Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 14

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 14
14 Vísir. Föstudagur 31. mai 1974. Ekkert liggur eftir mig Það fer ekki mikið fyrir séra Jóni Þorlákssyni í íslenskri bók- menntasögu. Það kannast senni- lega f leiri við barneignamál Jóns heldur en skálkskap hans, þó tókst honum, þrátt fyrir lélegan jarðveg fyrir góðan skáldskap, að vinna þrekvirki á því sviði. Öðru fremur munu þýðingar hans á verkum erlendra önd- vegisskálda verða í minnum hafðar, svo sem Paradísarmissir AAiltons. Jón fæddist árið 1744. Faðir hans var prestur, en var dæmdur frá prestskap árið 1749 og gerðist þá sýslumaður. Minn var faðir monsiur,- með það varð hann sira, siðan varð hann sinniur og seinast tómur Þoriákur. Jón lauk prófi úr Skálholtsskóia 1763. Arið 1768 vigðist hann prestur til Saur- bæjarþinga i Dalasýslu. Þar kynntist hann stúlku er Jórunn hét og uröu þau ást- fangin og vildu giftast, en faðir Jórunnar stóð I vegi fyrir þvi aö svo gæti orðið. Þau eignuðust þó barn saman og varð Jón þá að láta af prestskap. Nokkru seinna var honum veittur Staður i Grunnavik, en missti hempuna aftur eftir að hafa eign- ast með Jórunni annað barn. Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að flýja, betur hefði guö minn gjört að gelda mig en vígja. Þýðingar Jóns komu út á prenti árið 1774. Arið áður hafði Hrappseyjarprent- smiðja verið stofnuö. Forstöðumenn hennar urðu fyrir aðkasti og tók Jón svari prentsmiðjunnar. Margur rakki að mána gó mest þegar skein I heiöi, en eg sá hann aldrei þó aftra sinu skeiði. Gamansemin var rikur þáttur i kveðskap Jóns. Óskaplikar eru þær, Anna má, en neitar. Imba ví 11, en ekki fær, eftir þvi hún leitar. En Jón átti það lika til aö yrkja óprest- lega eins og fólk mundi kannski kalla það. Betra er að vera hátt meö haus hengdur upp á snaga en að riða eistnalaus alla sina daga. A þessum timum var mikil eymd á Islandi. Hefða eg ekki iikn og iið iind af betri hlotið, lif mitt, Bæsár vesöid við, væri löngu þrotið. Samvizkan þó segir mér, sannað hygg eg geti, hvorki þar til orsök er óhóf mitt né leti. Hvaö mun valda þessu þá? Þar til mætti svara þvi: Eg vandist aldrei á öðrum neitt aö spara. Ósjaldan mun fólk hafa óskað þess að það hefði aldrei fæðst. óborinn til eymdarkífs ellegar dauður væri ég, ef að bæði lykii iifs og iásinn sjálfur bæri eg. Jón kvæntist árið 1774, Margréti Boga- dóttur. Ekki varð hjónabandið þó farsælt og þegar Jón flyst sem prestur að Bægisá, verður Margrét eftir i Galtardal þar sem þau höfðu búið frá þvi að þau gengu i hjónaband. Bjó Jón eftir það með ráðs- konum og mun hafa verið kvenhollur i meira lagi. Hér er bæði heitt og bjart og hófleg kæti næstur mér er svanninn sæti, sómi er það og eftirlæti. Eftir að Jón fluttist að Bægisá hafði hann börn i fóstri og var talið að hann ætti þessi börn sjálfur. Iila fór það unginn minn, öðrum varstu kenndur. Finnst um siðir faðirinn frómur að þér, Gvendur. Jón yrkir eins og titt er um skáld visur við ýmis tækifæri. Við hjón segir hann. Þið eruð bæði fjandans fox, full með heimsku gjálfur, hún Tóta þin er tundur box, en tinna og járn þú sjálfur. Þegar höfðingjar riðu hjá kirkju um embættisgerð verður næsta visa til. Skrykkjótt gengur oft til enn eins og fyrr með köfium, en grátlegt er, þá góðir menn gera sig aö djöflum. Eins og ég nefndi hér áðan var mikil eymd meðal fólks á þessum tima. Margur fengi mettan kvið, má þvi nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Jón var prestur á Bægisá i 31 ár. Hanga mér á heröum laun hartnær þrjátigi ára: Þreyta, slit og þankaraun, þörf og heltin sár. Hann andast árið 1819. Ekkert liggur eftir mig utan ijóða bögur, þótt á kroppnum sýni sig sjötigi ár og fjögur. Eg mun samt við ævilok, allt fyrir mæðu þessa, hérvist mina og hennar ok hjartagiaður blessa. Þingeyingur sendir þættinum bréf og segir. — Vísu Rósbergs Snædal um sögu- þátt Hólastóls fyrir 12 árum var svarað nýlega, og má Visir birta framhald sögunnar, sbr. visnaþáttinn 18. mai s.l.: Vist orti Rógsberg þá rætnarinnar bögu, raunabót þeirra, sem nlða. En atburöarásin nú sagt hefur sögu, -já- sfðasta versið má biða. Þátturinn þiggur með þökkum þær vis- ur, sem honum eru sendar. Ben.Ax. Stefán vann Islandsmeistaratitilinn firmakeppnina — en Morgunblaðið Nýlega er lokið ís- landsmóti i ein- menningskeppni og sigraði Stefán Guð- johnsen frá Bridge- félagi Reykjavikur eft- ir mjög harða keppni. Röð og stig efstu manna var þessi: 1. Stefán Guðjohnsen 219 stig. 2. Karl Sigurhjartarson 214 stig. 3. Bragi Erlendsson 211 stig. 4. Helgi Benónýsson 210 stig. 5. Þórarinn Sigþórsson 209 stig. 6. Gylfi Baldursson 209 stig. Einmenningskeppnin er jafn- framt firmakeppni Bridgesam- bands íslands en I henni sigraði MORGUNBLAÐIÐ, en fyrir það spilaði Bragi Erlendsson. Röð og stig efstu firmanna var þessi: 1. Morgunblaðið 122 (Spilari Bragi Erlendsson). 2. Málning h.f. 115 (Spilari Stef- án Guðjohnsen). 3. Þórarinn Sigþórsson tannl. 112 (Spilari sjálfur). 4. Atlantis h.f. 112 (Spilari Jósep Sigurðsson). 5. Sápuverksm. Mjöll h.f. 112 (Spilari Kristj. Guðm.) 6. Litaver s.f. 11 (Spilari Bragi Björnsson). Bridgesam band Islands þakkar hinum fjölmörgu aðil- um sem styrktu firmakeppnina bæði með fjárframlögum og starfi. Ekki verður svo skilið við Kanarieyjaþátttöku Bridge- sambands Islands, að lokakafla séu ekki gerð einhver^ skil. Meðan 60 pör spiluðu til úrslita um Ólympiutitilinn var haldinn „Sárabóta” tvimenningur (Consolation) fyrirþá, sem ekki náðu að vinna sér sæti i úrslita- keppninni. Niutiu og tvö pör tóku þátt i honum. Sigurvegarar urðu Truscott og Weiss frá USA með 784 stig. Islenzku pörin sex voru öll mætt til leiks, en röð og stig þeirra voru þessi: Björn Eysteinsson—Ólafur Valgeirsson 656 nr. 25-26. Jóhann Jónsson—Lárus Karlsson 636 nr. 40. Hörður Arnþórsson—Þórar- inn Sigþórsson 624 nr. 45-46. Hjalti Eliasson—Karl Sigur- hjartarson 545 nr. 85. Einar Þorfinnsson—Jakob Ármannsson 501 nr. 91. Ólafur Lárusson—Sigurjón Tryggvason 470 nr. 92. Óneitanlega misjöfn frammi- staða, þótt ekki sé eingöngu við spilarana að sakast. Þaö er með ólikindum, að nokkur bridgesveit geti verið það góö, að hún vinni heims- meistaratitilinn 15 sinnum á átján árum. Þetta afrek hefur Italska sveitin unnið og einn spilarinn Georgio Belladonna hefur verið i þeim öllum. Félag- ar hans Garozzo, Forquet hafa verið i flestöllum sveitunum, en Bianchi aðeins i tveimur. Ungu Gefið barninu þennan skemmtilega spari- bauk, sem er i senn gagnlegur og fallegur. Laugavegi 11. (Smiðjustigsmegin ) mennirnir Falco og Franco hafa eflaust fengið sinn fyrsta heimsmeistaratitil á silfur- bakka frá hinum frægu félögum sinum, án þess að hafa mikið fyrir þvi. Hér er spil úr undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem kom fyrir milli frönsku sveitar- innar og þeirrar bandarisku. Staðan var a-v á hættu og suð- ur gaf. ♦ D-10-6-2 ¥ A-D-10 ♦ A-K-D-G-4 ♦ 3 ♦ A-7-5-4 ¥6-5-3 ♦ 10-9-8-6-5 ♦ 6 ♦ K-G-9-8-3 ¥K-G-8 ♦ 3 ♦ G-9-7-4 4enginn V9-7-4-2 ♦ 7-2 ♦ A-K-D-10-8-5-2 Sagnir i opna salnum voru á þessa leið: Suður Vestur NorðurAustur Murray 1* P 4« P 4* P 5 ♦ P Vestur Kehela 2 ♦ 4 V 4 G 6* spilaði út P P P Allir pass. spaðaás, sem sagnhafi trompaði. Hann tók tvisvar tromp og legan kom I ljós. 1 þriðja tromp kastaði sagnhafi hjarta úr blindum og byrjaði siðan á tiglunum. Aust- ur trompaði annan tigul, en var um leið endaspilaður. Hann prófaði spaðaáttu, en Murray sá viö honum og gaf niður hjarta. Sex lauf unnin. I rauninni er þetta vel hugsað, þvi ef vestur á tvo hæstu I spaða, þá á hann ekki hjartakóng, þvi þá hefði hann sagt eitthvað við einu laufi i byrjun. I lokaða salnum var loka- samningurinn einnig sex lauf og allt gekk eins þar til sagnhafi fór að spila tiglunum. En Blumenthal I austur neitaði að trompa og suður trompaði fimmta tigulinn. Þá var staðan þessi: ♦ D-10 ¥ A-D ♦ enginn ♦ ekkert ♦ 7-5 ♦ K V 6-5 ¥ K-G ♦ enginn ♦ enginn ♦ ekkert ♦ G ♦ enginn V 9-7 ♦ enginn ♦ 10-8. Nú gat sagnhafi spilað austri inn á tromp, en svo óheppilega vill til, að i leiðinni kemst blind- ur I kastþröng. Ásarnir græddu 14 IMP á þessu skemmtilega spili.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.