Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 6
6 Vbir. Fimmtndagar 25. }dli 1974. visir Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Áuglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritst jörn: Áskriftargjald 600 kr. Iteykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson liaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Úttektin er uggvekjandi Úttekt hagrannsóknarstofnunar rikisins á efnahagsástandinu er nú komin i hendur allra alþingismanna. Þessi úttekt sýnir, að ástandið hefur versnað svo mjög siðan i vor, að bráða- birgðaaðgerðir rikisstjórnarinnar hafa ekki megnað að draga hið minnsta úr öngþveitinu. Erlend verðbólga er ekki lykillinn að þessu slæma ástandi. Viðskiptakjörin hafa vissulega versnað svo á árinu, að þjóðartekjur á mann verða lægri á þessu ári en þær voru i fyrra. En viðskiptakjörin verða þó ekki verri en svo á ár- inu, að þau verða svipuð og árið 1972, betri en árið 1971 og mun betri en nokkurt ár viðreisnar- stjórnarinnar. Hagrannsóknastofnunin gerir ráð fyrir, að við- skiptajöfnuðurinn verði óhagstæður um 8,2 mill- jarða á árinu og jafnvel um 9,2 milljarða, ef ill- seljanlegar birgðir hlaðast upp á árinu. Gjaldþrot þjóðarbúsins er svo hindrað með þvi að taka 9 milljarða erlend lán á árinu. Þetta verður þó ekki unnt að leika áfram, þvi að lánsfé er orðið af mjög skornum skammti á erlendum vettvangi og vextir af sliku fé komnir upp i 15%. Úttektin sýnir, að með óbreyttri þróun verðlags og kaupgjalds er stefnt að 50% verðbólgu á ári. Gert er ráð fyrir, að kaupgjaldsvisitalan hækki um 28.8% 1. september, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir frekara gengissigi en þegar er orðið. Ef gert er ráð fyrir, að kaupgjaldsvisitölunni verði áfram haldið úr sambandi og að gengið sigi áfram eins og að undanfömu, kemst kaupmáttur launa aftur niður fyrir það, sem hann var við myndun vinstristjórnarinnar 1971. Væru þá þrjú ár orðin til litils, ef óstjórnin ætti að enda með þvi. Úttektin sýnir, að enn vantar nokkuð upp á, að gengið sé rétt skráð. Fiskiskipaflotinn er rekinn með 10% halla og gerir það um 1,4 milljarða á ársgrundvelli. Þar til viðbótar kemur svo tap- rekstur frystihúsanna, sem nemur einnig um 1,4 milljörðum króna á ársgrundvelli. Einnig kemur i ljós, að rikið, rikisstofnanir og fjárfestingarsjóði þess vantar um 5 milljarða króna til að standa við skuldbindingar sinar, þrátt fyrir rosalegar tollatekjur af óeðlilega miklum innflutningi, og þótt kosningaveizlu niðurgreiðsla verði hætt. Sem dæmi má nefna, að Vegasjóð vantar 800 milljónir, Póst og sima 500 milljónir. Rafmagnsveitur rikisins 400 milljón- ir, Reykhólaverksmiðjuna 300 millj., Oliusjóð fiskiskipa 800 milljónir, Byggingasjóð rikisins 300-400 milljónir króna. Stofnlánadeild land- búnaðarins 400 milljónir króna og Framkvæmda- sjóð 200 milljónir. Stjórnmálaflokkarnir standa þvi andspænis þungbærum ákvörðunum á næstunni. Viðtakandi stjórn þarf væntanlega annað hvort að láta gengi krónunnar siga áfram um 10-15% eða gera hliðstæðar ráðstafanir til að halda útflutningsat- vinnuvegunum gangandi. Hún þarf sömuleiðiis væntanlega að leiðrétta verðlag á ýmsum sviðum til að hindra, að opinber fyrirtæki og einkafyrir- tæki verði gjaldþrota. Og hún þarf væntanlega að semja við launþegasamtökin um, að frekari hækkanir kaupgjalds skrúfi verðbólguna ekki meira upp en orðið er og sjá jafnframt um, að þessar ráðstafanir komi sem minnst við þá lægst- launuðu. Ekki er þvi hægt að segja annað en að við- skilnaður vinstristjórnarinnar sé einstaklega ömurlegur. _ jj^ VERÐUR NIXON STEFNT? MÁLSÁSTÆÐURNAR LIGGJA FYRIR Þeirri spurningu verður svarað næstu daga, hvort dómsmála- nefnd fulltrúadeildar Bandarikjaþings leggur til við deildina að stefna Richard Nixon, Banda- rikjaforseta, fyrir öld- ungadeild þingsins. Samkvæmt siðustu fréttum er meirihluti nefndarmanna hlynntur þvi, að slik stefna verði gefin út. Það verður siðan á valdi öldunga- deildarinnar, 2/3 þing- manna þar, að visa for- setanum úr embætti, telji þeir hann hafa brotið af sér. Verði stefnan gefin út, eru ákæruatriðin nokkur. Þau voru birt opinberlega um siðustu helgi og gefa glögga mynd af þvi hvað nefndin hefur verið að kanna á þeim tveim og hálfa mánuði sem hún hefur starfað. Samkvæmt greinargerð og stefnu, sem starfslið dómsmálanefndarinnar hefur samiö undir stjórn John Doar, sérstaks ráðgjafa þing- mannanna, eru málsástæöur i stórum dráttum þessar: Watergate 27. mai og 17. júni 1972 brutust útsendarar nefndar þeirrar, sem vann að endurkjöri Nixons I for- setaembættið inn i höfuðstöðvar andstæöinga sinna, demókrata, i Watergate-byggingunni i Washington. Innbrotið var framið samkvæmt heimild frá einka- starfsmönnum forsetans i Hvita húsinu. Frá þvi næstum strax eftir innbrotið hefur Richard Nixon i skjóli embættis slns, beint eða fyrir milligöngu starfs- manna sinna, reynt að hylma yfir, hver væri ábyrgur fyrir inn- brotinu. Hylmingin hefur vefiö framkvæmd með ýmsu móti t.d. með röngum framburði, eyöi- leggingu sönnunargagna, mis- notkun rikisstofnana eins og FBI og CIA og rangfærslum for- setans sjálfs. Það er niðurstaða sérfræðinga dómsmálanefndarinnar, að for- setinn sé sjálfur beint ábyrgur fyrir þessu. Hins vegar hafi ekki verið unnt að sækja hann til saka, þar sem hann situr I forsetaem- bættinu. Til þess að réttlæti sé fullnægt þurfi þvi að stefna honum fyrir öldungadeildina, sem megi yfirheyra hann og setja hann úr embætti, teljist hann sekur. Mál Ellsbergs 3. september 1971 brutust út- senúarar Hvita hússins og á vegum Richard Nixons inn I skrifstofu dr. Lewis Fielding, sál- fræðings Daniels Ellsbergs I því skyni að afla gagna sem mætti nota gegn Ellsberg. (Hann er ábyrgur fyrir birtingu Penta- gon-skjalanna um Vlet- nam-stríðið). Innbrotsþjófarnir voru I sérstakri sveit manna, sem John Ehrlichman, ráðgjafi for- setans, hafði stofnað undir stjórn Nixons. Störf þeirra voru greidd á ólöglegan hátt með fé úr leyni- legum kosningasjóði Nixons. Inn- brotið var liður i enn þá umfangs- meiri starfsemi, sem byggðist á svipuðum vinnubrögðum. Þá er það einnig niðurstaða sérfræðinganna, að Nixon og menn hans hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á Byrne dómara I málinu gegn Ellsberg. A vegum Hvita hússins hafi verið staðið að rangfærslum i málinu. Þessu hafi verið stjórnað af Nixon eða mönnum á hans vegum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.