Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 31. mai 1974. Unglingarnir um hvítasunnuna Straumurinn liggur í Þjórsárdalinn og Grindavík VÍSIESm: Hvert ætlar þú að fara um hvita- sunnuna? Ingi Bogi Bogason, nemi: — Ég er að hugsa um að fara upp á Akranes og vera þar um helgina. Ég á skyldfólk þar upp frá og ætla að heimsækja það. Bcrglaug Sigmars, nemi: — Ég verð að vinna i Heröavatnsskála um alla helgina. Þar verður áreiöanlega svo mikið að gera, að ég fæ ekki tima til að skemmta mér neitt — en það gerir ekkert til. Páll Ævar Pálsson, starfsmaöur hjá Sölufélagi garðyrkjumanna: — Ætli ég fari ekki eitthvað upp i sveit. Það er ekki búið að ákveða neitt um þaö ennþá, en eitthvað mun ég fara, það veit ég fyrir vist. Þorsteinn Sæmundsson, skrif- stofumaöur: — Ég ætla mér örugglega að vera heima. Ég nenni ekki aö vera aö flækjast út úr bænum um svona helgar, það veröur alltaf einhver vitleysa úr þvi. ,,Við tökum að okkur að setja upp vissa ferðamannaþjónustu I Þjórsárdalnum, svo sem veitingaaðstöðu, vatn og rafmagn. Við verðum með diskótek og fótboltavöll og von- andi hestaleigu og sundlaug.” Þetta sagði Guðmundur Guð- mundsson hjá Héraðs- sambandinu Skarp- héðni, er við könnuð- um, hvað til stæði i Þjórsárdal um hvita- sunnuna. „Svæðið þarna inn frá litur mjög vel út núna og við verðum viðbúnir að taka við allt frá 500 til 5000 manns. Þetta verður ekkert auglýst skemmtanahald, heldur verður þarna aðeins um að ræða að- stöðu til að tjalda fyrir þá, sem vilja, og að- gangur verður ókeypis. Veröur það svona I ár? Kristján Björnsson, vélstjóri: — Það hefur ekki enn veriö ákveðið. Ég reikna helzt með þvi að vera heima og hafa það gott. Baldvin Baldvinsson, starfsmaö- ur hjá Feröaskrifstofu Zoöga: — Ég fer upp I Kjós og ætla að vera þar um helgina. Þar fæ ég að vera með hesta og ætla að vera á hest- baki eins mikiö og ég get. Unglingunum þykir heldur dauft að sitja heima alla hvftasunnuna. Þeir nota þvf þetta fyrsta tækifærl sumarsins til aö bregða sér úr bænum. I ár iiggur straumurinn I Þjórsárdal og Grindavfk. Myndin er frá i fyrra og sýnir glaövært ungt fólk á leið á eina útisamkomuna. Sjálfir munum við ekki sjá um neinar hópferðir, en senni- legt er, aö um slikt verði að ræða, þegar þetta spyrst út. Samkoman hérna i fyrra þótti koma nokkuð vel út og við höf- um tekið upp þá sömu stefnu að láta fólkið hafa nóg að gera. Það er vitað mál að unglingar á Islandi eru engir englar, en við vonumst þó til þess að geta haldið þessu eins skikkanlegu og í fyrra. Málin stóöu öll i járnum þar til i siðustu viku. Við erum þvi að siðasta snúning með allt, en við vonum þó, að okkur takist að ljúka undirbúningi I tima,” sagði Guðmundur aö lokum. Reynir Karslson hjá Æsku- lýðsráði rikisins sagði, að i fyrstu hefði ekki staöið til að halda neina útihátið i ár. A þessu ári kæmi margt inn i dæmiö eins og t.d. 28 stórar þjóðhátiöir viða um landið. Einnig hefði komið i ljós um siöustu verzlunarmannahelgi, aö fólkiö dreifðist mun meira en verið heföi og svo liti út sem þessar stóru hátiðir væru að syngja sitt siðasta. Þá væri þess lika aö gæta, aö hvitasunnan er mjög snemma i ár og i það allra fyrsta að slá niður tjöldum. í fyrra var hvitasunnan ekki fyrr en 10. júni. Fyrir skömmu var tekin sú ákvörðun að halda ekki aug- lýsta skemmtun, heldur koma einfaldlega upp tjaldstæði og aðstöðu I Þjórsárdal. Er til- gangurinn sá, að unglingarnir hafi I einhvern stað að venda, þar sem öll tjöld við Laugar- vatn, Þingvallavatn, i Þrasta- skógi og víðar eru bönnuð. En ungmennafélagið I Grindavik lætur ekkert aftra sér frá skemmtanahaldi og efnir til skemmtunar þar um hvitasunn- una I samvinnu við félags- heimilið Festi. Á föstudag verður ball I Festi, þar sem hljómsveit Þorsteins- Guð- mundssonar frá Selfossi leikur, á laugardag leika hljómsveit- irnar Haukar og Júdas fyrir dansi á útidansleik i Svartsengi, á sunnudag verður aftur útibali og á annan i hvitasunnu leikur hljómsveitin Brimkló I Festi. „Það er öll aðstáða fyrir hendi I Svartsengi til að taka við 1000 til 2000 manns,” sagöi Gunnar Tómasson hjá ungmennafélaginu. „Aðgangs- eyrir verður 1000 kr. á laugar- daginn fyrir báða dagana, en 500 kr. ef komið er á sunnudag- inn. Við sjáum um hópferðir frá Reykjavik og Keflavik á sunnu- daginn og svo er bara að vona að veðrið verði gott, svo að sem flestir komist.” —JB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.