Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 31.05.1974, Blaðsíða 4
4 Vfsir. Fösíudagur 31. mai 1974. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagna r- umdæmi Reykjavíkur Þriðjudagur 4. júni R-15601— -15800 Miðvikudagur 5. júni R-15801— -16000 Fimmtudagur 6. júni R-16001— -16200 Föstudagur 7. júni R-16201— -16400 Mánudagur 10. júni R-16401— -16600 Þriðjudagur 11. júni R-16601— -16800 Miðvikudagur 12. júni R-16801— -17000 Fimmtudagur 13. júni R-17001— -17200 föstudagur 14. júní R-17201— -17400 Þriðjudagur 18. júni R-17401— -17600 Miðvikudagur 19. júni R-17601— -17800 Fimmtudagur 20. júni R-17801— -18000 Föstudagur 21. júni R-18001— -18200 Mánudagur 24. júni R-18201— -18400 Þriðjudagur 25. júni R-18401— -18600 Miðvikudagur 26. júni R-18601— -18800 Fimmtudagur 27. júni R-18801— -19000 Föstudagur 28. júni R-19001— -19200 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8,45 til 16,30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðun- ar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 29. mai 1974, Sigurjón Sigurðsson. Tæknifræðingar Hafnamálastofnun rikisins óskar að ráða tæknifræðing til starfa i mælingadeild. Frá Fimleikasambandi íslands Unglinganámskeið i áhaldafimleikum verður haldið dagana 4. til 14. júni. Kennslustaður: Iþróttahús Jóns Þor- steinssonar Kennarar: Olga B. Magnúsdóttir Þórir Kjartansson. Timi: Stúlkur, byrjendaflokk- ur kl. 17-18,30 Stúlkur, framhalds- flokkur kl. 18,30-20. Piltar, byrjendur og framhaldsflokkur kl. 20—21,30. Innritun i fyrsta tima þriðjudaginn 4. júni. Þátttökugjald kr. 1200.- Fimleikasambandið. Frá brúökaupi dótturinnar. Alf gamli sést á bak viö brúögum- ann, sem leikinn er af Anthony Booth. Dóttirin er leikin af Una Stubbs. Bæöi gera þau hlutverkum sfnum góö skil. SEGIR EKKI STÓRA SÖGU en er góð afþreying AUSTURBÆJARBÍÓ: „Till Dcath us do Part” Hvatinn að gerð myndarinnar „Till Death us do Part” var ákaflega vinsæll brezkur sjón- varpsmyndaflokkur, „All The Way Up” en þar fór Warren Mitchell einnig með hlutverk undarlegs heimilisföður. I sjónvarpsmyndaflokknum á hann fjögur börn, en i myndinni, sem Austurbæjarbió sýnir um þessar mundir, eignast hann aðeins eina dóttur. Fyrri hluti myndarinnar gerist á striðsárunum, en á meðan gert er hlé á sýningunni og maður bregður sér fram að þamba kók, er svo tekið stórt stökk. Siðari hluti myndarinnar snýst að mestu i kringum erfið- leika þess gamla, Alf Garnett, i fööurhlutverkinu: fyrst á meðan dóttirin hefur það helzt fyrir stafni að væta bleiur og orga nótt sem nýtan dag, og svo hins vegar þær þjáningar, sem gamli maðurinn þarf að liða, þegar dóttirin trúlofast og giftist og tekur piltinn inn á heimili foreldranna. Einkum er það til að skaprauna gamia manninum, (sem nú er orðinn nauðaskóllóttur, og yfirskeggið farið að grána), að þau hjóna- kornin aðhyllast Heath, á meðan hann sjálfur heldur á lofti merki Wilsons. Að visu er Warren Mitchell stjarna myndarinnar, en sumum kann þó að leiðast sóló hans. Oll er myndin nokkuð yfirdrifin, en þegar maður er farin að venjast Alf gamla i meðförum Mitchells, má hafa býsna mikla skemmtun af myndinni. Myndin fylgir ekki beinlínis neinum söguþræði. Hún á aðeins að lýsa fullorðnum milli- stéttarbreta, sem vill láta taka mark á sér, en verður oftast að láta i minni pokann. Yfir- lýsingar hans á kránni, bröltið i loftvarnabyrginu í bak- garðinum, erfiðleikarnir sam- fara skömmtuninni, brúðkaup dótturinnar, áhugi hans á ensku knattspyrnunni, virðing hans fyrir drottningunni og barátta hans i ellinni fyrir að halda húsi sinu, þegar á að jafna það við jörðu vegna nýja skipulagsins, öllu þessu eru gerð haganleg skil. Samtal Alfs gamla við himnaföðurinn er þó perla myndarinnar. Það er óhætt að gefa þessari mynd grænt ljós. Hún markar ekki djúp spor i sögu kvik- myndalistar, en er sárasaklaus kvöldskemmtun. Það er óhætt að fórna fræðslumyndunum i sjónvarpinu eitt kvöld fyrir þessa mynd. —ÞJM Viðburðalítil GAMLA BÍÓ: „Fear in the Night" Það er svosem skikkanleg- asta hugmynd að baki mynd- inni, sem Gamla bió sýnir þessa dagana. Gallinn er bara sá, að atburðarrásin er of hæg. Hin langdregna bið eftir at- burðum er sligandi i stað þess að maður gripi fastar og fastar um stólarmana. Það tekst ekki fyllilega að skapa spennu alls staðar, þar sem það er reynt. Þvi er þó ekki að neita, að manni bregður óþægilega á stöku stað. Aðalhlutverk myndarinnar eru i höndum þeirra Judy Gee- son, Peter Cushing, Ralph Bates og Joan Collins. Allt saman ágætis leikarar, sem fara vel með hlutverk sin. Judy Geeson, sem hér hefur m.a, sézt i myndinni „10 Rillington Place”, fer hér með hlutverk ungrar stúlku, sem verður fórnarlamb óhugnan- legrar ráðagerðar skötuhjúa, en ógnvaldurinn i myndinni er fyrrverandi skólastjóri, sem er orðinn geðbilaður og hættulegur umhverfi sinu. Sá er leikinn af Peter Cushing. Ralph Bates hefur litið sézt hér á hvita tjaldinu, en á sjálf- sagt eftir að sjást meira á kom- andi árum. Ein af nýjustu myndunum, sem hann leikur i, er „Dr. Jekyll And Sister Hyde” og er gerð eftir sögunni frægu um „Dr. Jekyll And Mr. Hyde”. t þessari mynd er þvi bara farið á þann veg, að Dr. Jekyll breyt- ist i kvenmann... —ÞJM Judy Geeson i hlutverki sinu i myndinni um kvennamoröingj- ann Christie, „10 Riliington Place”. Hrollvekja af gamla skólanum HAFNARBIÓ: „Murdcrs in the Rue Morgue” Það má gefa söguþræði myndarinnar „Murders in the Rue Morgue” sæmilegustu einkunn, höfundurinn er heldur ekki af lakara taginu, nefnilega Edgar Allan Poe. Flestir þekkja eitthvað til verka hans og er þvi óþarft að fara mörgum orðum um yfirbragð þessarar sakamála-hrollvekju. Hún er jafndulmögnuð og aðrar sögur skáldsins og mátulega ýkt. Myndataka og klipping er llka I stakasta lagi og sömu- leiðis hljóð, en hvort tveggja er afar mikilvægt að vanda i mynd af þessu tagi. Leikur er afar misjafn að gæðum, og það má kannski helzt finna þessari mynd til lýta, hversu uppstillt einstaka atriði eru. Leikmunir og allt umhverfi er oft svo uppstrílað, að manni finnst eins og kvikmyndunin fari beinlinis fram á leiksviði, þar sem engu sé breytt. Myndin gerist að stórum hluta I leikhúsi, og af ofangreinum ástæðum á maður oft erfitt með að greina á milli i fyrstu, hvort sum atriðin séu frá sviði þess leikhúss eða utan þess. Án þess að ég vilji fara að hallmæla leiklistarhæfileikum þeirra Jason Robards og Her- berts Lom, þá verð ég að viður- kenna aðmér fundust þeir báðir koma hálfkjánalega fyrir sjónir i þessari mynd. Manni finnst þeir engan veginn eiga heima i þessari mynd og þessu um- hverfi. Það er rétt eins og að hitta fyrir gamla kunningja á grimuballi. Að lokum: Þeir sem vilja sjá hrollvekju af gamla skólanum ættu að lita á þessa mynd. Leik- stjóranum, Gordon Hessler, tekst viða sæmilega upp, þegar hann reynir að gera áhorf- andanum bilt við. Atburðarásin er hröð. Tvö eða þrjú höfuð eru hoggin af og önnur afskræmd með sýru. Hver ráðgátan rekur aðra, og óvænt atvik koma fyrir reglubundið- —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.