Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 21

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 21
Vísir. Föstudagur 31. maí 1974. n DAG | Q KVÖLD | n □AG | Sjónvarp ó annan í hvítasunnu kl. 21.30: „Hvað vitið þið fegraenVínarljóð Beethoven, Shubert, Strauss og Brahams ## „Petta prógramm er sett saman af núverandi eöa fyrr- verandi nemendum i Vin,” sagði Jónas Ingimundarson, en hann leikur með á pianóiö, þeg- ar þau hjónin Sigriður E. Magnúsdóttir og Már Magnús- son syngja Vinarljóð i sjón- varpssal. „Okkur fannst upplagt að setja saman litinn þátt um tón- list frá Vin,” hélt Jónas áfram. Lögin eru eftir tónskáldin Beet- hoven, Schubert, Richard Strauss og Brahms, allt tón- skáld, sem Vlnarborg hefur hýst. Sigriður mun lika syngja austurriskt þjóðlag frá ölpun- um, og einnig verða söngvar um borgina. - Eins og fyrr er sagt, er upptakan gerð I sjónvarpssal, en dagskráin er skeytt saman eftir á með svipmyndum, sem brugðið er upp frá Vin og Austurriki. Sigriður er enn stödd hér á landi, en er á förum til Vinar. Þangað er maður hennar þegar kominn, og eru þau bæði við söngnám i lokaáfanga. Jónas var i þrjú ár við tónlist- arnám i Vin. Hann er nú skóla- stjóri tónlistarskólans i Arnes- sýslu. — EVI— Það er ekki annaö að sjá en strákarnir uni sér vel innan um trén. c Sigriður skemmtir okkur með lögum frá Vlnarborg. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * f ¥ I i ¥ í i i i i i i Spáin gildir fyrir iaugardaginn 1. júni. m m HL " i- 'A VaÉ 1m & JÉ Hrúturinn, 21. marz-20. apriLGóður dagur til að skiptast á skoðunum og aö sameina hagsmuni, þvi nú eru möguleikar á að aörir vilji fjár- magna. Ræddu fjármálin við maka. Nautið, 21. april-21. mai.Þú kynnir að laða mjög hæfa, gáfaða manneskju til fylgis við þig i dag. Samvinna er heppileg.mættu öðrum á miðri leið. Einhver reynir að prútta. Tviburinn, 22. maí-21. júni. Þetta ætti að verða dagur ánægjulegrar athafnasemi með áherzlu á fljótfenginn árangur og dagleg störf. Abending frá vini gæti orðið til sparnaðar. Krabbinn, 22. júní.-23. júli. Allt er viðkemur fjármálum, svo sem lán, sparnaður og viðskipti við aðra litur gæfulega út i dag. Sameiginlegar þrár leiða til .skilnings. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. I dag eru alls konar samningagerðir og samvinna til heilla. Leiðir til sátta við einhvern er þú hefur móögað nýlega, standa þér opnar. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Dagurinn er heilla- vænlegur til ferðalaga og samskipta við ættingja. Hugleiddu alvarlega aðstööu þina i sambandi við vin. Þú getur látið erfiö kaup ganga. Vogin, 24. sept.-23. okt. Vertu ekki að fela til- finningar þinar, þú getur skapað ástrikt andrúmsloft, jafnvel framar eigin vonum, Gerðu áætlanir um að breyta til i dag, þær munu reynast vel. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Góöur dagur til að breyta og bæta bæði heima fyrir og á vinnustað. Fagrir hlutir freista. Einhverjir sporðdrekar kynnu að festa ráð sitt núna. Bogmaðurinn, 23. nóv.-2l. des.Nú nálgast tæki- færið til að gera hreint fyrir þinum dyrum gagnvart einhverjum er snertir tilfinningalif þitt. Þú ættir að kynnast vingjarnlegum nágranna. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Ástriki einkennir morguninn, en vertu ekki of undanlátssamur við börn. Verzlaðu með vini seinni hlutann. Þér kynni að verða boðinn mikilvægur samningur. Vatnsberinn, 21. jan.-l9. febr. Upplagður dagur til að ljúka við ólokin verk eða viðskipti. Sameinaðu viðskipti og skemmtun. Umhyggja fyrir öldruðum er mikilvæg. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Athugaðu náms- möguleika barnanna þinna. Þú munt sjá að agi erekki til einskis. Þú ættir að skrifa einhverjum, sem er langt I burtu. ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ % ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ræðir við Guðmund Gisla- son Hagalin. 22.45 Borgarhijómsveitin i Amsterdam leikur iétt lög. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok Laugardagur 1. júni 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. 13.30 Píanóleikur. Vronský og Babin leika fjórhent á pianó verk eftir Schubert, Liszt o.fl. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Austurrisk og ungverks þjóðlögDrengjakórinn i Vin og ungverskir listamenn flytja. 15.45 A ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við Gisli Helgason tekur til umræðu útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar kom- andi. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga :Þegar fellibyl- urinn skall á” eftir Ivan Southall. Niundi þáttur. Þýðandi og leikstjóri: Ste- fán Baldursson. Persónur og leiendur: Krissi... Sig- urður Skúlason, Gurri... Sólveig Hauksdóttir, Addi... Randver Þorláksson, Palli... Þórhallur Sigurðs- son, Maja... Helga Jónsdótt- ir, Fanney,.. Þórunn Sigurðardóttir, Hannes... Þórður Jón Þórðarson, Fréttaþulur... Einar Karl Haraldsson, Sögumaður... Jón Júliusson. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Norskt kvöld a. Minn- ingar frá Noregi- Árni G. Eylands spjallar um land og þjóð. b. Sónata nr. 3 f c-moll op. 45 eftir Grieg. Josef Suk og Josef Hála leika á fiðlu og pianó. c. „Hún koin með regnið”, smásaga eftir Nils Johan Rud. Ólafur Jóhann Sigurðsson þýddi. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. d. Hljómplöturabb- Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfegnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 2. júní Hvitasunnudagur 9.00 Morguntónleikar. (10.10 11. Messa i Háteigskirkju. Prestur: Sérá Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Friðriksson. 14.00 Dagskrárstjóri i eina kiukkustund. Torfi Þor- steinsson bóndi i Haga i Hornafirði ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónieikar. Söngvar og tónamyndir Rakhmaninoffs. Árni Kristjánsson tónlistarstjóri kynnir. 16.15 Kaffitiminn. Konung- lega filharmóniusveitin i Lundúnum leikur létta tón- list frá Spáni. Leonard Salzedo stj. Einsöngvari: Felicity Palmer. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. a. Efni helgað þjóðhátið 1974. 1. Knútur R. Magnússon, Gerður G. Bjarklind og Agústa lesa ritgerð eftir Einar G. Sæmundsen: „Við naustagil”. 2. Snorri Sig- urðsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands spjallar um skógrækt. 3. Stúlknakór Viðistaðaskóla i Hafnarfirði syngur undir stjórn Elinborgar Loftsdótt- ur söngkennara. Undirleik- ari: Elin Guðmundsdóttir. b. Sögur af Munda : — sjötti þáttur. Bryndis Viglunds- dóttir segir frá kaupstaðar- ferð með tikinni Tátu. 18.00 Miðaftanstónleikar. 19.00 Fréttir 19.20 Eftir fréttir. Jökull Jakobsson við hljóðnemann I 30 minútur. 19.50 Frá tónleikum kirkju- kórs Akraness i Krists- kirkju i Reykjavik. Ein- söngvari: Guðmundur Jónsson. Organleikari: Arni Arinbjarnarson. Jón Sig- urðsson og Lárus Sveinsson leika á trompeta. Söng- stjóri: Haukur Guðlaugs- son. 20.40 i ríkisráði.Gisli Jónsson menntaskólakennari flytur erindi um uppburð sérmála Islands i rfkisráði Dana. 21.20 Tónlist eftir Robert Schumann. Jean Martin leikur á pianó „Mislit blöð” op. 99. 21.50 Hviti Kristur. Séra Gisli 22.15 Veðurfregnir. Kvöldtón- leikar frá útvarpinu i Brúss- el. Flutt verða tónverk eftir Thomas Albin- oni, Orlando de Lasso og An- tonio Vivaldi og kórlög eftir Palestrina, Antonio Lotti, Maxim Beresovski, Bach, Krysztof Penderecki, Jef Van Hoof, o.fl. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 3. júni Annar dagur hvitasunnu 8.15 Létt morgunlög. Kjell Krane pianóleikari, Norski blásarakvintettinn, Hindar- kvartettinn o.fl. leika. 9.00 Fréttir. Forustugreinar landsmálablaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. 11.00 Mcssa i Laugarnes- kirkju.Prestur: Séra Garð- ar Svavarsson. Organleik- ari: Gústaf Jóhannesson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.40 Mér datt það i hug. Ein- ar Kristjánsson frá Her- mundarfelli rabbar við hlustendur. 14.00 A listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir. 14.50 óperukynning: „Grimu- dansleikur" eftir Verdi. Flytjendur: Jan Peerce, Robert Merrill, Herva Nelli, Claramae Turner, Virginia Haskins, Robert Shaw kór- inn og NBC-sinfóniuhljóm- sveitin, Arturo Toscanini stj. Guðmundur Jónsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Popp- hornið. 17.00 Barnatimi. a. Spurn- ingakeppni barnaskólanna um umferðarniál. Umsjón- armaður: Baldvin Ottósson. b. Sögur af Munda, — sjö- undi þáttur. Bryndis Vig- lundsdóttir segir frá hvolp- inum Varg, erni i sjálfheldu og smyrli, sem tók illa tamningu. 18.00 Stundarkorn með sænska visnasöngvaranum Peder Svansem syngur vis- ur eitir önnu Mariu Lenn- gre. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.35 Pólitikin og herstöðin. Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður flytur þriðja og siðasta ferðaþátt sinn frá Möltu. 19.55 Frá tónleikum finnska Stúdentakórsins i Háskóla- biói á uppstigingardag Stjórnandi: Henrik Otto Donner. 20.45 Bréf frá frænda Jón Pálsson frá Heiði flytur. 21.10 Sónata nr. 3 fyrir fiðlu og pianó eftir Frederick Delius Ralp Holmes og Eric Fenby leika. 21.25 Leikþáttur: „Privat- auga h.f.” eftir Flosa Ólafs- son.Áður flutt 1959. Höfund- ur stjórnar flutningi. Flytj- endur auk hans: Gisli Hall- dórsson, Karl Guðmunds- son, Inga Þórðardóttir, Her- dis Þorvaldsdóttir, Bryndis Pétursdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir. Arni Tryggva- son og Jón Múli Arnason. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög (23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.