Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 31. mai 1974. ' 9 KIRKJAM O Cir ÞJÓBIA Post. 2 1-4 Svo hefur jafnan verið talið, að hvítasunnan sé stofndagur kristinnar kirkju. Á þessari heilögu hátíð, þegar rættist það fyrirheit frelsarans til lærisveinanna, að þeir fengu sendan heilagan anda, fylltust þeir djörf- ung og krafti til þess að fara út í hinn heiðna heim til að boða öðrum fagnaðarerindið, sem var þeirra sanna líf. Margt hefur á dagana drifiö fyrir þessari stofnun — kirkju Krists — siðan hinn fyrsta hvitasunnudag. Mörgu góðu’ hefur hún komið til leiðar — margt liknarverk unnið á vett- vangi mannlegs lifs. — Mörgum hefur kenning hennar verið hin svalandi lind við andlegum þorsta. Það er mikið sannmæli, sem i einum af sálmum okkar stendur: Þú varst mér það, sem vatn er þyrstum manni — þú varst mitt frelsi i dimmum fangaranni — og vængjalyfting vonabarrii lágu — og vorsól ylrik trúar blómi smáu. — Þetta er orð um Krist Jesú, þann lausnara, hvers fagnaöar- erindi kirkjan hefur boöað frá upphafi vega. — Slik svalalind hefur boðskapur kirkjunnar verið. Upp af frækornum þess fagnaðarerindis hefur þrótt- mikill og fagur gróöur sprottið. Kirkjunnar mikla tré hefur breitt „sitt lim yfir lönd yfir höf — á lifenda bústað á dáinna gröf.” Þannig mætti rekja þann gilda þátt, sem kristin kirkja hefur átt i þvi , að vera mann- inum andlegt „hlífðarskjól á heimsins köldu strönd.” — Hins er heldur ekki að dyljast, að mörg vixlspor hafa verið stigin á þessari braut. Enda hafa þær ávirðingar hennar ekki verið látnar liggja i láginni. — Biblían og þú Eru guðfræöilegar og sagn- fræðilegar upplýsingar varö- andi texta Bibliunnar til nokkurs gagns fyrir kristi- legt trúarlif? Ekki kannske beinlinis og við fyrstu sýn. En Biblian verður meira lifandi. Mannþekking okkar eykst. Við veröum þá eins og samtiða þeim, sem rita efn- ið. Okkur verður ljóst, aö vandamál þeirra tima eru ekki, þegar allt kemur til alls, neitt ólik þeim vanda- málum, sem við eigum við að striða. Við öðlumst nýjan skilning á aðstæðum okkar sjálfra, er við virðum fyrir okkur aðstæður manna fyrir 2-3000 árum. Þá getur það óllklega og óskýranlega gerzt, oft snögglega og óvænt, að Biblian öðlazt nýtt gildi fyrir okkur, hún veröur Guðs orð, sem talar til okkar i okkar aðstæðum. Biblian verður þá rödd Guðs til okkar sjálfra. Við fáum boðskap frá Guði, huggun, hvatningu, áminn- ingu, fyrirheit, endurvakta von eða lausn á rikjandi vandamálum okkar, sem áð- ur höfðu verið okkur óleys- anleg, og siðast en ekki sizt: Guð verður lifandi staðreynd fyrir okkur. (Úr Bibelen i Fokus eftir Alfred Storaas) — Sr. OTh. þýddi —. Slikt er ekki nema eðlilegt. Hér er aðeins um mannlega stofnun að ræða, og hún hefur eðlilega veriö mæld á þann mælikvaröa, sem strangastur er — kvarða þeirrar fullkomn- unar, sem Jesús ætlar öllum mönnum að ná. Ekki sist vegna þessa, vegna þess hve margt hefur miður tekist en skyldi samanborið við takmarkið sjálft — vaxtartakmark Krists- fyllingarinnar, fullkomnunar mannsins — vegna þessa hefur andstaða og tómlæti gagnvart kirkjunni og málefnum hennar farið vaxandi og svo er nú komið hag hennar, að viða á hún i vök að verjast vegna þess hve margir þeir eru óvirkir áhorf- endur, sem ættu að vera þátt- takendur i kristnu safnaðarlifi. Það ér þetta tregðufulla, nei- kvæða afskiptaleysi, sem er erfiðasti þröskuldur á vegi heil- brigðs safnaðarstarfs. Það er óvist hvort við gerum okkur það nægilega ljóst, i hve óumræði- lega mikilli þakkarskuld við stöndum við kirkjuna, sem er okkur kristnum móðir og hve viðurhlutamikið það er að virða hana og viðleitni hennar að vet- tugi. Ég minnist þess að fyrir löngu las ég frásögn um tvo menn, sem voru á ferð i Sviþjóð i járn- brautarvagni. Þeir voru að tala um trúarbrögð. Annar sagði: „Ja min skoðun er nú sú, að i raun og veru sé ekki mikið leggjandi upp úr þessum trúar- brögðum: ég held þau séu s.a.s. öll jafngóð. Það veltur að mestu leyti á loftslagi og kynstofni eða þvi um liku.” ,,Ég er nú alveg á sama máli,” svaraði hinn. „Kristin- dómurinn er tilfinningamál. Hvaða gagn gerði hann okkur á striðsárunum. Varð hann ekki gjaldþrota þá? Hann er að minum dómi ekki hótinu skárri en önnur trúarbrögð.” Asamt þessum tveim var þriðji maðurinn i vagninum. Hann virtist vera útlendingur. En það kom i ljós, að hann bæði talaði og skildi tungu þeirra. Hann tók til máls og sagðist ekki hafa komist hjá að heyra það, sem þeim hafði farið á milli og ,,ég er” sagði hann, „yöur ákaf- lega ósammála. — Má ég segja yður hversvegna?” „Já það er velkomið,” sagði sá, sem byrjað hafðisamtaliðum trúarbrögðin. „Ég er frá landi, sem ekki er kristið land.” sagði út- lendingurinn, „fæddur I bæ þar sem eru 4 þús. ibúar. Þér þekkið eflaust bæi hér i landi af sllkri stærð.” — „Já, vitanlega. Bærinn heima hefur einmitt þá ibúatölu, ” svaraði annar Svlinn. — „Agætt,” . hélt útlendingurinn áfram. „Gerum ráð fyrir þvi að bærinn yöar væri minn bær. Þá væri þar umhorfs eitthvað á þessa leið: Þar er engin kirkja, þar er heldur enginn opinber skóli, enginn simi, ekkert rafmagn, ekkert bókasafn, enginn læknir eða hjúkrunarkona, engin vatnsveita eða hreinlætistæki, engin fátækrahjálp eða fram- færslustjórn. Já, svona væri bærinn yðar herra minn, ef hann liktistbænum minum. Eini ljósgeislinn I þessum bæ er kristniboðið, sem hefur reist þar sjúkraskýli og skóla. 1 of- sóknum i heimalandi minu var 300 þús. manns misþyrmt eða þeir voru myrtir. Ég missti alla ættingja mina og allar eigur okkar voru gjöreyðilagðar. Þetta gerist I landi þar sem allt önnur trúarbrögð eru rikjandi heldur en kristindómurinn. — Getið þér nú skilið, herrar minir, að það er rik ástæöa til þess fyrir mig að vera yður ósammála um það, að það séu öll trúarbrögð jafngóð. Það er einungis andi kristindómsins, sem hefur gefið mér nokkra von um það, að mannsæmandi lif verði reist á þeim rústum, sem hatur og grimmd hinna heiðnu trúarbragða hafa skilið eftir i landi minu.” Mennirnir tveir, sem höfðu talið kristindóminn fánýtan og talið það einu gilda hvort i landinu væru nokkur trúarbrögð eða engin, þeir fengu nóg að hugsa við orð þessa útlendings. Sagan hermir ekki hver við- brögð þeirra voru. En þessi saga ætti að geta vakið okkur öll til alvarlegrar umhugsunar um það, hvar islensk þjóð væri á vegi stödd ef hugsjónir kristin- dómsins um manngildiö og mannhelgina hefðu ekki náð að festa hér rætur. Hvernig væri þá komið um andlegt frelsi með þjóðinni? Hversu mikil væri þá virðing fyrir annarra skoöunum? Hvernig væri þá komiö um félagslega hjálp og þjónustu til handa þeim, sem erfiðast eiga uppdráttar á eigin spýtur? Já, hversu lengi væri ekki hægt að telja upp allt þaö, sem við miklumst mest af I sam- félagi okkar og benda á það hversu það, beinlinis og óbein- linis er allt risið upp af og hvilir á þeirri mannréttindahugsjón, sem sér i hverjum manni Guðs barnið, bróðurinn, sem Jesús Kristur er dáinn fyrir. óbærileg er sú hugsun okkur öllum, ef við ættum að glata slikum réttindum og hljóta ánauðarok kúgunar og þræl- dóms þess i stað. — Já ömurleg væri sú tilhugsun þessari frelsisunnandi þjóð. En getum við ekki imyndað okkur, að við eigum það á hættu að þetta glatist, ef við van- rækjum að styrkja sjálfan grundvöllinn, sem frelsið og mannréttindin hvila á. Ef við sýnum þeirri stofnun, sem boðar okkur fagnaðarerindi guðlegs kærleika meðal mann- anna, sýnum henni óvirðingu tómlætisins, er þá ekki þeim mannréttindum hætta búin, sem beinlinis hvila á þessum grunni Sinnuleysi um kirkjumál og kristindóm er nú mjög áberandi hér hjá okkar þjóð. í öðrum löndum, ekki sist Bandarikjum N.A. er þessu öðruvisi farið, a.m.k. með þvi fólki, sem heyrir til ákveðnum söfnuðum. Ég var nýlega að lesa frásögn skólanemanda, sem dvaldi um þriggja mánaða skeið i Bandarikjunum. Það er ung stúlka, sem skrifar greinina. Henni segist svo frá: „Lærdómsrikt var að dveljast hjá fjölskyldum með mismun- andi viðhorf t.d. i stjórnmálum og trúmálum. Ég var hjá Gyðingafjölskyldum og fjöl- skyldum af ýmsum mótmæl- enda trúflokkum. Þar var sá siður að fara til kirkju á hverjum sunnudagsmorgni og voru menn árla á fótum.”...... Þannig er viðhorf fjölda manna hjá þessari voldugu þjóð. Þetta er lærdómsrikt fyrir okkur og vekur spurninguna: Hvað get ég gert? Hvernig get ég stutt kirkjuna og safnaðarlifið? Hvað hef ég til þessa máls að leggja? Mikið, vissulega mikið. Blóm- legt safnaðarlif er komið undir hverjum einstaklingi innan hvers safnaðar, rækt hans við kirkjuna, þátttöku hans i messugerðinni. Aðeins þetta — að koma til kirkju þegar messað er, það er einfaldasti, en jafnframt sá ómetanlegasti stuðningur, sem hægt er að vera og veita söfnuði sinum og kirkju. A stofnhátið kristinnar kirkju skulum við minnast hennar i verki með þvi að ganga i Guðs hús og biðjum: Þin kirkja, góði Guð, þú gef að standi um aldir óbifuð af öllu grandi. Frœðsla °9 fyrir- mynd SKÓLAÆSKAN Mikili hluti æskufólks er i skóla frá 7 ára aldri og fram um tvi- tugt. A þessum þroskaárum er æskumanninum iifsnauðsyn að vera bindindismaöur. Þaö er skyida alira, sem við skólana starfa að stuðla að þvi, að nemendur neyti ekki áfengis eða tóbaks. Góður félagsskapur getur þar miklu góðu til leiðar kom- ið og hefur forðað mörgu góðu mannsefni frá óreglu og lifsglöt- un. Fordæmi kennara hefur þar mikiö aö segja. Það er skylda allra, sem viö skóla starfa, að benda æskunni á hættur þær, sem fylgja neyzlu áfengis og tóbaks. Geri þei þeir þaö ekki, bregðast þeir skyldu sinni við æskuna. Kenndu inér að varast hættuna. Þá kennir þú mér vel. —Reginn — blað templara á Siglufirði,—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.