Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 31. mai 1974. APx^lMTBl ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖI Umsjón: BB/GP Byssurnar síga á Eyjahafi Grikkir og Tyrkir í viðbragðsstöðu vegna kapphlaups um olíuvinnslu Undanfarna sólarhringa hefur verið mikil spenna á Eyjahafi milli Tyrkja og Grikkja. Deila hefur magnazt milli þeirra stig af stigi um það, hvernig réttinum til að vinna oliu úr botni hafsins sé háttað. Þegar Tyrkir sendu olíu- leitarskip inn á hafsvæði, sem Grikkir telja í sinni lögsögu, skipaði gríska stjórnin her sínum að vera viðbúinn stórátökum. Spennan i samskiptum ríkjanna minnkaði í nött, þegar Grikkir drógu úr viðbúnaði herafla síns.. Þegar tyrkneska rannsókna- skipið Candarli sigldi inn á hið umdeilda hafsvæði við eyjarnar Lesbos og Bazcaada undir vernd flotasveitar, fór allt á annan end- ann i Grikklandi. Meðal annars skrifaði eitt dagblaðanna i Aþenu i gær, að Grikkir mundu verja yfirráðarétt sinn ,,en færu ekki i strið við Tyrki nema þeir færu inn fyrirgrisklandamæri.” Og blaðið sagði einnig: „Við vonum, að að- gerðir Tyrkja knýi ekki grisku þjóðina til að gripa til vopna.” I opinberri yfirlýsingu grisku stjórnarinnar frá þvi i nótt segir, að stjórninni hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, hver væri til- gangurinn með ferðum tyrknesku flotadeildarinnar. Hún væri að fara til venjulegra flotaæfinga. Fréttir i erlendum blöðum um það, að hafrannsóknarskip væri með i ferðinni, kæmi engum á óvart, þvi að slik skip fylgdu jafn- an flotadeildum NATO-rikjanna, s'egir i yfirlýsingunni. Áður en þessi yfirlýsing var gefin og dregið úr viðbúnaði hers- ins, höfðu Tyrkir sent 53 herskip af stað úti fyrir ströndum lands sins og ekið orrustuflugvélum sinum i viðbragðsstöðu á Cigli- flugvelli. Grikkir höfðu flutt sér- stakar flugsveitir nær eystri hluta Eyjahafs. F-5 orrustuflugvélar stóðu tilbúnar til árásar á Mikra- flugvelli i Salóniku. OECD á móti haftakerfínu Rikisstjórnir þeirra 25 landa, sem eiga aðiid að OECD, Efna- hagssamvinnu- og framfara- stofnuninni i Paris, skuldbundu sig i gær til að koma i veg fyrir innflutnings- og útflutningshöml- ur i framtiðinni. Þá samþykktu þær einnig að greiða ekki niður útflutningsvörur á þann veg, að það skaðaði heimsviðskipti. Þessi samþykkt var gerð á ráð- herrafundi OECD. tsland á aðild að stofnuninni, en enginn ráð- herra sótti þennan fund héðan. Yfirlýsing ráðherranna er stefnu- mótandi en hefur ekki bindandi áhrif gagnvart stjórnvöldum aðildarlandanna. Meginverkefni ráðherra- fundarins var að fjalla um verð- bólguna i heiminum. hækkun verðlags á oliu og almennt versn- andi efnahagsástand i iðnvæddu rikjunum. Engar álvktanir voru gerðar um þessi mál, en frekari fundir eru ráðgerðir um þau. VIKULANGAR VIÐ RÆÐUR ÁN SAMNINGA Utanrikisráðherra Portúgals , Mario Soares, sagði i Lundúnum i gærkvöldi, að hann ætlist til þess að til tiðinda fari nú að draga i viðræðunum við sjálfstæðis- hreyfinguna i Guineu-Bissau. Soares ráðherra kom til Lundúna i gær eftir að hafa ráð- fært sig við Antonio de Spinola forseta og i gærkvöldi átti hann einnar og hálfrar stundar fund með fulltrúum sjálfstæöis- hreyfingarinnar. Telja kunnugir, að þessi um- mæli Soares við blaðamenn séu sprottin af þvi, að hann hafi feng- ið ný fyrirmæli um nýjar til- slakanir eða tilboð hjá Spinola. — En samningaviðræðurnar við sjálfstæðishreyfinguna og skæru- liðasamtökin hafa núna staðið i rúma viku, án þess að nokkuð hafi örlað á samkomulagi til þessa. Talsmaður sjálfstæðis- hreyfingarinnar, Pedro Pires majór, vildi ekkert um það segja i gærkvöldi, hvort árangurs væri að vænta á næstunni. 60% VILJA FLOKKA- STARFSEMI Á SPÁNI Spáni/ ef flokkastarfsemi væri leyfð þar. Niðurstöður könnunar þessar ar, sem gerð var af Consulta stofnuninni, sýna, að einungií 47% spurðra létu i ljós, að þeii veldu ákveðinn flokk. Af þeinr fengu kommúnistar 14%, 129f mundu svo styðja þjóðernis hreyfingu Francos og 11% styðjí kristilega demókrata en 69f Falangista. Þetta er i fyrsta sinn, sem slil skoðanakönnun er birt á Spán siöan Franco kom til valda. Vori 1500 sérstaklega valdir Spánverj ar spurðir. 60% voru þeirrar skoðunar, aí almenningur ætti að taka virkari þátt i stjórnmálalifinu. Þessi niðurstaða um fylgi kommúnista kemur einnig heim við skoðun manna á áhrifum kommúnista i Portúgal, þar sem talið er liklegt, að þeir séu tiltölu- lega stærsta stjórnmálaaflið og færu með sigur úr kosningum, ef efnt yrði til þjóðaratkvæðis núna. Þar eins og á Spáni mundu kommúnistar njóta þess, að þeir hafa verið eini flokkurinn, sem skipulagði starfsemi neðanjarð- ar, meðan stjórnmálaflokkar voru bannaðir, — utan fámennra öfgasamtaka. Á leið í búð IBE GiFUR USA EFTIR TOLLANA en þá.............. Til skotbardaga kom milli Parisariögrcglunnar og byssubófa nærri St. Lazare- járnbrautastöðinni seint i gærkvöldi. Gerðu bófarnir misheppnaða tilraun til að ræna skartgripaverzlun á þessum slóðum. En kona ein, scm leið átti hjá i verzlunarer- indum, varð saklaust fórnar- lamb þessa hildarleiks. t stór- borgunum er enginn óhultur. Bandaríkin og Efna- hagsbandalag Evrópu náðu samkomulagi í gær- kvöldi, öllum að óvörum, um lausn á deilu þeirra um bætur, sem Bandaríkin höfðu krafizt vegna við- skiptamissis. Bandarikjastjórn hafði krafizt allmikilla bóta af EBE-löndunum fyrir stórtap, sem Bandarikin urðu fyrir, þegar Bretland, Irland og Danmörk gengu i EBE. Sam-. kvæmt aðildarsamningum þess- ara rikja urðu þau að aðlaga sig verndartollum EBE, og það þýddi tollhækkanir á vörum frá löndum utan bandalagsins. Þessum bótakröfum var i fyrstu tekið mjög þurrlega, einkanlega af Bretum. Þótti EBE-rikjunum, sem bæturnar væru aldeilis út í hött. Fékkst loks málamiðlun, sem allir gátu sætt sig nokkurn veginn við. EBE veitir ÚSA tolla- ivilnanir á nær 40 vörutegundum, eins og appelsinum, tóbaki, báta- vélum o.fl. Er EBE einkanlega ánægt með að hafa ekki þurft að hliðra meira til. Tító kosinn forseti œvilangt Á flokksþingi kommúnista- flokks Júgóslaviu, sem lauk i gær, var Titó endurkjörinn þjóðarleið- togi allt til æviloka. Tftó er nú 82 ára gamall. Ahuginn á þinginu beinist að þvi að sjá, hvort þar hafi nokkur komið fram sem væntanlegur eftirmaður Titós. Augu flestra beinast að hinum 64 ára gamla Ejvard Kardelj, sem talinn er liklegasti eftirmaðurinn. Kardelj barðist með skæru- liðum Titós i siðari heims- styrjöldinni, og hann hefur verið náinn samstarfsmaður Titós siðustu 37 ár. Hann er talinn holl- ur stefnu Títós og liklegur til að fylgja henni fram.komist hann til valda. A flokksþinginu var Kardelj valinn i 39 manna flokksstjórn. Hann situr einnig i æðstu stjórn rikisins. Kardelj hefur haft mikil áhrif á stefnu kommúnistaflokks Júgóslaviu sem hugmynda- fræöingur en ekki sem forystu- maður i stjórnmálalifi landsins. Skoðanakönnun, sem birt er í dag i spænsku tímariti, bendir til þess, að kommúnistar yrðu stærsti stjórnmálaf lokkurinn á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.