Vísir - 04.03.1974, Síða 24
VISIR
Verðhœkkanir ó landbúnaðarvörum:
Smjörið hœkkar mest
I haust var samið um verð á
landbúnaðarvörum til tveggja
ára, en i þvi samkomulagi fólst,
að verðlagsgrundvöllur,
landbúnaðarafurða skyldi endur-
skoðaður á þriggja mánaða
fresti. Hagstofan reiknar siðan út
breytingar á verði rekstrarvara
og siðan eru hækkanir byggðar á
upplýsingum frá Kjara-
rannsöknanefnd, að þvi er Ingi
Tryggvason, blaðafulltrúi
Búnaðarfélagsins tjáði Visi i
morgun.
Landbúnaðarvörur
hækkuðu i verði um
helgina, og fylgir hér á
eftir skrá yfir helztu
hækkanir ásamt
forsendum fyrir þeim
hækkunum:
Mjólk i litra hyrnum hækkar úr
25.30 kr. i 32.60 kr.
Mjólk i tvcggja litra fernum úr
51.90 i 66.50 kr.
Hjómi i pelahyrnum úr 55.00
kr. i 66.70 kr.
Skyr kostaði 61.30 hvert kg , en
kostar nú 73.00 kr.
1. fl. smjör var 356.00 kr. kg , en
verður 464.00 kr.
45% ostur i hálfum og heilum
stykkjum kostaði 255.00 kr., en
verður 313.00 kr.
30% ostur var á 202,00 kr., en
veröur 246,00 kr.
1. fl. dilkakjot:
Súpukjöt i 1. fl. var 256.00 kr. en
verður 315.00 kr.
Ileil læri voru á 256.00 kr., kg ,
en verður 326.00 kr.
Heilir skrokkar, sneiddir niður
fyrir neytendur kostuðu 219.00
kr. kg , en verða nú á 269.00 kr.
KartöBur hækka úr 148.00 kr.
kg. i 182.00 kr. 5 kg.
Mánudagur 4. mar/. 1974.
FIMMTÁN
ÁRA
KÆRÐI
NAUÐGUN
Fimmtán ára gömul stúlka
kærði þritugan mann nú um helg-
ina fyrir nauögun. Seinna dró hún
l'ramhurð sinn aðeins til baka, og
sagði, að eiginlcga hefði ckki ver-
ið um nauðgun að ræða, heldur
nauðgunartilraun, því manninum
hafi ekki teki/t að koma fram
ætlun sinni.
Stúlkan var fengin I hús
mannsins, undir þvi yfirskini að
hún ætti að vera barnfóstra. Hann
er giftur, en kona hans var úti við
vinnu þessa nótt.
Ekki kom til þess, að stúlkan
þyrfti að gæta barna, en dvöl
hennar i húsinu stóð fram til
klukkan sex um morguninn.
Hún fór þá úr húsinu, sem hún
hafði dvalist i, og heim til sin.
Stuttu seinna kom hún ásamt
móður sinni á lögreglustöðina i
Reykjavik og kærði nauðgun.
Kvað hún manninn hafa verið
drukkinn, og haft samfarir við
sig. Við læknisskoðun kom ekki i
ljós, að hún hefði haft samfarir,
eða verið beitt ofbeldi. Dró hún þá
úr framburðinum, og sagði að
tilraun mannsins hefði ekki
tekizt.
Maðurinn var úrskurðaður i
varðhald og situr enn inni.
-ÓH.
Þcssi kjötskrokkur er um 15 kg að þyngd. Yfirleitt kaupa neytendur ámóta kindaskrokk og þennan, og
fyrir hækkun var hann á 219 kr. hvert kg. Nú kostar hvert kg 269 — allur skrokkurinn hefur hækkað um
800 krónur. Þeir hafa nóg að gera I kjötverzlununum við að svara I simann og skýra frá nýjum og hærri
prísum.
Kjarnfóður hækkaði um 9,16%.
Kostnaður við vélar, svo sem
bensln, oliur, viðgerðarkostnað-
ur, hækkaði um 14.14%.
Flutningskostnaður hækkaði
um 1,97%.
Annar kostnaður (þ.e. raf-
magn, smávörur, fasteignagjöld
o.fl.), hækka í um 16.39%.
Hækkun launa var 26.91%—þ.e.
grunnkaupshækkunin núna og
hækkun á visitölu — þá er lika
inni i þessu hækkanadæmi hækk-
un, sem stafar af leiðréttingu á
fjármagnskostnaði — 1%.
Hækkun til bænda nemur
17.97% og þar i er vinnuliðurinn
langstærstur — en ýmsir liðir
hækkuðu ekki núna. Til dæmis
hefur enn ekki komið nýtt verð á
áburði. Þá varð og hækkun á
vinnslu og dreifingu, kostnaði og
siðan er reiknað með hækkun
smásöluálagningar, en smásölu-
álagning á landbúnaðarvörur er
yfirleitt lág, en mismunandi
vegna rýrnunar varanna.
Smásöluálagning á smjör er
t.d. 8% — lægsta prósentutalan af
öllum álagningarvörum.
Niðurgreiðslur til bænda eru
óbreyttar að krónutölu, og þess
vegna er hlutfallsleg hækkun
landbúnaðarvaranna misjöfn.
Þar sem niðurgreiðslutalan er há,
verður hækkunin lika mikil —
sem dæmi má nefna smjörið.
Sex manna nefnd samþykkti
þessar hækkanir samhljóða.
Fulltrúar bænda i nefndinni eru
þrir, þeir Ingi Tryggvason, Gunn-
ar Guðbjartsson og Einar Ólafs-
son. Fulltrúar neytenda eru Torfi
Ásgeirsson, Pétur Sigurðsson.
sem er varaform. Sjómannafél.
Reykjavikur og Geir Þorsteins-
son. ASt hefur rétt á að skipa
mann i þessa nefnd, en hefur ekki
gert svo að undanförnu, og þess i
stað skipar viðskiptaráðuneytið
þriðja manninn. — GG.
Árabar í boði
stúdentaráðs
„Flugvélarán
áhrifaríkasta
vopnið"
,,Ef Palestinumenn þurfa að
gripa til vopna i frelsisbaráttu
sinni við Israelsmenn, er áhrifa-
rikast fyrir þá að ræna flugvél-
um", sagði Amin frá Súdan, sem
er túlkur 5 fulltrúa frá arabiskum
stúdentasamtökum, sem eru i
boði Stúdentaráðs Háskóla ts-
lands og dveljast hér á landi nú.
1 hópnum er stúdent frá trak,
annar frá Alsir og tveir frá Sýr-
landi, auk Amins frá Súdan og
fulltrúa frá International Union
of Students, sem hefur höfuö-
bækistöðvar i Prag i Tékkóslóva
kiu.
Ferð Arabanna er skipulögð af
alþjóðastúdentasamtökunum i
Prag og sagði Amin, að tilgang-
urinn með ferðinni væri að stuðla
að frekara samstarfi við
Stúdentaráð Háskóla tslands.
Ætlunin væri að fara til tveggja
eða þriggja Vestur-Evrópulanda
sömu erinda.
Amin sagðist ekki hafa fylgzt
náið með siöustu atburðum fyrir
botni Miðjarðarhafs, þar sem
hann hefði dvalizt lengi erlendis.
Benti hann á, að hann væri aðeins
túlkur sendinefndarinnar.
-BB-
SKOLUM LQKAÐ I OLAFSVIK VtGNA VtÐURS
— Símasambandslaust þangað og á Hellissand í morgun. „Snarvitlaust veður
Stykkishólmi
i
„Hér er alveg snarvitlaust
veður”, varð einum aö orði sem
Visir ræddi við i Stykkishólmi i
morgun. Þar voru 9 vindstig
klukkan 7 i morgun, og raf-
magnslaust var i hálfum bæn-
um. A mörkunum var að hægt
væri að hafa skólana opna.
„Við höfum haft það fyrir
reglu hérna, að foreldrarnir
ákveöa sjálfir, hvort hægt er að
hleypa börnunum I skólann”,
sagði skólastjóri barnaskólans,
þegar við ræddum við hann.
„Hins vegar tökum við þá
ábyrgð á þeim, þegar þau fara
heim. Annars veit ég um tvö eða
þrjú, sem urðu að fara aftur
heim i morgun til þess að skipta
um föt, þvi þau fuku um koll i
rokinu.”
Rafmagnsmálum virðist
mjög ábótavant ef eitthvað er
að veöri i Stykkishólmi, að sögn
einnar starfsstúlku Pósts og
sima, og sagði hún mjög marga
ergilega vegna þess.
I. Ólafsvik var skólum lokað i
morgun. Þangað og á Hellis-
sand var simasambandslaust
vegna rafmagnstruflana i
morgun. Hafa ibúar þar þvi
sjálfsagt fengið aö finna fyrir
stormi og stormur var sums
staðar á Vestfjörðum.
9 vindstig voru á nokkrum
stöðum, að sögn Veðurstofunn-
ar, til dæmis i Kvigindisdal og á
Horni. 8 vindstig voru einnig á
nokkrum stöðum.
Veður er hgldur hægara á
Austfjörðum, og mikil hlýindi
eru miðað við árstima, hitastig
er frá fjórum upp i sex stig á
landinu. Á Norður- og Austur-
landi var úrkomulaust, en rign-
ing vestan til.
Spáð er óbreyttu veðri, sunn-
an hvassviðri eða stormi með
dálitilli rigningu. —EA
Skoðanakönnun A-listans:
Hörður og Stefón draga
sig í hlé í
Þeir Kjartan Jóhannsson og
Finnur Torfi Stefánsson munu
hafa orðiö hlutskarpastir i
skoðanakönnun Alþýðuflokks-
manna I Hafnarfirði.
Skoöanakönnunin fór fram
siöastliðinn föstudag og laugar-
dag, en talning fór fram i gærdag.
Formaður uppstillingarnefndar,
llörður Zóphaniasson skólastjóri.
fékkst ekki til að veita upplýsing-
ar um kjörsóknina, er Visir leit-
aði til hans I morgun.
Þess má geta, að Hörður og
Stefán Gunnlaugsson, fyrrver-
andi bæjarstjóri I Hafnarfirði,
gáfu ekki kost á sér i þessari
skoðanakönnun. Iiafa þeir hugsað
sér að draga sig I hlé næsta kjör-
tlmabilið. -ÞJM
GULLFOSS I FERÐUM
TIL OG FRÁ MEKKA
— „Gamla góða" flaggskipið okkar íslendinga nú orðið hvítt að lit
og siglir um Rauðahafið
Nú er „gamli góði”
Gullfoss orðinn hvitur
að lit og kominn i
siglingar um Rauða-
hafið, að þvi er segir i
frétt frá Jóhannesi
Guðmundsyni, frétta-
ritara Visis i
Hodeidah.
Gullfoss var á sinum tima
seldur til Libanon, en fljótlega
hefur hann verið seldur þaöan
aftur, þvi núna siglir hann undir
fána Saudi-Arabiu og heitir
„Mecca”. Enn má þó sjá á
skrokknum stafina, sem mynda
oröin „Gullfoss-Reykjavik”.
Þeir stafir eru nefnilega
upphleyptir.
Siglir Gullfoss núna með far-
þega frá Hodeidah og fleiri
höfnum við Rauðahafið til
Jedda i Saudi-Arabiu. Allir eru
farþegarnir á leið til og frá
Mekka og af þeirri ferðaáætlun
dregur skipið nafn sitt.
Allir eru farþegar skipsins
Múhameðstrúarnienn, eins og
gefur auga leiö. A6 jafnaöi eru
farþegar skipsins frá 1000 til
1500 og eru ekki allir jafn
vandfýsnir hvað val á svefn-
plássi áhrærir. Sofa menn I lest-
um og á dekki jafnt sem
farþegarými skipsins. Maður
skyldi þó ætla, að enginn
farþeganna þurfi aö skjálfa af
kulda. -ÞJM
r
ú