr en eftir þrjá
mánuði.
-HH.
m