Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 3
Visir. Föstudagur 31. mai 1974. 3 Sömdu sérstakt leikrit fyrir þjóðhátiðina Hátíðardagskrá að Varmá í Mosfellssveit 17. júní ,,Á þjóðhátiðardaginn verðum við með alla okkar dagskrá að Varmá og þar i grennd,” sagði Bjarni Sigurðsson sóknarprestur, þegar Visir leitaði upplýsinga hjá honum um hátiðahöld hrepps- félaganna þriggja: Kjalarness, Mosfellssveitar og Kjósar. „Loftur Guðmundsson, sem er úr Kjósinni, samdi sérstakt leik- rit til flutnings þennan dag,” sagði Bjarni. „Studdist Loftur einkum við Kjalnesingasögu við gerð leikritsins. Eru æfingar vel á veg komnar undir leikstjórn Sigriðar Þorvaldsdóttur leik- konu, sem búsett er i -Mosfells- sveitinni. Við gætum þess að leita ekki langt yfir skammt.” Og Bjarni hélt áfram: „Lúðra- sveitin, sem leikur við hin ýmsu tækifæri þennan dag, er einnig skipuð innansveitarmönnum. Þessi lúðrasveit okkar er orðin tiu ára gömul. Kórinn, sem syngur fyrir okkur þennan dag er hins vegar nýr af náiinni. Það er kór, sem skipaður er fólki úr fyrr- nefndum hreppsfélögum og hefur safnazt saman i þennan kór einungis i tilefni þjóðhátiðar.” Þá nefndi Bjarni ýmsa dag- skrárliði aðra, eins og t.d. úr- slitakeppni i ýmsum iþrótta- greinum, ávarp fjallkonunnar, útiguðsþjónustu og dansleik i Hlé- garði. „Frá klukkan hálffjögur um daginn og fram á kvöld verða svo kaffiveitingar að Hlégarði,” sagði Bjarni ennfremur. „Það má lika segja frá þvi, að hreppsfélögin þrjú hafa látið gera i sameiningu veggskjöld úr leir i tilefni þjóðhátiðarinnar,” sagði Bjarni að lokum „Halldór Péturs- son hannaði skjöldinn, en hann sýnir „Steðja”. Það er steinn, sem stendur við þjóðveginn gamla upp i Hvalfjörð og gengur almennt undir nafninu „Staupa- steinn”.” — ÞJM. Eimskip tapaði 50 milliónum á vöruafgreiðslu — en heildarhagnaður er 42,6 milljónir Eimskip tapaði tæpum 28 mill- jónum á vöruafgreiðslu á siðasta ári og þá eru 22ja milljóna af- skriftir á eignum vöruaf- greiðslunnar ekki reiknaðar. Þannig er um 50 milljóna „tap” á þessum mikilvæga þætti rekstr- arins. Engu að siöur kemur út 42,6 milljóna hagnaður á rekstri Eim- skipafélagsins i heild, eftir að af- skrifaðar hafa verið af eignum þess 715,4 milljónir. Hagnaður af rekstri eigin skipa félagsins, sem voru 15, varð tæplega 378 milljón- ir. Hluthafar fá 10% arð af hlutafé sinu. Félagið á 60 ára starfsafmæli I ár. í tilefni þess samþykkti aðal- fundurinn i gær að færa stofnun- inni Canada Iceland Foundation, sem vinnur að aukningi menningartengla Islands og Kanada, 10 þúsund kanadiska dollara, um 970 þúsund krónur, að gjöf. Birgir Kjaran stjórnar- formaður flutti skýrslu stjórnar og minntis Einars B. Guðmunds- sonar, sem lézt fyrir skömmu, og fleiri starfsmanna, sem létust á árinu. Einar var stjórnarfor- maður félagsins i 20 ár. Axel Einarsson, sonur Einars Baldvins Guðmundssonar, var kjörinn i stjórnina. Birgir Kjaran, Thor R. Thors og Grettir Eggertsson fyrir Vestur-tslendinga voru endurkjörnir. Fyrir sitja I stjórn Pétur Sigurösson, Halldór H. Jónsson og Ingvar Vilhjáimsson, og af hálfu Vestur-lslendinga Sigurður Hjalti Eggertsson. —HH var notaður /,Ég veit ekki, hvort maður á að hlæja eða vera vondur út af þessu. i fyrsta lagi veit ég ekki við hvern ég á að vera vondur, en i öðru lagi finnst mér þetta vera anzi dýr hlátur, þvi þetta kostar mig nokkur þús- und krónur, og ég hef ekki efni á að hlæja fyrir svo háa upphæð". Þetta sagði Guðbergur Auðunsson auglýsingateiknari, er við höfðum tal af honum i gær, vegna mjög sérkennilegs máls, sem hann lenti i fyrir nokkru. Málið er þannig vaxið, aö Guðbergur keypti sér gamlan og góðan Skoda af árgerðinni 1965, sem hann ætlaði að nota til að komast á i vinnuna og ýmis- legt annað nauðsynlegt. Þetta var góður bill, sem fór alltaf I gang eins og klukka — eða svo gott sem. Hann hafði átt hann i nokkrar vikur, þegar fyrri eigandi bilsins hringdi til hans og bað hann að skipta um nafn eiganda á bilnum, en þaö hafði gleymzt, þegar kaupin fóru fram. Guðbergur ók á sinum góða bil inn i Bifreiðaeftirlit til að ganga frá þessum málum. En þar kom i ljós, að einnig hafði gleymzt að skipta um nafn á eigandanum þar á undan og einnig þeim, sem átti bilinn á undan honum. Hófst nú leit að þessum mönnum, en þeir fundust hvergi. Féll þvi málið niöur um sinn og Guðbergur hélt áfram að aka um á sinum Skoda, eins og ekkert væri. Einn morguninn er hann kom út, og ætlaði að taka bilinn, var kominn mikill snjór, svo hann lét hann vera og ákvað aö hvila hann i nokkra daga. Þegar hann leit næst á hann, tók hann eftir þvi að búið var aö klippa bæði númerin af bilnum. Hafði lögreglan veriö þar að verki, en um þetta leyti var hún i herferð með skærin og klippti númer af öllum gömlum bilum, sem hún sá. Þarna stóð billinn númerslaus i nokkrar vikur. En einn dag var hann horfinn. Taldi Guðbergur það trúlegt, aö lögreglan hefði farið með hann inn i Vökuport, þar sem hann væri vel geymdur fram til vorsins. Þegar vorið lét loks sjá sig.fór hann á stúfana til að ná I bilinn sinn góða. Hann fór fyrst til Vöku, en hann var ekki þar, og enginn kannaðist við hann á staðnum. Þá var farið i lögregluna, en hún vissi ekkert um bilinn og visaði á einhverja aöra.Þar var Þótt Guðbergur fari með stækkunargier um aiit, finnur hann aldrei framar bilinn sinn. Ljósmynd Bragi. sama sagan, enginn vissi neitt til að gera neitt i þessu máli, um bilinn þar. ætliég fari ekki að gera eitthv Eftir mikið þóf — miklar i þvi hvað úr hverju. Það gel göngur og fjölmargar sim- ekki annað verið en einhver e hringingar i allar áttir — kom að borga mér tjónið... það á ei loks upp úr kafinu, að gamli að vera hægt að taka einka góði Skodinn hafði verið tekinn, manns og nota hann i uppb með öllu sem I honum var, og ingu, jafnvel þótt gleymzt h: notaður i uppfyllingu einhvers- að skipta nöfn við eigenc staðar i bænum. skipti....eða er það????” „Ég hef ekki gefið mér tima —klr Hvaða hótel eru opin? „Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri er eina Edduhótelið, sem opið verður núna um hvitasunnuna, en það verður opnað núna 1.”, sagði Ragna Samúels- dóttir, skrifstofustjóri hjá Ferðaskrifstofu rikisins, i viðtali við Visi i gær. Samkvæmt upplýsingum hennar verður Edduhótelið að Laugarvatni opnað 8. júni og svo taka hótelin hvert af öðru til starfa upp úr miðjum júni. Þau verða alls niu. Nú þegar eru margir farnir að aka hringveginn, þó að enn sé ekki búið að opna hann form- lega. Ekki er óliklegt, að fólk leggi leið sina jafnvel til Hafnar IHornafirði núna um hvitasunn- una. Margrét Isleifsdóttir, hótel- stýra á Edduhótelinu á Kirkju- bæjarklaustri, sagði okkur, að aðfaranótt hins fyrsta yrði tekið á móti gestum til gisting- ar. Ragnhildur ólafsdóttir i gestamóttökunni á hótelinu Höfn i Hornafirði sagði okkur, að enn væri ekki mikil aðsókn að hótelinu. Menn fengju inni eina og eina nótt á leið sinni lengra austur. Þó er þegar búið að halda eina ráðstefnu á hótelinu, og voru það 30 rafverktakar, sem þar þinguðu. Nokkuð er siðan Vaihöil á Þingvöllum var opnuð. Ef við höldum svo eitthvað i norðurátt, þá er Hreðavatns- skálinn opinn allt árið. Hótel Bifröst I Borgarfirði verður opnað 7. júni. I Staðarskála i Hrútafirði er opið allt árið og hægt að fá veitingar á góðu verði fyrir alla fjölskylduna. Flókalundur i Vatnsfirði á Barðaströnd, ef við höldum i vesturátt, mun einmitt verða opnaður i dag. —EVI-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.