Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 31. mai 1974. 7 Þannig eru bað- fötin í ár Umsjón Erna V. Ingólfsdóttir Það er ekki aðeins i út- landinu, sem kvenþjóðin er farin að skarta i bikini. Við hérna uppi á Fróni fylgjumst dyggilega með tizkunni, hvort sem það nú felst i þvi að vera dúðaður eða i sem allra minnstu. Að visu er veðrið hérna hjá okkur ekki endilega til að vera i bikini, en senni- lega slá fáar þjóðir okkur út i þvi meti, hversu fljót við erum að fækka við okkur fötum, þegar tækifæri gefst til að næla sér i smá sól- brúnku. r Báðar vinna stúlkurnar hjá Karon- sýningarsamtökunum. Ekki er samt það mikið að gera hér á Islandi, að stúlkur geti haft fulla vinnu bara við að sýna tizkufatnað, svo að vaninn er, að stúlkurnar hafa þetta sem igripa- vinnu. Anna Björnsdóttir, sú á svörtu bikinifötunum, er nýútskrifuð stúdent úr MR og vinnur i sumar sem hlað- freyja. En hin, Bryndis Valbjörns- dóttir, er nýútskrifaður gagn- fræðingur og ætlar sennilegast til Vestmannaeyja i sumar og mun vinna þar i búð. Báðar ætla þær i framhaldsnám, en eru óráðnar, hvað þær ætla að læra. Svo að við lýsum frekar þvi, sem þær eru I, þá er svarta bikinið frá tizkuverzluninni Fanný. Það er úr bómullarefni og fóðrað með hvitu. Kostar kr. 1990.00. Hitt bikinið er frá tizkuverzluninni Bazar. Það er lika bómullarefni I þvi, hvitt i grunninn með svörtum og dökkrauðum röndum. Kostar kr. 975.00. Sumarið hefur varla i manna minnum verið jafnsnemma á ferð og nú. Vonandi er, að veðurguðirnir haldi nú áfram að leggja blessun sina yfir okkur hérna á norðurslóðum. 1 þessu tilefni fannst okkur hérna á innsiðunni, að gaman væri að sýna ykkur tvær blómarósir I baðfötum Slopparnir eru hvitir úr frottéefni. Annar með gulri bryddingu og gulu belti, hinn með blárri bryddingu og bláu belti. Þeir kosta kr. 3600.00.Strá- hattarnir skýra sig sjálfir, en þeir kosta kr. 795.00 Slopparnir og hatt- arnir fást I Bazar. Frotté-baðslopparnir kosta 3600.00 kr, en hattarnir 795.00. Svarta bikinið kostar 1990.00 kr, en það röndótta 975.00 CROWN-bílaviðtœkin eru langdrœg og örugg Verð er sem hér segir: Car-100 kr. 4.980.00 Car-200 kr. 5.700.00 Car-300 kr. 7.350.00 Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999 Akureyri. Sími 21630

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.