Vísir - 04.03.1974, Side 6
6
Vfsir. Mánudagur 4. marz 1974.
VÍSIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ititstjójnarfulitrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Ilelgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11 (i<»0 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur
i lausasölu kr. 25 eintakið.
Blaðaprent hf.
Byrjað að höggva
Verðhækkunarskriðan i kjölfar kauphækkan-
anna hefur ekki látið á sér standa. Varla höfðu
nokkrar krónur af kauphækkunum komið i vasa
launþega, þegar verðbólguskrúfan fór af stað.
Landbúnaðarvörur hækka i dag i verði, ekki að-
eins um það, sem hækkuðu kaupi nam, heldur
talsvert meira.
Þessar hækkanir fylgja á eftir hækkunum, svo
sem á oliu og bensini og hækkun farmgjalda i
siðustu viku.
Kauphækkunin, sem um var samið i kjara-
samningunum, er nokkuð misjöfn eftir starfs-
greinum og hæð launa. Talið er, að kauphækkun-
in nemi 18-20 prósentum á mann að meðaltali,
þegar búið er að deila henni á allan hópinn. Þeir
lægst launuðu fá sumir hverjir eitthvað yfir 20
prósent.
En hækkun landbúnaðarvara i dag er allt upp i
rúm 30 prósent i sumum tilvikum.
Nýmjólk hækkar um 28,9 prósent, rjómi um
21,3%, smjör um 30,4%, ostur 23,3%, súpukjötið
um 22,9%, kótelettur um 23,2%, svo að dæmi séu
tekin. Þannig er þessi hækkun öll talsvert meiri
en þau 18-20 prósent, sem verkafólk fékk i
kauphækkun að meðaltali.
Orsökin er sú, að aðeins hluti af verðhækkun
búvaranna stafar af hækkun kaups. Hitt stafar af
hækkun annarra kostnaðarliða i búrekstrinum.
Óumdeilanlega eru landbúnaðarvörurnar
dæmigerðar nauðsynjavörur. Engum blandast
hugur um, að þessi hækkun skellur með fullum
þunga á hinar efnaminnstu fjölskyldur.
Verða niðurgreiðslur þá auknar til að vernda
kaupmáttinn? ,,Nei,” segir fjármálaráðherra.
í þessari miklu hækkun á landbúnaðarvörum
felst auðvitað ekki sú hækkun söluskatts, sem
boðuð er. Rikisstjórnin stefnir að þvi að leggja
frumvarp um hana fram i vikulokin. Ef frumvarp
stjórnarinnar um skattabreytingar verður
samþykkt á Alþingi, hlaðast enn fimm söluskatt-
stig ofan á verðlag.
Með skattabreytingunum hyggst rikisstjórnin,
eins og kunnugt er, lækka tekjuskatt og hækka
söluskatt. Sá böggull fylgir skammrifi, að með
söluskattshækkuninni tekur rikissjóður meira fé
af almenningi en hann lætur af hendi með lækkun
tekjuskatts.
Hækkun landbúnaðarvara er illu heilli for-
smekkurinn af þvi, sem kemur.
Hún gefur nokkuð til kynna, við hvers konar
verðbólgu má búast, fyrir utan verðhækkanirnar,
sem leiðir af hækkun söluskattsins. Að visu
er verðlagningu búvara svo háttað, að
kauphækkun verkafólks leiðir sjálfkrafa til
verðhækkunar á þeim vörum. En af þessu er litla
huggun að hafa. Það er athyglisvert, að bú
vörurnar hækka mun meira en kaupið hækkaði.
Það er einnig vitað, að i kjarasamningunum var
beinlinis gert ráð fyrir og viðurkennt af fulltrú-
um beggja aðila, að verulegur hluti af
kauphækkununum færi beint út i verðlagið.
Þetta er þvi miður hið eina, sem stjórnvöld
bjóða.
Fyrsta vikan eftir kjarasamningana hefur með
hrikalegum verðhækkunum nú þegar höggvið
verulegt skarð i kjarabæturnar.
Þetta er þvi miður aðeins byrjunin.
-HH.
Biörn Biarnason:
Óvissa í stjómmálum
Vestur-Evrópuríkja
— getur haft áhrif
á samskipti
austurs og
vesturs
Kosningaúrslitin í Bret-
landi leiða hugann að því,
að í flestum ríkjum Vest-
ur-Evrópu er nú mikil
óvissa um framvindu
stjórnmála. Ekki verður
sagt, að ríkisstjórnir Vest-
ur-Þýzkalands og Frakk-
lands séu sterkar. Á italíu
er eins og áður mikil ólga,
verkföll tíð, öfgahópar efl
ast bæði til hægri og
vinstri, og sumir segja, að
landið þoli ekki lengur
lýðræðiskjörna stjórn og á
föstudag virtist enn ein
stjórnarkreppan í uppsigl-
ingu þar. í Belgíu fara
fram kosningar 10. marz,
en ríkisstjórnin þar var sú
fyrsta í Vestur-Evrópu,
sem beint eða óbeint varð
olíukreppunni að bráð.
Ekki verða linurnar skýrari,
þegar litið er til Norðurlandanna.
Rikisstjórn Trygve Bratteli i Nor-
egi er minnihlutastjórn, sem
skáskýtur málum i gegnum þing-
ið með þvi að biðla jafnt til hægri
og vinstri. Poul Hartling, for-
sætisráðherra Danmerkur, er
ekki betur settur með allan
þann flokkafjölda, sem á þing-
menn á danska þinginu, þar dug-
ar ekki einu sinni að biðla til
hægri eða vinstri, heldur verður
að sameina einhverja úr báðum
örmum til að koma málum fram.
t Sviþjóð situr þriðja minnihluta-
stjórnin undir forystu Olof
Palme. Á sænska þinginu er jafn-
tefli milli vinstri flokkanna og
borgaralegu flokkanna. Finnska
stjórnin er sú eina á Norðurlönd-
unum, sem hefur meirihluta á
þingi, 104 þingmenn af 200.
Undanfarið hefur 8 sinnum verið
boriðfram vantraust á rfkisstjórn
Pierrc Messmcr, forsætisráðherra Frakka, gerði breytingar á
stjórn sinni i siðustu viku, svo að hún væri betur til þess fallin að
giima við cfnahagsvandann.
Kalevi Sorsa vegna stefnu hennar
i orkumálum, en hún hefur staðið
þá hriö af sér. tslenzka rikis-
stjórnin kemur ekki lagafrum-
vörpum gegnum Alþingi, nema
hún fái stuðning frá stjórnarand-
stöðunni.
Þetta er ekki glæsileg mynd af
stjórnmálaástandinu i þeim rikj-
um, sem talin eru hafa náð lengst
á braut lýðræöislegra stjórnar-
hátta. Tvimælalaust er það bæði
mikið umhugsunar- og áhyggju-
efni, að stjórnmálaþróunin á
Vesturlöndum hefur siðustu ár
stefnt til æ veikari rikisstjórna.
Mál eru oftar leyst með mála-
miðlun, sem enginn er ánægður
með. Kjósendur verða fyrir
vonbrigðum bæði með leiðtoga
sina og úrlausn þeirra á
kosningaloforðunum, sem gufa
upp i reyk gleymsku og pólitiskr-
ar togstreitu. Við þetta rýrnar
traustið á stjórnmálaforystunni
og alls kyns spámennska byrjar,
svo að almenningur geti fengið
útrás fyrir reiði sina.
Sameiginlegt með öllum
framangreindum rikjum er, að
þar er að verða eða hefur orðið
efnahagsleg kollsteypa. óþekkt
vandamál blasa við, þegar litið er
til orkukreppunnar og afleiðinga
Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýzkalands, almenningur hefur
snúizt gcgn lionum og áhrifamikii biöö, sem áður studdu hann,
telja nú, að honum bcri að segja af sér.
hennar, sem jafnvel eru ekki
komnar fram af fullum þunga
enn. Breytingin á stjórn Frakk-
lands i siðustu viku var gerð i þvi
skyni, að stjórnin væri betur til
þess fallin að glima við efnahags-
örðugleikana. Þó hafa Frakkar
komið sér bezt allra Evrópurikja
við Araba og slitið sig út úr sam-
vinnu Vestur-Evrópu, Kanada,
Bandarikjanna og Japan um
orkumálin.
Veikleiki rikisstjórnar kemur
ekki aðeins fram i glimu hennar
við innanlands erfiðleika. Hans
verður ekki siður vart i utanrikis-
málum. Þörfin á málmiðlun kem-
ur ef til vill skýrast fram i afstöðu
margra rikisstjórnanna til
varnarmála og hernaðarút-
gjalda. Þeirrar þróunar hefur
einnig orðið vart i ýmsum löndum
Vestur-Evrópu, að þjóðþingin eru
tregari en áður til að veita fé til
landvarna.
Um þessar mundir fara fram
umfangsmiklar viðræður milli
austurs og vesturs um framtiðar-
skipan öryggismála i Evrópu. t
Vinarborg ræða menn um jafnan
og gagnkvæman samdrátt her-
afla og i Genf er setið á rökstólum
á öryggisráðstefnu Evrópu.
Vestur-Evrópurikin gengu til
þessara viðræðna með þá sam-
eiginlegu stefnu, að ekki skyldi
dregið úr vörnum þeirra, fyrr en
einhver raunhæfur árangur hefði
náðst. Hinn samningsaðilinn yrði
ekki reiðubúinn til að slaka neitt á
kröfum sinum, nema báðir aðilar
réðu yfir svipuðum styrk.
Litið hefur gerzt á þessum
samningavettvangi á siðustu
mánuðum. Augljóst er, að Vest-
ur-Evrópurikin munu ekki skuld-
binda sig á nokkurn hátt eða geta
það, ef rikisstjórnir þeirra njóta
ekki fyllsta trausts heima fyrir.
Þótt allir séu sammála um nauð-
syn bættrar sambúðar og að
dregið skuli úr spennunni, vill
enginn semja um öryggi sitt af
veikleika.
1 þessu sambandi er að lokum
fróðlegt að rifja upp stöðu Willy
Brandt um þessar mundir. Hann
hefur verið talsmaður þeirra,
sem gengið hafa fram fyrir
skjöldu i þvi að bæta sambúðina
við Sovétrikin og fylgiriki þeirra.
Honum hefur tekizt að ryðja úr
vegi leifum heimsstyrjaldarinnar
og notið viö það fylgis meirihluta
þjóðar sinnar. En tilraunir hans
til að efla mannlegu tengslin yfir
landamæri Austur- og Vestur-
Þýzkalands hafa mistekizt vegna
þvermóðsku stjórnvalda austan
landamæranna. Á sama tima hef-
ur hann að þvi er virðist misst
tökin á framvindu efnahagsmál-
anna. t skoðanakönnunum snýst
almenningur á móti honum og
blöð eins og Der Spiegel, F'rank-
furter Allgemeine og Stuttgarter
Zeitung, sem öll studdu kanslar-
ann, segja nú, að það sé timi til
þess kominn.að hann taki sér
hvild frá stjórnarstörfum.