Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 25. júli 1974. visiiism: Myndi þig langa til aö skuöa Reykjavikurborg i fylgd leiðsögu- manns? Asta Pétursdóttir, húsmóöir: Ég hef þvi miöur engan ttma til þess, en ég var einmitt að lesa um slikar ferðir á vegum „Þróun 874-1974” i morgun. Ég held, aö svona ferðir gætu veriö ákaflega fróðlegar og skemmtilegar, bæði fyrir unga og gamla. Skólarnir ættu að vera með svona ferðir fyrir krakkana. Alda Birgisdóttir, „bara” hús- móðir: Ég heföi ekkert á móti þvi. Það eru margir staðir, sem maður þekkir ekki, þó að ég hafi lengst af búið i Reykjavik. Ég myndi ráöleggja sem flestum að fara i slika ferð. Spjallað við Pól ísólfsson tónskóld Þar sem blaðamaður Visis var á ferð fyrir austan fjall i gær, var ekki úr vegi að fara til Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Við byrjuðum á þvi að lita inn i ísólfs- skála og heilsa upp á Pál ísólfsson, tónskáld og konu hans, Sigrúnu Eiriksdóttur. Sigrún var úti i garði á kafi i , tsólfsskáli, þar sem Páll tsólfs- ■ son tónskáld dveiur ásamt konu "sinni þrjá mánuði á hverju sumri. LESENDUR HAFA ORÐIÐ llildur Jónasdóttir, húsmóbir i Perth, Astrallu: Jú, gjarnan. Ég vildi ýmislegt skoða i Reykjavik. Ég hef átt heima I Astraliu i 5 ár og maðurinn minn er vélstjóri sem stundar perluveiðar. Það hefur ýmislegt breytzt og ég vil skoða mig um sem bezt, áður en ég fer heim aftur. Lesiie Hard, raftæknifræöingur á eftirlaunum: Ég er giftur islenzkri konu, og hún sýnir mér borgina.Við búum mest allt árið i Bandarikjunum, en erum hér i tvo til þrjá mánuði á ári Magnús Oddsson, verzlunar- maöur: Það gæti ég vel hugsaö mér. Þó að ég sé ekki fæddur i Reykjavik, þá er ég búinn að vera hér I mörg ár. Það er vafalaust ýmislegt að sjá, sem maður veit ekki um. Agúst Fjeldsted, hrl: Ég er nú anzi vel kunngur hét I bænum. Ég held, aö ég myndi alveg klára mig af án hans, enda fæddur hér og uppalinn. Ég hef lika minn eiginn bfl. Þaö væri þá helzt uppi í Breið- holti, þar sem ég er litt kunnugur. Gangbraut við Arnarhól Móttökurnar voru hinar alúðlegustu Gisli Blöndal, umboðsmaöur brezkra togara á Seyðisfiröi, simaöi i gær vegna fréttar um komu Taylors skipstjóra og hans manna til Seyðisfjarðar: „í Visi s.l. mánudag segir m.a. frá þvi, að brezkir togaramenn hafi verið óhressir yfir þvi að vera meinaður aðgangur að veitingahúsi hér og dansleik. Ég tel, að hér gæti einhvers mis- skilnings og að áhöfnin i heild geti ekki tekið undir þetta. Hér á Seyðisfirði urðu skipverjar ekki fyrir neinu aðkasti,svo að vitað sé. Þeim var heimilað eins og öðrum að sitja i veitingahúsinu og fengu sömu fyrirgreiðslu og aðrir. Dansleikur var enginn Þvi miöur féll niöur upphafiö af bréfi Areliusar Nielssonar I Visi i gær. Bréfritarinn er beöinn velviröingar á þessu, en bréf hans er birt hér i heiid sinni. Ég hef hlustað á sjálfshrós allra hinna mörgu flokka og flokks- foringja, sem komið hafa I hópum á „skjáinn” siðustu vikur. Þar ber margt á góma og margt á að gera til að bæta, bæta úr og bæta um það ástand, sem alltaf er talað um fyrir hverjar kosningar. En þá er likt og dóms- dagur nálgist og allt á hengiflugi höfleysis og heimsku. Hvað sem annars má um öll stjórnvöld okkar hér á Islandi segja fyrr og siðac hvaða nöfn sem þeir flokkar bera er með völd fara, þá er hér hagsæld I búi miðað við margra þjóða hag. Skerið okkar er farsældafrón og hagsældamóðir ekki sizt siðan stjórnin varð innlend og þjóðin sjálfstæð. Þar má auðvitað einnig og ekki sizt þakka góðu stjórnarstarfi um áratugi, hvað sem hverjum hefur fundizt I kosningahríðum. En eitt fyrirbæri er furðulegt, hið mesta böl þjóðarinnar minnist enginn á i þessum hrósræðum flokkanna. Kannske tek ég svona illa eftir! haldinn hér um þessa helgi, svo að ekki er að undra, að þeir fengju ekki inni á slikum. Þá má bæta þvi við, að járniðn- aðarmenn hér lögðu allt sitt i að ljúka viðgerðum á sem skemmstum tima. Og um einn ungan Seyðfirðing veit ég, sem bauð brezkum kunningja sinum af togaranum i skemmtiferð upp á Hérað. Ég held þvi, að frásagnir af slæmum móttökum hér á Seyðis- firði eigi ekkert skylt við raun- veruleikann”. Aths. frá ÓH: „Hér er ekki um neinn mis- skilning að ræða, þvi þetta er haft eftir brezku togarasjómönn- Hver talar um drykkjuskapinn, sem er bæði böl og skömm og orðinn að orðtaki um Islendmga úti i löndum. Sumir vita það eitt um okkur aö hvar sem tslend- ingar sjást, eru þeir sagöir fullir og það sem verra er----vondir. Þetta er samt aöeins oröspor og gerði litiö til, ef ekki væri svo ástatt hér heima, að fáar fjöl- skyldur eru lausar viö þetta vandamál. Flestar eiga sér svartan sauð eða „sorgarbarn”, sem enginn getur hjálpaö, „þrátt fyrir glæsileik þess og gáfur”. Slys og manntjón eru mikiö áfengisneyzlu að kenna. Varla væri nokkur i fangelsief ekki væri brennivinsþambið. Allir helztu glæpir Islendinga eru framdir I ölæði, allt frá innbrotum til moröa og stundum af úrvalsfólki, ef vit þess heföi fengið að ráða. Kvenfólk þenur sig við drykkju á börum öldurhúsanna, ung- menni, sem áöur höfðu ekki leyfi til drykkju, öskra nú full á hverju götuhorni um helgar, jafnvel. skólabörn innan viö fermingu þykjastnú eiga rétt til drykkju og ráfa umkomulaus um skóla- ganga og götur. Bindindisfólkið, sem eitt virðist standa gegn þessu,er svivirt i ræðu og riti, skotmark hermikráka og herramanna. öll unum sjálfum. Ég ræddi við þá um borð i C.S. Forester, og þegar ég spurði þá um viðtökur manna á Seyðisfirði, nefndu þeir þessi dæmi. Aftur á móti skrifaði ég aldrei að þeir hefðu orðið fyrir að- kasti, heldur tók fram, að þeir hefðu að öðru leyti ekki haft neitt af Seyðfirðingum að segja. Ég get hinsvegar ekkert fullyrt um það hvort áhöfnin i heild sinni geti tekið undir þetta. Þetta með dansleikinn er einnig haft eftir Bretunum. Hvort þeir fóru yfir til Egilsstaða á dansleik.veit ég ekki, en tek undir orð Gisla um það, að enginn dans- leikur var haldinn á Seyðisfirði þessa helgi”. menningarviðleitni er studd og styrkt, meira aö segja talaö um að greiða skólafólki laun viö námið, en andstæðan gegn öllu þessu er sem sagt höfð aðháðiog spotti. Það eru hennar laun yfir- leitt. Þvi finnst mér það furðulegt fyrirbæri.að engum af verðandi valdhöfum skuli ekki detta i hug að orða einhverja áætlun komandi stjórnvalda um kröfur til að kveða niður versta óvin islenzku þjóðarinnar, eða lofa einhverju um viðleitni I þá' átt. , Viö hliðin á brennivinsþambinu er ameriski herinn ekki nema gróm, þótt ekki vanti að belgja sig upp yfir „hernáminu”. Hiö sama má meira að segja telja stórmál, eins og land- helgina. Hvað höfum við yfirleitt með sjálfstæöi og landhelgi aö gera, ef viö glötum okkar eigin viti, I okkar eigin landi Og kauphækkanir og kröfur fólks, sem brennir peningum sinum I tóbaki og ælir þeim drukkið um götur og torg, eru einskis virði til að auka heillir og mennt, og dýrt er að kaupa flösku á dag, eins og margir gera. Krefjumst þess af sjálfum okkur að varöveita vitið og þeim, sem stjórna, að veita til þess vernd og styrk framsýnnar forystu. Árelius Nielsson Póstmaður hringdi: „Hvernig stendur á þvi, að ekki skuli hafa verið merkt gangbraut yfir Hverfisgötu gegnt Arnarhóli? — Þarna eiga gangandi veg- farendur I erfiðleikum með að komast yfir götuna. Væri óskandi, að umferðaryfir- völd bættu hér hið skjótasta úr”. Fróbœr söngur Söngunnandi skrifar: „Mig langar til að koma a framfæri þökkum til rikisút- varpsins, Visis og Benedikts Benediktssonar. — Til Benedikts fyrir frábæran söng siðastliðið þriöjudagskvöld. Til útvarpsins fyrir útsendinguna. Og til Visis fyrir það að hafa vakið athygli mina á þessum dagskrárlið i tæka tið. Rödd Benedikts er ein sú fallegasta, sem ég hef heyrt, og þykir mér skaði að hafa ekkert heyrt meira til mannsins. Við eigum áreiðanlega ekki fram- bærilegri söngvara á þessu radd- sviði en Benedikt. Ég vildi beina þeirri áskorun til rikisútvarpsins, að það leyfði okkur sem fyrst að heyra i þessum söngvara aftur”. P.s Hefur maðurinn sungið inn á plötur? — Ef svo er, hvar er hægt að nálgast þær? Nú brestur okkur þekkingu. Kannski einhver vilji fræða söngunnandann. FURÐULEGT FYRIRBÆRI —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.