Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 24
vísir Föstudagur 31. mai 1974. Kjötverðið lœkkaði: Matar- verð hreyfist minna „Ég á ekki von á þvi, að við lækkum verð á veitingum þó að landbúnaðarafurðirnar hafi lækkað. Það er tilhæfulaust að vera að eltast við þessa vitleysu. Almenningur veit alveg, hvað er að gerast.” Þannig komst fram- kvæmdastjóri eins grillstaðarins i borginni orðrétt að orði I viðtali við Visi i morgun. Það sama var þó ekki uppi á teningnum alls staðar. „Hér á Hótel Holti voru gerðar verðlækkanir i vikunni eftir lækk- unina á landbúnaðarafurðum,” sagði Skúli Þorvaldsson hótel- stjóri, þegar Visir hafði tal af honum I morgun. „Sem dæmi um verðlækkanirn- ar má t.d. geta þess, að glóðar- steikt lambalæri, sem kostaði áð- ur 775 krónur, kostar i dag 625 krónur,” sagði Skúli ennfremur. „Um leið varð allveruleg aukning á sölu þess réttar á kostnað söl- unnar á svinakjötinu, sem ekki hefur lækkað.” Þá gat Skúli þess, að lax væri nú ódýrari. „Laxinn sjálfur kost- ar okkur innkaupi það sama og i fyrra,” sagði hótelstjórinn. „En verðlækkanir á kartöflum og smjör urðu nógu miklar til þess, að þessi réttur hefur lækkað úr 950 krónum i 695. Ætla ég ekki að reyna að likja þvi saman, hversu hægara við eigum með að selja laxinn á nýja verðinu.” A Hressingarskálanum i Austurstræti fékk Vísir þær upplýsingar, að þar hafi þegar átt sér stað verðlækkanir. Glóðar- steikt lambalæri, sem kostaði áður 510 krónur, hefur lækkað um 20 krónur, og lambasmásteik lækkaði um 40 krónur og kostar þvi núna 380 krónur. Skal það tek- iö fram, að innifalið i verðinu er bæði söluskattur og þjónustu- gjald, sem er samtals 32 prósent. A sama stað kostarmjólkurglas I dag 30 krónur, en kostaði áður 35 krónur. Sama verð er á osti, en skyrið, sem kostaði áður 170, kostar nú 150 krónur. A „Hressó” kosta frönsku kar- töflurnar i dag 80 krónur skammturinn og hefur þá lækkað um 20 krónur. Þegar Vlsir spurð- ist fyrir um verð á þessum kar- töflurétti annars staðar kom i ljós, að mikils misræmis gætir i verðlaginu. A einum staðnum kostar skammturinn 160 krónur, og er það sama verð og fyrir verðlækkanirnar. „Olian, sem kartöflurnar eru steiktar i, hefur hækkað i verði og vegur upp á móti lækkun kartöfluverðs,” var skýringin, sem gefin var á þeim stað. Loks má geta þess, að á þeim grillstað, sem getiö er um i upphafi þessarar fréttar, var að- eins eina breytingu að finna á verðskránni: Einn rétturinn hafði hækkað um 80 krónur. — ÞJM Sovézkar flotaœfingar milli íslands og Noregs Tuttugu og fimm sovézk herskip eru nú að æfingum á svæðinu milli islands og Noregs. Fréttastofan NTB hefur það eftir norsku yfirher- stjórninni/ að flotinn hafi sézt sigla frá Murmansk fyrir nokkrum dögum og hann stundi nú æfingar austanvið linu# sem dreg- in er milli islands og Jan Mayen og upp að strönd- um Noregs. Visir hafði samband við varnarliðið á Keflavikurflug- velli og fékk eftirfarandi upp- lýsingar um þessar flotaæfingar Rússa: „Við höfum orðiö varir við aukin umsvif á hafinu milli ís- lands og Noregs, sem gefa til kynna, að þar fari fram sovézk- ar flotaæfingar, sem ná bæði til æfinga á sjó og i lofti. Varnarlið- ið á íslandi i samvinnu við her- lið annarra NATO-rikja stundar eðlileg eftirlitsstörf á svæðinu og fylgist með ferðum þar.” 1 frétt NTB segir, að i sovézku flotadeildinni séu fjögur beiti- skip af gerðunum Sverdlov og Kresta. Kresta-skipin (6600 tonn) eru -með bezt búnu sovézku herskipunum og eru þau vopnuð nýjustu eldflaugum sovézka flotans, svonefndum SSN-10 eldflaugum, sem draga 30 sjómilur. Ef að likum lætur munu flota- æfingar þessar standa yfir I nokkra daga. Það er orðið venjubundið, að sovézki flotinn stundi voræfingar á þessum slóðum. Talið er, að fram- varnarlina hans yrði um linu, sem dregin er frá Grænlandi um Island og Færeyjar til Skot- lands, ef til átaka kæmi á Norð- ur-Atlantshafi. Flotadeildirnar, sem athafna sig á þessum slóðum, koma úr Norðurflota Sovétrikjanna. Hann hefur bækistöðvar á Kóla- skaga fyrir austan landamæri Kortið sýnir mynztur sovézku fiotaæfinganna vorið 1970. Þá voru sameiginlegar æfingar Noröurflota, Eystrasaltsflota og Svartahafsfiota Sovétrikjanna á Atlantshafi. Þessar æfingar voru einhverjar þær umfangs- mestu fram að þeim tima. 26 herskip úr Norðurflotanum tóku þátt i þeim. t æfingunum, sem fram fara núna, eru að minnsta kosti 25 skip Norðurflotans. Noregs og Sovétrikjanna. Norðurflotinn er öflugasti floti Sovétrikjanna, i honum eru 272 skip yfir 500 tonn. —BB— FÆRT UM ALLA AÐALVEGI — voraði vel fyrir vegina „Það voraði vel hjá okkur fyrir vegina”, sögðu þeir hjá Vega- gerðinni, þegar við röbbuðum við þá I morgun og leituðum upp- lýsinga um færð á vegum núna fyrir hvitasunnuna. Færðin er þvi óvenjulega góð, miöað við að ekki er komiö lengra fram á sumar. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum, er óhætt að aka um alla aðalvegi landsins, hvert á land sem fólk vill fara, austur á firði, sunnan jökla, eða hvað ann- að. Hins vegar er annað mál með útvegi á ýmsum stöðum, eins og við má búast, og inn á hálendi er enn ekki óhætt að fara. Þar er snjór á leiðum og blautt um. Fólk ætti liklega að komast i Landmannalaugar um helgina, en þar er þó anzi blautt ennþá. Kjalvegur og Kaldidalur eru enn ófærir. Nú, svo megum við ekki gleyma hringveginum. Hringur- inn er opinn, svo það má búast við að einhverjir leggi upp i reisu áleiðis eftir honum. En þaö er þó alltaf gott að hafa þaö i huga að leggja ekki i neina ófæru, svo menn verði ekki að hætta feröa- lagi sinu þar sem sizt skyldi. —EA Bilarnir eru hér á leið um Sprengisand, en óvenjulegt er að sjá þessi farartæki á ferð um þetta leyti árs á þessari fallegu leið. „FÆRÐIN MÁNUÐI EN VENJULEGT ER" Á UNDAN — Fóru yfir Sprengisand, en það er sjaldgœft í maí Það er ekki oft sem það skeður/ að menn leggi á Sprengisand i maímán- uði. Flestir myndu líka kannski telja það skyn- samlegra að geyma slíka ferð þar til lengra er komið fram á sumar. En þeir voru ekki á þeim buxunum sex- menningarnir, sem lögðu í hann um síðustu helgi. Flestir þeirra þekkja líka Sprengisand vel og hafa farið þar margoft áður. „Mjóadalsá var það erfiðasta á íeiðinni. Vatnsmagnið i henni var tvöfalt miðaö viö það, sem gerist yfir sumartimann. Við vorum á 3 jeppum. Einn þeirra, Willysjeppi, flaut litillega, en krafsaði sig fljótt upp”, sagði einn þeirra sem fór og þekkir leiðina vel, Friðrik Haraldsson hjá Cudo-gler. ,,Á milli Mjóadalsár og Kiða- gilshnjúks var að mestu snjó- laust og lítil aurbleyta. Það var kleift að fylgja veginum að mestu nema á örfáum stöðum. Ég held mér sé alveg óhætt að segja, að færðin þarna er mán- uði á undan þvi sem venjulegt er. Frá Mjóadalsá að Sigöldu vorum viö 9 tima, en það er svona hálftima eða klukkutima lengur en er á sumrin yfirleitt.” Þeir sexmenningarnir voru á 3 jeppum, Blazer, Landrover og Willys. Friðrik sagði, að enn sem komið er, væri ekki óhætt að fara nema á jeppum þessa leið. En eftir svona 3 vikur verö- ur leiöin væntanlega greiðfær- ari miðað við það, aö Mjóadalsá verði betri yfirferðar. Helgina áður fóru sömu menn inn á miðjan sand, sunnan frá, og þá töldu þeir að vel væri fært norður, en sökum tima- og benzinskorts fóru þeir ekki alla leið I það sinn. —EA bókstafina: Fylkingin missti bœði K-ið „Við viljum fá k-ið.” „Nei, við eigum að fá það.” „Hver á 1-ið?” „P’áum við þá c-ið, ef viö fáum ekki k-ið.” „Nei, þið megið ekki fá c-ið.” Eitthvað á þessa leið var barizt um bókstafina fyrir dómstóii kjörstjórnanna. Nýju stjórnmála- flokkarnir telja miklu skipta, hvaöa listabókstöfum þeim verð- ur úthlutað. Fylkingin, klofningsbrot úr Al- þýðubandalaginu, baðum k eða c. C-ið var i gamla daga bókstafur Sameiningarflokks alþýðu-sósia- listaflokksins en við stofnun Al- þýðubandalagsins hlaut það g-ið. Hannibal gekk þá til samstarfs við sósialistaflokkinn, og c-ið var taliðhafa einhvern blett. En i gær sögðu Alþýðubandalagsmenn, að þeir vildu ekki, að Fylkingin tæki c-ið. Fylkingin fékk heldur ekki k-ið. Kommúnistasamtökin, marxistarnir-leninistarnir, vildu lika fá k-ið og fengu það, liklega vegna þess, að þeir hafa k i heiti sinu. Af þessum tveimur klofningsbrotum úr Alþýðu- bandalaginu unnu kommúnista- samtökin að minnsta kosti þessa lotu. Fylkingin fékk þá bara stafinn R. Slagur lýðræðisflokkanna tveggja stendur enn. Lýðræðis- flokkurinn hefur fengið stafinn 1, en landskjörstjórn úrskurðar sið- ar i þessari rimmu. og C-ið Samtökin og Möðruvalla- hreyfingin hafa f-ið. Bókastafir listanna i Reykjavik verða þvi liklega þessir: A-Al- þýðuflokkur, B-Framsóknar- flokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, F- Samtökin, G-Alþýðubandalag, K- Kommúnistasamtökin, marxistarnir-leninistarnir, L-lýð- ræðisflokkur, R-Fylkingin. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.